Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkisstjórninkemstekki hjá
því að horfast í
augu við gífurlega
óánægju almenn-
ings í landinu.
Mótmælin við Alþingi und-
anfarna tvo daga eru aðeins
ein birtingarmynd þeirrar
óánægju, sem er í raun bæði
víðtækari og djúpstæðari en
hamagangurinn við þinghúsið
nær að endurspegla.
Það er ekki sízt þrennt,
sem almenningi finnst upp á
vanta í viðleitni ríkisstjórn-
arinnar til að takast á við af-
leiðingar efnahagshrunsins. Í
fyrsta lagi að þeir, sem báru
ábyrgð á hruninu, taki afleið-
ingunum. Í öðru lagi að skýr-
ar komi fram til hvaða að-
gerða verði gripið til að leysa
alvarlegan vanda bæði fjöl-
skyldna og fyrirtækja. Og í
þriðja lagi að stjórnvöld séu
bæði duglegri að hlusta á al-
menning og að koma á fram-
færi við hann upplýsingum.
Það er þetta þrennt, sem ligg-
ur að baki þeirri skoðun
margra að ríkisstjórninni hafi
mistekizt og hún eigi að fara
frá.
Það eru augljóslega komnir
brestir í stjórnarsamstarfið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
hefur ekki getað veitt flokki
sínum nauðsynlega forystu
vegna alvarlegra veikinda. Á
meðan keppast minni spá-
menn í flokknum við yfirlýs-
ingar um að slíta beri stjórn-
inni og efna til kosninga.
Innan Sjálfstæðisflokksins
eru líka vaxandi efasemdir
um stjórnarsamstarfið, ekki
sízt vegna ístöðuleysis sam-
fylkingarmanna.
Ríkisstjórnin á að gera úr-
slitatilraun til að ná tökum á
verkefninu og endurvinna
traust almennings. Til þess
þarf hún að gera eftirfarandi:
Í fyrsta lagi að draga það
ekki lengur að gera manna-
breytingar, bæði í röðum
ríkisstjórnarinnar sjálfrar og
í eftirlitsstofnunum fjármála-
kerfisins. Það þarf nýtt fólk í
yfirstjórn Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins og í við-
skipta- og fjármálaráðuneyti.
Þessi uppstokkun hefur dreg-
izt of lengi og verður ekki
umflúin.
Í öðru lagi þarf að birta
miklu skýrari aðgerðaáætlun
um það hvernig ríkisstjórnin
hyggst leiða þjóðina út úr
vandanum. Hvernig á t.d. að
greiða niður erlendu skuld-
irnar, halda hjólum atvinnu-
lífsins gangandi og tryggja að
fólk haldi húsnæðinu sínu.
Það á ekki að tala neina tæpi-
tungu við fólk. Þetta verður
erfitt verkefni. Allir munu
þurfa að færa
fórnir. Útgjöld
hins opinbera þarf
að skera niður svo
um munar. En
fólk verður að
hafa trú á því að
fórnirnar beri árangur að lok-
um.
Í þriðja lagi þarf almenn-
ingur nefnilega að öðlast
vissu fyrir því að niðurstaðan
af þessari erfiðu vinnu fram-
undan; af þessum óumflýj-
anlegu fórnum; verði ekki sú
að þeir, sem steyptu efna-
hagslífi þjóðarinnar í glötun
hreiðri áfram um sig í stór-
fyrirtækjunum og í valdastöð-
um í atvinnulífinu.
Þegar fréttir berast til
dæmis af grunsemdum um
ólöglegt eða óeðlilegt athæfi í
bönkunum á síðustu dögunum
og vikunum fyrir hrunið, er
nauðsynlegt að stjórnvöld
segi fólki hvað er verið að
gera til að rannsaka þær
grunsemdir og hvernig taka
eigi á málum, reynist þær á
rökum reistar.
Almenningur þarf sömu-
leiðis að fá vissu fyrir því að
regluverk viðskiptalífsins
verði endurskoðað með þeim
hætti, að þar verði tekið fyrir
krosseignatengslin, sem áttu
stóran þátt í efnahags-
hruninu, og að sömu menn
sitji beggja vegna borðs og
semji við sjálfa sig á kostnað
almennings og lítilla hluthafa.
Ríkisstjórnin hefur ekki
mikinn tíma til að sýna á spil-
in sín í þessum efnum. Ein-
hverjar aðgerðir þurfa að líta
dagsins ljós fyrir landsfund
Sjálfstæðisflokksins í lok
mánaðarins. Það er eðlilegt
að þar verði fjallað um áætlun
um endurreisn íslenzks efna-
hagslífs og samfélags – og þar
er afstaðan til Evrópusam-
bandsins aðeins einn þáttur
af mörgum – en ástandið er
orðið þannig að það þolir ekki
bið.
Almenningur á að sjálf-
sögðu að láta í sér heyra og
veita ríkisstjórninni aðhald.
