Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 arvegi, samleið, sem byggist á gagnkvæmum hagsmunum og gagnkvæmri virðingu,“ sagði Obama í ræðu sinni og það kom fram í viðbrögðum múslíma víða, að þeir vænta þess, að upp muni renna nýir tímar í samskiptum Bandaríkjanna og ísl- amskra ríkja. Obama ætlar að skipa George Mitchell fulltrúa sinn í Mið-Austurlöndum Sú ákvörðun Obama að hætta herréttarhöldum yfir föngum í Guantanamo er skref í þá átt en hann nefndi hins vegar ekki það, sem brennur mest á mörgum múslímum, deilu Ísraela og Palestínumanna og árásir Ísraela á Gaza. Talsmenn Ísraelsstjórnar kváðust ekki búast við neinum breytingum á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Ísrael en Obama ætlar að skipa George Mitchell, sem miðlaði málum á Norður- Írlandi, fulltrúa sinn í Mið-Austurlöndum. Hann skrifaði á sín- um tíma skýrslu um deilurnar fyrir Bill Clinton og lagði þá með- al annars til, að ólögleg landtaka Ísraela á svæðum Palest- ínumanna yrði tafarlaust stöðvuð. Á það vildu Ísraelar ekki fallast. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FJÖLMIÐLAR og frammámenn um allan heim fögnuðu í gær embættistöku Baracks Obama og létu í ljós vonir um, að með honum rynni upp nýr tími í samskiptum Bandaríkjamanna og annarra þjóða. Binda múslímar miklar vonir við nýja tíma að þessu leyti. Víða var þó varað við of miklum væntingum. Tím- arnir væru erfiðir, einkanlega í efnahagsmálunum, og því ekki hægt að búast við of miklu af einum manni. „Obama forseti heitir því að endurreisa Bandaríkin,“ var for- síðufyrirsögnin í New York Times og bresku blöðin voru heldur ekki að skafa utan af því. „Vonin er endurborin“ og „Barack fyr- ir framtíðina“ sögðu þau meðal annars og í öllum var því fagnað, að Bush-tíminn væri liðinn. Þannig var líka hljóðið í öðrum evrópskum fjölmiðlum en franska blaðið Le Figaro og fleiri minntu á, að verkefnið, sem biði Obama, væri risavaxið, að koma í veg fyrir alvarlega, efna- hagslega afturför í Bandaríkjunum og þar með um allan heim. „Við viljum eiga samleið með múslímum á nýjum framtíð- Miklar vonir en verkefnið risavaxið AP Fögnuður Í Kenía hefur verið þjóðhátíð í marga daga en þar eru átthagar föður Obama og þar á hann marga ættingja. EIGINKONA Baracks Obama, forseta Banda- ríkjanna, Michelle, forsetinn sjálfur, Joe Biden varaforseti, eiginkona hans, Jill, Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans og nýr ut- anríkisráðherra landsins, Hillary Clinton, syngja þjóðsönginn á bænasamkomu sem haldin var í dómkirkjunni í Washington í gær. Meira en tveggja alda hefð er fyrir slíkri samkomu daginn eftir embættistökuna. Reuters Sungið af innlifun í Washington-borg FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞAÐ var söguleg stund þegar Bar- ack Obama flutti ræðu sína á tröpp- um þinghússins í Washington frammi fyrir um það bil tveimur milljónum manna í fyrradag eftir að hann sór embættiseið forseta Bandaríkjanna, fyrstur blökku- manna. Þetta var svo stór stund í sögu Bandaríkjanna að skilaboð nýja forsetans hlutu að falla í skuggann. Fréttaskýrendur eru sammála um að ræðan hafi verið vel flutt, enda er Obama annálaður fyrir ræðusnilld. Flestir fréttaskýrendanna eru þó þeirrar skoðunar að Obama hafi ver- ið talsvert frá sínu besta og ræðan sjálf hafi ekki verið mjög eftir- minnileg, að minnsta kosti ekki eins áhrifamikil og minnisstæð og það að sjá blökkumann ávarpa metmann- fjölda eftir að hafa tekið við forseta- embættinu í þinghúsinu sem svartir þrælar höfðu reist. Í ræðunni var engin setning sem líklegt er að margir muni eftir nokkur ár, setning á borð við fleyg orð Johns F. Kenn- edys eftir að hann sór embættiseið- inn: „Spyrðu ekki hvað land þitt get- ur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir landið.“ Eða orð Franklins D. Roosevelts, sem sagði í heimskreppunni á fjórða áratug ald- arinnar sem leið: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Jeffrey Toobin, stjórnmálaskýr- andi CNN, telur ekki að ræðan hafi verið mjög áhrifamikil. „Mér fannst að í ræðunni kæmu fram margar hugmyndir, en það var ekkert þema. Mestu máli skiptir þó að í ræðunni voru engin mælskubrögð, engin setning sem festist í minni.