Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
VINSÆLDIR Páls Óskars Hjálm-
týssonar virðast ekkert ætla að
minnka á nýju ári því safnplata
hans, Silfursafnið, er aftur komin í
efsta sæti Tónlistans eftir nokkra
dvöl í neðri sætum listans. Hvað
veldur þessari endurkomu Palla á
toppnum skal ósagt látið, en lítið
hefur heyrst frá kappanum á allra
síðustu vikum.
Annars skipa hálfgerðir safn-
pakkar efstu þrjú sætin þessa vik-
una því í öðru sætinu situr plata
með upptöku frá tónleikum sem
haldnir voru til minningar um Vil-
hjálm Vilhjálmsson, en þar fluttu
margir af þekktustu söngvurum
landsins öll hans bestu lög. Í þriðja
sætinu er svo Sálin hans Jóns míns
og stórglæsilegur safnpakki sveit-
arinnar, Hér er draumurinn.
Annars vekur athygli að Lay
Low á tvær plötur á listanum, nýju
plötuna Farewell good night’s sleep
sem er í sjöunda sæti og fyrstu plöt-
una, Please don’t hate me, sem
hækkar um heil fjórtán sæti og er
nú komin í tíunda sætið.
!
"
# $ $% %
&'
%&()
*+ , %
&#
%&-./)%&() %
!" # $%
&#"!&'( ) )
* +*',
--
"
* +*',
.(/ ) 0
('0'/'+
0 )
/ 1& &'( ) )
2 3'
4 " " (' 0
/ #
#"! 5#" %00
! " ! "
#$%&"
'% &%( )*)+ %%
, -$".""
/ %*( .
0%1% ++&2 %%-
3+%"%
%/%4"3- "%& 5 %%&+2%"%
#+1+"*% %&
#,
* 6
%&7"
" &
8
%( */
6+0+"9%5
5+:$
;"3 % "
010
21, 40+
%
56+
21, 7 28
%93
98/
5-.)
21,
$%9.&(
&,:;<&=> 3 -
--
2 3'
- 6)* '
/ "7 8 0
&2&(&
2
))9':
* +*',
--
2 3'
;'<
8 ="$
(' '>? +." 0 %'
!" # $%
6
1 # 0',
#"! 5#" %00
8+ %
.(/ ) 0
#" <= %*+/"
> %?"
;% +"%(+&4
@+*,7?% ; %?4?+%
<*3(4 3+
A+ +
B %(4B %
C= %4
'>"-
+ %
C *D 3.+
'+*%
0 +1%%+
E2",9"%
9%A%
;"3 % "
6++1
573+
"
40+
98/
5-.)
(,?
(,?
7
%
21, 40+
98/
5-.)
9@9%
"
(,?
?
8A
%
9 2%
7 28
%93
Palli snýr aftur
Morgunblaðið/Kristinn
Bubbi Morthens Forsprakki Egós-
ins getur vel við unað þessa viku.
HLJÓMSVEITIN Jeff Who? sem
komst loksins á topp Lagalistans í
síðustu viku með lagið sitt „Congra-
tulations“ staldraði ekki lengi við í
efsta sætinu, því lagið hefur hrapað
um heil sjö sæti milli vikna, og er nú
komið í það áttunda. Því hefur nýtt
topplag verið kynnt til leiks, en þar
er á ferðinni lagið „Human“ með
Las Vegas-sveitinni The Killers
sem hefur fikrað sig smátt og smátt
upp listann undanfarnar vikur. Sig-
urvegari Lagalistans þessa vikuna
er hins vegar klárlega Kristján
Kristjánsson, KK, sem stekkur upp
um tólf sæti og kemur sér vel fyrir í
öðru sætinu með „Kærleikur og
tími“. Þá vekur mikla athygli að
Egóið stekkur beint inn í sjöunda
sætið með „Kannski var bylting
vorið 2009“ en lagið er það fyrsta
sem sveitin tekur upp í hvorki
meira né minna en 24 ár. „Þetta
verður að fara í spilun eins fljótt og
unnt er, á meðan ástandið er svona
í þjóðfélaginu,“ sagði Bubbi meðal
annars um lagið í viðtali við Morg-
unblaðið fyrir stuttu.
