Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 1
F I M M T U D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 6. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 45 ÍÞRÓTTIR ARON EINAR GUNNARS- SON Í SIGTI STÓRLIÐA UPPTAKTUR AÐ EVRÓVISJÓN Segir tilhugsunina um keppnina hlýja og góða Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FLJÓTLEGA eftir að heilbrigðisráð- herra kynnti í gær uppstokkun á stjórnun heilbrigðisstofnana í landinu fór að bera á gagnrýni og mikilli and- stöðu við breytingarnar. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði verð- ur lagður niður í núverandi mynd og heilbrigðisstofnunum á landsbyggð- inni fækkað úr 22 í 6. Verkefni og yf- irstjórn færist því til og búast má við nokkrum uppsögnum stjórnenda. Óljóst er hver áhrifin verða í heild á starfsmannafjölda en með skipulags- breytingunum hyggst heilbrigðisráð- herra spara um 1.300 milljónir króna, þar af um 750 milljónir á suðvestur- horninu. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir við Morgun- blaðið að hann skilji vel áhyggjur starfsfólks heilbrigðisstofnana. Óvissa sé aldrei af hinu góða en breyt- ingarnar verði kynntar áfram á næstu dögum með hagsmunaaðilum. Hann segir að öllum steinum verði velt við, hvort sem það er í yfirstjórn heil- brigðismála eða eftirlitsstofnunum. Lítill tími til samráðs Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga ályktuðu í gær þar sem vinnubrögð við kynningu og innleið- ingu breytinga voru átalin harðlega. Lítill tími væri gefinn til samráðs en vinnuhópar eiga að skila tillögum til ráðherra um útfærslu á breytingun- um fyrir 19. janúar nk. Sameiningar stofnana eiga að taka gildi 1. mars. Fjölmörg sveitarfélög hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið vegna þessa, m.a. Hafnarfjörð- ur og Vestmannaeyjar, en síðar- nefnda sveitarfélagið vill taka yfir rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar í Eyjum, sem fara á undir Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi. BSRB hefur einnig óskað eftir fundi í ráðuneytinu. Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, segir það ámælisvert að breytingarnar hafi ver- ið kynntar á fréttamannafundi án þess að rætt hafi verið við samtök starfsfólks á viðkomandi vinnustöð- um. Óvissan sé mikil hjá starfsfólki og sjúklingum.  Stofnunum fækkar | 6 Morgunblaðið/Golli Mótmælt Um 50 starfsmenn St. Jósefsspítala í Hafnarfirði komu í fullum starfsskrúða á Hilton-hótelið og sýndu samstöðu í mótmælum sínum.  Öllum steinum velt við, segir ráðherra  St. Jósefsspítali verður öldrunarstofnun Sameining stofnana mætir harðri andstöðu Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ var alltof fámenn stofnun, starfsmannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum, að sögn fyrrverandi sérfræðings hjá FME. Starfsmönnum FME var mætt af fullri hörku í bönkunum. „Ég man eftir fundum þar sem maður sat við langborð í stórum fundarherbergjum og á móti manni var þétt- skipaður hópur af lögfræðingum og yfirmönnum bank- ans, allir rauðir í framan af reiði vegna afskiptasemi Fjármálaeftirlitsins,“ segir Elín Jónsdóttir, sem var lög- fræðingur á verðbréfasviði FME í fjögur ár. Sérfræð- ingar bankanna beittu jafnan af fullum þunga reglum stjórnsýslulaga í tilvikum þar sem þær áttu ekkert sér- staklega vel við. „Valdajafnvægið er allt annað en það sem haft var í huga þegar reglurnar voru settar, enda stjórnsýslureglunum ætlað að vernda einstaklingana gagnvart stjórnvöldum,“ segir Elín. Fyrir nokkrum árum hafi laun starfsmanna FME ver- ið samkeppnishæf, en síðan hafi ekki reynst unnt að keppa við bankana. Því hafi ekki tekist að halda lyk- ilstarfsmönnum. Elín segir að eftir á að hyggja hefði átt að vera hægðarleikur að láta eftirlitsgjaldið, sem bank- arnir greiða, fylgja vexti í fjármálageiranum. | Viðskipti „Rauðir í framan af reiði“  FME var alltof fáliðað og starfsmannavelta mikil  Misstu lykilstarfsmenn  Hefði verið auðvelt að láta eftirlitsgjald hækka samhliða vexti bankanna Í HNOTSKURN »Bankarnir og önnur eft-irlitsskyld fyrirtæki greiða sérstakt eftirlitsgjald sam- kvæmt lögum og standa þann- ig straum af kostnaði FME. »Forstjóri og stjórn FMEleggja fram tillögu um eft- irlitsgjaldið ár hvert, sem Al- þingi samþykkir eða hafnar.  INNGANGA Íslands í Evr- ópusambandið yrði til hagsbóta fyrir íslenska ferðaþjónustu, að mati Pekka Mäkinen, for- stöðumanns Ice- landair í Finn- landi. Reynsla ferðaþjónust- unnar í Finnlandi af ESB sé góð. Pia Michelsson, formaður finnsk- íslenska viðskiptaráðsins, telur einnig að Finnar hafi haft hag af inngöngunni og metur það svo að erlend fjárfesting ykist á Íslandi ef landið gengi í ESB. »16-19 Innganga í ESB yrði góð fyrir ferðaþjónustuna Pekka Mäkinen Glitnir veitti Baugi Group fimmtán milljarða króna víkjandi lán á árinu 2007 og Kaupþing veitti félaginu sambærilegt lán upp á 4,8 milljarða króna. Víkjandi lán mæta afgangi geti fyrirtæki ekki greitt skuldir. Viðskipti Baugur fékk millj- arða víkjandi lán Ríkissjóður mun taka yfir lán sem Seðlabanki Íslands veitti smærri fjármálafyrirtækjum og hafa verið í uppnámi frá því að gömlu bank- arnir féllu í október sl. Um er að ræða allt að 300 milljarða króna. Velta áhættunni yfir á ríkissjóð Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra studdu báðir tillögu um uppkaup á bréfum Stoða, áður FL Group, úr tveimur sjóðum Glitnis, Sjóði 1 og Sjóði 9. Kemur þetta fram í fundargerð stjórnar Glitnis. Studdu uppkaup á bréfum FL Group Starfsfólki St. Jósefsspítala, sem beið heilbrigðisráðherra eft- ir blaðamannafundinn í gær var heitt í hamsi. Sveinn G. Ein- arsson, yfirlæknir á svæf- ingadeild, sagði starfsfólkið vera sárt. Unnið hefði verið að breyt- ingunum með mikilli leynd og verið væri að leggja niður öflugar og afkastamiklar skurðdeildir og flytja þær suður til Keflavíkur. „Þetta er ekki hagræði heldur hagsmunapólitík,“ sagði Sveinn. Starfsfólkið á fund með heil- brigðisráðherra í dag. „Hagsmunapólitík“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.