Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Í kvöld kl. 19.30
Trommur og dans
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikarar: Colin Currie og Pedro Carneiro
Farncis Poulenc: Les biches, balletsvíta
Áskell Másson: Crossings, konsert fyrir slagverk
Igor Stravinskíj: Petrúska
Tveir af fremstu slagverksleikurum samtímans mætast á
þessum tónleikum og frumflytja nýjan konsert eftir
Áskel Másson.
Vinafélagskynning á Hótel Sögu kl. 18.00
■ Laugardagur 24. janúar kl. 17
Kristallinn -
Kammertónleikar í Þjóðmenninagarhúsi
Fiðlur: Júlíana Elín Kjartansdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir
Lágfiðla: Guðrún Þórarinsdóttir
Selló: Sigurgeir Agnarsson
Kontrabassi: Hávarður Tryggvason
Leoš Janácek -Stengjakvartett nr. 1
Antonín Dvorák -Stengjakavartett í G-dúr op.7
ÞETTA verk er ekki beint viðbragð við ástandinu,“ sagði
Ásmundur Ásmundsson á Miklatúni í gærmorgun. Hann
beið þar eftir vörubíl með krana, og átti að reyna að lyfta
úr holu sinni steypuskúlptúr. Í Morgunblaðinu birtist
mynd þar sem skólabörn aðstoðuðu Ásmund við að grafa
holu sem steypunni var hellt í. Nú var steypan orðin hörð
og átti að flytja verkið í Hafnarhúsið, þar sem Ásmundur
opnar sýningu í dag.
„Árið 2006 fékk ég fullt af krökkum með mér út í Viðey
að grafa svona holu og reyndi að gefa borginni holuna. Þá
var hluti af samningnum að þeir myndu taka mót af hol-
unni; varðveita holuna og eiga mótið. Það gekk ekki. Ég
held að fólk hafi litið á þetta sem brandara þá. En núna
eru forsendur breyttar. Það er kominn áhugi á verkinu –
og er túlkað sem hluti af ástandinu. Sem það auðvitað er.“
– Er verkið það sem kemur úr holunni eða allt ferlið?
„Ferlið er verkið. Kannski verður þetta bara hér á
Miklatúni. Kannski útbý ég skilti eins og var gert þar
sem Listaháskólinn átti að rísa, og segi hvað átti að ger-
ast.
Ég sýni eitthvað í Hafnarhúsinu – er með vídeó, bæði
börnin að moka og allt ferlið.“
Blessuð börnin moka
– Nú segja sumir að stórt verk þitt úr olíutunnum og
steinsteypu, sem var æði umdeilt í Keflavík og á Ak-
ureyri, sé hreinlega lykilverk á góðæristímanum.
„Já. Ég er 100% sammála. Það verk fjallaði um ástand-
ið, og auðvitað þetta líka. En hefði ég gert það 2006 hefði
ég ekki gert mér í hugarlund að það yrði svona óþægilega
viðeigandi. Að nota blessuð börnin til að moka.“
Skömmu síðar tókst að lyfta moldugum steypuklump-
inum úr holu sinni, upp á bílpall. Hvort hann komst inn í
Hafnarhúsið sjá gestir á sýningunni Hola í kvöld.
efi@mbl.is
Fjallar um ástandið
Morgunblaðið/Einar Falur
Það tókst! Skúlptúr Ásmundar Ásmundssonar rís úr
holu sinni. Listamaðurinn skefur það með skóflu.
Ásmundur Ásmundsson sýnir verkið Holu í Hafnarhúsinu
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÓHÆTT er að segja að þau séu
óvenjuleg skákborðin á sýningunni
Skáklist, sem verður opnuð á Kjar-
valsstöðum á laugardaginn. Þar eru
sýnd á annan tug skákborða eftir
marga kunnustu myndlistarmenn
samtímans. Eina krafan, sem gerð
var til þeirra, var sú að það ætti að
vera hægt að tefla með skákmönn-
unum á borðinu. Þegar ég leyfði mér
að efast um það, þegar ég skoðaði
verkin með sýningarstjóranum Juliu
Royse, að hægt væri að nota skák-
menn Pauls McCarthy af einhverju
viti (einn hrókur er tómatsósuflaska,
annar stytta sem götóttur sokkur
hefur verið dreginn yfir) sagði hún
að það væri ekki satt. Þegar sýningin
var sett upp í Moskvu kom Garry
Kasparov á opnunina og sagðist
ánægðastur með þetta taflborð – og
það væri vel hægt að nota það.