Endurkoma Egós
LADY GaGa er listamannsnafn 22 ára gam-
allar stúlku frá New York sem spáð hefur
verið töluverðum vinsældum. Og skal engan
undra því hér er á ferðinni tónlist sem hrein-
lega er búin til með það eina markmið að
verða vinsæl. Platan er „ofur-pródúseruð“
og hreinlega leiðinleg fyrir vikið. Þá bætir
ekki úr skák að á köflum má heyra sterk áhrif frá söngkonum á
borð við Britney Spears og Gwen Stefani, en slíka samlíkingu
ættu sem flestar ungar söngkonur að reyna að forðast eins og
heitan eldinn. Lady GaGa er þó skömminni skárri en þær stöll-
ur og nýtur sín best í rokkuðustu lögunum. Annað er verra.
Slæmar fyrirmyndir
Lady GaGa – The Fame bbnnn
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
BBC setti þessa sveit í annað sæti á lista yf-
ir helstu vonarstjörnur þessa árs. Ég skil
það engan veginn. Tónlistin er í þessum lúna
síð-Joy Division stíl sem Interpol og Editors
eru hvað þekktastar fyrir en útfærsla White
Lies er hiklaust sú versta og hugmynda-
snauðasta til þessa. Hin bagalega Editors
hljómar eins og framsæknasta og frumlegasta hljómsveit heims
í samanburðinum. Ég mæli með því að fólk tékki frekar á upp-
runalegum kuldarokkssveitum eins og Chameleons eða The So-
und þurfi fólk skuggarokksskammt. Forðist þessa ömurð hins
vegar eins og heitan eldinn.
Ógleðideildin
The White Lies – To Lose My Life bnnnn
Arnar Eggert Thoroddsen
GÍTARLEIKARINN snjalli úr Red Hot
Chili Peppers, John Frusciante, er hér á
ferðinni með sína tíundu sólóplötu og líklega
þá bestu á hans annars viðburðaríka ferli.
Sér til halds og trausts á plötunni hefur hann
m.a. félaga sinn og sveitunga úr Chili Pep-
pers, Flea, fyrrverandi gítarleikara Smiths,
Johnny Marr, og svo vin sinn og kollega á fyrri sólóplötum,
Josh Klinghoffer. Afraksturinn er mjög sérstök rokkplata þar
sem áhrifum sýkadelíkur og klassískrar tónlistar er blandað
saman við nýstárlegan einkastíl Frusciante og yfir þetta syng-
ur hann með sinni góðu röddu. Frábær plata þótt skrítin sé.
Sú besta hingað til
John Frusciante – The Empyrean bbbbn
Höskuldur Ólafsson
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ÞEGAR Leone Tinganelli ákvað að fagna 45
ára afmæli sínu með því að senda lag sitt
„Hálfur Íslendingur“ til Rásar 2, átti hann
eflaust ekki von á þeim viðbrögðum er lagið
hefur fengið. Síðan hann frumflutti lagið í
Popplandi síðasta fimmtudag hefur það verið
spilað á hverjum degi og fólk hringir víst
mikið inn til þess að spyrjast fyrir um hvar
sé hægt að nálgast lagið en þar heyrist
Leone syngja á íslensku, með sterkum ítölsk-
um hreim, að hann sé hálfur Íslendingur er
borði lýsi og hákarl og ætli sér að vinna eins
og skepna til þess að komast undan skuldum
kreppunnar.
„Ég er að verða 45 ára núna í vikunni en
er búinn að vera hér á Íslandi í 22 ár,“ svar-
ar Leone aðspurður um hvernig hann reikni
það út að vera hálfur Íslendingur. „En ég
sagði við sjálfan mig að ég kynni ekki að
syngja vel á íslensku enda bara hálfur Ís-
lendingur sem talaði íslensku út úr kú. Mér
fannst það fyndin hugsun og prufaði að nota
það í texta.“
Leone gerir ekki bara grín að sjálfum sér í
textanum, heldur einnig staðalímynd hins
ramm-íslenska karlmanns er borðar þorra-
mat og drekkur lýsi. „Ég tek reyndar ekki
lýsi en ég borða þó hákarl. Mér finnst marg-
ur þorramatur skemmtilegur en ekki allur.
