Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Nú er farið að hitna í kolunum. Þáslær í brýnu milli mótmælenda og lögreglu. Tvennt er vitað um svona mótmæli. Lögreglan er að gera skyldu sína og fólk á rétt á því að mót- mæla. Tvennt til viðbótar er einnig vitað. Í hópi mótmælenda er einstaka óeirðaseggur og í hópi lögregluþjóna er einstaka valdbeitingargikkur. x x x Víkverji veit að lögregla tekur hlut-verk sitt og ábyrgð sína alvar- lega. En Víkverji veit samt ekki hvort lögregla tekur hlutverk sitt og ábyrgð nógu alvarlega. Af myndefni frá mót- mælunum í fyrradag, sem aðgengi- legt er á netinu, má glögglega sjá lög- reglu beita piparúða af of mikilli „vinnugleði“. Lögregla skilur nefni- lega ekki hvers vegna fjölmiðlar neita að kalla þetta vinnutæki þeirra „varnarúða“. Það er vegna þess að úðinn er ekki bara notaður í vörn, heldur einnig í sókn. Jafnvel í árás að nauðsynjalausu. Árásarúði er jafngott heiti og varnarúði þegar lög- regluþjónn teygir sig yfir járn- grindverk til þess að úða í augu ljós- myndara, sem hvorki stimpast við laganna verði né veldur eignaspjöll- um. Lögregluþjónar eiga að vera skipulagðir, staðfastir og yfirvegaðir. Ekki árásargjarnir. x x x Svo er það hitt. Á meðan lögreglanstendur í þessu stappi, þvert gegn vilja sínum, er til einföld lausn á málinu. Að boða til kosninga. Ráð- herrar sem lenda í leiðinlegum og nið- urlægjandi kringumstæðum þessa dagana eiga greiða leið út úr þeim með því að segja af sér. Krafan um það kemur ekki bara úr röðum eggja- kastara. Mótmælin eru líklega fá- menn og öfgakennd birtingarmynd þess vantrausts á valdhöfum, sem er ríkjandi meðal almennings. Í stuttum undirbúningi fyrir kosningar getur hver stjórnmálaflokkur ákveðið á sín- um vettvangi hvernig hann end- urheimtir trúverðugleika sinn. Flokk- ar eru ekkert annað en fólkið sem í þeim er. Framsókn hefur þegar hafn- að fortíðinni í merkilegu formanns- kjöri. Víkverja þykir fleiri flokkar þurfa að hafna fortíðinni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Breyttar forsendur. Norður ♠G873 ♥K76 ♦97632 ♣K Vestur Austur ♠96 ♠D1054 ♥32 ♥10984 ♦ÁG ♦KD8 ♣DG109632 ♣74 Suður ♠ÁK2 ♥ÁDG5 ♦1054 ♣Á85 Suður spilar 3G. Vestur er gjafari og vekur á 3♣. Pass til suðurs, sem doblar út á hjarta- litinn. Norður segir 3♠ og suður 3G. Ágæt afgreiðsla, en verkið er bara hálfnað. Hvernig á að spila með ♣D út? Átta slagir í toppspilum og sá níundi þarf að koma á spaða. Án upplýsinga frá sögnum væri rétt að taka ♠Á-K fyrst og spila svo að gosanum. En hindrun vesturs breytir forsendunum, enda líklegt að austur sé með fjórlit í spaða. Miðað við spaðalengd í austur er best að fara af stað með ♠D í öðrum slag! Hér leggur austur á, suður drep- ur, fellir síðan ♠9 vesturs með hinum spaðahámanninum og fríar slag á ♠8-7. Þessi íferð heppnast þegar vestur á níuna EÐA tíuna aðra. Sem er tvöfalt líklegra en ♠Dx. Eftir sem áður vinnst spilið alltaf ef spaðinn brotnar 3-3. Hafsteinn Guðnason skip- stjóri, til heimilis að Víkurbraut 15, Keflavík, er sjötugur í dag, 22. janúar. Hann og eigin- kona hans, Eydís B. Eyjólfsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdag- inn í sal Oddfellowa, Grófinni 6, Keflavík, í dag milli kl. 18 og 20. 