Morgunblaðið - 22.01.2009, Page 1
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
TVEIR lögreglumenn eru alvarlega slasaðir eftir
að hafa fengið í sig gangstéttarhellur í átökum við
mótmælendur á Austurvelli í nótt. Þegar Morg-
unblaðið fór í prentun hafði a.m.k. tíu táragas-
sprengjum verið beitt til að dreifa mannfjöld-
anum. Er þetta í fyrsta sinn sem lögreglan beitir
táragasi síðan í mótmælunum á Austurvelli fyrir
60 árum. Einn mótmælandi var fluttur á slysa-
deild vegna táragassins.
Hvítur reykjarmökkurinn lagðist yfir Austur-
völl og mótmælendur flýðu í skjól. Þegar dró úr
reyknum sneru mótmælendur aftur og héldu
áfram að kasta grjóti í lögregluna, sem þá aftur
beitti táragasi. Á þriðja tímanum í nótt hafði mót-
mælendahópurinn tvístrast. Hluti hans hafði farið
að Stjórnarráðinu og þar var búið að úða rauðri
málningu utan á húsið, meðan lítill hluti hópsins
hélt sig í nágrenni við Alþingishúsið. Var lög-
reglan með mikinn viðbúnað á svæðinu en kalla
varð út varalið vegna aukinna mótmæla.
Krafa um stjórnarslit
Hávær mótmæli voru fyrir utan Þjóðleikhúsið
á meðan fundur samfylkingarfólks í Reykjavík
fór fram í gærkvöldi. Þar var samþykkt ályktun
þess efnis að skora á þingflokkinn að beita sér
fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið og
mynduð yrði ný ríkisstjórn fram að kosningum
sem fram færu eigi síðar en í maí nk. Innan Sjálf-
stæðisflokks er óánægja með framgöngu þing-
manna Samfylkingar og „ístöðuleysi“ þeirra.
Táragassprengjum beitt
Tveir lögreglumenn slasaðir eftir
átök við mótmælendur á Austurvelli
Morgunblaðið/Golli
Á flótta Lögreglan varaði mannfjöldann við áður en táragasi var beitt og þá forðaði fólk sér.
Morgunblaðið/Júlíus
Sveið í augu Hvítur reykjarmökkur lagðist yfir Austurvöll og mótmælendur flýðu í skjól undir Landssímahúsið. Þegar dró úr reyknum sneru mótmælendur aftur og héldu áfram að kasta grjóti.
Mótmæli | 2, 4, 14 og 15
F I M M T U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
20. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
NÍU DAGA FERÐALAG Í MIKLU FROSTI
UNDIRBÚA SIG
FYRIR ÞREKRAUN
GÓÐIR BYLTINGARSÖNGVAR
Jagger ákafur
boðberi byltingar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
Leikhúsin
í landinu >> 45
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FORYSTA Alþýðusambands Ís-
lands vill fresta viðræðum um endur-
skoðun kjarasamninga á vinnumark-
aðinum fram í júní. Í millitíðinni
verði boðað til þingkosninga og ný
ríkisstjórn taki við, sem hafi nægi-
legan styrk og óskorað umboð til að
koma að þríhliða viðræðum með
samtökum vinnumarkaðarins um
uppbyggingu til framtíðar. Mið-
stjórn ASÍ komst að þessari niður-
stöð í gær og mun leggja hana fyrir
formannafund allra aðildarfélaga
ASÍ sem boðaður hefur verið á
morgun.
Fallist formennirnir á þetta verð-
ur þess óskað við Samtök atvinnu-
lífsins að frekari viðræðum um fram-
lengingu kjarasamninga verði
frestað fram í júní. Skv. heimildum
er ástæðan ekki ágreiningur við at-
vinnurekendur heldur er langlund-
argeð ASÍ gagnvart stjórnvöldum
brostið. Ekkert hafi gengið að fá þau
að viðræðunum eins og nauðsynlegt
sé til að koma á samstilltum aðgerð-
um.
ASÍ vill nýja ríkisstjórn
ASÍ Miðstjórn ASÍ kom saman til
fundar í gær þar sem samþykkt var
harðorð ályktun um stöðu mála.