Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
✝ Elísabeth Bjarn-arson Buch
fæddist á Tvøroyri í
Færeyjum 7. sept-
ember 1948. Hún
lést á heimili sínu
10. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Elberg
Bjarnarson, f. 31.11.
1918, d. 19.3. 1993,
og Poula Joella
Bjarnarson, f. 24.9.
1925, d. 9.12. 1983.
Systkini Elísabethar
eru John Bjarn-
arson, f. 3.11. 1940, Björn Bjarn-
arson, f. 5.7. 1947, Jolina Bjarn-
arson, f. 29.10. 1949, Carlina
Bjarnarson, f. 5.2. 1952, Poul
Bjarnarson, f. 28.9. 1954, d. 4.9.
1999, Erla Bjarnarson, f. 5.3.
1957, Jorun Bjarn-
arson, f. 30.11. 1960,
og Dorit Bjarnarson,
f. 15.11. 1963.
Elísabeth kom til
Vestmannaeyja á
vertíð í byrjun árs
1966. Þar kynntist
hún eiginmanni sín-
um Kristni Buch, f.
15.12. 1944 og sett-
ust þau að í Eyjum
og eignuðust þau 3
dætur: 1) Poula
Kristín Buch, f. 5.6.
1967, gift Sigurði
Þór Þórhallssyni, f. 3.1. 1968.
Dætur þeirra eru Elísabeth Lind
Ingólfsd., f. 30.4. 1987, Margrét
Siguðardóttir, f. 28.9. 1993, Andr-
ea Sigurðardóttir, f. 10.8. 2001,
og Sylvía Sigurðardóttir, f. 5.5.
2003. 2) Pálína Sigurbjörg Buch,
f. 9.8. 1968, sambýlismaður Rún-
ar Svan Vöggsson, f. 18.6. 1966.
Börn þeirra eru Rúnar Kristinn
Rúnarsson, f. 6.8. 1987, og Birg-
itta Ósk Rúnarsdóttir, f. 26.8.
1988. 3) María Karen Buch, f.
24.11. 1972, gift Kenneth Christi-
an Karlsen, f. 25.2. 1972. Synir
þeirra eru Nicklas Buch Karlsen,
f . 21.1. 2002, og Marcus Buch
Karlsen, f. 12.8. 2004.
Árið 1985 fluttust Elísabeth og
Kristinn til Danmerkur. Rúmu ári
síðar skildu þau og fluttist Elisa-
beth þá til Svíþjóðar þar sem hún
bjó í 18 ár. Árið 2005 fluttist El-
ísabeth aftur til Íslands og síð-
asta árið bjó hún í Kópavogi.
Útför Elísabethar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Með söknuði kveð ég vinkonu
mína og vinnufélaga, Elísabeth
Bjarnarson Buch.
Það er með trega í hjarta að
þurfa að kveðja þig, en með þakk-
læti í huga að fá að hafa fengið
tækifæri á að kynnast manneskju
eins og þér, Fyrir um tveimur ár-
um hófst þú störf á sameiginlegum
vinnustað okkar. Þú komst
snemma til vinnu, ég var að ljúka
vakt og þú að hefja vakt. Ég minn-
ist þess að þú heilsaðir alltaf hlý-
lega og með þessum skemmtilega
hreim. Þú sagðist vera færeysk,
en búin að vera lengi á Íslandi.
Talaðir líka reiprennandi íslensku.
Fljótlega fórum við að bjóða
hvor annarri í kaffi og höfðum nóg
að skrafa um. Þú varst alveg
hneyksluð á mér þegar ég sagði að
mig langaði ekki til Færeyja, ég
sæi bara sker og kletta fyrir mér.
Ég vildi frekar fara eitthvað þar
sem væru strendur og sól. „Men,
nei, það er sko ekki Færeyjar, það
er svo margt fallegt þar, þú verð-
ur að fara og sjá þær, það er oft
sýndar myndir af Færeyjum sem
eru kuldalegar, en það er alls ekki
svo,“ sagðir þú sannfærandi og
svo fékk ég bara fyrirlestur um
Færeyjar. Þú sagðir svo skemmti-
lega frá, að mér snerist hugur og
samþykkti að kannski færi ég
þangað einn daginn.
Þú komst mér fyrir sjónir sem
einstaklega kurteis, hógvær og
skemmtileg. Þú varst vel liðin í
vinnunni og áttir einstaklega auð-
velt með samskipti við vistmenn,
næm á þá og gafst þér alltaf tíma í
smá spjall við þá um leið og þú
sinntir þeim, hvort sem það var að
degi eða nóttu. Þegar við hittumst
í kaffi hjá hvor annarri þá var allt-
af hlegið mikið og reynt að sjá
spaugilegu hliðarnar á flestum
málum. Við vorum saman í klúbb
og höfðum farið á nokkur nám-
skeið saman, og það var alltaf
gaman.