Það er þó ekki sama hvernig
það er gert. Aðförin að Geir
H. Haarde við Stjórnarráðið í
gær gekk þvert á allar hefðir í
íslenzkri stjórnmálabaráttu.
Fólkið, sem segist vilja betra
Ísland, getur ekki viljað gera
það verra með því að stuðla að
því að stjórnmálamenn geti
ekki verið vissir um öryggi
sitt og persónulega friðhelgi.
Ríkisstjórnin og Alþingi
þurfa eðlilegan vinnufrið – en
þau þurfa að vinna hratt.
Raunar er það svo að hvort
sem ríkisstjórnin hyggst sitja
áfram eða boða til kosninga á
árinu og leggja verk sín í dóm
kjósenda, þarf hún að grípa
til frekari aðgerða – fljótt.
Ríkisstjórnin á að
gera úrslitatilraun
til að endurvinna
traustið}
Aðgerðir – fljótt
Í
fyrrakvöld sá ég mann skunda yfir
Austurvöll með marga kaffibolla á
bakka. Hann gekk að lögreglumönn-
um sem staðið höfðu sína vakt um
langa hríð og bauð þeim að hressa
sig á heitum drykk. Að þeir skyldu ekki sjá
sér fært að þiggja kaffið spillti ekkert fegurð
augnabliksins – þeir voru jú að sinna skyld-
störfum, öfugt við þá sem voru að svara kalli
tímans vegna sannfæringar sinnar.
Ég heyrði líka fullorðna konu tjá sig um
unga fólkið sem staðið hafði við trumbuslátt
svo klukkustundum skipti. „Ekki hef ég
áhyggur af framtíðinni ef þetta kraftmikla
fólk á eftir að erfa landið!“ sagði hún. Fjög-
urra barna faðir úr Hafnarfirði vék sér að
mér og sagðist vera að mótmæla í fyrsta sinn
af því hann þyldi ekki lengur að sitja heima hjá sér yfir
fréttum, mótmæla í anda og segjast eiga sína „fulltrúa“.
Það væri kominn tími til að mæta sjálfur. Barnshafandi
kona var óhrædd við að standa í hringnum við bálið og
stóð augljóslega ekki ógn af fólkinu. Enda vék mann-
fjöldinn fyrir þeim sem færðu sig úr stað, sýndi tillits-
semi sem við hversdagslegri kringumstæður, til að
mynda um helgar, er ekki sjálfgefin í miðborginni.
Margir hinna eldri lýstu feginleika sínum yfir því að
ekki höfðu brotnað fleiri rúður eða orðið meiri spjöll.
Vísuðu til þeirrar „púðurtunnu“ sem hefði getað
sprungið með alvarlegum afleiðingum hvenær sem var á
vellinum allar þær klukkustundir sem liðnar voru frá
því að mótmælastaðan hófst.
Um miðjan dag í gær sást enda hversu kveikurinn í
þá tunnu er stuttur, er Geir H. Haarde
þurfti að komast að bíl sínum við stjórn-
arráðið. En heiðríkjan náði aftur ríkjum
stuttu seinna er mótmælendur hættu að
tromma og flauta af tillitssemi við samborg-
ara sem voru við jarðarför í Dómkirkjunni.
Mótmælastaðan við Þjóðleikhúsið í gær-
kveldi var af áþekkum toga; friðsamari ef
eitthvað var.
Þeir sem stóðu á Austurvelli í fyrradag og
við Þjóðleikhúsið í gærkveldi voru þver-
skurður af íslensku samfélagi. Ég hitti
gamla og gróna íhaldsmenn, krata og rót-
tæklinga. Sá ungan Heimdelling í innsta
hring með róttækstu mótmælendunum. Allir
lögðu sama verkefninu lið: töluðu til þeirra
sem fengu umboð þeirra til framkvæmda, en
hafa undanfarið látið raddir þeirra sem vind um eyru
þjóta.
Það að þessu fólki tókst í gærkvöld að knýja fram
ályktun um stjórnarslit hjá flokki í ríkisstjórn þýðir að
íslenskum almenningi hefur tekist það sem heimssagan
sýnir að er nærri ómögulegt. Að knýja fram breytingar
með friðsamlegum mótmælum. Miðað við það hvernig
mótmæli ganga fyrir sig víða um heim er þetta söguleg
stund. Enginn meiddist alvarlega. Fórnarkostnaðurinn
er nokkrar rúður, einhverjir bekkir og hreinsunarvinna.
Ef til vill ekki meira en eytt hefur verið í ný föt eða aug-
lýsingar kostningabaráttu góðærisins. Það var merkileg
stund fyrir utan Þjóðleikhúsið þegar ákall mannfjöldans
Vanhæf ríkisstjórn! breyttist á einu augnabliki í bjart-
sýniskallið Áfram Ísland! fbi@mbl.is
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
Pistill
Fegurð augnabliksins
Lánanefndir fjalla
um stóra skuldara
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
S
kilanefndir bankanna
gömlu, Glitnis, Kaupþings
og Landsbankans, leita
nú leiða til þess að koma
útlánasöfnum í verð.
