Morgunblaðið - 22.01.2009, Page 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
ÞEGAR ég var við
sérnám í skurðlækn-
ingum á háskóla-
sjúkrahúsinu í Minne-
sóta í Bandaríkjunum
á sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar
var Víetnamstríðið í
algleymingi. Í fyrstu
sætti almenningur í
Bandaríkjunum sig við að senda syni
sína í stríð, sem hann trúði að háð
væri til að hindra heimsyfirráð
kommúnismans. Smám saman
breyttist þó viðhorfið og almenn-
ingsálitið þegar myndir úr stríðinu
fóru að berast á sjónvarpsskjánum
inn í stofu til fólks. Þar sáust her-
menn skjóta varnarlaust fólk sem
ekkert hafði til saka unnið og limlest
börn og afskræmt fólk birtist á
skjánum. Meirihluti bandarísku
þjóðarinnar sannfærðist um órétt-
lætanlega grimmd og tilgangsleysi
stríðsins. Ungir menn neituðu að
skrá sig í stríðið og flúðu land undan
refsivendi laganna og fjöldamótmæli
hófust. Þannig hvarf nauðsynlegur
stuðningur heima fyrir. Hluti af
skurðlæknisþjálfun minni var að
vinna á hersjúkrahúsi. Særðir her-
menn voru sendir þangað eftir að
hafa fengið skyndihjálp nær vígvell-
inum. Þannig kynntist ég fyrst
hörmungum styrjaldar. Þessir ungu
menn höfðu margir misst útlimi og
kynfæri við að stíga á jarðsprengju.
Aðrir höfðu misst sjón eða skaddast
á heila og voru lamaðir, afskræmdir
og andlega skaddaðir. Þeirra beið
aðeins ömurlegt líf eins og tíundað
hefur verið í þekktum kvikmyndum
um Víetnamstríðið og eftirleik þess.
Á sama tíma létu Bandaríkjamenn
sprengjum rigna yfir nágrannaríkið
Kambódíu þótt minna færi fyrir
fréttum af því vegna leyndar sem yf-
ir því hvíldi. Í kjölfarið tók við ógn-
arstjórn Pol Pots og félaga sem
hugðust bæta um betur en Maó for-
maður gerði í menningarbyltingunni
í Kína. Öllu menntuðu fólki skyldi út-
rýmt og nýtt þjóðfélag byggt upp frá
grunni þar sem enginn einstaklingur
væri annað en viljalaust númer í
heildinni. Saklaust fólk var pyntað
og síðan drepið, oftast skorið á háls
og kastað í díki eða hellisgryfju svo
halda mætti niðri tilkostnaði.
Fyrir einu ári átti ég þess kost að
heimsækja þetta fallega land og spít-
ala sem rekinn er af ítölskum hjálp-
arsamtökum. Á spítalanum er gert
að örum og örkumlum eftir gamla
áverka stríðsins auk endurhæfingar.
Á spítalann koma daglega börn og
fullorðnir með nýja áverka, sködduð
eftir jarðsprengjur sem enn leynast í
miklum mæli í jarðvegi og á yf-
irborði. Sprengjurnar eru gjarnan
látnar líta út sem leikföng svo að
börn taki þær upp. Þær springa í
höndum þeirra og valda blindu og
annarri örkumlun. Maður trúir ekki,
fyrr en tekið er á, hve mikil grimmd
liggur hér að baki. Þetta rifjast nú
upp þegar fylgst er með fréttum af
stríðsrekstri Ísraelshers á Gaza. Þar
sækir herinn fram af fullum þunga
án þess að hlífa saklausu fólki.
Læknum og öðru heilbrigðisstarfs-
fólki er meinað að sinna skyldu sinni
við umönnun sjúkra og særðra og
börn sitja hjálparvana yfir særðum
eða dánum mæðrum.