Þú bjóst frekar þröngt þegar ég
kynntist þér, en fluttir síðan í
stærra húsnæði í Kópavogi og þá
sá ég enn nýja hlið á þér. Þú varst
fljót að sjá hvernig heimilið átti að
vera. Það voru tekin mál af öllu og
lagt af stað í leiðangur til að finna
skápa, hillur, sófa og ýmislegt sem
þurfti til að prýða heimili. Það var
alveg með ólíkindum hve þú varst
útsjónarsöm og snögg að koma
öllu fyrir. Ég fór með þér í flesta
leiðangra, en ég hafði nú ekki mik-
il áhrif á val þitt, enda óþarfi. Þú
gerðir heimili þitt einstaklega hlý-
legt og tókst þannig á móti mér
þegar ég kom til þín. Ég sá líka
hvað þú varst listræn og smekk-
leg.
En ég fékk ekki að njóta vináttu
þinnar eins lengi og ég hefði ósk-
að. Síðast þegar ég sá þig fórst þú
veik heim af vakt, þú barst þig vel
að venju, sagðist vera smá lasin
þegar þú kvaddir okkur.
Fyrir hönd alls starfsfólks á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli votta
ég dætrum hennar og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð og
hluttekningu vegna fráfalls henn-
ar. Einnig bið ég og fjölskylda mín
öllum aðstandendum Guðs bless-
unar og styrk í söknuði sínum.
Guðrún Arnórsdóttir.
Kær vinkona og góður vinnu-
félagi er farin. Ég kynntist El-
ísabeth fyrir um tveimur árum.
Leiðir okkar lágu saman, þar sem
við unnum á Hjúkrunarheimilinu
Skjóli.
Ég og Elísabeth vorum fljótar
að kynnast og vinskapurinn kom í
kjölfarið. Mig langar að þakka þér
fyrir allar góðu samverustundirn-
ar sem við áttum. Einnig vinskap-
inn, sem var mér mjög dýrmætur.
Takk fyrir að vera traust og góð
vinkona. Takk fyrir skemmtilegu
heimboðin og öll góðu ráðin sem
þú hefur gefið mér.
Elsku Elísabeth, ég kveð þig nú
með söknuði elsku vinkona.
Elsku Poula, Pálína, María og
fjölskyldur ykkar og aðrir ástvin-
ir, söknuður ykkar er mikill, en
minningin um góða vinkonu og
vinnufélaga lifir í hjörtum okkar
allra.
Þín vinkona,
Karen Hilmarsdóttir.
Elísabeth Bjarnarson Buch
✝ Sigríður Guð-munda Haukdal
Jónsdóttir fæddist í
Höll í Haukadal í
Dýrafirði 23. júní
1931. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 13.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin í Höll,
þau Ástríður Jónína
Eggertsdóttir, f. 18.
júní 1888, d. 22.
mars 1969 og Jón
Guðmundsson bóndi
og smiður, f. 19. ágúst 1886, d.
17. des 1950.
Börn þeirra hjóna, talin í ald-
ursröð: Eggert Haukdal, f. 17
maí 1913, d. 14. okt.
1984, Elínborg
Haukdal, f. 19. sept.,
d. 8. mars 1991,
Guðmundur Pétur
Haukdal, f. 15. jan.
1919, d. 2. feb. 1996,
Magnús Þorberg
Haukdal, f. 20. nóv.
1920, Gunnar Agnar
Haukdal, f. 1. des.
1922, d. 27. okt.
2003, Hákon Hauk-
dal, f. 29. jan. 1925,
og Sigríður Guð-
munda, sem hér er
minnst.
Útför Sigríðar fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Í byrjun nýs árs, þegar fyrstu
geislar komandi sólar reyndu að
komast yfir fjallatoppana, slokkn-
uðu síðustu lífsgeislar frænku minn-
ar, Siggu frá Höll. Það var stutt síð-
an hún kom í heimsókn til okkar
hjónanna, eða 1. des. sl. Hún
hringdi á undan sér, þáði smá kaffi-
sopa, ræddi málin skýr í kollinum
hvar sem niður var borið, en þarna
var á ferð illa farin gömul kona.
Mjög kreppt í baki og ýtti á undan
sér göngugrind. Hún sagðist stansa
í 1½ klst., þá kæmi leigubíllinn og
það stóðst. Sigga kvaddi og fór en
svona er lífið.
Sigga eyddi öllum sínum
bernsku- og unglingsárum heima í
Haukadal. Þar naut hún tilsagnar í
litla skólanum okkar og vann svo
heimili sínu allt, er best mátti. Hún
var dugleg og vandvirk. Sigga var
myndarkona og bar sig vel, stór og
fönguleg. Hún hafði sínar skoðanir
og þeim varð vart hnikað. Hún var
stíf á meiningunni, annars prúð og
stillt. Hún var yngst Hallarsystk-
inanna sjö. Veturinn 1952-53 var
hún á Húsmæðraskólanum á Ísa-
firði, þar eignaðist hún góðar vin-
konur, sem haldið hafa hópinn síð-
an, komið saman reglulega og haft
það huggulegt. Reglulegur hann-
yrðahópur, farið í ferðalög og fleira
og þaðan á hún margar góðar minn-
ingar.
