Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Hvenær á maður jarðveg og hvenær á maður
ekki jarðveg? Þetta er stóra spurningin á Ak-
ureyri um þessar mundir, eftir að deilur bloss-
uðu upp á milli tveggja verktakafyrirtækja.
Sparisjóðurinn á Siglufirði kemur einnig að
málinu en þó ekki, eða hvað? Og Akureyr-
arbær. Þó varla. Er nema von að sumir klóri
sér í höfðinu?
Nánar um jarðveginn aftast í pistlinum, ef það
verður pláss.
Fregnir herma að knattspyrnumenn hafi lík-
lega aldrei verið fleiri í höfuðstað Norður-
lands. Bæði KA og Þór tefla fram tveimur lið-
um í árlegu móti, Soccerade-mótinu, sem hefst
í Boganum annað kvöld, og nýtt Akureyrarlið
verður líka með – það er svo nýtt að ég man
ekki einu sinni hvað það heitir!
Þórsarinn og landsliðsmaðurinn fyrrverandi,
Hlynur Birgisson, sem lagði spari-knatt-
spyrnuskóna á hilluna í haust, ku vera einn
fjörutíu „stráka“ í nýja liðinu. Þar verður líka
að finna ýmsa sem ekki komast í meistaraflokk
eða 2. aldursflokk félaganna. Þetta mun fyrsta
knattspyrnumót ársins hérlendis og það eru
Þórsarar og Magnamenn sem hefja leikinn
annað kvöld kl. 19.45.
Einhver hvíslaði því að mér að skíðasvæðið í
Hlíðarfjalli yrði lokað á þriðjudögum það sem
eftir er vetrar, í sparnaðarskyni. Það er allt í
lagi, fólk gerir bara eitthvað annað á þriðju-
dögum. Fer til dæmis í heimsóknina sem það
lofaði á jólakortinu.
Þeir sem ekki ætla að hafa jólatréð í stofunni
fram að næstu jólum geta hent því út að lóð-
armörkum í dag eða á morgun því þá munu
starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar bæjarins
fjarlægja þau. Þeir verða reyndar aftur á ferð-
inni strax eftir helgi, fyrir þá sem vilja hafa jól-
in aðeins lengri en aðrir.
Einhverjir kunna að vilja hnykla vöðvana
meira en við hin og bera trén aðeins lengra;
með þá í huga voru settir gámar fyrir jólatrén
við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund og versl-
unarmiðstöðina í Sunnuhlíð.
Við hér í höfuðstað Norðurlands kveðjum jólin
reyndar ekki fyrr en á morgun. Þá verða Þórs-
arar með Þrettándagleði sína – eiginlega Sext-
ándagleði – á svæðinu við Réttarhvamm, þar
sem áramótabrennan var á gamlárskvöld.
Álfakóngur og drottning hans, tröll, púkar og
jólasveinar verða á svæðinu og flugeldasýning
í eftirrétt. Aðgangseyrir verður enginn; það er
sem sagt ókeypis inn.
Aðeins aftur að jarðveginum. Tveimur lóðum
við Fossatún í Naustahverfi var á sínum tíma
úthlutað, eins og vera ber. Samkvæmt úthlut-
unarreglum Akureyrarbæjar er óheimilt að
framselja lóðir fyrr en búið er að steypa sökkla
en eigendur virðast þó þegar orðnir nokkrir.
Þegar sökklarnir sjást mun byggingafulltrúi
bæjarins gefa út lóðasamning á nöfn þeirra
sem lóðunum var upphaflega úthlutað en þeir
eiga þær reyndar ekki lengur.
Eigandi lóðanna er nú fyrirtækið SE vélar á
Akureyri. Það keypti lóðirnar af Sparisjóði
Siglufjarðar í desember, en hann eignaðist
þær þegar byggingaverktaki, sem hugðist
reisa tvö einbýlishús á lóðinni, guggnaði.
Jarðvegsmálið er þannig til komið að GV gröf-
ur á Akureyri sáu um jarðvegsskipti fyrir
byggingaverktakann og átti inni hjá honum 8,5
milljónir króna þegar Sparisjóðurinn eignaðist
lóðirnar. Forráðamenn sparisjóðsins segjast
hafa eignast lóðirnar án nokkurra kvaða, og
Stefán Einarsson, eigandi SE véla, segist ekk-
ert vita um málið; GV eigi að snúa sér til verk-
takans sem fyrirtækið vann fyrir. Málið komi
sér a.m.k. ekki við.