Framferði Ísraela er
augljóst brot á mann-
réttindum og sátt-
málum sem alþjóða-
samfélagið hefur komið
sér saman um að hafa
skuli í heiðri í stríðs-
átökum. Fyrir einu ári
heimsótti ég safn sem
gyðingar hafa reist til
minningar um illa með-
ferð Þjóðverja á þeim
og helförina, komandi
kynslóðum til viðvör-
unar. Það má því undrun sæta að
þessi sama þjóð beiti nú svipuðu of-
ríki og árásum gagnvart þjóð sem er
hersetin og kúguð af þeim sjálfum
og rekin var af landi sínu, svo Ísr-
aelsríki gæti orðið til fyrir tilstuðlan
Sameinuðu þjóðanna. Adolf Hitler
sagði: „Það rétta er það, sem þýsku
þjóðinni er gagnlegt.“
Þetta minnir óþyrmilega á það,
sem ísraelskir ráðmenn halda nú
fram, að hið eina rétta sé það sem
komi Ísrael að gagni. Bandarísk
stjórnvöld hafa gefið þegjandi sam-
þykki sitt fyrir framferði Ísraela og
án stuðnings þeirra gæti þetta ekki
gerst. Þar til nýlega hafa bandarísk-
ir ráðamenn stært sig af því að vera
framverðir frelsis og mannréttinda
og sýndu það í verki í heimsstyrjöld-
unum tveimur. Þeirra maður, Benja-
mín Franklín, sagði: „Það er jafn
skylt að gæta réttlætis í samskiptum
nágrannaþjóða sem einstakra ná-
búa. Stigamaður er sami ræninginn,
hvort heldur hann rænir upp á eigin
spýtur eða með öðrum. Sú þjóð, sem
heyr ranglátt stríð, er ekki annað en
stór stigamannaflokkur.“ Vonandi á
hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna
eftir að taka aftur upp kyndilinn og
haga sér eftir orðum og áliti Benja-
míns Franklíns.
Íslendingar eru aðilar að mörgum
alþjóðasamningum og sáttmálum
um mannréttindi og stríðsrekstur
sem eru nú þverbrotnir og fótum
troðnir af Ísraelsmönnum. Ef Ís-
lendingar og aðrar þjóðir, sem aðilar
eru að þessum samningum, standa
aðgerðarlausir hjá eru þeir aðilar að
málinu. Alþjóðlegt almenningsálit er
sterkt vopn sem engan drepur. Með
því vannst bugur á aðskilnaðarstefn-
unni og þeim mannréttindabrotum
sem henni fylgdu í Suður-Afríku.
Íslendingar eru lítil þjóð sem
byggir tilvist sína á lýðræði og
mannréttindum. Henni ber því að
láta rödd sína heyrast, hvar og hve-
nær sem það getur orðið að liði til að
stöðva blóðbað og mannréttindabrot
eins og þau, sem nú eiga sér stað á
Gaza. Annars erum við öll samsek.
Var það ekki okkar maður Jón Sig-
urðsson sem sagði: „Gjör rétt, þol ei
órétt.“
Á allra ábyrgð
Auðólfur
Gunnarsson
fjallar um stríðs-
átök fyrr og nú
Auðólfur Gunnarsson
» Þessir ungu menn
höfðu margir misst
útlimi og kynfæri við
að stíga á jarðsprengju.
Aðrir höfðu misst
sjón, voru lamaðir,
afskræmdir, andlega
skaddaðir.
Höfundur er læknir.
ATHYGLI vakti,
hinn 7. janúar sl., þegar
sameiginleg grein 32
hagfræðinga birtist í
Morgunblaðinu. Gefast
okkur betur ráð hag-
fræðinga eftir því sem
þeir koma fleiri saman?
Ekki endilega.
Krónunni skipt út
Höfundar staðhæfa að aukakostn-
aður vegna kaupa á evrum sé 125
milljarðar króna væri krónunni ein-
hliða skipt út fyrir evrur. Hér skolast
eitthvað til. Hlutfall seðla og myntar í
umferð hérlendis hefur verið eitt það
lægsta sem þekkist miðað við umfang
efnahagslífs. Ástæðan er víðtæk
notkun rafrænnar greiðslumiðlunar
og -korta. Seðlar og mynt í umferð
voru þannig einungis 14 til 15 millj-
arðar króna fyrir fall bankanna. Þótt
ýmsir hafi óttast að bönkunum væri
ekki treystandi fyrir sparfé í hremm-
ingunum og tröllasögur hafi gengið af
seðlaburði landsmanna úr bönkum
fjölgaði seðlum og mynt í umferð ekki
„nema“ upp í tæpa 29 milljarða í lok
október. Síðan þá hefur fé skilað sér
aftur í bankana og var fjárhæðin
komin niður í rúma 24 milljarða í lok
ársins. Ætla má að þróunin haldi
áfram og hlutfallið leiti í fyrra horf, í
um 15 milljarða, sem er sú fjárhæð
sem þarf að skipta út væri evran tek-
in upp einhliða. Hámarksfjárhæðin,
ef ótti grípur um sig, er hins vegar
undir 30 milljörðum eins og reynslan
sýndi. Það er langur vegur frá þeim
125 milljörðum sem höfundar nefna.
Þessar staðreyndir gera Íslendingum
ódýrara en öðrum að taka upp mynt
annars lands einhliða.
