Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Kostnaður almennings af banka-hruninu hrannast upp. Nú hefur verið ákveðið að ríkissjóður taki yfir lán, sem Seðlabanki Íslands veitti smærri fjármálafyrirtækjum. Upp- hæðin er allt að 300 milljarðar króna, sem meðal annars voru lán- aðar gegn veði í bréfum, sem Kaup- þing, Glitnir og Landsbankinn gáfu út.     Um hvað sner-ust þessi við- skipti? Stóru bankana þrjá vantaði peninga, en Seðlabankinn vildi ekki lána þeim beint. Var þá gripið til þess ráðs að gera smærri fjármála- fyrirtækin að millilið. Þetta hljómar ekki gæfu- lega og hafa þessi lán gengið undir nafninu „eiturpillur“ í fjár- málakreðsum.     Sú spurning hlýtur að vakna hversvegna í ósköpunum Seðlabank- inn var tilbúinn að taka þátt í þess- um leik á sínum tíma. Eða lét hann plata sig?     Sparisjóðabanki Íslands (Icebank)skuldar langmest. Þar var Finn- ur Sveinbjörnsson bankastjóri. Hann hefur einnig starfað í fjármálaráðu- neytinu og Seðlabankanum, verið framkvæmdastjóri samtaka fjár- málafyrirtækja og framkvæmda- stjóri Kauphallar Íslands auk þess sem hann var ráðgjafi Geirs Haarde forsætisráðherra. Svo sat hann í skilanefnd Kaupþings. Nú er hann bankastjóri Nýja Kaupþings.     Litlu fjármálastofnanirnar hafakveinkað sér í þessu máli. Stóru bankarnir hafi stillt þeim upp við vegg og þær hafi nauðbeygðar tekið þátt í leiknum.     Þátttaka þeirra var þó ekki ánumbunar. Síður en svo. Finnur Sveinbjörnsson Áhrif af „eiturpillum“                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -           !"   " #     $!#"  $!#" 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     % && '&  '            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '   ' '    ' '  %'       '  '  '  ' '                          *$BC                !"   # $    % &  # *! $$ B *! ( ) * &"  &) &"    #" +# <2 <! <2 <! <2 ( "*  &, -&.!#/  D2 E                 6 2      "  '(('  # *    B     )*     (  '  # +  %  %      # /    , (  %    )*   '     !  -  -  #.* '   -    # 01 &&#22 #"&&3 # !#&,  GERA má ráð fyrir að tekjumissir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar verði um einn milljarður á þessu ári vegna minni atvinnuþátttöku og atvinnutekna bæjarbúa og tekið er mið af þessu í fjárhagsáætl- un bæjarins. Áætlunin var samþykkt á miðviku- dag með átta atkvæðum en þrír sátu hjá. Sam- kvæmt áætluninni verður rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um nær 87 m.kr. á árinu en hún verður jákvæð um rúma 2.341 m.kr. samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2008, m.a. vegna 6.030 m.kr. söluhagnaðar af hlutabréfum í Hitaveitu Suður- nesja hf. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta verður jákvæð um 236 m.kr. á árinu 2009 en verður já- kvæð samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2008 um liðlega 553 m.kr. Veltufé frá rekstri í A-hluta á árinu 2009 er áætlað 860 m.kr. og samantekið fyrir A- og B-hluta nær 1.617 m.kr. Öll almenn þjón- ustugjöld í skólum og grunnþjónustu verði óbreytt í krónutölu. Gjald fyrir kalt vatn lækkað um 15% en heimild til hækkunar útsvars nýtt til að mæta lækkun tekna af fasteignagjöldum. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn segja skuldir bæjarins hafa aukist um 13 milljarða frá í fyrra og að hver bæjarbúi skuldi nú um 1,3 milljónir króna. Þá segir minnihlutinn fjár- hagsáætlun meirihlutans ófullkomna og fulla af óvissuþáttum. „Í útkomuspá fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir sex milljarða króna söluhagnaði fyr- ir hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja en sú upp- hæð hefur ekki enn fengist greidd og mikil óvissa ríkir um lyktir málsins sem komið er fyrir dóm- stóla. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir einum milljarði króna í vaxtatekjur af söluhagnaðinum. Hér er vísvitandi villandi framsetning til að fegra reikninga bæjarins um sjö milljarða króna,“ segir m.a. í bókun minnihlutans. Tekjumissir bæjarins einn milljarður Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir skuldasöfnun bæjarins mikla Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi sýnir um þessar mundir söngleikinn „Jesús Guð dýr- lingur“ og hefur fengið góða aðsókn. Nú um helgina verður haldið í leik- ferð til höfuðborgarsvæðisins. Grímnir hefur sett upp leikrit á hverju ári á fjörutíu ára starfsferli sínum og verið mikilvægur liður í menningarlífinu á staðnum. Í ár varð fyrir valinu hin þekkti rokk- söngleikur „Jesus Christ Superst- ar“. Leikstjóri er Guðjón Sigvalda- son, sem einnig stjórnaði söngleiknum Óliver á síðasta ári. „Jesús Guð dýrlingur“ er viðamik- ið verk, það mesta sem Grímnir hef- ur tekist á við. Fram koma 37 leik- endur og hljómsveit skipuð ellefu ungum hljóðfæraleikurum. Að auki er fjöldi fólks að tjaldabaki. Leiklistarval Grunnskóla Stykk- ishólms stendur að sýningunni með Grímni. Tekist hefur að vekja áhuga á leiklist í skólanum og velja margir nemendur í tveimur efstu bekkj- unum hana sem valfag. Söngleikurinn verður sýndur þrisvar sinnum í Félagsheimili Sel- tjarnarness um helgina; á laugardag klukkan 19 og 22 og á sunnudag klukkan 14. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Söngleikur Tónlistin er í aðalhlutverki í „Jesús Guð dýrlingur“. Hólmarar leika dýr- ling í höfuðborginni Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.