Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is MOLD. Það er mold um allt hús, og garðar. Síðustu dagana hefur Krist- ján Steingrímur Jónsson, myndlist- armaður og deildarforseti myndlist- ardeildar Listaháskólans, verið önnum kafinn við uppsetningu sýn- ingar sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur. Gryfjan á neðri hæðinni minnir helst á kapellu með flennistórum teikningum sem sækja í jarðveg, í Arinstofunni eru ljósmyndir af lystigörðum; Í Kaup- mannahöfn, Hamborg, Akureyri og víðar, á efri hæðinni hefur listamað- urinn notað jarðveg úr þessum sömu görðum til að mála verk á striga, þar er líka textaverk og loks þetta flenni- stóra veggverk. Þar hefur Kristján Steingrímur málað beint með mold á vegginn; upp í rjáfur og út í horn, flennistórt expressjónískt málverk. Þá hefur mikið gengið á. „Viðfangsefni mitt hér er aug- ljóslega garður, í yfirfærðri merk- ingu,“ segir listamaðurinn þar sem við sitjum með moldarlitt kaffi í boll- unum undir þessu stóra verki. „Ég hef lengi haft áhuga á óreiðu og hvernig maður kemur reglu á óreið- una og þá í listrænum skilningi. Ég nota garðana til að endurspegla þessa áráttu mína. Frumefni garðanna, moldina og skipulagið. Í görðunum finnst líka hringrás lífsins, árstíð- irnar, og þar má finna líf og dauða.“ Glíma málverks og konsepts Kristján Steingrímur nam við Myndlista- og handíðaskólann og stundaði framhaldsnám í Hamborg. „Bakgrunnur minn er nokkuð sér- stakur, menntunin tvískipt. Annars vegar í gegnum málverk og hins veg- ar konseptlist og flúxus. Hér heima lærði ég hjá Magnúsi Pálssyni og kennurum á borð við Dieter Roth. Í Þýskalandi var síðan nýja málverkið á fullu. Eftir námið sat ég uppi með þessa tvo ólíku póla. Til að byrja með ollu þeir mér hálfgerðu hugarangri en með tímanum hef ég lært að nýta mér þetta. En það er alltaf glíma á milli þessara þátta – ég hef til að mynda aldrei getað litið á mig sem raunverulegan málara. Miklu frekar að ég sé að vinna með málverkið og eigindir þess. Í öllum lit eru jarðefni. Moldin hér er eins og hvert annað lit- arefni.“ – Þarna ertu með röð abstrakt mál- verka á striga og þú sækir litinn í garða víða um lönd. Heiti garðanna eru síðan sandblásin inn í yfirborð verkanna. „Ég hef farið til nánast alla þessara staða nokkuð oft, ég sæki ítrekað í suma garða þegar ég er erlendis. Ég hef líka tekið ljósmyndir í görðunum sem sýna mannlífið og umhverfið. Að ég fór að vinna með þessa garða má rekja til vinnu minnar í Listahá- skólanum. Þegar við vorum að koma skólanum á legg var ekki mikill tími til listsköpunar fyrstu misserin, nema ég tók upp á því að finna mér alltaf tíma til að heimskja garða í borgum sem ég heimsótti. Ég tók jarðvegs- sýni úr görðunum og stakk í vasann. Ég hef stundað þá iðju í tíu ár og á orðið töluvert safn. Lengi vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við þetta. Ég skráði efnin og setti í einhverja reglu en einn daginn fór ég að rýna í moldina, varð mér úti um víðsjá, sem er þrívíddar smásjá, og fór að teikna og ljósmynda nánast ósýnileg korn úr þessum jarðvegi.“ – Í teikningunum færir þú þessi korn upp í yfirstærðir. Þar er fag- urfræðileg umbreyting á vísinda- legum gjörningi. „Það er alltaf ákveðin togstreita á milli þeirra þátta í verkunum. Það er líka slík togstreita á milli þessara málverka á striganum og þessa vegg- verks. Það er í raun býsna express- jónískt.“ Kristján Steingrímur horfir allt að því hissa á það sem hann hefur sett á vegginn. „Ég er ekki frá því að ástandið í samfélaginu hafi haft áhrif á mig í þessu verki.