Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Stundum reyna menn að fegra sann-leikann aðeins án þess þó að fara beinlínis með rangt mál.     Sigurður Einarsson, fyrrverandistjórnarformaður Kaupþings, sagði í yfirlýsingu í fyrradag að engir fjármunir hefðu farið úr bankanum þegar sjeik Al- Thani var lánað fyrir 5% hlut í bankanum.     Lánið var ekki íformi peninga heldur bréfunum sjálfum, sem sjeik- inn greiddi ekki fyrir. Gekk þetta eftir með milli- göngu félags Ólafs Ólafssonar, annars stærsta hluthafa bankans.     Sigurður segir sjálfur að hlutirnirsem sjeikinn fékk hafi verið hlutir sem hundruð ef ekki þúsundir ís- lenskra fjárfesta höfðu selt bankanum síðustu vikurnar fyrir kaupin.     Hvernig fóru þau viðskipti fram?Fóru heldur engir fjármunir út úr bankanum vegna þeirra?     Viðleitni Kaupþings, eins og ann-arra banka fyrir hrun, til að halda verði hlutabréfa uppi kostaði auðvitað bankann skildinginn.     Peningarnir höfðu því streymt út úrbankanum „síðustu vikurnar fyr- ir kaupin“.     Því til viðbótar voru sjeiknum af-hentar 50 milljónir dollara úr sjóðum Kaupþings. Fékk Kaupþing þá peninga til baka?     Nei, þeir voru notaðir í viðskiptumtil að losa sjeikinn undan per- sónulegum ábyrgðum vegna kaup- anna. Er þá rétt að segja að engir pen- ingar hafi farið úr sjóðum Kaupþings? Sigurður Einarsson Hálfkveðnar vísur                      ! " #$    %&'  (  )                               *(!  + ,- .  & / 0    + -                                 !" #$% 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   % "$         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                             *$BC              ! " # ! *! $$ B *! & '  ($ '$) % #$ *# <2 <! <2 <! <2 & %$( + ,-."#/  C2 D                  *    B  $  #   % &  ! <7       '  (  )%   !"*  !   + ,*   %&      !-(      .!"*  ! 01 #22 #$ 3)#"#+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins á hendur Jóni Ólafssyni, Ragnari Birgissyni og Hreggviði Jónssyni. Þeir voru ákærðir fyrir meiri háttar skattalagabrot og vís- aði Héraðsdómur Reykjavíkur máli þeirra frá í desember. Hæstiréttur tók raunar ekki afstöðu til ákærunnar en vísaði málinu frá vegna formgalla. „Fullt tilefni var því til að handhafi ákæruvalds í þessu máli fylgdi einföldum en nauðsynlegum formkröfum […] með því að taka fram í hvaða skyni væri kært og hvaða kröfur gerðar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Saksóknari efnahagsbrota tók aðeins fram í bréfi sínu til héraðsdóms 19. desem- ber sl. að ríkislögreglustjóri hefði „tekið ákvörðun um að kæra til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“. Honum bar hins vegar að taka fram hvaða atriði yrðu kærð og hvaða kröfur gerðar. Sérstök ákvörðun Hæstaréttar „Þetta er mjög sérstakt. Rétturinn hefur aldrei vísað frá kæru vegna þessa og ég kom með ellefu dæmi þar sem sama orðalag var notað, þ.e. sem fellur ekki að kröfum lagaákvæðisins. Mér fannst þetta alveg augljóst. Ég krafðist þess að úrskurð- ur héraðsdóms yrði felldur úr gildi. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota. Ekki er víst að málinu sé þó lokið því Helgi Magnús hefur óskað eftir heimild á grundvelli sakamálalaga til að kæra úrskurð héraðsdóms þrátt fyrir að frestur sé liðinn. Hann segist bjart- sýnn á að ósk sín verði samþykkt. Málið er talið fordæmisgefandi og mikilvægt að fá sjónarmið Hæstaréttar fram, enda fjölmörg önnur skattamál til rannsóknar. andri@mbl.is Málinu vísað frá vegna formgalla Hæstiréttur gerir kröfu til þess að saksóknari efnahagsbrota fylgi formkröfum HREINDÝRAKVÓTINN á þessu ári verður 1.333 dýr líkt og í fyrra, samkvæmt auglýsingu Umhverfis- stofnunar. Nú verða leyfðar veiðar á 925 kúm en í fyrra voru kýrnar 750 sem leyft var að veiða. Tarfakvótinn dregst því saman og verða tarfaleyf- in 408 í haust en voru 583 í fyrra. Nokkrar breytingar verða einnig á fjölda útgefinna veiðileyfa á hinum ýmsu svæðum. Þannig fækkar t.d. leyfum á svæðum 1 og 2, sem eru stærstu svæðin, um 60 og á svæði 9 fækkar leyfum um 18. Hins vegar fjölgar leyfum t.d. á svæði 3 um 15, á svæði 7 um 30 og á svæði 8 um 35. Umsóknarfrestur um hreindýra- veiðileyfi er til 15. febrúar næstkom- andi. Hægt er að skila inn rafrænum umsóknum á skilavef veiðikorta. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hreindýr Hægt er að sækja um veiðileyfi á hreindýr til 15. febrúar 2009. Hreindýraveiðileyfi verða 1.333 talsins Í HNOTSKURN »Verð á veiðileyfum 2009 ásvæði 1 og 2 er 120.000 kr á tarf en 65.000 kr. á kú. »Tarfaleyfi á öðrum svæð-um kostar 80.000 kr. og kýrleyfi 45.000 kr. Kálfar felldra kúa kosta 20.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.