Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Kostnaður almennings af banka-hruninu hrannast upp. Nú hefur verið ákveðið að ríkissjóður taki yfir lán, sem Seðlabanki Íslands veitti smærri fjármálafyrirtækjum. Upp- hæðin er allt að 300 milljarðar króna, sem meðal annars voru lán- aðar gegn veði í bréfum, sem Kaup- þing, Glitnir og Landsbankinn gáfu út.     Um hvað sner-ust þessi við- skipti? Stóru bankana þrjá vantaði peninga, en Seðlabankinn vildi ekki lána þeim beint. Var þá gripið til þess ráðs að gera smærri fjármála- fyrirtækin að millilið. Þetta hljómar ekki gæfu- lega og hafa þessi lán gengið undir nafninu „eiturpillur“ í fjár- málakreðsum.     Sú spurning hlýtur að vakna hversvegna í ósköpunum Seðlabank- inn var tilbúinn að taka þátt í þess- um leik á sínum tíma. Eða lét hann plata sig?     Sparisjóðabanki Íslands (Icebank)skuldar langmest. Þar var Finn- ur Sveinbjörnsson bankastjóri. Hann hefur einnig starfað í fjármálaráðu- neytinu og Seðlabankanum, verið framkvæmdastjóri samtaka fjár- málafyrirtækja og framkvæmda- stjóri Kauphallar Íslands auk þess sem hann var ráðgjafi Geirs Haarde forsætisráðherra. Svo sat hann í skilanefnd Kaupþings. Nú er hann bankastjóri Nýja Kaupþings.     Litlu fjármálastofnanirnar hafakveinkað sér í þessu máli. Stóru bankarnir hafi stillt þeim upp við vegg og þær hafi nauðbeygðar tekið þátt í leiknum.     Þátttaka þeirra var þó ekki ánumbunar. Síður en svo. Finnur Sveinbjörnsson Áhrif af „eiturpillum“                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -           !"   " #     $!#"  $!#" 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     % && '&  '            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '   ' '    ' '  %'       '  '  '  ' '                          *$BC                !"   # $    % &  # *! $$ B *! ( ) * &"  &) &"    #" +# <2 <! <2 <! <2 ( "*  &, -&.!#/  D2 E                 6 2      "  '(('  # *    B     )*     (  '  # +  %  %      # /    , (  %    )*   '     !  -  -  #.* '   -    # 01 &&#22 #"&&3 # !#&,  GERA má ráð fyrir að tekjumissir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar verði um einn milljarður á þessu ári vegna minni atvinnuþátttöku og atvinnutekna bæjarbúa og tekið er mið af þessu í fjárhagsáætl- un bæjarins. Áætlunin var samþykkt á miðviku- dag með átta atkvæðum en þrír sátu hjá. Sam- kvæmt áætluninni verður rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um nær 87 m.kr. á árinu en hún verður jákvæð um rúma 2.341 m.kr. samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2008, m.a. vegna 6.030 m.kr. söluhagnaðar af hlutabréfum í Hitaveitu Suður- nesja hf. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta verður jákvæð um 236 m.kr. á árinu 2009 en verður já- kvæð samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2008 um liðlega 553 m.kr. Veltufé frá rekstri í A-hluta á árinu 2009 er áætlað 860 m.kr. og samantekið fyrir A- og B-hluta nær 1.617 m.kr. Öll almenn þjón- ustugjöld í skólum og grunnþjónustu verði óbreytt í krónutölu. Gjald fyrir kalt vatn lækkað um 15% en heimild til hækkunar útsvars nýtt til að mæta lækkun tekna af fasteignagjöldum. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn segja skuldir bæjarins hafa aukist um 13 milljarða frá í fyrra og að hver bæjarbúi skuldi nú um 1,3 milljónir króna. Þá segir minnihlutinn fjár- hagsáætlun meirihlutans ófullkomna og fulla af óvissuþáttum. „Í útkomuspá fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir sex milljarða króna söluhagnaði fyr- ir hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja en sú upp- hæð hefur ekki enn fengist greidd og mikil óvissa ríkir um lyktir málsins sem komið er fyrir dóm- stóla. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir einum milljarði króna í vaxtatekjur af söluhagnaðinum. Hér er vísvitandi villandi framsetning til að fegra reikninga bæjarins um sjö milljarða króna,“ segir m.a. í bókun minnihlutans. Tekjumissir bæjarins einn milljarður Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir skuldasöfnun bæjarins mikla Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi sýnir um þessar mundir söngleikinn „Jesús Guð dýr- lingur“ og hefur fengið góða aðsókn. Nú um helgina verður haldið í leik- ferð til höfuðborgarsvæðisins. Grímnir hefur sett upp leikrit á hverju ári á fjörutíu ára starfsferli sínum og verið mikilvægur liður í menningarlífinu á staðnum. Í ár varð fyrir valinu hin þekkti rokk- söngleikur „Jesus Christ Superst- ar“. Leikstjóri er Guðjón Sigvalda- son, sem einnig stjórnaði söngleiknum Óliver á síðasta ári. „Jesús Guð dýrlingur“ er viðamik- ið verk, það mesta sem Grímnir hef- ur tekist á við. Fram koma 37 leik- endur og hljómsveit skipuð ellefu ungum hljóðfæraleikurum. Að auki er fjöldi fólks að tjaldabaki. Leiklistarval Grunnskóla Stykk- ishólms stendur að sýningunni með Grímni. Tekist hefur að vekja áhuga á leiklist í skólanum og velja margir nemendur í tveimur efstu bekkj- unum hana sem valfag. Söngleikurinn verður sýndur þrisvar sinnum í Félagsheimili Sel- tjarnarness um helgina; á laugardag klukkan 19 og 22 og á sunnudag klukkan 14. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Söngleikur Tónlistin er í aðalhlutverki í „Jesús Guð dýrlingur“. Hólmarar leika dýr- ling í höfuðborginni Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.