Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 11

Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 11
www.hlidarfjall.is Símsvari: 878 1515 Upplýsingasími: 462 2280 Skíða- og snjóbrettaleiga Vinir Hlíðarfjalls eru: Frítt á skíði um helgina í boði Vina Hlíðarfjalls Vinir Hlíðarfjalls eru leiðandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi sem hafa stutt snjóframeiðslu í Hlíðarfjalli síðan 2006. Í tilefni af frábærum árangri bjóða vinir Hlíðarfjalls öllu skíða og snjóbrettafólki frítt í fjallið um helgina 24. og 25. janúar. Renndu þér í Hlíðarfjall um helgina í boði Vina Hlíðarfjalls! Fréttir 11ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÁVAÐINN frá mótmælunum í gær glumdi án afláts um allt Alþing- ishúsið klukkustundum saman. And- rúmsloftið var spennuþrungið á göngum og lögreglumenn við alla innganga. Ráðherrar og margir þingmenn voru komnir til þings áður en mótmælin hófust á Austurvelli kl. 13 og fyrsti þingfundur eftir jólaleyfi hófst hálftíma síðar. Stjórnarand- stæðingar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega strax við upphaf þingfund- ar, sem hófst á óundirbúnum fyr- irspurnatíma og skoruðu á þingfor- seta að fresta fundum þingsins. „Þetta er umboðslaust fólk sem hefur týnt sjálfu sér og er í forsvari fyrir trausti rúna ríkisstjórn,“ sagði Ögmundur Jónasson, Vinstri græn- um, um formenn ríkisstjórnarflokk- anna. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði mikilvægt að ríkisstjórnin fengi vinnufrið, til þess að koma í veg fyrir að nota þurfi öll þau lán sem samið hafi verið um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstak- ar þjóðir. „Til þess að það sé hægt þarf auðvitað að gera ýmsar ráðstaf- anir hér innanlands, og þær geta verið misjafnlega vinsælar,“ sagði hann. „Helvítis lyddugangur er þetta. Hvað á fólk að standa lengi í mót- mælastöðu á Austurvelli eða annars staðar í borginni?“ sagði Helga Sig- rún Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Hún var ósátt við svör forsætisráðherra en hann var m.a. spurður hvað ríkisstjórnin hefði aðhafst frá því þingið fór í jólaleyfi. Geir svaraði og sagði ríkisstjórnina ekki hafa setið auðum höndum í jóla- leyfinu og sagði aðgerðaráætlanir smám saman að komast til fram- kvæmda. Sturla Böðvarsson, forseti þings- ins, bað þingmenn um að gæta orða sinna í þingsal. Mótmælin fyrir utan höfðu nú náð hámarki. „Vanhæf ríkisstjórn,“ hrópuðu mótmælendur og börðu á glugga þinghússins. Engum hleypt úr húsi nema í lögreglufylgd Viðskiptaráðherra hóf að mæla fyrir frumvarpi um vátryggingar- starfsemi en skömmu síðar var gert hlé á meðan þingforseti fundaði með formönnum þingflokka. Á fimmta tímanum var þingfundi síðan frest- að. Um tíma var engu líkara en Al- þingi væri í herkví. Ráðherrar og þingmenn gátu ekki yfirgefið þing- húsið og engum var hleypt út nema í lögreglufylgd. Þingið nötraði undir hávaða og kröfum mótmælenda Stjórnarandstæð- ingar sóttu hart að ríkisstjórninni Morgunblaðið/Ómar Heitt í kolunum Fjöldi fólks safnaðist að þinghúsinu meðan á þingfundi stóð, barði í glugga og hrópaði. Í HNOTSKURN »Þingfundurinn í gær stóðyfir í þrjár stundir og var mun styttri en búist var við. »Mælt var m.a. fyrir stjórn-arfrumvörpum um vá- tryggingar og greiðslu til líffæragjafa. »Tíu þingmenn Samfylk-ingar eru með frumvarp þess efnis að helmingur kjós- enda getur krafist kosninga. „EINS og ég hef undantekning- arlaust gert, þegar athugasemdir hafa borist frá Umboðsmanni Al- þingis, þá mun ég leitast við það í framtíðinni að fara eftir þeim og haga embættisfærslunum í þá veru, eins og hann túlkar stjórn- sýslulögin,“ sagði Árni M. Mat- hiesen fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn Árna Þórs Sig- urðssonar, Vinstri grænum, í gær. Árni Þór gagnrýndi fjár- málaráðherra harðlega fyrir skipun dómara við Héraðsdóm Norðurlands og vísaði til álits Umboðsmanns Alþingis um mikla annmarka á undirbúningi og málsmeðferð ráðherrans. „Það er bara engin þolinmæði í samfélag- inu gagnvart svona stjórn- sýslusubbuskap ráðamanna. Ekki lengur,“ sagði Árni Þór. Fer eftir athugasemd STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna, gagnrýndi harðlega við upphaf þingfundar að á dagskrá fundarins væri frumvarp Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki og 14 annarra þingmanna um sölu áfengis og tób- aks. Sigurður Kári kom í ræðustól og sagðist alveg geta fallist á að þetta mál væri ekki brýnasta við- fangsefni stjórnmálanna í dag. Sjálfsagt væri að fresta umræðu um það. Jón Magnússon, Frjáls- lynda flokknum, kom einnig í ræðu- stól og sagði sér að meinalausu þó máli hans um tóbaksvarnir, sem einnig var á dagskrá í gær, yrði frestað. Umræðu um áfengi frestað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.