Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
KRLAKÓRINN Þrestir færði Barnaspítala Hringsins 400 þúsund kr. að
gjöf, peningunum safnaði kórinn á söngferðalagi sínu á síðasta ári.
Fóru Þrestirnir hringinn um landið og sungu á nokkrum stöðum en
enduðu ferðalagið svo á barnaspítalanum þar sem þeir tóku lagið. Til-
efni þessarar ferðar var 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar og einnig
til að minnast þess að 100 ár eru síðan stofnandi Þrasta Friðrik
Bjarnason hóf störf sem stjórnandi og stofnandi drengja- og karlakóra
í Hafnarfirði. Það starf og þeir kórar lögðu síðan grunn að stofnun
Þrasta árið 1912.
Þrestir Atli Dagbjartsson afhenti barnaspítala Hringsins gjöfina fyrir hönd
kórfélaganna. Karlakórinn Þrestir fór í söngferðalag á haustmánuðum.
Karlakórinn Þrestir safna fyrir Hringinn
Á LÆKNADÖGUM sem haldnir
voru fyrir skömmu kynnti Þorvald-
ur Ingvarsson læknir nýjar rann-
sóknaniðurstöður á áhrifum Unloa-
der One-spelkunnar frá Össuri hf.,
á verki og virkni sjúklinga með slit-
gigt í hné.
Rannsóknin sýnir marktækan
mun á líðan þeirra sem notuðu
spelkuna. Fyrstu niðurstöður eru
mjög jákvæðar en þær sýna að Un-
loader One spelkan minnki til muna
verki og auki hreyfigetu þeirra slit-
gigtarsjúklinga sem nota hana. Þá
eru dæmi þess að sjúklingar sem
þjást að mjög slæmri slitgigt geti
seinkað aðgerð á hné með notkun
spelkunnar. Einnig eru vísbend-
ingar um allt að 25%-30% minni
notkun verkja- og bólgulyfja hjá
þeim sem notuðu spelkuna.
Þorvaldur Ingvarsson læknir og Jón
Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.
Góður árangur af
spelku frá Össuri
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað tvo starfshópa.
Annar á að hefja athugun á hugsanlegri sameiningu
samgöngustofnana og verður hann undir formennsku
Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafna.
Hinn mun kanna sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavík-
urflugvallar ohf., og verður hann undir formennsku
Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Primera Air.
Ríkisstjórnin samþykkti á liðnu ári tillögu samgöngu-
ráðherra um að kanna breytta skipan samgöngu-
stofnana. Tillagan byggist m.a. á skýrslu Ríkisend-
urskoðunar um samgönguframkvæmdir og er
hugmyndin nú að útfæra hugmynd af nýrri skipan Vegagerðarinnar, Sigl-
ingastofnunar Íslands og Umferðarstofu. Er starfshópnum m.a. ætlað að
kanna hvort verkefni skuli færð á milli stofnana innan núverandi skipunar
þeirra, eða þá komið upp nýjum stofnunum og hinar eldri lagðar af.
Samgöngustofnanir sameinaðar
Kristján Möller
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
VINANET, spjall á netinu fyrir
ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára
sem hefur einangrað sig frá sam-
félaginu, verður formlega opnað á
morgun. Um er að ræða samstarfs-
verkefni Hjálparsíma Rauða kross-
ins 1717 og ungmennadeildar
Reykjavíkurdeildar Rauða krossins,
að sögn Garðars Arnar Þórssonar,
verkefnisstjóra Vinanetsins sem er
að danskri fyrirmynd.
,,Rauði krossinn í Danmörku hef-
ur frá 2001 haldið úti verkefni sem
kallast Ensom Ung. Það hefur gefið
mjög góða raun og er nú rekið á
fjórum stöðum í Danmörku. Í gegn-
um vinanetin þar hafa myndast
mjög góð vináttusambönd og eru
skráðir notendur nú yfir 150 þús-
und,“ greinir Garðar frá.
Hann telur vinanet mjög þarft hér
á landi. ,,Það hefur sýnt sig að fé-
lagsleg einangrun er vaxandi vanda-
mál á Íslandi. Hringingum í hjálp-
arsímann sem tengjast félagslegri
einangrun hefur fjölgað og þeir sem
hringja eru á öllum aldri. En aldurs-
hópurinn 16 til 25 ára er sá hópur
sem við teljum að best sé að ná til á
þessum vettvangi. Margir á þessum
aldri hafa einangrað sig félagslega
sökum tölvunotkunar. Mögulega
leita þeir í tölvuna vegna félagslegra
vandamála. Þeir eru kannski vina-
lausir eða hafa verið lagðir í einelti
og treysta sér ekki í framhaldsskóla.