“ Leit að fullkomnum stað – Það er forvitnilegt að sjá þennan samruna milli nálgunar vísindamanns og myndlistarmannsins. „Það snýr kannski að uppeldinu. Sem barn upplifði ég svo sterkt vinn- una hjá föður mínum. Á sumrin var hann úti í görðunum, stjórnandi vinnuflokkum, úti í blómabeðum. Á veturna gerðist hann fræðimaður, stundaði fræskipti við erlenda fræði- menn, var að safna íslensku flórunni, og skrifa bækur. Kannski sit ég uppi með þetta – í listrænum skilningi,“ segir hann og hlær. „Með tíð og tíma hef ég samt verið að finna fyrir þessum tengingum. Maður kemst ekki frá bakgrunni sín- um og uppruna. Listamenn eru mis- jafnlega tilbúnir að horfast í augu við það og auðvitað skiptir það mismiklu máli í því sem menn gera.“ – Talandi um samruna og bak- grunn; faðir þinn teiknaði garða og þú átt eftir að teikna þinn útópíska garð á vegg hér niðri. „Já, ég ætla að gera það. Það teng- ist tíu ára gömlu textaverki sem fer þarna upp.“ – hann bendir á einn vegginn – „og er um leit að hinum fullkomna stað. Þennan fullkomna stað sem maður finnur aldrei. En meðan maður ferðast heldur leitin að honum áfram.“ – Er hinn útópíski garður ekki inn- an höfuðskeljanna? „Jú, vissulega. Í mínum huga er hann er fagurfræðilegur. Það er forvitnilegt að velta sögu lystigarða fyrir sér. Garðurinn bygg- ist á ýmsum hefðum, asískum og evr- ópskum. Þeir endurspegla mismun- andi fagurfræði. Annars vegar er skipulag og hins vegar manngert frjálsræði.“ – Þú skellir þínum garði upp nú um hávetur og tengir milli ýmissa miðla, myndar heild úr öllum verkunum. „Nú fer í hönd árstími sáningar. Þá þarf að sigta moldina. Þó að ég sé að fást við mismunandi miðla er þetta ferðalag sem hófst fyr- ir þónokkuð mörgum árum og stend- ur ennþá yfir. Þetta er einhvers kon- ar milli-niðurstaða sem ég sýni hér. Ég hef síðan fullan hug á því að halda ferðinni áfram.“ Reglu komið á óreiðu Morgunblaðið/Einar Falur Jarðvegsmálverk „Ég er ekki frá því að ástandið í samfélaginu hafi haft áhrif á mig í þessu verki,“ segir Kristján Steingrímur um veggmálverkið.  Kristján Steingrímur Jónsson vinnur með mold sem hann hefur safnað í ýms- um lystigörðum  Segir hinn fullkomna garð vera fagurfræðilegan og ófundinn HELENA Guðlaug Bjarna- dóttir sópransöngkona, Una Björg Hjartardóttir þver- flautuleikari, Ásdís Arn- ardóttir sellóleikari og Guðný Erla Guðmundsdóttir semb- alleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum Tónlistar- félags Akureyrar á nýju ári í Ketilhúsinu á föstudaginn kl. 12.15. Þær flytja aríur eftir Luigi Cherubini, Georg Frie- drich Händel og Sir Henry Bishop, sem er síst þekktur þessara tónskálda. Hann var þó afkasta- mikið tónskáld, var uppi á fyrri hluta 19. aldar og samdi 120 dramatísk verk, þar af um 80 óperur. Tónlist Aríur á tónleikum í Ketilhúsinu Ketilhúsið á Akureyri. Sýningunni HEIMA - HEIM- AN sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 13. september, lýkur á sunnudaginn. Í hádeginu á morgun, föstudag kl. 12.15, í húsakynnum Ljósmyndasafns- ins í Grófarhúsi, fjalla Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menn- ingarfræðingur um sýninguna, tilurð hennar og vinnu sína við hana og útskýra hugmyndirnar sem liggja að baki, hvernig ljós- myndirnar og textinn vinna saman í henni. Auk þess mun Anh Dao Tran frá Víetnam tala um reynslu sína sem flóttamaður á Íslandi. Ljósmyndun Hvers myndum við sakna að heiman? Ahn Dao Tran HLJÓMSVEITARSTJÓRINN kunni, Daniel Barenboim, hefur af- lýst tvennum tónleikum í Mið- Austurlöndum af öryggisástæðum, að