Í vikunni hugðust þeir hjá GV ná í jarðveginn
sem þeir settu ofan í grunninn í haust; alls
fimm þúsund rúmmetra. Þeir telja sig eiga
efnið þar til greitt hefur verið fyrir verkið, en
þegar eigandi SE véla frétti af því að GV-menn
væru byrjaðir að moka kölluðu þeir til lögreglu
og byggingafulltrúa bæjarins.
SE kærði gjörninginn til lögreglu og þar
stendur nú hnífurinn í kúnni. Eða kannski
frekar grafan í mölinni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Deila Nóg er af vinnuvélum, frá GV og SE, á
lóðinni við Fossatún en ekkert hægt að vinna.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þ
að er ómetanlegt að hafa
tvennskonar menntun á
mjög ólíkum sviðum. Þá
hefur maður alltaf val
og er ekki bundinn við
eitt svið á vinnumarkaðinum. Það
kemur sér vel núna í þessu árferði,
þar sem fólk missir vinnuna nánast
fyrirvaralaust, eins og raunin var
með mig,“ segir Anna Rósa Ró-
bertsdóttir viðskiptafræðingur og
grasalæknir. Hún var í góðu starfi
sem fjármálastjóri á alþjóðasviði
hjá Glitni þegar kreppan brast á og
deildin hennar var lögð niður. En
hún lætur ekki deigan síga og hefur
stofnað fyrirtækið Grasalækningar
ehf. „Ég lærði grasalækningar í
fjögur ár í The College of Phyto-
therapy í Bretlandi á sínum tíma og
starfaði sem grasalæknir í tólf ár,
eða fram að því að ég skellti mér í
nám í viðskiptafræði,“ segir Anna
Rósa sem fór að læra viðskipta-
fræði af því að það truflaði hana
alltaf að hún vissi ekki hvað vextir
voru. „Mér fannst ég þurfa að læra
það almennilega, allir virtust vera
með þetta á hreinu nema ég,“ segir
hún og hlær þegar hún er spurð að
því hvers vegna hún fór í nám sem
var svo gjörólíkt grasalækningum.
Tínir sjálf sínar jurtir
Nú er miður vetur og Anna Rósa
getur ekki gengið út í gjöfula ís-
lenska náttúru til að sækja sér
lækningajurtir. „Þess vegna panta
ég jurtirnar núna að utan, en þær
eru allar lífrænt ræktaðar. Þegar
vorið kemur þá fer ég og tíni ís-
lenskar jurtir úti í íslenskri náttúru
og þær duga mér að mestu, enda
eru til áttatíu íslenskar lækn-
ingajurtir og ég þarf ekki að nota
nema hluta af þeim. Mjaðjurt er ein
þeirra,“ segir Anna Rósa sem vill
þekkja jurtirnar mjög vel sem hún
vinnur með. „Ég lærði að þekkja ís-
lenskar jurtir vel þegar ég byrjaði í
graslækningum af því að þá var
bannað að flytja inn margar þeirra
jurta sem notaðar eru í þessu fagi.
Ég þurfti því að tína jurtirnar sjálf
og ég bý ævinlega til öll meðul og
krem sjálf,“ segir Anna Rósa sem
vann um tíma hjá fyrirtækinu Ís-
lenskum fjallagrösum og hannaði
og framleiddi meðal annars fjalla-
grasakrem.
Viðhorfið hefur breyst
Anna Rósa býr líka til
svokallaðar tinktúrur,
sem eru sérblandaðar
fyrir hvern og einn
sem á þarf að halda.
Tinktúra er gamalt
orð yfir blöndu
sem búin er til
með því að láta
jurtir liggja í
ákveðinn tíma í
vínanda. Þann-
ig dragast
virku efnin úr
jurtunum og
geymast mjög
vel. „Áður fyrr
var hefð fyrir
tinktúrum hér
á landi og
þessi hefð er
rík í öðrum
löndum.
Tinktúrur
eru fljótvirk-
andi og ég
læt fólk ávallt fá bæði tinktúrur og
jurtaseyði þegar það leitar til mín.“
Hún segir viðhorf til grasalækn-
inga hafa breyst heilmikið frá því
hún byrjaði í þeim. „Kolbrún grasa-
læknir hefur rekið verslun sína
Jurtaapótekið á Laugaveginum
lengi og það eitt hefur haft áhrif á
viðhorf fólks. Núna finnst fólki
grasalækningar sjálfsagður hlutur,
þetta er orðið þekktara og algeng-
ara. Á Alþingi voru sett lög um
græðara árið 2005 og það breytti
líka miklu. Græðarar eru fólk með
allskonar menntun í óhefðbundnum
lækningum. Fram að því að þessi
lög voru sett, þá voru óhefðbundnar
lækningar í raun bannaðar og því
var ég strangt til tekið að starfa
ólöglega hér áður sem grasalæknir.
