Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 33

Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 33
eldra í vöggugjöf sem umvöfðu okk- ur ást og umhyggju frá fyrsta degi. Í foreldrahúsum fengum við gott veganesti sem við höfum búið að alla ævi. Fyrir það er ég þakklát því slíkt er ekki sjálfgefið. Hjördís var sérlega jákvæð, glað- lynd og lífsglöð manneskja. Hún var vinsæl og vinmörg og sérlega fær ljósmóðir. Hún naut þess ríkulega að vera innan um annað fólk, ættingja og ástvini. Þegar fjölskyldan kom saman var hún drifkraftur gleði og glaðværðar. Á ættarmótum gaf hún sér alltaf tíma til að heilsa upp á öll litlu og stóru börnin sem hún hafði svo stolt tekið á móti sem ljósmóðir. Það eru ótalmargir sem hafa notið hlýju þinnar, fagmennsku og hjálp- semi í gegnum árin. Ég kveð þig með miklum söknuði og sorg í hjarta, en minnist þín fyrst og fremst með þakklæti í huga. Fyrir ómetanlega nærveru á lífsleiðinni. Undanfarnar vikur hafa verið sérlega erfiðar en trúin og vonin um að þér myndi batna var svo sterk. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa haft tækifæri til að koma til þín í heimsókn með Helgu, dóttur minni. Sú stund sem við átt- um saman er ómetanleg og dýrmæt sem perla. Þú ljómaðir af fegurð og augun glömpuðu af gleði og lífsvilja. Á þessari stundu töldum við að þér væri að bata og vorum við svo sælar að sjá kraftinn í þér að við stöllur ákváðum á þeirri stundu að stofna saman gönguklúbb og var ákveðið að hefja fyrstu gönguna strax á nýju ári. Elsku systir mín, það hvarflaði ekki að mér að þessi stund okkar væri með þeim síðustu. Ég reyndi að halda í hönd þína og gefa þér styrk á spítalanum og ég veit að þú fannst fyrir nærveru minni, þó svo að þú hefðir á þeirri stundu verið orðin mikið veik. Á þessari erfiðu stundu, þegar sorgin og söknuðurinn um- lykja okkur sem eftir stöndum, vil ég biðja Guð að blessa minningu þína, elsku systir. Ég veit að Jóhann minn hefur tekið vel á móti þér og veitt þér hlýjar móttökur. Guð geymi þig og blessi fallegu minninguna þína. Ég vil senda systkinum mínum, börnum Hjördísar, barnabörnum, vinum og öllum ættingjum systur minnar mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hafðu þökk. Guð blessi ykkur öll. Þín systir Þórhalla (Dadda). Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Þetta söng Villi Vill sem hún dýrk- aði og dáði. Svona líður okkur systk- inunum þegar við kveðjum ástkæra systur. Það er svo sárt að geta ekki hringt eða skroppið í heimsókn. Það er svo ótrúlegt að horfa á þessa sterku konu sem virkilega var fædd í foringjahlutverk, þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúk- dómi á svo skömmum tíma. Hjördís ólst upp í stórum systkinahópi, við vorum sjö systur og tveir bræður, það var oft mikið fjör og hamagang- ur. Það er sérstaklega gaman að minnast á þær veislur sem við vorum saman allar þá var sungið og mikið hlegið enda dróst fólk að okkur. Ung lærði hún ljósmóðurstörf og eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur var það gert af heilindum og virðingu, hún gaf sig alla í starfið. Hún var óskaplega heppin í starfi, fór í gegnum allan sinn feril án mis- taka, enda sagði hún, hann þarna uppi er alltaf með mér. Hún var heiðruð af Ljósmæðrafélaginu. Elsku systir, nú er stórt skarð höggvið í hópinn, þrjú systkini farin sex eftir. Það er huggun harmi gegn að brátt hittumst við öll, foreldrar okkar og þau börn sem farin eru. Þá verður glatt á hjalla, þá verður mikið sungið og hlegið. Elsku systir, þín er sárt saknað. Við vottum Sigurði eiginmanni þínum, Guðrúnu, Steinunni, Sig- rúnu, Steinari og Ragnhildi og mök- um þeirra, barnabörnum, barna- barnabörnum okkar dýpstu samúð. Guðrún Helga, Þórhalla, Krist- ín, Ásgeir, Fjóla og Þórdís. Vegir vináttunnar liggja í báðar áttir, þannig var vinátta okkar Hjör- dísar, hún var meira en systir, hún var líka traustur vinur. Hún var kjarkmikil, skipulögð og heillandi persónuleiki. Hún var í forystusveit ljósmæðra og var svo gæfusöm í starfi að hvergi bar skugga á. Hún hélt fyrirlestra um barnsfæðingar og var í Háskóla Íslands