Á þessum uppvaxtarárum frænd-
fólks míns í Höll, var oft glatt á
hjalla í Haukadal. Fólk á hverjum
bæ. Fullt af krökkum og oft lágu
sporin heim í Höll. Þangað var alltaf
gaman að koma. Árið 1950 missti
Ása í Höll bónda sinn Jón og næstu
árin reyndist búskapurinn erfiður
svo Hallarfólkið brá búi 1962 og
fluttist til Reykjavíkur á Rauðalæk
20, þ.e. Ása með sonum sínum
þrem, Eggerti, Pétri og Gunnari,
svo og dótturinni Sigríði, en hin
systkinin voru flutt að heiman. Já,
suður, en þangað lá leið margra,
sem fluttu úr dalnum á þessum ár-
um og mikil eftirsjá var að. Sér-
staklega fannst pabba mínum og
mömmu nærri sér höggvið, er þetta
frændfólk allt flutti suður.
Eftir andlát Ásu 1969 fluttu
systkinin fjögur í Bogahlíð 10 og
héldu þar heimili í mörg ár, þangað
kom maður oft og þangað var gott
að koma. Á þessum árum sótti
Sigga sjóinn. Hún var lengi þerna á
Fossunum hjá Eimskip – lengst af á
Lagarfossi undir styrkri stjórn
mágs síns Guðmundar bryta (1965-
84). Svo fór Sigga að vinna hjá Nóa
Síríus, eða þar til hún komst á aldur
67 ára.
Árin færðust yfir alla og í Boga-
hlíðinni sá Sigga á eftir bræðrum
sínum yfir móðuna miklu með nokk-
urra ára millibili. Nú stóð hún ein
eftir, lúin og slitin. Erfiðir tímar.
Sigga giftist aldrei og var barn-
laus. Hún átti góða að. Hauka í
horni. Systkinabörnin hafa alla tíð
verið henni innan handar. Síðustu 3
árin bjó hún á Dalbraut 20 og hún
hafði orð á því að sér hefði hvergi
liðið betur en þar og þakkar þá um-
hyggju alla sínum nánustu.
Að leiðarlokum þakka ég frænku
minni, Siggu frá Höll, fyrir sam-
fylgdina gegnum árin, bæði við leik
og störf í sveitinni okkar fyrir vest-
Sigríður G. Jónsdóttir
✝
Ástkær frænka okkar,
JÚLÍA JÓNASDÓTTIR
frá Bitru,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðvikudaginn
31. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ólína Valdemarsdóttir,
Aðalgeir Jónas Hólmsteinsson,
Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson,
Alma Lára Hólmsteinsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN JÓNSSON
bóndi Moldhaugum,
Núpasíðu 4 C,
Akureyri,
lést sunnudaginn 11. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug.
Þóra Jónsdóttir,
Arnþór Jón Þorsteinsson, Guðlaug H. Jónsdóttir,
Ester Þorsteinsdóttir,
Þröstur Þorsteinsson, Sara Saard Wijannarong,
Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir, Bjarni Rafn Ingvason,
Eygló Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Jón Helgason,
Margrét Harpa Þorsteinsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson,
Ása Björk Þorsteinsdóttir, Kristþór Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON,
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 19. janúar.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju þriðjudaginn
27. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á menntunar-
sjóð sona hans: 0552-14-400420, kt. 170269-3149.
Ásdís Vala Óskarsdóttir,
Þorvaldur Arnar Guðmundsson,
Þorgils Ari Guðmundsson,
Þórdís Björnsdóttir,
Þorvaldur Guðmundsson,
Björn Þorvaldsson,
Stefán Þorvaldsson,
Kristín Gróa Þorvaldsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
Jaðarsbraut 11,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 19. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kjartan Sigurðsson,
Steingrímur Sigurðsson,
Magnús Sigurðsson,
Hulda Sigurðardóttir,
Eygló Anna Sigurðardóttir.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir, mágur, frændi og hjartkær vinur,
GUNNAR BJÖRGVINSSON
húsasmiður,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
lést föstudaginn 16. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
26. janúar kl. 13.00.
Matthildur Gunnarsdóttir, Jóhann Vignir Gunnarsson,
Óskírð Jóhannsdóttir,
Björgvin Kristjánsson, Matthildur Gestsdóttir,
Kristján Björgvinsson, Hrefna Gunnarsdóttir,
Guðlaug Björgvinsdóttir,
Björgvin Smári, Gunnhildur og Þorgeir Örn,
Sigríður Valdimarsdóttir.