70 ára Magnús Einars- son, Kjarnholtum I, Biskupstungum, verður sextugur laugardaginn 24. janúar næstkom- andi. Í tilefni þess býður hann frændfólki, vin- um, kunningjum og sveitungum til afmælisfagnaðar, í félagsheimilinu Aratungu, kl. 20 á afmælisdaginn. 60 ára SIGURÐUR Flosason saxófónleikari gerir ráð fyr- ir því að fá betri morgunverð í dag en aðra daga í tilefni afmælisins. „Við höfum reynt að hafa eitt- hvað skárra á morgnana fyrir þá sem eiga afmæli í fjölskyldunni. Gjafirnar eru einnig oftast afhent- ar á morgnana,“ segir Sigurður sem tekur það fram að hann viti svo sem ekki hvort einhvers sé að vænta. Spurður að því hvort hann óski sér einhvers sér- staks í afmælisgjöf segir hann mikið kvartað und- an því að enginn óskalisti hafi borist frá honum. „Maður er orðinn svo gamall. Það er fátt sem mann langar í annað en að vera innan um fólkið sem maður er með og halda áfram með það maður er að gera.“ Auk spilamennskunnar er mikið að gera á ýmsum vígstöðvum tengdum tónlistarstarfinu, að sögn Sigurðar. „Það hefur verið gíf- urleg törn við námskrárgerð fyrir íslenska tónlistarskóla á vegum menntamálaráðuneytisins. Ég er einnig í stjórn tónskálda og texta- höfunda sem er félag popp- og djasstónskálda á Íslandi innan STEF. Þar er margt í gangi þessa dagana og svo kenni ég við tónlistarskóla FÍH.“ ingibjorg@mbl.is Sigurður Flosason saxófónleikari 45 ára Gjafir afhentar að morgni Sudoku Frumstig 8 7 6 3 3 5 9 1 9 7 4 3 8 9 8 3 1 8 2 1 7 1 6 7 5 6 4 8 9 2 1 5 2 6 4 2 1 7 9 5 7 9 4 3 1 3 5 8 9 3 8 9 6 3 2 1 7 4 1 8 1 6 6 3 5 1 4 1 7 5 8 4 6 3 7 6 3 9 4 8 7 1 5 4 2 4 1 7 4 1 7 5 6 4 9 8 7 1 2 8 3 6 1 5 8 4 7 2 9 6 1 3 1 9 7 6 3 8 2 5 4 2 3 6 4 5 1 7 9 8 7 1 8 5 4 6 3 2 9 4 2 9 1 7 3 8 6 5 6 5 3 9 8 2 4 7 1 9 7 2 8 1 4 5 3 6 8 6 5 3 9 7 1 4 2 3 4 1 2 6 5 9 8 7 7 4 2 1 9 5 8 3 6 3 6 8 7 2 4 1 5 9 5 1 9 3 6 8 7 2 4 4 3 6 2 1 9 5 8 7 9 8 7 4 5 3 2 6 1 1 2 5 6 8 7 9 4 3 2 7 4 8 3 1 6 9 5 8 5 1 9 4 6 3 7 2 6 9 3 5 7 2 4 1 8 2 9 4 7 5 6 1 8 3 7 3 5 8 2 1 6 4 9 8 1 6 3 4 9 5 7 2 3 8 2 4 7 5 9 1 6 6 5 7 1 9 2 4 3 8 1 4 9 6 8 3 2 5 7 4 6 8 2 1 7 3 9 5 5 2 1 9 3 8 7 6 4 9 7 3 5 6 4 8 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2009 Krossgáta Lárétt | 1 flá, 8 tuskan, 9 lærir, 10 greinir, 11 lof- ar, 13 ójafnan, 15 bisk- upsstaf, 18 mjólkurvara, 21 bál, 22 eyja, 23 blunda, 24 eðli. Lóðrétt | 2 ofsögur, 3 korn, 4 deila, 5 lærdóm- urinn, 6 beltum, 7 hug- boð, 12 svelgur, 14 á húsi, 15 smábrellur, 16 fisks, 17 launung, 18 broddur, 19 skjálfa, 20 kyrrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 troða, 4 refur, 7 bólið, 8 gæfum, 9 sæg, 11 álfa, 13 unna, 14 látin, 15 gull, 17 græt, 20 örg, 22 göfug, 23 lofar, 24 tíðni, 25 parta. Lóðrétt: 1 tíbrá, 2 oflof, 3 arðs, 4 rögg, 5 fífan, 6 rimma, 10 æmtir, 12 all, 13 ung, 15 gegnt, 16 lífið, 18 rífur, 19 terta, 20 ögri, 21 glep. