Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 29. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is ELLEFU „VINTAGE“-BÚÐIR STARFRÆKTAR NOTAÐ, GAMALT OG NÝTILEGT Í MIÐBÆNUM LANDSLIÐ DRAGDROTTNINGA Efna loforð um að verða kryddpíur Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Óskorað traust til Morgunblaðsins 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 41,2% 24,5% Í sviðsljósinu! - Chiro heilsurúm Faxafeni 5, Reykjavik Opi› virka daga frá kl . 10-18 Laugardaga frá kl . 11-16 Nú á 30% afslætti Dæmi: 160x200 cm Verð áður kr. 240.900,- Nú aðeins kr. 168.630,- Leikhúsin í landinu >> 49 LESBÓK Matthías Johannessen skoðar hruna- dans síðustu vikna í ljósi minninga og sögu. „Það var gapað upp í þetta nýja, vonda auðvald,“ skrifar skáld- ið, og fjöldinn allur af ágætu fólki tók þátt í hrunadansinum. Gerviheimur auð- valds varð að tísku Í þýðingum Helga Hálfdanarsonar er margt og magnað að orðabaki. Ástráður Eysteinsson prófessor segir að í þeim upplifi lesandinn al- þýðlegt orðfar, kímni og léttleik- andi hagmælsku. Í enn eina hnattferð með Helga Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is RÁÐGJAFAR Framsóknarflokks- ins í efnahagsmálum, þar á meðal hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason, töldu efnahagsað- gerðir í drögum að stjórnarsáttmála, sem kynnt voru þingflokki Fram- sóknarflokksins um hálftvö í gær, vera óraunhæfar. Þingflokkur Framsóknarflokksins var sama sinn- is. Fyrirhugaðri kynningu á nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar, sem fara átti fram um sexleytið í gær, var frestað. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins beitti Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, sér fyrir því að nákvæm tímasett áætlun yrði meginefni stjórnarsátt- málans. Forystumenn í Samfylkingunni voru, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, ekki sáttir við að fram- sóknarmenn skyldu líta á það sem sitt hlutverk að hafa afgerandi áhrif á stjórnarsáttmála stjórnarinnar sem þeir vildu verja falli. Það væri ekki í takt við „hugmyndina um hlut- leysi“ þess flokks sem tæki það hlut- verk að sér, eins og viðmælandi komst að orði. Í drögunum að stjórn- arsáttmálanum sem kynntur var þingflokki Framsóknarflokksins var ekki rætt um hvenær kosningar ættu að fara fram. Það vakti undrun þingmanna flokksins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræður um kjördag hafa staðið yfir frá því flokkarnir hófu að ræða saman. Líklegast er nú talið að kosið verði 25. apríl. Ósætti um aðgerðirnar  Óvissa um hvenær ný stjórn tekur við  Ekkert minnst á kjördag í drögum Í HNOTSKURN » Rétt fyrir miðnætti í gærhöfðu boð þingflokka Vinstri grænna og Samfylk- ingarinnar um fund klukkan 10 í dag ekki verið dregin til baka. Hins vegar hefur flokks- stjórnarfundi hjá Samfylking- unni, sem hefjast átti kl. 11, verið frestað. » Miðstjórn Framsóknar-flokksins hefur verið köll- uð saman til fundar klukkan fjögur á morgun.  Stjórnarmyndun | 14-15 og 18-19 DRIFHVÍT mjöll hylur nú höfuðborgina og fennir í sporin jafnóðum og þau eru stigin, kannski til marks um nýtt upphaf eftir róstusama viku og hávær mótmæli. Sannarlega hefur umhverfið nú friðsamlegt yfirbragð en á með- an bíður þjóðin útkomu úr stjórnarviðræðum með öndina í hálsinum. Dúnalogn með drifhvítum snjó Morgunblaðið/Golli  GLEÐI þing- manna Vinstri grænna yfir að vera komnir í ríkisstjórn er fölskvalaus og einlæg eins og fangað hefur verið á myndum. Morgunblaðið ræddi við sálfræðing sem líkir við- brögðunum við sigurgleði í íþrótt- um. Ekki er vitað til þess að rann- sókn hafi verið gerð á viðbrögðum fólks við því að komast til valda, en þar sem stjórnmálamenn stefna að völdum skyldi engan undra gleðin þegar þau eru í sjónmáli. »18 Viðbrögð VG lík sigurgleði íþróttamanna  „KLUKKAN hálftvö í gær þegar málefnasamningurinn var kynntur fyrir þingflokknum fannst okkur skorta að skilgreint væri hvað ætti að gera og hvernig,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, í við- tali. „Þingflokkurinn fundaði síðan með hópi hagfræðinga um þessi áform stjórnarinnar og þeir voru eindregið þeirrar skoðunar að það vantaði mikið upp á að þetta væru raunhæfar aðgerðir.“ »22-23 Vantaði mikið upp á raunhæfar aðgerðir  RAUÐI krossinn á Íslandi kveðst engin tengsl hafa við Landsbank- ann í gegnum sjálfseignarsjóðinn Aurora, sem sagt var frá í gær. Hver sem er geti skráð „benefic- ial owner“ án þess að viðkomandi viti af því. Rauði krossinn komi hvergi nærri því að hjálpa fjár- festum að hylja slóð sína. »2 og 20 Rauði krossinn á Íslandi átti ekki hlut að máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.