Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Mikilvægt er að leggja
kapp á verðmætasköpun
með þekkingu að leið-
arljósi eins og felst í há-
tækniiðnaði, menntun og rann-
sóknum. Þetta þýðir ekki að við
stöðvum vöxt í stóriðju og fisk-
vinnslu, aðeins að við höfum ekki
öll eggin í sömu körfunni. ’
SJALDAN hefur verið
jafnmikilvægt að standa
sterk saman og gefast ekki
upp þótt á móti blási. Við
höfum löngum verið ein
hamingjusamasta þjóð
heims, landið okkar býr yfir
ótrúlegri náttúrufegurð sem
heillar fólk hvaðanæva og
við eigum enn eftirsókn-
arverðar auðlindir af vistvænni orku. Meg-
inmarkmið okkar hlýtur því að vera að viðhalda
lífskjörum okkar, og standast samkeppni við
þjóðir heimsins.
Höfum opinn huga
Kostir okkar í stöðunni eru í megindráttum
tveir. Sá fyrri felur í sér áherslu á áframhald-
andi vöxt í frumframleiðslu og hefðbundnum
lágtækniiðnaði, svo sem með enn frekari ál-
framleiðslu og fiskvinnslu. Í samanburði við há-
tækniiðnað skilar slíkur iðnaður þó tiltölulega
lítilli arðsemi. Hann skapar fyrst og fremst lág-
launastörf og vaxtarskilyrðin eru takmörkuð
því náttúruauðlindir á borð við sjávarfang eru
takmarkaðar og fara þverrandi. Þrátt fyrir að
fiskvinnsla og stóriðja hafi stuðlað að örum
vexti í íslensku efnahagslífi á 20. öld hafa tím-
arnir breyst og brýnt að huga að arðsemi í fleiri
atvinnugreinum.
Mikilvægt er að leggja kapp á verðmæta-
sköpun með þekkingu að leiðarljósi eins og felst
í hátækniiðnaði, menntun og rannsóknum.
Þetta þýðir ekki að við stöðvum vöxt í stóriðju
og fiskvinnslu, aðeins að við höfum ekki öll egg-
in í sömu körfunni. Hátæknifyrirtæki má skil-
greina sem fyrirtæki sem nota a.m.k. 4% af eig-
in veltu í rannsóknir og þróun (r&þ). Þannig
flokkast mörg upplýsingatækni- og lyfjafyr-
irtæki sem hátæknifyrirtæki en almennt eru
fyrirtæki í stóriðju og fiskiðnaði það ekki. Ein
framtíðarsýn íslensku ríkisstjórnarinnar þegar
árið 1996 var að upplýsingatæknin ætti að vera í
lykilhlutverki við að breyta íslensku samfélagi í
þekkingarþjóðfélag. Þar yrði þekking ein mik-
ilvægasta auðlindin og miðlun hennar og
vinnsla ein veigamesta starfsgreinin. Einn
mætur maður komst svo vel að orði að segja að
þekking væri auðlind sem yxi þeim mun meira
sem af henni væri ausið.
Finnum ekki upp hjólið
Vert að benda sérstaklega á tvö ríki sem hafa
náð gríðarlegum árangri við að auka hlutdeild
hátæknifyrirtækja í þjóðarframleiðslu, nefni-
lega Írland og Finnland. Í byrjun 8. áratugar
síðustu aldar var alvarleg efnahagskreppa á Ír-
landi sem olli miklu atvinnuleysi og brottflutn-
ingi fólks. Miklar breytingar áttu sér stað í
landinu næsta áratuginn, til að mynda var
menntakerfið stóreflt með hjálp styrkja frá
Evrópusambandinu. Sú stefna var tekin að laða
erlend hátæknifyrirtæki til landsins, með því að
bjóða fyrirtækjum t.d. ofurlága skatta (í kring-
um 10-13%). Á þeim tíma var gott úrval af
menntafólki, og fyrirtæki á borð við Dell, IBM,
Microsoft og Intel þustu til Írlands. Framan af
fylgdi helstu verksviðunum tiltölulegan lágur
virðisauki, svo sem störf í stórum símaverum og
samsetningarverksmiðjum fyrir tölvur á Evr-
ópumarkað. Seinna var gerð krafa um að þessi
fyrirtæki fjárfestu í r&þ í Írlandi, og þá tók
írski efnahagurinn virkilega að blómstra. Írar
státa nú af því að vera meðal þjóða með hæstu
vísitölu um þróun lífsgæða og þjóðarframleiðslu
á hvern einstakling.