Vantraust á íslensku
fjármálakerfi
Höfundar nefna þá hættu að um-
skiptin geti leitt til þess að eigur Ís-
lendinga hverfi úr landi „vegna ótta
eða vantrausts á íslensku fjár-
málakerfi“. Einn höfunda hafði jafn-
vel í byrjun desember talið slíkan
fjármagnsflótta „yfirvofandi“ og talið
hann skýrast af
„hræðslu við að geyma
verðmæti inni í íslensku
fjármálakerfi“. Í sam-
anburði við þennan
ærna vanda taldi hann
að það væri þjóð-
arbúinu jafnvel viðráð-
anlegt verkefni að end-
urgreiða erlendum
fjárfestum þau hundruð
milljarða sem þeir eiga í
margs konar verð-
bréfum hér á landi.
Þetta fé var síðar kyrr-
sett með breyttum lögum um gjald-
eyrisviðskipti og reglugerð Seðla-
bankans. Í þessum skilningi virðast
gjaldeyrishöftin fremur hafa verið
sett til höfuðs Íslendingum en til þess
að beita eigur útlendinga sömu með-
ferð og Íslendingar voru beittir í
Bretlandi með vísan til hryðjuverka-
laga.
Reynsla annarra er þveröfug við
ótta höfunda. Þegar Ekvador tók ein-
hliða upp Bandaríkjadal í janúar 2000
höfðu margir slíkar áhyggjur. Alonso
Pérez-Kakabadse, efnahagsráðgjafi
forseta Ekvadors, lýsti reynslu þjóð-
arinnar í viðtali við Morgunblaðið
þannig: „Traust fólks á bankakerfi
Ekvadors var endurreist nánast um
leið og dollaravæðingin var yfirstað-
in. Það kom okkur mjög á óvart. Spár
stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, um það hversu hratt
traustið fengist aftur, höfðu verið
mun svartsýnni. Allir voru stein-
hissa.“
Flestir vilja eiga viðskipti við fjár-
málafyrirtæki sem þeir þekkja. Inn-
lendar lánastofnanir, sem njóta
trausts, eiga því greiðari aðgang að
sparifé landsmanna en bankar er-
lendis. Glatist traustið er öflugur
tryggingarsjóður innlána hins vegar
mikilvægur. Reynslan undanfarin
misseri færði ekki einungis Íslend-
ingum heldur öllu evrópska efna-
hagssvæðinu heim sanninn um það,
og auk þess, að umbóta sé þörf á
tryggingarkerfinu. Nauðsyn er á
betri og samræmdum tryggingum,
helst á grundvelli eins trygging-
arsjóðs sem starfaði fyrir allt EES-
svæðið. Ótækt er t.d. að Bretar taki
út innstæður í breskum bönkum og
hlaupi yfir götu til þess að leggja það
inn í írskan banka einungis vegna
hærri trygginga. Einnig er ótækt að
útibú lítils banka geti safnað inn-
lánum í erlendri stórborg en vísi síð-
an á tóman tryggingarsjóð í heima-
landinu þegar allt fer á versta veg.
Með traustum innlánstryggingum
þarf hvorki að óttast áhlaup á bank-
ana né að venjulegt fólk forði fé úr
landi.
Töfralausn
Höfundar fullyrða að því hafi verið
haldið fram á opinberum vettvangi að
einhliða upptaka evru væri töfra-
lausn. Í fyrri skrifum og sem áhuga-
maður um málefnið til margra ára
kannast ég ekki við þann málflutning.
Hins vegar er hugmyndin lausn sem
ekki er öllum að skapi. Á tímabili var
fullyrt að einhliða upptaka evru væri
ómöguleg. Þegar ljóst varð að það
hafði engu að síður verið gert, ekki
bara einu sinni heldur oftar, var grip-
ið til nýrra varna. Nú var tekið að
spyrja alla fulltrúa ESB sem færi var
á hvort ESB styddi eða samþykkti
einhliða upptöku Íslendinga á evru.
Og auðvitað var svarið nei. Við yrðum
að gera það á eigin spýtur. Nýjasta
túlkunin er svo að einhliða upptaka sé
einhvers konar móðgun við ESB og
spilli fyrir umsókn um aðild og aðild-
arviðræðum. Á móti má spyrja: Er
óhugsandi að evrulöndin geti þvert á
móti verið hreykin af því að mynt
þeirra sé svo í hávegum höfð að þjóð,
sem oftast spyr sig fyrst hvað hún
getur grætt á samstarfi við aðrar
þjóðir, skuli vera þess reiðubúin að
taka upp evru, og það á eigin kostn-
að? Evran er ekki töfralausn. Upp-
taka hennar krefst aga í hagstjórn
sem Íslendingar hafa ekki áður þurft
að undirgangast. Vera má að upp-
lausnin sé slík að sá agi sé orðinn eft-
irsóknarverður.