því er segir í frétt frá BBC. Barenboim er stjórnandi West- Eastern Divan Orchestra, sem hann stofnaði ásamt rithöfund- inum Edward Said í þeim til- gangi að gefa ísr- aelskum og pal- estínskum ungmennum tækifæri til að starfa saman í friði að hljóm- sveitarleik. Tvennir tónleikar með hljómsveit- inni voru ráðgerðir á næstu dögum; í Doha í Quatar á laugardag og í Kaíró á mánudag. Barenboim sagði að vaxandi ofbeldi á Gazaströndinni og áhyggjur af velferð hljóðfæra- leikaranna ungu í kjölfar þess væri ástæðan. Tónleikarnir áttu að vera þeir fyrstu í tónleikaferð hljómsveit- arinnar. Í stað tónleikanna í Quatar og Egyptalandi hefur sveitin túrinn í Berlín á mánudag og fer þaðan til Moskvu, Vínar og Mílanó. Ötull talsmaður friðar Daníel Barenboim fæddist í Arg- entínu en ólst upp í Ísrael. Hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum Palestínumanna og tals- maður friðar. Eftir tónleika Divan- hljómsveitarinnar í palestínsku borginni Ramhalla í fyrra var Bar- enboim gerður að heiðursríkisborg- ara í Palestínu fyrir baráttuna fyrir frisamlegum samskiptum þjóðanna. Frá tónleikunum í Ramallah. Barenboim aflýsir tónleikum Ástæðan er vaxandi ofbeldi á Gazaströnd Daniel Barenboim HJÁLMAR H. Ragnarsson hefur verið endurráðinn rektor Listahá- skóla Íslands til næstu 5 ára. Staðan var ekki auglýst enda segir í skipu- lagsskrá skólans að enduráða megi rektor til fimm ára í senn án þess að staðan sé auglýst til umsóknar. Hjálmar var ráðinn fyrsti rektor skólans í ársbyrjun 1999 og hefur hann stýrt uppbyggingu hans. Í fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að „Listaháskólinn starfar nú í fjórum deildum: mynd- listardeild, leiklistardeild, hönn- unar- og arkitektúrdeild og tónlist- ardeild, auk þess sem starfrækt er kennaranám. Ný deild í listkennslu tekur til starfa næsta haust.“ Hjálmar er fæddur 1952 á Ísa- firði. Hann lauk BA prófi í tónlist frá Brandeis háskóla íBandaríkj- unum og síðan MFA prófi í tón- fræðum og tónsmíðum frá Cornell háskóla árið 1980. Rektor til 5 ára í viðbót hjá LHÍ „Þessi vinna út frá garðinum og moldinni hefur að einhverju leyti með bakgrunn minn að gera,“ seg- ir Kristján Steingrímur. „Á meðan önnur börn voru send í leikskóla fór ég oft í vinnuna með föður mínum, Jóni Rögnvaldssyni. Hann var skógræktar- og garðyrkjufræð- ingur; starfaði sem garðyrkjustjóri á Akureyri. Hann sá meðal annars um opinber svæði, vann að skipu- lagningu þeirra og teiknaði garða. Sem unglingur vann ég á sumrin við garðrækt. Lystigarðurinn á Ak- ureyri er því að vissu leyti mínar uppeldisstöðvar. Þar kynntist ég þessari hringrás og viðleitni manna til að koma reiðu á náttúr- una – fagurfræðilegri reiðu.“ Á einni ljósmyndinni á sýning- unni má sjá brjóstmynd af föður Kristjáns í Lystigarðinum. Koma fagurfræðilegri reiðu á náttúruna Það er auðvitað ógeðslega gaman. Við kunnum þetta efni eins og Faðirvorið. 45 » SÓLSKINSDRENGURINN, ný mynd eftir Friðrik Þór Friðriksson, verður frumsýnd í Smárabíói í dag. Myndin segir sögu Margrétar, sem hefur reynt allt til að koma syni sín- um, Kela, til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Á Margréti brenna margar spurningar tengdar einhverfunni. Hún ákveður að gera heimildamynd um einhverfu og heldur m.a. til Bandaríkjanna, þar sem hún ráðfærir sig við vísindamenn á sviði einhverfu og kynnir sér ólíkar meðferðir við henni. Vegferð hennar verður af- drifaríkari en hún ætlaði í upphafi. Kvikmyndir Vegferð Kela og móður hans Keli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.