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir nokkru í Elista í Rússlandi. Fyrrverandi heimsmeistari FIDE, Rustam Kasimdzhanov (2.672) frá Úsbekistan, hafði svart gegn Rússanum Ernesto Inarkiev (2.669). 63. … Rxg3! 64. f4 svartur hefði unn- ið drottningu hvíts eftir 64. Bxg3 Bb6. Með peði meira náði svartur í fram- haldinu að knýja fram vinning 22 leikjum síðar: 64. …exf4 65. Dxf4 Rh5 66. De3 Kg8 67. Kg2 Db2 68. Be2 Dxe2 69. Dxe2 Rf4+ 70. Kf3 Rxe2 71. Kxe2 Bf6 72. Kf3 Be5 73. Kg4 f6 74. Be3 Kf7 75. Kf3 Ke7 76. Ke2 Kd7 77. Kd3 Kc7 78. Kc4 Kb7 79. Kb5 g5 80. Bg1 g4 81. Bf2 g3 82. Be3 g2 83. Bg1 Bb2 84. Ka4 Ka6 85. Kb4 Be5 86. Kc4 Ka5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Margir munu komast yfir ákveð- inn hjalla í starfsframa sínum á næst- unni. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og að ekki eru allir vinir með sama hætti. Skapandi lausnir eru það sem þarf í vinnunni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Stundum eru það aðeins smá- atriði sem standa í veginum fyrir því að árangur náist. Nú getur þú litið bjart- sýnn fram á veginn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki vera of gagnrýnin/n á börn í dag. Ljósmyndun og myndbandstækni eru nauðsynleg tæki. Tíminn hefur unn- ið með þér svo allt reynist auðveldara en þú bjóst við. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er mikill áhugi í kring um þig á starfi þínu og menn bíða spenntir eftir útkomunni. Gakktu fram með góðu for- dæmi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú stenst alveg áskoranir. Vertu á varðbergi, það er munur á því að gefa reglum engan gaum, eða lítilsvirða þær. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er hreint ekki nóg að hafa svör við öllu á reiðum höndum. Mundu að engin manneskja er annars eign. Biddu um það sem þú átt skilið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert að endurskipuleggja heiminn þinn, og ástvinur virðist standa í veginum. Finndu aðra heppilegri fram- setningu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Rifrildi við maka og fjöl- skyldumeðlimi eru líkleg í dag. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú mátt eiga von á óvæntum uppákomum allt í kring um þig og því er gott að búa yfir eðlislægum sveigj- anleika. Reyndu að halda ró þinni. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu að bregða út af van- anum í dag ef þú getur. Furðulegt hvað þú ert alltaf að reyna að sanna fyrir fjölskyldunni að þú sért ekki barn leng- ur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur auga fyrir verðmæti og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. Stjörnuspá 22. janúar 1988 Paul Wat- son, leið- toga Sea Shephard, var vísað úr landi en hann hafði komið dag- inn áður. Samtökin sögðust hafa sökkt hvalbát- unum í Reykjavíkurhöfn rúmu ári áður. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Heiðurshjónin Jónsteinn Haralds- son kaupmaður og Halldóra Helga Kristjánsdóttir sjúkraliði eiga sex- tíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 22. janúar. Þau halda upp á daginn í faðmi fjölskyldu sinnar. Demantsbrúðkaup Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.