Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 2
HELGI Hálfdanarson, bókmennta- þýðandi, kennari og lyfjafræð- ingur, andaðist á heimili sínu að kvöldi 20. janúar, 97 ára að aldri. Helgi var fæddur 14. ágúst 1911 í Reykjavík, sonur hjónanna séra Hálfdanar Guðjónssonar og Her- dísar Pétursdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Helgi nam lyfja- fræði í Reykjavík og Kaupmanna- höfn og lauk cand. pharm.-prófi 1939. Hann stofnaði Húsavíkur Apótek sem hann rak í tvo ára- tugi, starfaði eftir það sem lyfja- fræðingur og við kennslu í Reykjavík. Meðfram daglegum störfum vann Helgi að þýðingum og var einn helsti bókmenntaþýðandi Ís- lendinga á 20. öld. Hann þýddi öll leikrit Williams Shakespeares, gríska harmleiki eftir Æskýlos, Sófókles og Evripídes. Einnig sí- gilda ljóðleiki eftir aðra höfunda, þar á meðal Pétur Gaut eftir Hen- rik Ibsen. Þá endursagði Helgi efni nokkurra þekktra leikrita Shakespeares og gaf út á bók. Auk þess þýddi Helgi Kóraninn, sagnasöfn og fjölda ljóða frá flest- um heimsálfum. Helgi tók þátt í þjóðfélags- umræðunni og liggur eftir hann fjöldi greina og pistla, m.a. í Morgunblaðinu. Þar fjallaði hann um hugðarefni sín, málrækt, skáldskap og leikritun. Helgi setti einnig fram nýstárlegar kenningar til skilnings á Völuspá og öðrum fornkvæðum og smíðaði fjölda ný- yrða. Helgi var kvæntur Láru Sigríði Sigurðardóttur, fædd 16. janúar 1914 á Sauðárkróki, dáin 21. júlí 1970 í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn. Morgunblaðið þakkar að leiðarlokum farsælt samstarf og vináttu í áratugi sem aldrei bar skugga á. Einn helsti bókmenntaþýð- andi Íslendinga á 20. öld Helgi Hálfdanarson látinn 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FJÖLMENNUR félagsfundur Sam- fylkingarfélagsins í Reykjavík (SffR) samþykkti samhljóða ályktun þess efnis að skora á þingflokk Sam- fylkingarinnar að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks verði slitið strax og mynduð verði ný stjórn fram að kosningum sem fram fari eigi síðar en í maí 2009. Heitar umræður fóru fram á fund- inum á sama tíma og á annað þúsund mótmælenda börðu trumbur sínar fyrir framan Þjóðleikhúsið. Allir voru þeir sem til máls tóku á fund- inum á því að slíta ætti stjórnarsam- starfinu umsvifalaust í stað þess að bíða eftir landsfundi sjálfstæðis- manna. Heyrðust fundargestir hrópa: „Stjórnarslit fyrir helgi.“ Einn fundargesta sem tók til máls ítrekaði að það væri hins vegar ekki nóg að boða til kosninga í vor ef nú- verandi seðlabankastjóri sæti áfram í skjóli Samfylkingarinnar, sem og ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis- ins og stjórnendur Fjármálaeftirlits- ins. Trú fólks á Samfylkingunni yrði ekki endurheimt með því að viðhalda valdakerfi Sjálfstæðisflokksins. Vilja endurnýjun í flokknum Mörður Árnason varaþingmaður sagði í framsögu sinni á fundinum að núverandi ríkisstjórn hefði raun- verulega misst pólitískt umboð sitt fyrir nærri þremur mánuðum. Hún hefði hins vegar ekki tekið mark á óánægju almennings og mistekist að brúa þá gjá sem myndast hefði milli ríkisstjórnar og almennings. Endur- heimta þyrfti traust almennings. Sökum þessa væru kosningar óum- flýjanlegar. Helgi Hjörvar alþingismaður sagði allar forsendur hafa breyst við bankahrunið og að svo sársaukafull- ar og erfiðar aðgerðir væru fram- undan á næsta ári að ekki væri hægt að fara í þær nema með ferskt um- boð kjósenda. Upplýsti hann að hann hefði verið á móti ráðherrahróker- ingum þar sem hann teldi alla þing- menn Samfylkingarinnar, ekki bara ráðherra, bera ábyrgð á stöðunni. „Við þurfum að biðja þjóðina afsök- unar á því sem gerðist á okkar vakt.“ Einn fundargesta tók hanskann upp fyrir það unga fólk sem léti kröftuglega í sér heyra í mótmælum á götum úti nú um stundir. Sagði hann unga fólkið vera skattgreiðend- ur framtíðarinnar og því ekkert óeðlilegt við það að það hefði mikla skoðun á því hvers konar samfélag því væri boðið upp á, kysi það á ann- að borð að yfirgefa ekki landið. Annar sem tók til máls sagði að flokkurinn þyrfti að fara í tiltekt áð- ur en til kosninga kæmi og lagði til að þegar kosið yrði myndu núver- andi þingmenn Samfylkingarinnar ekki gefa kost á sér til þingsetu aft- ur. Hlaut sú tillaga mikið lófaklapp fundargesta. „Stjórnarslit fyrir helgi“ Krafa um kosningar nú á