Finnar áttu einnig í mikilli kreppu í byrjun 9.
áratugarins og voru þá eitt fátækasta land Evr-
ópu. Með dyggu átaki tókst þeim að auka hlut-
deild hátæknifyrirtækja svo um munaði. Nægir
að nefna fjarskiptafyrirtækið Nokia til að sjá
uppskeruna. Tarja Halonen, forseti Finnlands,
segir að finnska leyndarmálið skiptist í þrjá
þætti: „Menntun, menntun og menntun“. Hún
segir að margir eigi erfitt með að trúa því að
galdurinn felist einfaldlega í því að hafa góða
kennara. Hluti af aðgerðunum var að finnskir
kennarar þurfa að hafa meistaragráðu til að
mega kenna í grunn- og framhaldsskólum. Virð-
ing kennarastöðunnar hefur vaxið svo um mun-
ar, og nú komast aðeins 10-15% umsækjenda að
í kennaraháskólum Finnlands. Fjárfesting í
aukinni menntun skilar sér meðal annars í sér-
hæfðara starfsfólki með hærri laun og því hærri
skattatekjum, og með réttu viðskiptaumhverfi
að verðmætasköpun í nýsköpun.
Mennt er máttur
Nú í aðkrepptu og frekar óstöðugu fjár-
málaumhverfi er niðurskurðarhnífurinn óum-
flýjanlega á lofti. Við Íslendingar notuðum um
8,2% af þjóðarframleiðslu okkar til menntamála
árið 2007. Þetta er með því hæsta sem gerist í
heiminum og hærra en á hinum Norðurlönd-
unum að Danmörku undanskilinni. Um 55%
ungmenna klára háskólapróf sem er næsthæst
meðal OECD. Samt sem áður er hlutfall fólks
sem útskrifast með stúdentspróf undir með-
altali OECD-ríkjanna eða í kringum 80% (tölur
frá 2005), þar af eru 68% drengir og 92% stúlk-
ur. Aðeins 40% iðnaðarfólks er með stúdents-
próf. Vel menntað fólk flytur oft úr landi enda
laun erlendis gjarnan hærri. Þessa þætti þarf
að bæta um betur og standa vörð um í þekking-
arþjóðfélagi. Mikilvægt er að við drögum lær-
dóm af reynslu annarra þjóða sem hafa staðið
sig vel við erfiðar aðstæður.
Bæði Írland og Finnland uppskáru vel með
ríkri áherslu á menntun og hátækni. Með réttu
átaki getum við Íslendingar jafnframt byggt
upp þekkingarþjóðfélag með öflugum hátækni-
iðnaði, og náð að yfirvinna þessa lægð sem nú
liggur yfir landinu.
Framtíðin er okkar áskorun
Ýmir Vigfússon, doktorsnemi við
Cornell-háskóla í Bandaríkjunum.
AÐ STANDA saman finnst okkur flestum hið besta mál. Sjálfsagð-
ur hlutur. Ég tel mig líka almennt bæði jákvæða og bjartsýna. Hafi
hamfarir geisað, hvort heldur innanlands eða utan, þá stöndum við Ís-
lendingar saman, það er aldrei spurning um annað. Nýlegir Suður-
landsskjálftar bera glöggt vitni um það, flóðin í Asíu fyrir nokkrum
árum líka. Veikindi eru önnur viðurkennd ástæða til að standa saman.
Þegar staðið hefur verið fyrir söfnunum í sjónvarpssal og fólk hvatt
til áheita hefur ekki staðið á Íslendingum að vera með af fúsum og
frjálsum vilja.