Lausn án töfra
Árni Árnason
gerir athugasemdir
við grein 32
hagfræðinga
»Evran er ekki töfra-
lausn. Upptaka
hennar krefst aga
í hagstjórn sem Íslend-
ingar hafa ekki áður
þurft að undirgangast.
Árni Árnason
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
ÞAÐ var mögnuð
þátttaka á 11 opnum
fundum í jafn mörgum
bæjarfélögum í Suður-
kjördæmi um miðjan
desember. Liðlega
1.000 manns sóttu
fundina þar sem nær
100 ræðumenn komu
við sögu. Fundirnir
voru haldnir í Þorlákshöfn, Sand-
gerði, Garðinum, Reykjanesbæ,
Grindavík, Hveragerði, Selfossi,
Hellu, Vík, Hornafirði og í Vest-
mannaeyjum. Á hverjum fundi töl-
uðu 8 til 10 forsvarsmenn helstu fyr-
irtækja í hverju bæjarfélagi auk
bæjarstjóra hvers bæjarfélags.
Fundarmenn voru að jafnaði um 80
til liðlega 100 fundargesta.
Forsvarsmenn atvinnulífsins
ræddu stöðu og stefnu fyrirtækja
sinna við þær aðstæður sem nú eru
og sama er að segja um ræður bæj-
arstjóranna. Ræðumenn ræddu
hispurslaust um stöðuna, mögu-
leikana, mótbyrinn og sóknarbar-
áttu. Það var eftirtektarvert og sam-
merkt með öllum ræðumönnum að
þeir töluðu af bjartsýni og baráttu-
hug. Það er enginn bilbugur á at-
vinnurekendum í Suðurkjördæmi
eða sveitarstjórnum.
Andinn á þessum fund-
um var jákvæður út í
gegn þótt menn gerðu
sér auðvitað grein fyrir
vanda líðandi stundar
og næstu missera.
Það var eftirtekt-
arvert að tónninn á
þessum fundum skaut
algjörlega skökku við
yfirgnæfandi neikvæð-
an og þunglyndislegan
fréttaflutning flestra
fjölmiðla, ekki síst ljós-
vakafjölmiðlanna, að undanförnu.
Það er rétt að vekja athygli á því að
liðlega 1000 fundargestir í Suður-
kjördæmi eru eins og 3000-4000
fundargestir í Reykjavík. Það væri
skemmtileg nýbreytni ef þeir fjöl-
miðlar sem aldrei sjá neitt markvert
fyrir utan höfuðborgarsvæðið færu
nú að huga að því að Íslendingar
búa um allt land, þar sem fólk er að
vinna mikilvæg störf í þágu alls
þjóðfélagsins, fyrir austan, norðan,
vestan og sunnan.
Væri ekki hollt að segja líka já-
kvæðar fréttir, það er bæði frétt-
næmt og til góðs. Þessir 11 fundir í
Suðurkjördæmi léttu áhyggjum af
fólki vegna jákvæðni þeirra og bar-
áttugleði athafnamanna, stórra og
smárra, sem vissulega eiga margir
við vanda að glíma, en stefna áfram
markvisst og ákveðið í þágu þess
samfélags sem þeir taka þátt í, þjóð-
félagsins alls. Þessir fundir gengu
undir nafninu Atvinnulífsþing og
sýndu og sönnuðu að það er rík
ástæða til þess að hlusta meira á
sjónarmið þeirra sem bera ábyrgð á
gangi atvinnulífsins og gefa fólki al-
mennt tækifæri til að spyrja þá um
ganga mála, möguleika og vænt-
ingar. Það virtist enginn fara svikinn
af þessum fundum.
Baráttugleði og bjartsýni
í byggðum Suðurkjördæmis
Árni Johnsen segir
frá opnum fundum í
bæjarfélögum í
Suðurkjördæmi
» Væri ekki hollt að
segja líka jákvæðar
fréttir, það er bæði
fréttnæmt og til góðs.
Árni Johnsen
Höfundur er alþingismaður.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Afmælisþakkir
Hjartkærar þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig á einn eða annan hátt á 85 ára afmælisdegi
mínum.
Kær kveðja,
Árni B. Tryggvason
leikari og trillukarl.