Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ 7.-10. janúar 2009
Vínartónleikar í kvöld
Stjórnandi: Markus Poschner
Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir
Í kvöld 8. janúar kl. 19.30 - (Græn röð)
Á morgun 9. janúar kl. 19.30
Laugardag 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus
Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum
þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss,
Lehár og fleiri meistara óperettunar.
Vínartónleikarnir hafa um árabil verið
vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar
og vissara að tryggja sér miða í tíma.
Húsið opnað klukkutíma fyrir tónleika.
Strengjatríó leikur Vínarvalsa í anddyri.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Tækniþróunarsjóður kynnir nýjar áherslur í starfsemi sinni
og sprotafyrirtæki kynna nýsköpun á sýningu í
Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.
og nýsköpun
Vaxtarsprotar
Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9. og 10. janúar.
Dagskrá föstudag 9. janúar 14:00 - 17:00
14:00 Ávarp iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar
14:15 Nokkur verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði, kynning og sýning
Dagskrá laugardag 10. janúar 12:00 - 17:00
12:00 Sýning sprotafyrirtækja opnuð
13:00 Brúarsmíði sjóða og sprota,
Tækniþróunarsjóður, Nýsköpunarsjóður, Impra og Innovit
Þátttakendur
Marorka • Mentor • Mentis Cura • ORF • Kine • Stjörnu-Oddi • Handpoint • Eff2
Clara • TellmeTwin • Matís • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi sprotafyrirtækja og opinberan
stuðning við nýsköpun.
Tónlistar- og kvikmyndaútgef-endur óttast netið eins ogpestina og kenna því um allt
sem miður fer í þeirra starfsemi.
Hingað til hafa bókaútgefendur un-
að vel við sitt, enda dafnar stærsta
bókabúð heims, Amazon,com, vel á
netinu og setti sölumet fyrir jólin
2008; frá 28. nóvember til jóla, seldi
Amazon 6,3 milljónir hluta (bækur,
matvöru, geisladiska, DVD-myndir,
raftæki, leikföng og svo má lengi
telja). Hvað varðar bókaverslanir í
kjötheimum er útlitið þó ekki eins
bjart – bókabúðir á Vesturlöndum
eiga í erfiðleikum og kenna netinu
um.
Í skemmtilegri samantekt í NewYork Times fyrir stuttu var ein-
mitt fjallað um þann vanda sem
hefðbundnar bókabúðir standa
frammi fyrir og felst í því að netið
hefur gert það auðveldara en
nokkru sinni að selja gamlar bæk-
ur. Fyrir vikið kaupi færri þær
bækur í verslunum sem leggja nú
upp laupana hver af annarri.
Meðal bóka á metsölulista Ama-zon fyrir árið 2008 er kiljuút-
gáfa bókarinnar Twilight eftir
Stephenie Meyer (Meyer á einnig
mest seldu bók ársins, Breaking
Dawn, og þá tíundu mest seldu, The
Host). Hjá Amazon kostar hún 6,04
dali með 45% afslætti (fullt verð
10,99 dalir), að viðbættum sending-
arkostnaði, en á abebooks.com, sem
er vefsetur fornbókaverslana, er
ódýrasta eintakið á einn dal að við-
bættum sendingarkostnaði.
Um leið og maður fer að leitalengra aftur í tímann og að
bókum sem hafa ekki notið jafn
mikillar hylli lækkar verðið enn og
ég hef keypt bækur á netinu á allt
niður í 10 sent (að viðbættum send-
ingarkostnaði). Varla þarf að taka
fram að höfundurinn fær ekkert út
úr hverri sölu, fékk sinn hlut þegar
bókin var seld ný, en þegar bæk-
urnar eru svo ódýrar er hvort eð er
lítið sem ekkert til skiptanna.
Þegar myndlist er seld áuppboði leggst á
hana höfund-
arréttargjald
eftir
ákveðnum
reglum og
reikniform-
úlum. Ekkert
slíkt er í gildi
þegar bækur
eru annars
vegar og
enginn hef-
ur hreyft
því að leggja slíkt á. Eins og getið
er fékk höfundurinn sitt þegar bók-
in var seld ný og á ekki kröfu á
meiru þó verð hennar hækki hugs-
anlega (áritað eintak af frumútgáfu
Twilight kostar 6.500 dali, um
800.000 kr., á abebooks.com).
Í áðurnefndri grein í New YorkTimes og víðar hafa menn gert
mikið úr þessum vanda, en að mínu
viti er langt seilst að kenna forn-
bókabúðum um samdrátt í bóksölu.
Eðlilega er mestur áhugi á nýjum
bókum en minni á eldri, eða í það
minnsta er það sú þróun sem maður
sér víðast hvar; eldri bókum er ýtt
út úr búðum til að gefa meira og
betra pláss fyrir nýja titla (og
reyndar fyrir nýja vöru líka, en það
er önnur saga). Fyrir vikið leitar
maður á náðir abebooks.com og
álíka vefja til þess að ná í eldri bæk-
ur, að ekki sé talað um þegar bæk-
ur eru einfaldlega ekki til hjá út-
gefanda sem verður sífellt
algengara. arnim@mbl.is
Gulnuð blöð og gamlar skræður
»Netið hefur gert þaðauðveldara en
nokkru sinni að selja
gamlar bækur. Fyrir
vikið kaupa færri þær
bækur fullu verði.
AF LISTUM
Árni Matthíasson
JK Rowling Áritað
eintak af Harry
Potter seldist á hálfa
aðra milljón.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
S.L.Á.T.U.R., Samtök listrænt
ágengra tónsmiða umhverfis
Reykjavík, standa fyrir nýárstón-
leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á
föstudagskvöld kl. 20. Þar leika tíu
fagottleikarar ný, fjölskrúðug verk
eftir jafnmörg ung tónskáld.
Áki Ásgeirsson tónskáld er tals-
maður „slátraranna“. „Hugmyndin
er komin frá sláturfélaginu sem er
hópur ungra tónskálda. Við höfum
áður haldið nýárstónleika, en þá með
lúðrum. Við höfum áhuga á að búa til
hefðir. Eina slíka erum við að skapa
á Menningarnótt þar sem við vorum
með keppni og veittum farandbikar.
Við fengum gamlan sláturkepp, fór-
um með hann í Járnsteypuna í
Garðabæ og fengum þá til að steypa
verðlaunabikarinn fyrir okkur úr
gegnheilu járni. Bikarinn heitir því
Keppurinn, og það má búast við
harðri keppni um hann í sumar.“
Áki segir enga sérstaka dulspeki á
bak við það að velja fagott til að
fagna árinu 2009. „Fagottin eru oft
ein á báti og fáir sem spila á þau. Það
er blanda af nemendum og kenn-
urum sem spila á tónleikunum. Fa-
gottin leynast þó víða, þótt ekki séu
nema einn, tveir nemendur í hverj-
um tónlistarskóla, ef einhver. Ekki
veit ég hvort er hænan og hvort egg-
ið, en fagotthljómurinn er líka mjög
ólíkur öðrum hljóðfærum. Svo verð-
ur til alveg sérstakur hljómur við að
blanda þeim mörgum saman.“
Tíu fagott fagna
árinu með Slátri
SLÁTUR Tvö kontrafagott eru í fagottsveit Sláturs. Þau eru helmingi lengri
en venjuleg fagott og ná þar af leiðandi helmingi dýpri tónum.
Morgunblaðið/Kristinn