Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 ✝ Sverrir HeiðarJúlíusson fæddist að Skógum í Hörg- árdal 1. maí 1967. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Sverrisdóttir, f. 21.9. 1943 og Hjalti Arn- arsson, f. 13.8. 1946. Anna Soffía giftist ár- ið 1968 Júlíusi Kristni Valdimarssyni, f. 22.6. 1943, sem ættleiddi Sverri. Anna og Júlíus slitu sam- vistum 1983. Systir Sverris er Ragn- heiður, f. 30.7. 1965 sem einnig var ættleidd af Júlíusi, maki hennar er Pétur Ólafsson, f. 16.3. 1963, börn þeirra eru Ólafur Aron, f. 17.7. 1995 grunnskóla bjó hann á Akureyri og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1987. Hann flutti til Hvanneyrar 1987 og varð búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvann- eyri ári síðar og BSc í búvísindum árið 1991. Árið 1996 öðlaðist hann náms- og kennsluréttindi frá Kenn- araháskóla Íslands. Sverrir Heiðar hefur starfað við stjórnun og kennslu við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 1991, síðast sem brautarstjóri búfræðibrautar. Sverrir Heiðar var mikill félags- og íþróttamaður og lagði sig fram við uppbyggjandi starf með börnum og ungmennum. Hann hafði UEFA-B- þjálfaragráðu frá KSÍ og hefur um árabil þjálfað knattspyrnu á vegum Skallagríms og Umf. Íslendings. Hann var og áhugamaður um skoð- un og nýtingu villtrar náttúru, svo sem fuglaveiðar, lax- og silungs- veiðar auk hollrar útiveru. Útför Sverris Heiðars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hvanneyrar- kirkjugarði. og Anna Rakel, f. 24.8. 1998. Sverrir kvæntist 24.5. 2004 Emmu Heiðrúnu Birg- isdóttur, f. 17.9. 1968. Börn þeirra eru tvö, Álfheiður, f. 25.12. 1989, sambýlismaður Björgvin Grétarsson, f. 19.4. 1989 og Birgir Þór, f. 3.11. 1993. For- eldrar Emmu Heið- rúnar eru Birgir Guðnason, f. 29.10. 1947 og Ólafína Ólafs- dóttir, f. 10.7. 1946. Sverrir bjó fyrstu ár ævi sinnar á Skógum í Hörgárdal en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar þar sem hann stund- aði nám í Víðistaðaskóla. Að loknum Elsku pabbi. Eins og þú veist og flestir sem þekkja mig vita á ég yf- irleitt ekki erfitt með að tala og tjá mig. En í þetta skipti skortir mig orð. Ég á engin orð til þess að lýsa óréttlætinu sem við erum beitt í þessu lífi. Að horfa upp á sterkasta, vitrasta, hressasta, hjartahlýjasta og besta mann sem ég hef kynnst og mun kynnast heyja þessa baráttu og tapa að lokum er óréttlátt og svo af- skaplega sárt. En þó að sorgin sé sár þá höldum við áfram að lifa og eigum stórkostlegar minningar til þess að ylja okkur við. Hvers konar maður þú varst sést best á öllu þessu góða fólki sem þú áttir í kring- um þig og elskaði þig af öllu hjarta. Þú varst kennari út í gegn og ég lærði svo margt af þér. Þú studdir mig í tónlistinni, þjálfuninni, námi og öllu öðru og kenndir mér svo margt. Ég fullyrði það t.d. að ég hefði ekki getað haft betri læriföður í knattspyrnuþjálfuninni en þig. Þú kenndir mér að ég get allt sem ég ætla mér og þú hafðir alltaf trú á mér og þó svo að þú hafir verið tveggja barna faðir á prenti varstu örugglega þúsund barna faðir í raunveruleikanum. Þú hafðir trú á öllum, fullorðnum og börnum, hvort sem það var þitt eigið fólk eða fólk sem þú hafðir þekkt í stuttan tíma. Öllum vildirðu hjálpa heils hugar og þessa aðila hvattir þú áfram á já- kvæðan hátt og veittir þeim allan þann stuðning sem þeir þurftu. Margir af mínum vinum hafa ein- mitt minnst á þetta við mig, hvað þú gafst þeim mikið af þér. Þú hafðir svo margt að gefa, þú varst þvílíkur fróðleiksbrunnur. Það á eftir að vera afar skrítið að geta ekki beðið pabba um ráð, eða beðið pabba um að leysa einhvern ágreining um hvað sé rétt og rangt. Þó svo að ég geti ekki séð þig og snert þig þá