Verðmætustu eignir gömlu bankanna
voru útlánasöfnin þeirra, þó vitanlega
hafi þau laskast mikið við hrun bank-
anna. Innan þessara safna eru sum
útlán verðmætari en önnur, og skipt-
ir þar sköpum hvernig lánasamn-
ingar eru fyrir hendi og þá við hvaða
viðskiptavin. Samningsatriðin ráða
miklu um hversu auðvelt er að selja
útlánin annað.
Útlán til stærstu viðskiptavina
bankanna komu inn á borð sér-
stakrar lánanefndar innan þeirra,
samkvæmt innri reglum, sem tóku
afstöðu til þess hvort réttlætanlegt
væri að lána í hverju tilfelli fyrir sig.
Umdeild lán
Í fréttaskýringum í Morgun-
blaðinu undanfarna tvo daga hefur
verið fjallað um lán Kaupþings til út-
valinna viðskiptavina bankans upp á
500 milljónir evra, um 84 milljarða
króna. Lánin voru veitt skömmu áður
en bankinn fór í þrot. Sigurður Ein-
arsson, fyrrverandi stjórnarmaður
Kaupþings, hefur sagt að lánin hafi
verið gerð að beiðni Deutsche Bank
og öðru fremur ætlað að lækka
tryggingarálag á skuldabréf bank-
ans. Það var mjög hátt á alla íslensku
bankanna og ógnaði starfsemi þeirra.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á
þriðjudag kom fram að lánin hafi öll
verið greidd út, og þar með frágeng-
in, áður en þau komu til kasta lána-
nefndar.
Utan útlánaheimilda
Þessi meðferð hefur vakið spurn-
ingar um hvort lánanefndir, sem oft-
ast nær eru skipaðar stjórnendum og
stjórnarmönnum, hafi hugsanlega
brotið gegn innri reglum bankanna í
einhverjum tilfellum. Sérstök lög um
lánanefndir eru ekki til, en sam-
kvæmt lögum um fjármálafyrirtæki
ber fjármálastofnunum að fara eftir
innri reglum. Vafaatriði sem koma
upp um þessi mál eru metin í hvert
skipti fyrir sig.
Nýju bankarnir þrír, sem urðu til
þegar ríkið tók yfir innlenda banka-
starfsemi í landinu, hafa allir samið
almennar reglur um lánamál. Í öllum
tilfellum er markmiðið að stýra útlán-
um með ábyrgum hætti og vega og
meta áhættu vandlega í hvert skipti
sem lánað er. Lánanefndir eru undir-
nefndir stjórnar banka og fjalla ein-
ungis um skuldbindingar sem falla
utan útlánaheimilda starfsmanna
ásamt tillögum um afgreiðslu þeirra.
Bankaráð og -stjórnir hafa eftirlit
með lánamálum og bera ábyrgð á
þeim gagnvart hluthöfunum. Í til-
fellum nýju bankanna eru það skatt-
greiðendur og því hvílir mikil ábyrgð
á þeim sem sitja í lánanefndunum.
Lánanefndirnar hafa umboð til
þess að samþykkja eða synja til-
lögum um útlán, aðrar skuldbind-
ingar, niðurfellingar og viðskipta-
mörk í hverju tilfelli.
Önnur lánanefnd, einhvers konar
sérlánanefnd, er oft starfrækt innan
banka en hún fjallar um útlán til við-
skiptavina þar sem eru í töluverðri
taphættu.
Erindin sem berast sérlánanefnd
eru því fyrst og fremst þess eðlis að
viðskiptavinir eiga í vandræðum með
að greiða af lánum, og því þarf að
grípa til aðgerða til þess að vernda
hagsmuni bankans.
Morgunblaðið/Golli
Kaupþing Umræða hefur farið fram um starf lánanefnda í bönkunum að
undanförnu. Vanalegt að lán séu afgreidd milli funda, segir SFF.
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Jónu Björk Guðnadóttur, lögfræð-
ingi hjá Samtökum fjármálafyr-
irtækja, eru mörg dæmi þess að
lán sem lánanefndir fá til umfjöll-
unar og afgreiðslu séu greidd út á
milli funda.
Þannig getur lán verið greitt út
en síðan formlega afgreitt á fundi
lánanefndar á formlegum fundar-
tímum nefndarinnar. Meðal þess
sem fram hefur komið í frétta-
skýringum í Morgunblaðinu er að
500 milljóna evra lán til við-
skiptavina Kaupþings voru greidd
út áður en erindi vegna lánanna
voru formlega afgreidd úr lána-
nefndum. Jóna segir dæmi um
svipaða afgreiðslu og þessa vera
mörg, þótt hún geti ekki sagt ná-
kvæmlega til um þetta tiltekna
mál þar sem málsatvik eru ekki
að öllu leyti ljós og hafa ekki ver-
ið opinberuð.
AFGREIÐA
LÁNIN ››