Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is
Sérverslun óskast
Traustur aðili óskar eftir að kaupa þekkta sérverslun með
heimilisvörur, s.s. gjafavörur, búsáhöld eða tæki.
Skilyrði að um eigin innflutning og traust viðskiptasambönd
sé að ræða og að ársvelta sé a.m.k. 100 mkr.
Stór kostur ef hægt er að flytja fyrirtækið í húsnæði sem
kaupandinn hefur yfir að ráða.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Jens Ingólfsson
hjá Kontakt í símum 414 1200 og 820 8658.
DIESELRAFSTÖÐ
Til sölu lítið notuð Cummings rafstöð
CUMC38-05G árgerð 2007
Rafallinn er 30,4 KW
Allar upplýsingar veitir
Þórhallur í síma 893 8535
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FERÐAMENN frá löndum und-
anþegnum vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna þurfa frá og með
næstkomandi mánudegi að sækja
um rafræna ferðaheimild (ESTA).
Með tíð og tíma mun hún leysa af
hólmi I94W-eyðublaðið – græna
blaðið sem afhent er í flugvélum á
leið til Bandaríkjanna – en á næstu
mánuðum þarf að fylla út hvort
tveggja.
Rafræna leiðin mun með tím-
anum auðvelda skráningu enda
gildir heimildin í tvö ár. Eftir árin
tvö þarf að endurnýja á ný, eða
þegar vegabréf viðkomandi rennur
út, hvort sem kemur fyrst. Þó þarf
að uppfæra ferðaupplýsingar fyrir
hverja tiltekna ferð, s.s. brottfar-
arstað, flugnúmer og heimilisfang í
Bandaríkjunum.
Sæki tímanlega um heimild
Rafræna umsóknin er í flestu
sambærileg græna eyðublaðinu –
spurningar hinar sömu – og tekur
um fimmtán mínútur að ljúka
skráningu. Í flestum tilvikum berst
svar við umsókninni innan tveggja
mínútna. Ef meiri tíma þarf til að
skoða umsóknina berst svar þó
innan 72 klukkustunda. Því er
mælt með að umsækjendur sæki
um heimildina þremur sólar-
hringum fyrir áætlaðan brottfar-
artíma. Fái umsækjandi höfnun er
ekki þar með sagt að hann fái ekki
að sækja Bandaríkin heim. Þeir
þurfa einfaldlega að snúa sér til
sendiráðsins til að greiða úr sínum
málum.
Ef ferðalangur gleymir að skrá
sig í gegnum ESTA verður honum
ekki hleypt um borð í flugvél á leið
til Bandaríkjanna. Á kynningu
ESTA í sendiráði Bandaríkjanna í
gær kom þó fram í máli ræð-
ismanns bandaríska sendiráðsins á
Íslandi, Amiee R. McGimpsey, að
komi upp sú staða að ferðamaður
hafi gleymt að sækja umsókn í
gegnum ESTA er sá möguleiki
fyrir hendi að gera það á flugvell-
inum, þ.e. í gegnum tölvu eða í
gegnum þriðja aðila, enda taki það
í langflestum tilvikum ekki nema
örfáar mínútur að fá svar.
McGimpsey tók ennfremur fram
að á degi hverjum berist um 15
þúsund umsóknir og eru 98,44%
samþykktar samstundis. Að öllu
jöfnu er þó mælst til þess að far-
þegar hafi með sér prentaða
ESTA-kvittun fyrir flug.
Skráning einfölduð
Frá 12. janúar þurfa ferðamenn á leið til Bandaríkjanna að
sækja um rafræna ferðaheimild á vef bandarískra yfirvalda
TIL AÐ fá landgöngu í Bandaríkjunum með rafrænni heimild þarf að upp-
fylla öll þau skilyrði sem bandarísk stjórnvöld setja. Og þó svo að rafræna
heimildin (ESTA) hafi verið samþykkt, er ekki þar með sagt að viðkomandi
fái landgöngu.
Við komuna til landsins eru ferðamenn rannsakaðir af toll- og landamæra-
vörðum. Ef upp koma atriði sem ekki komu fram í ESTA-umsókninni, s.s. ef
viðkomandi er á sakaskrá í landinu eða hefur einhvern tíma verið lengur í
Bandaríkjunum en honum var heimilt, er landgöngu hafnað. Ef ferðamenn
hafa vitneskju um eitthvað slíkt sem gæti meinað þeim inngöngu í landið er
þeim bent á að hafa samband við sendiráðið áður en lagt er í hann.
Ekki alltaf nóg að fá heimild
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skráning Guðlaug Rún Margeirsdóttir, starfsmaður sendiráðs Bandaríkjanna, sýnir hversu auðvelt er að fylla út
rafræna umsókn um ferðaheimild til Bandaríkjanna. Fimmtán mínútur tekur að fylla út og tvær mínútur að fá svar.
TENGLAR
..............................................
https://esta.cbp.dhs.gov
SKILANEFND gamla Glitnis er að
ganga frá samningi við Seðlabanka
Lúxemborgar, fyrir hönd Seðlabanka
Evrópu, vegna lánasafna sem m.a.
innihalda lán tiltekinna íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja og tryggð eru
með veði í þeim. Árni Tómasson, for-
maður skilanefndar gamla Glitnis,
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær
að gamli Glitnir fengi fullan umsýslu-
rétt yfir þessum kröfum. Þannig væri
hægt að forða þeim frá því að lenda í
höndum aðila sem hugsanlega myndu
kaupa þær á lágu verði og nýta alla
möguleika til að gjaldfella þær.