vormánuðum Morgunblaðið/Kristinn Húsfyllir Samfylkingarfólk troð- fyllti Þjóðleikhúskjallarann í gær. Í HNOTSKURN »Eftir að fundi SffR lauksendi stjórn Samfylkingar- félagsins í Kópavogi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hún styddi ályktun félags- fundar SffR. »Stjórn Ungra jafnaðar-manna ályktaði einnig á sömu nótum. »Samkvæmt heimildumblaðamanns er von á stuðningsyfirlýsingum frá fleiri Samfylkingarfélögum. INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir utanríkis- ráðherra er væntanleg heim í vikulokin, en hún hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi sl. viku. Þar gekkst hún undir aðgerð þar sem sýni voru tekin vegna heila- æxlis og hluti þess jafnframt fjar- lægður. Aðgerðin heppnaðist vel en ákvörðun um frekari meðferð liggur ekki fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var fjölmiðlum í gær. Þar segir jafn- framt að Ingibjörg Sólrún verði lögð inn á Landspítalann þegar hún kem- ur heim þar sem læknar muni taka ákvörðun um framhaldið. silja@mbl.is Væntan- leg heim Lögð inn á Landspít- alann við heimkomu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN er reiðubúinn að verja minni- hlutastjórn Sam- fylkingar og VG falli komi til þess að Samfylkingin slíti stjórnarsam- starfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Þetta kom fram í yfirlýsingu, sem samþykkt var á þingflokksfundi og kynnt var af Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, for- manni flokksins. „Ég hef ekki rætt neitt við Sam- fylkinguna, en það er þó ljóst að stór hluti Samfylkingarinnar er mjög ósáttur við stjórnarsamstarfið. Það hefur komið fram í óformlegum sam- ræðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hins vegar hefði hann rætt málin við formann VG, en þær viðræður hefðu verið í trúnaði. „Ég á von á við- brögðum frá VG, en það er óljóst með Samfylkinguna,“ sagði Sigmundur Davíð og taldi tilboðið eiga eftir að freista margra. Tilboð Framsóknarflokksins er háð því að kosningar fari fram ekki seinna en 25. apríl. annaei@mbl.is Verja minni- hlutastjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson TVEIR erlendir fjárfestar, Steve Cosser og Everhard Vissers, hafa gert formlegt tilboð í Árvakur hf., út- gáfufélag Morgunblaðsins. „Árvakur er ein margra fjárfest- inga sem við höfum áhuga á að leggja í á Íslandi,“ segir Cosser, sem er ástr- alskur að uppruna og býr yfir mikilli fjölmiðlareynslu, bæði sem frétta- maður og umsvifamikill fjárfestir í fjölmiðlafyrirtækjum í Ástralíu. „Ég hef haft áhuga á fjölmiðlum frá því ég var strákur og við teljum að Morg- unblaðið sé vel rekinn miðill. Við er- um þó líklega einu tveir bjánarnir í heiminum sem myndu hugleiða að kaupa dagblað sem þeir geta ekki les- ið,“ segir hann og hlær. Leiðir Cossers og hollenska fjár- festisins Vissers lágu saman í fjárfest- ingum í námavinnslu í Suður-Afríku og Mósambík. Saman stofnuðu þeir Southern Mining Corporation, sem var selt ástralska námafyrirtækinu Western Mining Corp. fyrir 200 millj- ónir Ástralíudollara. Að sögn Cossers eru þeir reiðubún- ir að breikka eignarhald félagsins þegar fram líða stundir, en telja nú mikilvægast að tryggja áframhald- andi rekstur Árvakurs. Þeir hyggjast ekki gera breytingar á stjórn eða stefnu Morgunblaðsins. „Við skiljum ekki einu sinni það sem stendur í blaðinu og ætlum ekki að skipta okk- ur af því. Okkur finnst ritstjórnarlegt sjálfstæði mikilvægast og á því þarf Ísland nú að halda.“ Samninginn sem þeir buðu Glitni banka segir hann góðan. „Við buðum bankanum að hann fengi allar sínar veðskuldir greiddar.“ Cosser og Visser hafa áhuga á fleiri fjárfestingum á Íslandi þessa dagana og er uppbygging Tónlistarhússins ein þeirra. „Við áttum 38 fundi á fjór- um og hálfum degi sem við vorum á Íslandi og okkur var alls staðar vel tekið. Nú hefur heimsókn okkar spurst út og í kjölfarið hafa margir sett sig í samband.“ annaei@mbl.is Erlendir fjárfestar sýna rekstri Árvakurs áhuga Í HNOTSKURN »Cosser varð milljónamær-ingur 27 ára gamall árið 1982 er hann seldi tónlistar- fyrirtæki, sem hann hafði stofnað nokkrum árum áður. Hann býr nú í London, þar sem hann stundar m.a. fast- eignaviðskipti. »Vissers, sem býr í Sviss, áog rekur Magellan Watch S.A., svissneskan úraframleið- anda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.