“ „Von“ vék fyrir kreppunni Fréttaskýrandi The Washington Post telur hins vegar að alvöru- þrunginn tónninn í ræðu Obama hafi verið viðeigandi á viðsjárverðum tíma í sögu landsins. Obama notaði orðið „kreppa“ fjór- um sinnum í ræðunni, einu sinni oft- ar en orðið „von“, sem honum var miklu tamara í kosningabaráttunni. Buddy Howell, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á ræðum forseta Bandaríkjanna, segir að uppbygg- ingu ræðunnar svipi til predikunar presta. „Hann nefnir það sem við hörmum, hvetur okkur til að taka aftur upp gömlu, sönnu gildin, og lýkur ræðunni með iðrunarboðskap inn í framtíðina.“ Að sögn Howells minnir uppbygg- ingin meðal annars á ræður Martins Luthers Kings yngri. Talið er þó að Barack Obama, ráðgjafar og ræðu- ritarar hans hafi komist að þeirri niðurstöðu að mikið mælskuflug á þessari sögulegu stund þjónaði ekki pólitískum hagsmunum hans. „Ég held að hann hafi talið að boð- skapurinn kæmist best til skila með raunsærri, alvöruþrunginni ræðu,“ sagði Julian Zelizer, sagnfræðingur við Princeton-háskóla. „Aðal- skilaboðin voru þau að kosningabar- áttunni væri lokið og nú væri kominn tími til að láta verkin tala.“ Spar á mælskubrögðin  Ræða Obama ekki eins áhrifamikil og vænst hafði verið  Alvöruþrunginn tónninn talinn vera viðeigandi á viðsjárverðum tíma í sögu Bandaríkjanna Í ræðu sinni staðfesti Barack Obama að horfið yrði frá stefnu George W. Bush í veigamiklum málum, snupraði hann kurteislega og hikaði ekki við að beina athygl- inni að ágreiningi þeirra, m.a. um Íraksstríðið og loftslagsmál. Hann boðaði m.a. samstarf við múslíma- lönd sem byggðist á gagnkvæmri virðingu. Fréttaskýrandi The New York Times, David E. Sanger, segir að enginn nýr forseti í Bandaríkj- unum hafi hafnað stefnu forvera síns jafneindregið í innsetning- arræðu frá árinu 1933 þegar Franklin D. Roosevelt tók við af Herbert Hoover og hvatti til sið- ferðislegrar „endurreisnar“ í Bandaríkjunum. „Upptalning Obama á því hversu mikið hefði farið úrskeiðis var sérlega athygl- isverð í augum þeirra, sem fylgd- ust með kosningabaráttu Bush fyrir fjórum árum þegar hann lét þau orð falla að verkefni hans væri „að leysa vandamálin, ekki að skilja þau eftir handa næstu for- setum og kynslóðum“.“ Bush snupraður kurteislega KÍNVERSK stjórnvöld ritskoðuðu ræðuna, sem Barack Obama flutti við embættistökuna í Washington í fyrradag. Felldu þau út þá hluta hennar þar sem talað var um kommúnisma og yfirvöld, sem ekki leyfðu tjáningarfrelsi. „Minnumst þess, að gengnar kynslóðir lögðu að velli fasisma og kommúnisma og ekki aðeins með eldflaugum og skriðdrekum, held- ur ekki síður með því að standa saman og hvika hvergi frá sann- færingu sinni,“ sagði Obama. Þeg- ar hann nefndi orðið „kommún- isma“ var útsending kínverska sjónvarpsins rofin og á skjáinn kom þulur, sem brosti heldur vand- ræðalega og augljóslega óundir- búinn. Í annað sinn var útsending rofin er Obama nefndi stjórnvöld, sem ekki þyldu andstæðar skoðanir, og með þessum úrfellingum var ræð- an birt í dagblöðum. Kínversk stjórnvöld hefðu þó lík- lega átt að láta þetta ógert því að strax á eftir var mikil ásókn í ræð- una á netinu. Embættistaka Obama var stóra fréttin um heim allan í gær og fyrradag en ekki í Norður-Kóreu. Þar var frá henni greint í dagblaði stjórnvalda með nokkrum orðum en ekki í útvarpi eða sjónvarpi. svs@mbl.is Kínverjar ritskoðuðu ræðu Obama GEORGE W. Bush lauk í fyrradag átta ára valdatíð sinn sem forseti Bandaríkjanna með því að kveðja fyrrverandi sam- starfsmenn sína en að öðru leyti var til þess tekið hvað hann var hljóður síðasta hálfa daginn sinn í embætti. Einn sam- starfsmanna Bush sagði, að hann hefði sagst vera „þakklátur og ánægður“ og sáttur við að verða óbreyttur borgari á ný. Héldu þau hjónin síðan til Waco í Texas þar sem þúsundir manna fögnuðu honum og einnig í Midland þar sem hann ólst upp. „Það er merkileg lífsreynsla að vera forseti Bandaríkjanna en samt er ekkert til, sem jafnast á við sólarlagið í Texas,“ sagði Bush við mikinn fögnuð fólksins. Arfur Bush-áranna er m.a. sá, að Bandaríkjamenn eiga í átökum á tvennum vígstöðvum, í Írak og Afganistan, og kreppan nú er sú mesta frá Kreppunni miklu snemma á fjórða áratug síðustu aldar. svs@mbl.is Bush fagnað við heimkomu Bush og Laura komin heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.