Það sem gerðist í efnahagsmálum Íslendinga á árinu 2008, þegar
bankakerfið hrundi, er ekki af þessum toga. Ástæðan var hvorki nátt-
úruhamfarir né farsótt! Því finnst mér stjórnmálamenn vera að mis-
nota mig (og alla Íslendinga) núna, mína samvisku, jákvæðni, bjart-
sýni og þá eiginleika mína að geta fyrirgefið, með því að biðja okkur
um að standa saman. Það er ekki tímabært ennþá. En ég hef hálfgert
samviskubit, því ég upplifi mig neikvæða og svartsýna vegna þess að
mig langar ekkert til að standa saman. Þetta reynir mikið á mig. Þeir
sem ég hef treyst, þeir sem stjórna landinu mínu, eru að biðja mig um
eitthvað sem er algjörlega andstætt mínum hugsunum.Að sjálfsögðu
vil ég leggja mitt af mörkum til að þjóð mín megi rísa upp úr rústum.
En þessar rústir eru búnar til af fólki. Þær eru ekki náttúruhamfarir.
Því tek ég undir með mörgum öðrum og lýsi eftir ábyrgðarmönnum
og -konum, áður en ég get tekið það til mín „að standa saman“.
Áður en nokkur maður hefur lýst yfir ábyrgð sinni á því sem gerst
hefur, með því að biðja mig afsökunar, þá er ég ekki tilbúin „að
standa saman“. Það sem meira er: mér finnst vont að stjórnmálamenn
séu að höfða til samvisku minnar þegar þeir segja að það þýði ekkert
að vera að líta til baka og leita sökudólga. Nú eigi bara að horfa fram
á veginn og rísa upp úr öskustónni. Þannig ganga hlutirnir bara ekki
fyrir sig. Það þarf nefnilega að byrja á grunninum og byrgja brunn-
inn, áður en við getum farið að standa saman og byggja nýtt samfélag
á rústunum. EN – með sama fólkinu á öllum stöðum, stjórnmálamenn
og bankastjórnendur, hvað er nýtt? Um hvað eigum við að standa
saman? Ég er alltaf tilbúin að fyrigefa, en ekki að láta neyða mig til
að fyrirgefa bara „eitthvað“ sem enginn iðrast. Það er nefnilega ekki
bara ég heldur þekkt fyrirbæri að til að geta fyrirgefið þarf einhver
að sýna iðrun. Annars er ekkert „áþreifanlegt“ til þess að fyrirgefa.
Þannig vil ég meina að þeir sem bera ábyrgð á hruninu axli líka
sína ábyrgð á rústunum, þeir þurfa sjálfir að byrja á hreinsunni. Þeg-
ar það hefur verið gert skal ég vera fyrst til að fyrirgefa og „standa
saman“ að uppbyggingu hins nýja Íslands. Ég vona bara að þangað til
hreinsun hefst – einhver sýnir iðrun, biður mig afsökunar og axlar
ábyrgð – þá verði hætt að höfða til samvisku minnar, jákvæðni, bjart-
sýni og hæfileikans til að fyrirgefa, með því að biðja mig „að standa
saman“.
„Að standa saman“
María Kristjánsdóttir,
Leikskólakennari.