Stundum spyrja Íslendingar mig hvort ég
taki lýsi og ég segi þeim að bragðið sé nú
ekki svo gott. Það getur verið erfitt fyrir
þann sem er ekki vanur bragðinu að taka
lýsi.“ En Leone telur það einnig hjálpa gengi
lagsins að hann skuli snerta örlítið á þjóð-
félagsástandinu í textanum. „Þeir höfðu gam-
an af þessu á Rás 2, kannski sérstaklega af
því að ég syng um kreppuna sem snertir alla.
Líka okkar, sem erum ekki alveg Íslend-
ingar.“
Ílendist á Íslandi
Leone er fæddur og uppalinn í Napólí en
kom hingað fyrst til lands sem ferðamaður
sumarið 1986, þá 22 ára. Þá voru Reykvík-
ingar að fagna 200 ára afmæli sínu og lenti
Leone í miðjum fagnaðarlátum og skemmti
sér konunglega næstu daga. Svo vel reyndar
að þegar hann kom aftur til Napólí, hætti
hann í skóla og í vinnunni og ákvað að flytj-
ast til Íslands yfir veturinn. Til þess að gera
langa sögu stutta, býr hann hér enn og á nú
fimm dætur. Nú vill hann hvergi annars
staðar vera enda hækkar hlutfall Íslendings-
ins í honum með hverjum deginum sem líður.
„Þegar ég skoðaði landið fyrst fannst mér
það mikið ævintýri, sem mér finnst reyndar
enn. Ég er stundum leiðsögumaður fyrir túr-
ista um Ísland og finnst það enn stór-
fenglegt.“
Leone hefur sungið með ýmsum íslenskum
stórstjörnum, þar á meðal Björgvini Hall-
dórssyni og Stefáni Hilmarssyni. Hann hefur
gefið út sínar eigin sólóplötur og leikur á
árshátíðum og skemmtunum með hljómsveit
sinni Delizie Italiane. „Fólk hefur hringt í
mig til þess að spyrja mig hvar það geti
fengið þetta lag. Ég er að hugsa um að tala
við tónlist.is við fyrsta tækifæri. Ég hugsa
aldrei svona langt. Ég hélt að þetta væri
bara djók og vildi sjá hvort útvarpsstöð hefði
jafn gaman af þessu og mér.“
„Hélt að þetta væri djók“
Lag Leones Tinganelli, „Hálfur Íslendingur“, hefur slegið óvænt í gegn á Rás 2
Morgunblaðið/Ómar
Íslenskur karlmaður Leone Tinganelli með þrjár af fimm dætrum sínum og lýsisflöskuna góðu.
Ég er hálfur Íslendingur, fæddur í Napólí.
Ég var ungur útlendingur, þegar ég sá þig fyrst.
Og ég tek alltaf lýsi til að sanna fyrir þér, að ég er
alvöru Íslendingur. Þó að ég tali íslensku dálítið
út úr kú er ég samt hamingjusamur.
----
Því að Ísland er landið, er borðar hákarl og slátur,
ég geri hvað sem er til þess að vera hjá þér.
Ég er kaldur og blautur bæði sumar og vetur, en
mér hlýnar á ný þegar þú ert hér hjá mér.
----
Ég er hálfur Íslendingur, skuldugur í kreppunni.
Eiginlega alltaf blankur, en vertu róleg ástin mín.
Ég ætla að vinna eins og skepna, til að sanna
fyrir þér,
að ég er alvöru Íslendingur, þó að ég tali íslensku
svolítið út úr kú er ég samt hamingjusamur.
----
Ég tek alltaf lýsi,
you know its not that easy.
en ég veit að þú elskar mig,
þó að ég tali íslensku svolítið út úr kú,
vil ég vera hjá þér, mér er kalt ef þú ert ekki hér.
Hálfur Íslendingur