og þá í framhaldsnámi, en hún þurfti enga viðbót á sitt nám, hún hafði dýrmæta reynslu, hún átti mörg börn sjálf og hvað er betra en eigin reynsla í þessu efni. Hún hafði nefnilega meðfæddan hæfileika í ljósmóðurstarfið. Margar mæður innan fjölskyld- unnar og utan þakka henni örugg- lega fyrir stuðning, hjálpsemi og hlýju þegar þær þurftu svo sannar- lega á því að halda. Að koma heil- brigðum einstaklingi í þennan heim er meira en að segja það. Að fæða barn er ekkert grín og því er það svo mikils virði að hafa góða og traust- vekjandi ljósu á staðnum. Fyrir löngu greindist hún með ill- vígan sjúkdóm og var fleygskorin og maður hélt að þar með væri hún sloppin. En, maðurinn með ljáinn er fundvís á hetjurnar og löngu síðar tók meinið sig upp aftur og varð þessi hugumstóra hetja að játa sig sigraða tíunda þessa mánaðar. Nú ertu lögð upp í einhverja ferð sem við vitum ekki hvert stefnir. Fyrir ekki löngu síðan sagðir þú mér að þig langaði til að eyða næstu jól- um erlendis. Þú varst svo mikill ferðalangur í þér og þú komst svo víða við og þú vissir hvernig það var að eyða jólunum erlendis. En kannski eigum við eftir að ferðast með góðum ferðafélögum um víðátt- ur geimsins. Hver veit! Það er svo margs að minnast og það er það eina sem við eigum hérna megin … minningarnar. Ljóðelsku þinni var viðbrugðið, þú bæði þekkt- ir og kunnir ótal … ótal ljóð og þekktir sögu höfundanna. En í dag kveðjum við þig í bili. En við eigum þá von að við hittumst og getum tekið þráðinn upp á ný. Góða ferð og takk fyrir samfylgd- ina. Þín systir, Fjóla. Elsku Hjördís systir mín. Að heilsast og kveðja, það er lífs- ins saga. Það eru fáir viðbúnir því að kveðja ástvin þegar sú stund rennur upp sem við öll þurfum að ganga í gegnum eftir lífsins göngu. Elsku systir, þú mátt vera stolt og við öll af þér fyrir ævistarfið sem þú valdir og hve lánsöm þú varst í ljósmóður- starfinu. Ljósmóðir er það fyrsta sem barnið sér þegar það kemur í heiminn. Hún opnar þeim nýfæddu leiðina í lífið og lífsins ganga hefst. Stórkostlegt. Í vöggugjöf hlotnaðist þér glaðværð sem entist lífið í gegn. Þegar ég lít til baka er mér minn- isstætt þegar við vorum litlar stelpur hve mikið ég dáðist að fallega hárinu þínu, þú varst svo lík Shirley Temple. Þú varst með samskonar krullur um allt höfuðið, ótrúlega fal- leg. Ógleymanlegar eru þær ánægjulegu stundir sem við systurn- ar sjö áttum þegar við hittumst og sungum saman á ákveðnu tíma- skeiði. Við vorum svo samstilltar í söngnum að halda mátti að þjálfaður stjórnandi hefði æft okkur en þess þurfti ekki því söngurinn var inn- byggður í okkur. Við komum til jarðarinnar til að læra og þroskast. Þinn lífsins skóli hefur ekki verið þrautalaus en þér tókst að leysa vel úr þeim verkefnum sem lögð voru fyrir þig. Barnalán þitt var mikið, það sýndi hve vel börn þín hafa stutt þig í veikindum þínum. Elsku systir, nú tekur nýtt svið við og ný verkefni bíða þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Ég votta Sigurði blessuðum, börn- um og barnabörnum samúð mína og bið Guð að blessa þá látnu og hina sem eftir lifa. Þín systir, Kristín Karlsdóttir. Hún Hjördís er látin eftir harða baráttu við þann skæða sjúkdóm krabbamein. Það er erfitt að trúa því að svo lífsglöð og félagslynd kona sé farin frá okkur. Ég kynntist Hjör- dísi þegar hún hóf nám í Ljós- mæðraskóla Íslands 1. október 1957. Það voru voru nokkrar úr þessum hópi sem ég kynntist meir en öðr- um, ég var þá orðin ljósmóðir og átti að taka þátt í að leiðbeina nemun- um. Ég gerði það á ýmsan hátt á þessum árum, má segja bæði í leik og starfi. Því það var líka gott fyrir nemana að vita hvert væri best að fara til að skemmta sér. Hjördís mundi hlæja ef hún sæi þessi skrif mín. Við umgengumst allmikið á þessum árum, unnum báðar á Fæð- ingardeildinni. Hjördís stofnaði svo heimili með Sigga sínum og helgaði sig því í nokkur ár en vann samfellt á deildinni frá 1976 til 2003. Hún starfaði talsvert að félagsmálum fyrir Ljósmæðrafélag Íslands og síðustu árin í stjórn Ljósanna, fé- lags eldri ljósmæðra. Hjördís var góð ljósmóðir, sinnti vel sínum störfum og var vinsæl meðal samstarfsfólks og skjólstæð- inga sinna. Ég gleymi aldrei setn- ingu sem ein sængurkona sagði um Hjördísi: „Hún er svo mikil kona og því er svo gott að hafa hana hjá sér.