MENN eru hópdýr eins og aðrir apar og eðlishvöt
þeirra er að lifa í hópum og lúta þar foringja. Þegar
hætta steðjar að hópi, sem hefur misst foringja sinn,
verða einstaklingarnir ráðvilltir og hræddir. Þeir
tapa sér sem einstaklingar og sefjast af hjarðhvötinni
og elta í skelfingu þá, sem og hæst æpa og hraðast
hlaupa, jafnt fyrir björg sem í gin ljónsins. Efnahags-
hrunið olli því að stórir hópar Íslendinga finna sér
enga foringja. Þeir eru ráðvilltir og hræddir og lík-
legir til að sefjast af hegðun hjarðarinnar og elta þá
sem hæst æpa. Einn slíkur hæst-æpandi boðaði skyndilausn í sjónvarpi
fyrir jól. Hann krafðist í umboði allrar þjóðarinnar að embættismenn
yrðu reknir, að ríkisstjórnin færi frá, að hagfræðingum yrði falið að
mynda þjóðstjórn og taka við embættum, að yfir Seðlabankann yrði
settur einn hagfræðingur. Margir elta þessa „instant-lausn“
Hagfræði upp úr hatti
Hæst-æpandanum láðist þó að geta hvaða hagfræðinga ætti skipa og
hverjir ættu að velja þá. En margt og misjafnt er í boði. Til dæmis segir
einn hagfræðingur að alls ekki eigi að taka lán frá Alþjóða galdeyr-
issjóðnum. Á að láta hann ráða? Annar hagfræðingur (prófessor) segir
að eina von okkar sé að taka lán hjá AGS. Á hann kannske að ráða? Einn
hagfræðingur segir nauðsyn að afgreiða fjárlög með halla til að verja
velferðarkerfið og styrkja atvinnustigið. Annar hagfræðingur segir
nauðsyn að byrja strax að taka á vandanum og því verði að samþykkja
hallalaus fjárlög. Hvor þeirra á að ráða? Einn hagfræðingur (prófessor)
segir að stefna beri á evru sem mynt fyrir Íslendinga. Annar hagfræð-
ingur (prófessor) segir að stefna beri á að taka norska krónu sem gjald-
miðil. Þriðji hagfræðingurinn (lektor) segir að taka eigi upp dollar sem
gjaldmiðil því Evrópusambandið sé að fara á hausinn.
Þó ráð hagfræðinganna séu gjörólík þá eru þeir allir upplýst og skól-
að fólk með stærðfræðinám langt yfir meðallagi. Það sem veldur því að
tillögur þeirra vísa út og suður er að þeir, eins og aðrir spámenn, hafa
sjálfdæmi um að velja sér forsendur fyrir fullyrðingum sínum. Hvernig
á svo að skipa þessu fólki til verka? Kannski bara draga það upp úr hatti
og biðja Guð að hjálpa þjóðinni. Ég vona bara að þessi með norsku krón-
urnar dragist ekki í Seðlabankann. Dollaragæinn er þó ljóðrænn og
fyndinn.
Höldum sönsum
Nú skiptir mestu að venjulegt fólk haldi sönsum og veiti öflugt virðu-
legt aðhald eins og flestir mómælafundir hafa verið, en gefi stjórnvöld-
um jafnframt svigrúm til að ná slagsíðunni af þjóðarskútunni og samn-
ingum við aðrar þjóðir, svo ákveða megi hvernig og hvaða leið eigi að
sigla til hafnar. Síðan þarf þjóðin að leggja nýjar leiðir til að velja sér
þing og stjórn og nýjar verklagsreglur.
Hagfræði, hvað?
Birgir Dýrfjörð situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Í ÞVÍ þjóðfélagsumróti
sem nú gengur yfir eftir fall
bankanna er í sífellu rætt
um framtíðina og þá óviss-
una sem í henni býr. Hæst
ber umræðuna um atvinnu
og efnahagslegt öryggi
ásamt tryggri afkomu heim-
ilanna. Í umræðunni hefur
verið sett fram skýr krafa af
hálfu ungliðahreyfinga landsins að tryggja þurfi
við endurreisnina að æska landsins erfi ekki
brunarústirnar og skuldir glæfralegrar efnis-
Hhyggju; að tryggt verði sanngjarnt þjóðfélag
með gegnsæu eftirlitskerfi. Þessar kröfur eru
settar fram af ungu fólki sem nú vill starfa að
uppbyggingu landsins og finnst mikilvægt að
tryggja komandi kynslóðum farsæla framtíð.