Skilanefndin sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær vegna umfjöllunar fjöl-
miðla um að þessi veð hefðu komist í
eigu erlendra banka. Hún segir að
lánasöfnin sem hér er vísað til séu á
forræði gamla Glitnis. Hann sjái um
umsýslu og innheimtu þeirra.
Í tilkynningunni kemur fram að hjá
gamla Glitni hafi þrjú lánasöfn verið
sett að veði gegn lánveitingu í Seðla-
banka Evrópu fyrir milligöngu Seðla-
banka Lúxemborgar. Það hafi færst í
vöxt á síðustu misserum að fjármála-
stofnanir heimsins hafi tryggt sér að-
gengi að lausu fé með því að setja slík
lánasöfn að veði hjá seðlabönkum. Í
umræddum þremur lánasöfnum voru
m.a. lán nokkurra íslenskra fyrir-
tækja, þar á meðal sjávarútvegsfyr-
irtækja. „Var það gert að höfðu sam-
ráði og að fengnu samþykki
viðkomandi fyrirtækja,“ eins og segir
í tilkynningunni.
Í uppnám við fall bankanna
Gjaldeyrismarkaður lokaðist hér á
landi í kjölfar hruns á fjármálamark-
aði. „Til að fyrirbyggja vanskil vegna
þessa ástands var þeim tilmælum
beint til viðkomandi fyrirtækja að þau
greiddu beint til móttökuaðila Seðla-
banka Evrópu, sem er Deutsche
Bank. Nú hefur greiðslufyrirmælum
verið komið í fyrra horf og er inn-
heimta og forræði þessara lánasafna
eftir sem áður á höndum gamla Glitn-
is. Áréttað skal að Deutsche Bank er
eingöngu milligönguaðili um greiðslu
og á enga kröfu á viðkomandi fyrir-
tæki.“
Skilanefnd gamla Glitnis segir að
við fall íslensku bankanna hafi um-
rædd lánasöfn komist í uppnám þar
sem Seðlabanki Evrópu öðlaðist rétt
til að ganga að veðum sínum og leysa
lánin til sín. „Skilanefnd gamla Glitnis
hefur á síðustu vikum unnið að sam-
komulagi við seðlabankann sem er nú
á lokastigi. Í því felst m.a. að gamli
Glitnir hefur svigrúm í 3-5 ár til þess
að vinna úr þessari stöðu.
Á næstu árum er því mikilvægt að
þau félög sem um ræðir lendi ekki í
vanskilum og tryggi sér endurfjár-
mögnun um leið og aðstæður á fjár-
magnsmörkuðum leyfa. Til viðbótar
hefur skilanefnd Glitnis samið um að
andvirði fasteignalánasafns sem er í
eigu dótturfélags bankans í Lúxem-
borg renni til niðurgreiðslu lána hjá
Seðlabanka Evrópu. Sú ráðstöfun
mun flýta fyrir því að hægt verði að
leysa þessi mál.“ gudni@mbl.is
Lánin aftur
komin í umsjá
gamla Glitnis
Samið við Seðlabanka Lúxemborgar
Morgunblaðið/RAX
Veðlán Lán útvegsfyrirtækja voru
sett að veði í Seðlabanka Evrópu.
Í HNOTSKURN
»Gamli Glitnir setti lána-söfn að veði fyrir lánveit-
ingu í Seðlabanka Evrópu. Í
þeim voru m.a. lán nokkurra
íslenskra fyrirtækja, þar á
meðal sjávarútvegsfyrirtækja.
»Við fall bankanna fékkSeðlabanki Evrópu rétt á
að ganga að veðunum og leysa
lánin til sín. Lánin eru nú á
forræði gamla Glitnis.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
FÆRA má rök fyrir því að innleið-
ing nýrra komugjalda við innlögn á
sjúkrahús sé grundvallarbreyting á
íslensku heilbrigðiskerfi sem Íslend-
ingar hafa hingað til getað státað sig
af að sé laust við slík gjöld ólíkt sum-
um nágrannaþjóðum.
Aðgerðirnar hafa verið gagnrýnd-
ar, m.a. af talsmönnum öryrkja og
eldri borgara enda ljóst að hækkun
gjalda getur verið þung byrði þeim
sem eru við bága heilsu. Í reglugerð
um hlutdeild sjúklingsins í kostnaði
er þó að nokkru leyti komið til móts
við þá sem þurfa reglulega að nýta
sér heilbrigðisþjónustu.
Þannig er hægt að vinna sér inn
rétt til afsláttarskírteinis nái sjúkra-
kostnaður upp fyrir ákveðið viðmið á
almanaksárinu. Fyrir hinn almenna,
sjúkratryggða Íslending er miðað
við að hann hafi greitt 25.000 kr. í
ýmsan sjúkrakostnað áður en hann á
rétt á skírteini sem veitir eftir það
50% afslátt af innlögn á sjúkrahús.
Í tilfelli öryrkja og aldraðra þarf
sjúkrakostnaður að ná 6.100 kr. og
greiða þeir þá 1.000 kr. eftir það við
innlögn á sjúkrahús. Þar sem miðað
er við almanaksárið þýðir þetta þó að
þeir sem veikjast t.d. í nóvember og
þurfa að leggjast nokkrum sinnum
inn á sjúkrahús á næstu 12 mánuð-
um eftir það eiga ekki rétt á afslátt-
arkorti jafnvel þótt sjúkrakostnaður
fari yfir 25.000 kr.
Afsláttur við 25.000 kr.
Hækkun gjalda í heilbrigðisþjónustu og innleiðing nýrra
komugjalda er mörgum erfið þrátt fyrir afsláttarkort
Morgunblaðið/Sverrir