sé ég svo margt af þér í mér. Ég er t.d. með nefið þitt og kroppa alltaf skinnið í kringum neglurnar þegar ég er að horfa á sjónvarpið eins og þú gerðir. Því ætla ég aldrei að hætta því það minnir mig svo mikið á þig. Eina vísu eftir Jóhannes í Kötlum söngstu alltaf fyrir mig þegar ég var lítil og henni mun ég aldrei gleyma: Veistu að ég á lítinn dreng sem labbar langt í burtu og rekur margar kýr. :,:Hann er alveg eins og pabbi forðum, elskar land og sjó og menn og dýr:,: Ég man að ég hélt alltaf að vísan endaði á: „Elskar land og að sjóða menn og dýr“ en þú varst fljótur að leiðrétta það með góðlátlegum hlátri. Elsku pabbi, það eru forréttindi að hafa fengið að eyða þessum 19 ár- um með þér, nú veit ég að þú ert ein- hvers staðar að gera það sem þér þykir skemmtilegast. Þú ert að leika við börn, spila fótbolta, slá túnin, í laxveiði eða að sýsla eitthvað þess háttar. Þó ég viti ekki nákvæmlega hvað þú ert að brasa þá veit ég fyrir víst að þú ert að láta gott af þér leiða og að hjálpa einhverjum sem þarf á því að halda. Það huggar mig og ger- ir mér kleift að kveðja þig. Þú kunn- ir alltaf að láta mig brosa og þó þú sért horfinn sjónum mínum þá kanntu það enn. Við sjáumst síðar, pabbi minn. Þín dóttir Álfheiður SHe. Elsku nafni minn, mikið eru það ömmu þinni þung og erfið spor að kveðja þig í dag. Afi þinn og nafni mun taka vel á móti þér og ég veit að ykkur mun líða vel saman. Ég bið guð að styðja og styrkja fjölskyldu þína og vini í þessum mikla missi og vona að minningin um góðan dreng verði okkur leiðarljós inn í framtíð- ina. Elsku drengurinn minn, þakka þér öll árin sem við áttum saman. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Álfheiður Ármannsdóttir. Ekki hefði okkur grunað það að þurfa að skrifa minningarorð um okkar elskulega tengdason. Okkar fyrstu kynni af honum voru í apríl 1988 er hann kom í fyrsta sinn inn á heimili okkar í vinaboð hjá dóttur okkar. Strax hrifumst við af þessum unga manni, kurteis, hlýr, skemmti- legur og svo vaskaði hann meira að segja upp eftir sig. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, hann varð tengdasonur okkar rúmu einu og hálfu ári seinna, gaf okkur 2 barnabörn og margt fleira. Sverrir var einstakur maður, mik- ið ljúfmenni og alltaf boðinn og bú- inn til að rétta okkur hjálparhönd ef á þurfti að halda. Þegar Olla hélt upp á 60 ára afmælið sitt var hann veislustjóri og fór alveg á kostum. Var búinn að búa til mikla skemmti- dagskrá með allskonar leikjum og gríni. Hann var góður félagi og mikill veiðimaður. Margar veiðiferðir voru farnar, aðallega í Grímsá og Anda- kílsá, síðast í september 2008 en þar veiddi Sverrir sinn síðasta lax. Sverrir var einstakur veiðifélagi og án efa einn af bestu fluguveiðimönn- um landsins, ef það var fiskur í ánni þá náði hann honum. Veiðiferðir framtíðarinnar verða ekki eins án hans og verður hans sárt saknað af árbökkunum. Við viljum þakka Sverri af öllu hjarta þessi 21 ár sem við fengum að hafa hann hjá okkur. Hvíl í friði, elsku vinur. Þínir tengdaforeldrar, Ólafína og Birgir. Hlýr, umhyggjusamur, snjall, skemmtilegur, barngóður, bjart- sýnn, leiðtogi, vinur, fyrirmynd, for- dómalaus og algjört náttúrubarn. Orð sem lýsa því hversu mikinn og fallegan mann þú hafðir að geyma. Þér tókst alltaf að láta öllum líða vel í kringum þig, hafðir svo óbilandi trú á öllum og náðir alltaf því besta fram í fólki. Heiðarlegur og hreinskipt- inn. Óteljandi minningar fara í gegnum hugann þegar ég hugsa um þig – sveitin hjá afa og ömmu – úti- legur með mömmu og pabba – skíða- ferðir – þú að slá í Skógum – fótbolti – nýfædd lömb – reiðtúrar – söngur í fjósinu – allar minningar svo ljúfar og góðar. Við áttum samt eftir að gera svo margt – en lífið hefur nú tekið einhvern sveig sem við sem söknum þín eigum eftir að læra að feta. Líf þitt einkenndist af því að vera góður við menn og dýr og bera virðingu fyrir náttúrunni. Ég kveð þig með miklum söknuði elsku Sverrir – ævin þín var alltof stutt, en umfram allt kveð ég þig með þakk- læti og stolti. Þakklæti fyrir allar fallegu, góðu og skemmtilegu minn- ingarnar sem ég á og ég er stolt af því að þú varst bróðir minn. Elsku Emma, Álfheiður, Birgir Þór, mamma mín, amma, Olla og Biggi, Ólöf og Siggi og allir vinirnir, ég veit að góður Guð styrkir ykkur og leiðir ykkur áfram. Þín systir, Ragnheiður. Jæja, elsku mási minn, þá er það búið. Mikið getur þetta líf verið öf- ugsnúið. Í júní 2007, þegar þú greindist, var það svo fjarri mér að þú, þessi sterki og hrausti maður, ættir einhvern tímann eftir að heyja stríð við krabbamein og hvað þá að tapa. Síðan þá er þetta búið að vera erfitt en þú barðist eins og hetja allt fram á síðasta dag. Þegar við hittumst fyrst heima á Esjuvöllum var ég ekki nema 7 ára kryppildi, eins og þú kallaðir mig. Þegar ég sá þig þá, hrökk ég eig- inlega við því ég hafði aldrei séð svona loðinn mann, mér fannst þú eiginlega vera eins og api. Í barna- legri einlægni minni bað ég um að fá að klappa þér og sat ég í fanginu á þér í góða stund og strauk á þér handlegginn. Samband okkar var gott, meira eins og við værum syst- kini en mágur og mágkona og heyrð- umst við oft í síma. Síðasta samtalið okkar í síma var 2. janúar og rædd- um við þá ýmislegt og grínuðumst með hitt og þetta. Eftir þetta samtal sendir þú mér SMS sem í stóð ½viti, love you. Þetta SMS mun ég alltaf geyma. Þegar ég sit hér og skrifa þessi orð er margt sem flögrar í gegnum hugann og margt sem kall- ar fram bros. Þegar hún Álfheiður ykkar fædd- ist var ég ekki nema 9 ára og var ég öskufúl yfir því að þið þyrftuð að koma með þetta ljóta og leiðinlega barn heim til mín og eyðileggja allt, að mér fannst. Þá gerðir þú allt sem þú gast til að láta mér líða betur, fórst í bókabúðina og keyptir bók, teikniblokk, tússliti og reglustiku og kenndir mér svo um kvöldið að búa til krossgátur. Þú varst einstakur í að útskýra hluti fyrir mér og náðir vel til mín. Þú sýndir mér fram á það þegar Álfheiður fæddist hversu mik- ilvæg ég var orðin, móðursystir og mágkona aðeins 9 ára gömul. Mér líkaði ekki orðið mágkona og þá bjuggum við til orðin mási og mása, og höfum við upp frá því notað þau. Sverrir Heiðar Júlíusson                                     ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GYLFA MAGNÚSSONAR, Naustabryggju 23, Reykjavík. Hulda Dagmar Magnúsdóttir, Magnús Gylfason, Dagrún Gröndal, Gylfi Gylfason, Sigrún Ásmundsdóttir, Örn Gylfason, Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra JENNÝ HARALDSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Holtagerði 30, Kópavogi, lést aðfaranótt þriðjudagsins 13. janúar á líknar- deild Landspítalans, Landakoti. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Bára K. Kristinsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JASON JÓHANN VILHJÁLMSSON, Frostafold 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 22. janúar kl. 15.00. Anna María Lárusdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Ómar Jóhannsson, Rósa Valdimarsdóttir, Anna Rósa Jóhannsdóttir, Páll Sturluson og afabörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Jón Finnsson, Kristín Jónsdóttir, Ásbjörn Snorrason, Kristbjörg Tinna, Jón, Tindur Orri, Ylfa Hrönn, Styrmir Ási Kaiser. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, Heiðarhorni 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Leifur S. Einarsson, Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.