“ Hjördís mín, ég tek undir þessi orð. Ég votta eiginmanni hennar, börn- um og fjölskyldum þeirra mína inni- legustu samúð um leið og ég kveð góða vinkonu. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Í Guðs friði. Kristín I. Tómasdóttir. Í nær aldarfjórðungs starfi á þeim stað þar sem stór hluti þjóð- arinnar fæðist var Hjördís Karls- dóttir ljósmóðir í orðsins bestu merkingu. Örugg, úrræðagóð, föst fyrir eða mild, myndugleg, en samt hlaðin góðvild til allra. Með góða faglega þekkingu, örugg handtök, ekkert hik þegar hætta steðjaði að móður og barni, vakandi og opin fyr- ir nýjum straumum og hugmyndum í starfi, hvetjandi og góð fyrirmynd þeim sem komu til að læra, vinur samstarfsmannanna. Skemmtileg, glaðleg og glæsileg á velli. Þetta kemur í hugann þegar hennar er minnst nú við dagslok sem komu of fljótt, enda þótt formlegum starfs- ferli væri lokið. Svo minnisstæð og rík er hugsunin um þessa góðu sam- starfskonu okkur öllum sem kynnt- umst henni. Hjördís varð ljósmóðir fyrir vel hálfri öld, vann síðan á Landspítalanum með hléum þar til hún kom á besta aldri í fasta vinnu á nýjum fæðingagangi Kvennadeildar árið 1976, og var að lokum kennari og vaktstjóri þar, ein allrareyndasta og besta ljósmóðirin. Frá upphafi var á flestum stundum mikið að gera á fæðingagangi. Hún var þar í eldlínunni við að hlúa að konum þar sem allt lék í lyndi og lífið tók gleði- stefnu á einu augabragði, en líka við að hjálpa þeim sem áttu í erfiðleik- um vegna veikinda, ótímabærra fæðinga eða þegar sorg bar að hönd- um. Allir treystu Hjördísi. Sem ung- um námslækni, seinna sérfræði- lækni og loks yfirmanni fannst mér alltaf jafn gott að leita liðsinnis hennar og vita af henni á vakt. Við ræddum vandamálin sem upp komu og hvað gera skyldi og því var hægt að treysta að allt yrði gert sem um var rætt af fullri og sjálfstæðri fag- mennsku. Ég fékk líka að vita af því ef hún var á öðru máli og þá var rætt saman og besta lausnin fundin. Þannig á að vinna og í samræmi við það skilaði Hjördís miklu og farsælu ævistarfi. Án efa minnast margar konur og margir feður hennar með hlýju og þökk. Á Kvennasviði Landspítalans kveðjum við Hjördísi Karlsdóttur og vottum eiginmanni hennar, börn- um og öðrum aðstandendum inni- lega samúð okkar, en góðar minn- ingar standa eftir og munu gera um mörg ár og alla tíð hjá þeim sem voru henni samferða. Reynir Tómas Geirsson. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR PÉTURSSON, Tjarnarbakka 8, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 15. janúar. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Freydís Jónsdóttir, Selma B. Vignisson, Arnar B. Vignisson, Kristín Halldórsdóttir, Frans Ferdinand Schmitt, Stefán Halldórsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem heiðrað hafa minningu ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ELDJÁRN, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 21. desember. Þökkum innilega hlýhug og samúðarkveðjur við andlát hennar og útför. Ólöf Eldjárn, Stefán Örn Stefánsson, Þórarinn Eldjárn, Unnur Ólafsdóttir, Sigrún Eldjárn, Hjörleifur Stefánsson, Ingólfur Eldjárn, Guðrún Björg Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.                          ✝ Hugheilar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og virðingu við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, NONNÝJAR UNNAR BJÖRNSDÓTTUR. Þorvaldur Hafberg, Linda Vilhjálmsdóttir, Mörður Árnason, Hafdís Vilhjálmsdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Steinþór Birgisson, Vera, Sara Björk, Þórhildur og Katla. ✝ Ástkær eiginmaður minn, MARKÚS GUÐMUNDSSON skipstjóri, Kristnibraut 63, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 18. janúar. Hallfríður Brynjólfsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður okkar og frænda, ARA ARASONAR frá Skuld. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.