Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 46

Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 46
Sæl fjölskylda LEIKARINN Ben Affleck segir að nýfædd dóttir hans og Jennifer Garner hafi það mjög gott. „Hún er yndisleg og hún hefur það mjög gott,“ sagði Affleck þar sem hann var staddur við emb- ættistöku Obama í Washington í fyrradag. Stúlkan litla, sem hlaut nafnið Seraphina Rose, er nú um tveggja vikna gömul. Af- fleck og Garner hafa ekki gefið neina útskýringu á vali nafnsins á stúlkunni en samkvæmt vefsíðu sem sérhæfir sig í uppruna nafna segir að Seraphina komi frá bibl- íuorðinu seraphim sem þýði hin eld- fima. Garner talaði nýverið um ást sína á móðurhlutverkinu og hversu frá- bær faðir Affleck væri. „Þú veist, þegar þú varst yngri og ímyndaðir þér þig með hávaxinn, myndar- legan eiginmann í framtíðinni, og sérð hann fyrir þér knúsa barnið ykkar. Ben er svoleiðis. Violet kýs hann fram yfir alla aðra. Hann er algjör bangsakarl. Ekkert gerir mig hamingjusamari en að sjá þau tvö saman,“ segir Garner en Violet, eldri dóttir þeirra hjóna, er nú þriggja ára. Jennifer Garner Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | „Ég er fædd og al- in upp í Grundarfirði en lærði kvik- myndaleikstjórn í Barcelona og út- skrifaðist þaðan árið 2005,“ segir Dögg Mósesdóttir, stjórnandi Nort- hern Wave – Alþjóðlegu stutt- myndahátíðarinnar sem haldin verð- ur í Grundarfirði 27. febrúar til 1. mars nk. „Ég flutti heim til Íslands um jólin í fyrra en skipulagði fyrstu hátíðina eiginlega alla frá Barcelona það árið. Ég var hvött til þess að sækja um styrk í Menningarsjóð Vesturlands til að halda listahátíð á Vesturlandi sem mér fannst spennandi verkefni en treysti mér betur til þess að halda stuttmyndahátíð sem tengdi saman allar listgreinarnar yfir eina helgi þar sem mitt sérsvið innan listar- innar er kvikmyndagerð. Á Spáni er gífurleg gróska í stutt- myndagerð og mikill áhugi á stutt- myndahátíðum. Mér fannst vanta þennan stuttmyndakúltúr á Íslandi og fannst tilvalið að halda svona menningarviðburð úti á landi og yfir háveturinn þegar lítið er um ferða- mennsku og viðburði af slíku tagi. Hátíðin heppnaðist vonum framar í fyrra og ánægjan var svo mikil með- al Grundfirðinga og allra þeirra sem sóttu hátíðina að ég var hvött til að halda hana aftur í ár. Ég vonast til að hátíðin geti orðið að árlegum við- burði. Ég var reyndar aðeins smeyk um að kreppan gæti gert mér erfitt Alþjóðleg stuttmyndahátíð öðru sinni í Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kvikmyndahátíð Dögg Mósesdóttir var stödd í Grundarfirði til að undirbúa stuttmyndahátíðina í vikunni. Fimmtíu stutt- myndir og tón- listarmyndbönd á hátíðinni Í HNOTSKURN » Gjörninga- og listahópurinn The Weird Girls eru meðalþeirra sem eiga tónlistarmyndband á hátíðinni. The Weird Girls ætla að framkvæma gjörninginn Episode 7 á meðan á hátíð- inni stendur. » Listakonan og plötusnúðurinn Kiki-Ow sem er í forsvari fyrirWeird Girls-hópinn mun einnig skemmta á sérstöku electro/ ninties lokahófi laugardagskvöldið 28. febrúar ásamt Dj Mokki sem er einnig meðlimur Weird Girls. » Dómarar hátíðarinnar verða sem fyrr Hilmar Örn Hilmarssontónskáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstýra en sérstakur gestadómari og fyrirlesari verður franski leikstjórinn Bertrand Mandico. » Bertrand er margverðlaunaður fyriryfir 40 stuttmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd og hefur nú hlotið styrk frá Torino film lab til að gera sína fyrstu bíómynd í fullri lengd „The Man Who Hides the Forest“. fyrir í fjáröflun en svo virðist ekki vera þar sem flestir styrktar- aðilarnir eru fegnir að fá svona já- kvæðan viðburð inn í mannlífið.“ Aðspurð um hvort einhverra áherslubreytinga sé að vænta á há- tíðinni í ár segir Dögg. „Í ár verðum við í fyrsta skiptið með mynd í fullri lengd sem okkur þótti sérstök ástæða til að sýna. Myndin heitir Háveruleiki og er listræn kvikmynd þar sem kvikmyndaformið er tekið til endurskoðunar. Hún er eftir Ás- dísi Sif Gunnarsdóttur og Ingi- björgu Magnadóttur og skartar Ragnari Kjartanssyni og Benedikt Erlingssyni í aðalhlutverkum. Til verðlauna keppa svo um 50 stutt- myndir og tónlistarmyndbönd frá 15 löndum en verðlaunin eru fjár- mögnuð af tveimur stærstu fyr- irtækjum Grundarfjarðar, G. Run- ólfsson hf. og Soffanías Cecilsson hf. og eru samtals 230.000 krónur,“ seg- ir Dögg að lokum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650k r. Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM - H.E. DV - S.V. Mbl Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Taken kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára Inkheart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára The day the earth stood still kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650k r.6 50kr. 650k r. Skólabekkurinn enskur texti kl. 8 LEYFÐ Refurinn og barnið íslenskur texti kl. 6 LEYFÐ Borgin Louvre enskur texti kl. 6 LEYFÐ Þau sem verða eftir enskur texti kl. 6 LEYFÐ Niðdimm nótt enskur texti kl. 10:15 B.i.12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Seven Pounds kl. 8 - 10:30 LEYFÐ Transporter kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “SJÖ PUND AF BRAVÓ” - E.E., DV “...BESTA MYND FRIÐRIKS ÞÓRS Í LANGANTÍMA“ - S.V., MBL “RAKLEITT Í HJARTASTAД - DÓRI DNA, DV “FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SKILAR HÉR EINU GAGNMERK- ASTA VERKI SÍNU... SÓLSKINS- DRENGUR Á ERINDITIL ALLRA...” - Ó.T.H., RÁS 2 “SÓLSKINSDRENGURINN ER FRÁBÆR HEIMILDARMYND SEM SKIPTIR MÁLI“ - K.G., FBL Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann - S.V. SÝND Í BORGARBÍÓI „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL -S.V. - MBL650k r. Skólabekkurinn Frönsk kvikmyndahátíð 16.-29. janúar í Háskólabíói www.af.is Dagskrá og miðasala á www.midi.is Refurinn og barnið Borgin Louvre Þau sem verða eftir Niðdimm nótt SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI m. enskum texta m. ísl. textam. enskum texta m. enskum texta www.graenaljosid.is m. enskum texta Villtu vinna milljarð kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 6 - 8 LEYFÐ Transporter 3 kl. 10:10 Síðasta sýning B.i.16 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.