Ástæðurnar geta verið margar.“
Spjallið á að vera á jafn-
ingjagrundvelli, að sögn Garðars.
„Þetta á ekki að vera vandamála-
miðað. Allir munu spjalla saman í
einu spjallherbergi og það verða
alltaf sjálfboðaliðar sem halda utan
um spjallið til þess að allt fari vel
fram.“
Spjallið, á www.vinanet.is, verður
opnað kl. 18 á morgun og verður
framvegis opið alla sunnudaga og
þriðjudaga milli kl. 18 og 21.
Ungir á Vinaneti
Rauði krossinn opnar Vinanet til þess að rjúfa einangrun
ungmenna Sjálfboðaliðar halda utan um netspjallið
VIGDÍS Ingibjörg Pálsdóttir, sem er 18 ára menntaskólanemi, er í hópi
þeirra sjálfboðaliða Rauða krossins sem halda utan um Vinanetið, netspjall
fyrir ungt einmana fólk á aldrinum 16 til 25 ára.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni sem ég held að sé mjög þarft.
Við vorum á námskeiði í mannlegum samskiptum og uppbyggjandi sam-
ræðum auk þess sem við vorum frædd um þunglyndi til þess að búa okkur
undir spjallið á netinu,“ segir Vigdís.
Hún kveðst alveg viss um að margt ungt fólk á Íslandi hafi einangrað sig.
„Ég hugsa að tölvurnar geri þetta enn verra. Þegar fólk er í tölvuleik allan
daginn hættir það að hafa samskipti við umheiminn og verður einmana.“
Vigdís Ingibjörg er nýbyrjuð sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og
er starfið við Vinanetið fyrsta verkefni hennar hjá samtökunum.
„Sjálfboðaliðastarf er mjög gefandi og ég mæli hiklaust með slíku hafi
menn aðstöðu og tíma til þess,“ segir hún.
Mjög spennt fyrir netspjallinu
Morgunblaðið/Kristinn
Sjálfboðaliði Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir er einn þeirra sjálfboðaliða sem halda utan um Vinanetið. Ætlunin er að
spjallhóparnir á Vinanetinu hittist ásamt sjálfboðaliðunum einu sinni í mánuði og geri eitthvað skemmtilegt saman. ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra hefur skrifað undir
auglýsingu um friðun Vatnshorns-
skógar í Skorradal sem friðland. At-
höfnin fór fram á Grund. Jafnframt
var gengið frá yfirlýsingu Skorra-
dalshrepps vegna friðlýsingarinnar
og samkomulagi við Skógrækt rík-
isins um framkvæmdina.
Markmið friðlýsingarinnar er að
vernda náttúrulegan, lítt snortinn og
hávaxinn birkiskóg með gróskumikl-
um botngróðri, ásamt erfðaeig-
inleika og erfðafjölbreytileika ís-
lenska birkisins. Á svæðinu er
líffræðileg fjölbreytni mikil og þar
er fundarstaður sjaldgæfra tegunda,
m.a. eini fundarstaður fléttutegund-
arinnar flókakræðu.
Meðal markmiða friðlýsing-
arinnar er að tryggja að líffræðilegri
fjölbreytni vistgerða og vistkerfa
svæðisins verði viðhaldið með því að
vernda tegundir dýra, plantna og
annarra lífvera ásamt erfða-
auðlindum sem tegundirnar búa yfir
og búsvæði þeirra. Ennfremur er
það markmið friðlýsingarinnar að
treysta rannsókna-, útivistar- og
fræðslugildi svæðisins.
Heildarflatarmál friðlýsta svæð-
isins er 250 hektarar.
Morgunblaðið/Pétur Davíðsson
Friðlýsing Þórunn Sveinbjarnardóttir og Magnús Jóhannesson ásamt skóg-
arverði, sveitarstjórn og forstjóra Umhverfisstofnunar.
Birkiskógur friðaður
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
94
0
01
.2
00
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
afsláttur af
brettapökkum
Brettadeildin er í Kringlunni.
30%