Undirritaður sótti áhugavert málþing sem
haldið var á vegum Æskulýðsvettvangsins (sam-
tök BÍS, UMFÍ og KFUM/K) í samstarfi við
æskulýðsráð og menntamálaráðuneytið, þar sem
málefni æskunnar voru til umræðu. Þar voru
mörg áhugaverð mál rædd er snúa að æsku
landsins og lýsingar á því með hvaða hætti efna-
hagsþrengingarnar myndu leggjast á yngri
þjóðfélagshópana. Lítið hefur hins vegar heyrst
frá unga fólkinu og því ekki vitað hvaða lausnir
það vill sjá á þeim málum sem voru til umræðu á
málþinginu. Úr þessu þarf að bæta því krafan er
að ekki skuli fjallað um byrðar unga fólksins án
þátttöku þess.
Árið 2003 lýsti barnaréttarnefndin, sem vann
skýrslu um framkvæmd Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna á Íslandi, áhyggjum sínum af því
að æsku landsins kynni að skorta næg tækifæri
til að móta þau stefnumál sem varða ungt fólk
beint og að sá hópur væri ekki nægjanlega vel
upplýstur um hvernig láta mætti skoðanir sínar í
ljós með árangursríkum hætti sem og að upplýsa
um hvernig framlag þeirra kynni að verða tekið
til greina. Í sama plaggi hvetur nefndin stjórn-
völd til að auka stuðning sinn við æskuna þannig
hún geti tekið þátt í að móta ákvarðanir þeirra.
Árið 1985 stofnaði Rauði krossinn Ungmenna-
hreyfingu Rauða kross Íslands þar sem ungt
fólk 30 ára og yngra eignaðist vettvang til að
hafa áhrif á og vinna að verkefnum félagsins.
Verkefni innan Ungmennahreyfingar Rauða
krossins hafa síðan þá vaxið og dafnað og nær-
tækt dæmi um hugmyndir unga fólksins er
Hjálparsíminn 1717. Fyrir tilstuðlan ungs fólks
var árið 1992 sett á laggirnar Vinalínan sem ann-
aði brýnni þörf um stuðning til ungmenna undir
nafnleynd. Vinalínan var svo sameinuð trúnað-
arsímanum undir merkjum Hjálparsímans 1717
sem í dag er ávallt opin þeim sem leita aðstoðar.
Símtöl í hann voru rúmlega 21 þúsund á síðast-
liðnu ári.
Í dag er Ungmennahreyfing Rauða krossins
opinn vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif
á gang þeirra verkefna sem Rauði krossinn vinn-
ur að. Umfram allt er Ungmennahreyfing Rauða
krossins vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif.
Það að hafa unga fólkið innanborðs er mikill
styrkur þeim skoðunum og hugmyndum sem
þurfa að koma fram hverju sinni.
Því er mikilvægt fyrir ráðamenn og aðra að
horfa til þess að hafa æsku landsins með í ráðum
þegar uppbygging eftir umrótið fer fram. Nýjar
hugmyndir og sterkar skoðanir á málefnum eru
partur af því byggingarefni sem þarf að viða að
sér þegar byggja á upp. Þegar allar raddir sam-
félagsins fá að heyrast, bæði þeirra sem reynsl-
una hafa, sem og þeirra sem vilja koma að upp-
byggingunni með nýjar áherslur, er hægt að
fara að leggja grunninn sem húsið á að standa á.
Ef hins vegar vantar stoðir í grunninn mun
myndin alltaf hanga skökk á veggnum og húsið
standa veikt um ókomna tíð.
Nýtum því tækifærið eftir umrótið og byrjum
að leita fanga eftir nýju byggingarefni, hvort svo
sem er innan deilda Rauða krossins og félaga-
samtaka eða hjá ríkisvaldinu. Fáum þeim verk-
færin í hönd til að byrja mótunarstarfið og hætt-
um að taka ákvarðanir fyrir æsku landsins en
byrjum þess í stað að taka ákvarðanir með
henni. Opnum fyrir nýjar hugmyndir og nýjar
áherslur þannig að allir geti komið að því að
tryggja hag okkar um ókomna framtíð.
Ungt fólk
með í ráðum
Jón Þorsteinn Sigurðsson, Formaður
Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.