Lyfjaglös og börn sem taflmenn
Eitt skákborðið gerði Damien
Hirst, listamaðurinn sem seldi eigin
verk á uppboði í september fyrir 17
milljarða króna. Hans taflmenn eru
glærar og silfraðar eftirsteypur
lyfjaglasa. Rachel Whiteread öðl-
aðist heimsfrægð með verkinu
House, þar sem hún fyllti hús af gifsi
og fjarlægði síðan veggina. Hún
safnar dúkkuhúsum og notar ná-
kvæmar eftirmyndir húsbúnaðar úr
þeim í taflsettið. Einhverjir alræmd-
ustu listamenn samtímans eru bræð-
urnir Jake og Dinos Chapman; eitt
kunnasta verk þeirra er eftirmynd
barna sem hafa sperrtan lim í stað
nefs – það verk hefur verið bannað
börnum. Taflmenn þeirra eru slík
börn, þeir dökku með raunverulegt
hár af afrískum Bandaríkjamönnum
en þeir hvítu með hár af Evrópu-
búum. Barbara Kruger skapaði borð
þar sem raddir bera fram spurn-
ingar og frasa þegar taflmenn eru
færðir, Gavin Turk birtist á mynd-
bandi, þar sem hann hreyfir riddara
eftir sínu skákborði, og fyrrnefndur
Paul McCarthy sagaði sundur viðinn
af eldhúsgólfinu hjá sér – og innrétt-
inguna einnig – og notað efnið í skák-
borðið. Verkin eru gerð í upplagi,
hvert er til í sjö eintökum og þau eru
öll til sölu.
Verkin á sýningunni hafa verið
sköpuð í samvinnu við fyrirtækið
RS&A, sem kom með hugmyndina
til listamannanna og vann að út-
færslunni með þeim. Sýningarstjór-
inn, Julia Royse, sem í átta ár var í
forsvari fyrir hið kunna White Cube
gallerí í London, er einn eigendanna.
„Við vinnum með listamönnum að
sérstökum verkefnum, eins og því
sem birtist hér,“ segir hún. „Við höf-
um öll góð sambönd við bestu mynd-
listarmennina í dag. Þetta var okkar
fyrsta verkefni og okkur langaði að
endurtaka frægt verkefni frá fyrri
tíð, en árið 1944 fékk Julian Levy,
galleristi í New York, suma þekkt-
ustu listamenn þess tíma til að
hanna skákborð.“
Byrjað var með verkum eftir
fimm samtímalistamenn og var sýn-
ing á verkunum sett upp í Sumerset
House í London árið 2003. Þar voru
einnig verk sem voru á sýningunni
árið 1944, auk skákborða frá Bau-
haus og Rússlandi, þar á meðal eftir
Fabergé. Sýningin var gríðarlega
vinsæl og framlengd í fimm mánuði.
„Þetta varð mjög vinsælt verk-
efni. Hver listamaður nálgast verkið
á algjörlega einstakan hátt. Útkom-
an er skákborð sem er fullkomlega
nothæft en er jafnframt metnaðar-
fullur og vandaður skúlptúr.“
Einnig íslenskir listamenn
Aðrir erlendir listamenn sem eiga
verk á sýningunni eru Tracey Emin,
Tunga, Maurizio Cattelan, Yayoi
Kusama, Tom Friedman, Matthew
Ronay, Alistair Mackie, Paul
Freyer, Yoko Ono og Oliver Clegg.
Íslenskir listamenn eiga einnig
verk á Skáklist. Kunnir útitaflmenn
Jóns Gunnars Árnasonar verða í
vesturforsal og einnig má sjá verk
eftir Kristján Guðmundsson, Stein-
grím Eyfjörð og þá félaga Bjarna
Þórarinsson og Guðmund Odd.
Nothæfir skákskúlptúrar
Nýjasta taflborðið Alastair Mackie og Julia Royse setja upp
nýtt borð Mackie með skordýrum sem eru steypt í resin.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gljáfægt Í verki ofurstjörnunnar Damien Hirst, Mental Escapology, eru taflmennirnir eftir-
steypur lyjaglasa úr gleri og silfri. Öll verkin eru í sjö eintökum og til sölu.
Sýning á skákborðum eftir nokkra kunnustu myndlistarmenn samtímans verður opnuð á Kjarvalsstöð-
um á laugardag Hver listamaður nálgast verkefnið á einstakan hátt Ekkert sparað við gerð verkanna
Eins og frægt er ákvað einn
kunnasti myndlistarmaður síð-
ustu aldar, Marcel Duchamp, að
segja nær alveg skilið við listina
og tefla þess í stað. Hann tefldi
til að mynda opinberlega fyrir
Frakkland – og er einn margra
myndlistarmanna sem hafa
skapað verk út frá skákinni. Í
frægri sýningu sem Julian Levy
setti saman árið 1944 sköpuðu
Max Ernst, Alexander Calder,
Duchamp, Man Ray og fleiri
verk út frá skák – og notuðu
tækifærið til að tefla hver við
annan. Sú sýning var kveikjan
að þeirri sem sett er upp hér nú.
Listamenn tefla
Borð Chapmanbræðra Taflmenn þeirra Jake og Dinos Chapman bera svip-
mót af einu þeirra kunnasta verki. Merki bræðranna er lagt í hvern reit.