Núna er þetta hins vegar löglegt á
allan hátt og það breytir öllu. Nú
get ég til dæmis keypt ábyrgð-
artryggingu og það skiptir líka
máli.“
Tarantúlur í eldhúsinu
Anna Rósa segir grasalækningar
hafa lengi verið viðurkenndar og
löglegar í mörgum löndum, sér-
staklega í Bretlandi og Þýskalandi.
„Þetta er líka að breytast mikið í
Bandaríkjunum, þar er þetta
stundað mikið meðfram hefð-
bundnum lækningum. Ég tek það
fram að ég gef mig ekki út fyrir að
lækna eitt eða neitt. Ég er fyrst og
fremst að veita aðstoð. Ég vinn
ekki með krabbameinssjúka eða
neitt slíkt, en ég gæti unnið sam-
hliða læknum í slíkum tilfellum.
Grasalækningar hafa sannast mann
fram af manni og kynslóð fram af
kynslóð. Þetta er elsta lækn-
ingaaðferð mannsins. Vissulega eru
grasalækningar að hluta til vís-
indalega sannaðar, það eru til
greinar um það hjá Alþjóða heil-
brigðisstofnuninni WHO.“
Anna Rósa er ævintýrakona og
bjó í Suður-Ameríku í tvö ár.
„Fyrst fór ég til Perú á vegum
breskra samtaka og vann við grasa-
lækningar í frumskóginum í Ama-
son. Þar lærði ég af frumbyggj-
unum og ég kenndi þeim líka það
sem ég kunni. Þeir voru með allt
aðrar jurtir en ég var vön að vinna
með og þeir meðhöndluðu þetta líka
á ólíkan hátt enda er menningin allt
önnur þarna en á Vesturlöndun.
Þetta var mjög gaman og athygl-
isverður tími, þarna mætti maður
stundum í eldhúsinu ókræsilegum
köngulóm eins og tarantúlum. Eftir
nokkra mánuði í Perú ferðaðist ég
svo um Bólivíu og vann þar seinna
sem nuddari um tíma,“ segir Anna
Rósa sem er lærður nuddari. Henni
finnst gaman að takast á við eitt-
hvað nýtt, núna er hún til dæmis að
læra kínversku en hún er í sambúð
með kínverskum manni. „Ég er
sannfærð um að Kína á eftir að
verða stórveldi og þá verður gott að
kunna kínversku.“
Hún var fjármálastjóri
hjá Glitni á alþjóðasviði
og missti vinnuna við
upphaf kreppunnar. Hún
stofnaði því nýtt íslenskt
fyrirtæki, enda geta æv-
intýrakonur sem hafa
unnið í frumskógum Perú
næstum hvað sem er.
Grasalækningar
hafa öldum saman
verið notaðar gegn
ýmsum tegundum
sjúkdóma. Algengt
er að leitað sé til
grasalæknis vegna
langvarandi veik-
inda sem illa hef-
ur gengið að
ráða bót á með
hefðbundnum
lækningum.
Grasalæknir getur
ekki lofað lækningu en
margar lækningajurtir eru
taldar geta hjálpað til við eft-
irfarandi sjúkdóma:
hormónaójafnvægi, hita-
kóf, svitaköst, óreglulegar
blæðingar og fyrirtíða-
spenna
magabólga, magasár,
hægðatregða, niðurgangur,
uppþemba og vindgangur
exem, psoriasis, þrálát
sár og sveppasýkingar
liðagigt, vefjagigt og
vöðvabólga, höfuðverkir
og mígreni
streita, kvíði,
svefnleysi, þreyta og
vægt þunglyndi
bjúgsöfnun, góð-
kynja stækkun
blöðruhálskirtils,
blöðrubólga
astmi, kvef, háls-
bólga, flensa og
hósti
ofnæmi og óþol
Jurtir geta hjálpað
úr bæjarlífinu
Tímapantanir í síma 662 8328
www.grasalaekningar.is
Ótrauð Anna Rósa
lætur bankahrunið
ekki stoppa sig.
Úr bankanum og aftur í grösin