Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Þegar fólk upplifir mikið óréttlæti og reiði í kjölfarið er ugglaust hætta á að það taki reiðina út á þeim sem standa þeim næst og yfirfæri þannig reiði sína gagnvart þeim sem ábyrgð bera á ástandinu yfir á fjölskyldumeðlimi.’ Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjörs Fundur í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Valhöll laugardaginn 7. febrúar 2009 kl. 10.30 Dagskrá 1. Tillaga stjórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara prófkjör í Reykjavík vegna framboðs til alþingiskosninga vorið 2009. 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde. 3. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn þeim er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 • 105 Reykjavík Sími 515 1700 • www.xd.is Í NÝLEGRI grein „Framtíðin er okkar áskorun“ ritaði ég um mikilvægi menntunar og þann lærdóm sem við getum dregið af Finnum og Írum að byggja upp þekkingarþjóðfélag og arð- saman hátækniiðnað á Íslandi. Hér verður aðeins fjallað um leiðir til að leyfa slíkum iðnaði að dafna hér á landi. Látum verkin tala Það þarf samspil margra þátta til þess að hátækniiðn- aður nái að blómstra og verða jafnvel ein styrkasta stoð ís- lensk efnahags. Vægi hans í útflutningi er enn lágt, en árið 2004 var hlutfall hans af gjaldeyristekjum með því lægsta meðal vestrænna þjóða. Á ýmsu þarf að taka til að bæta ástandið, en almennt eru góð skilyrði til þess á Íslandi. Við erum afskaplega tæknivædd og nýjungagjörn þjóð, og enskukunnátta landsmanna almennt til fyrirmyndar. Auk eflingar verkfræði- og raunvísindamenntunar mætti innleiða skattalega hvata fyrir rannsóknar- og þró- unarstörf (r&þ) fyrirtækja, og auka fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Á Iðnþingi 2005 var iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhent skýrsla um „þriðju stoðina“, áætlun um hvernig margfalda mætti gjaldeyristekjur af upplýsingatækni á næstu árum. Þessari áætlun var vel tekið en henni var ekki hrint í framkvæmd. Viljinn er til staðar, en það vantar að sjá orð í verki. Ísland er landið Hægt er að plægja hátækniumhverfið á Íslandi með ýmsu móti. Á vissan hátt er þegar verið að nota hugmynd Íra um „hátæknivæðingu með heimboði“ með því að laða erlend upplýsingatæknifyrirtæki á borð við Yahoo!, Microsoft og IBM til landsins. Þessi fyrirtæki fjárfesta í ríkum mæli í „gagnaverum í geymslugámum“ til að knýja leitarvélar sínar og aðra þunga tölvuvinnslu. Fyrir áhuga- sama samanstendur slíkur gámur af um 4.000 tölvum sem geymir 2 PB (milljón GB) af upplýsingum. Til sam- anburðar eru allar ljósmyndir 130 milljóna notenda á Fa- cebook samanlagt um 1 PB. Gámarnir eru tengdir í raf- magn (um 500 kWh), nettengingu og vatnsrör fyrir kælingu. Með tilkomu FARICE-1 sæstrengsins verða al- gjör kjörskilyrði á Íslandi fyrir geymslu á svona gámum sem og hýsingu á tölvubúnaði sem er minni í sniðum. Sam- kvæmt könnun ráðgjafarfyrirtækisins KPMG er Ísland samkeppnishæfasta staðsetning í Evrópu fyrir gagnaver. Íslensk fyrirtæki á borð við Verne Global og Data Íslandia hafa þegar gripið gæsina og byggt upp, eða eru að byggja upp aðstöðu til að gera þetta kleift. Ísland gæti orðið sam- heiti öruggrar nethýsingar með ódýra og vistvæna orku, mikla bandvídd jafnt til Bandaríkjanna og Evrópu, og auð- velda kælitækni (með því hreinlega að opna útidyrahurð- ina). Seinna má vinna að því að lokka þessi fyrirtæki til að framkvæma r&þ á Íslandi, á sama hátt og Írar gerðu í sinni kreppu. Fyrir utan þau beinu störf sem skapast í kringum þjónustu við þessi fyrirtæki er pláss á akrinum fyrir ýmis íslensk sprotafyrirtæki í þjónustu og óbeinni vinnu. Slátrum ekki kúnni … Lausnin á efnahagskreppunni getur engan veginn falist í því að skera niður í menntamálum eða rannsóknum. Þessa þætti er ekki hægt að brýna nógu vel. Með ákveð- inni einföldun má líta á þjóðfélag sem gríðarstórt fyrirtæki þar sem háskólar og rannsóknarstofnanir fara með hlut- verk r&þ deildar. Það er staðreynd að fleiri bandarísk há- tæknifyrirtæki leggja upp laupana vegna niðurskurðar í r&þ málum en vegna efnahagssveiflna. Fjárfestar vita að fyrirtæki sem skila jákvæðu uppgjöri vegna niðurskurðar í r&þ eru í vondum málum og munu óumflýjanlega verða á eftir í samkeppninni. Þó það sé ljúffengt að slátra kúnni er enga mjólk að fá eftir það. Það er von mín að mikilvægi menntunar til að tryggja vegsæld Íslands verði haft hugfast á næstu mánuðum og jafnvel árum meðan skorið verður við nögl. Samtímis vona ég að stjórnvöld leggi sem mest af mörkum til að gera um- hverfi hátækni- og sprotafyrirtækja vænlegt svo sá iðn- aður megi vaxa og dafna og búa í haginn fyrir okkur öll. Áætlanir og upplýsingar um hvað þurfi að gera liggja þeg- ar fyrir. Það eina sem vantar er herslumuninn – að við stýrum skipinu áfram í rétta átt þrátt fyrir þokuna. Framtíðin er í okkar höndum Ýmir Vigfússon, doktorsnemi við Cor- nell-háskóla í Bandaríkjunum. ÉG VIL koma á framfæri innilegu þakklæti til ríkisstjórnarinnar frá okkur hátekju- og stóreignafólkinu. Þegar þessa ágætu ríkisstjórn vantaði pening í kassann nú um áramótin átti hún þess auðvitað kost að leggja á stóreignaskatt og hátekjuskatt. Þessi ríkisstjórn fólksins kaus í staðinn að hækka rannsókna- og afgreiðslugjöld í heilbrigðisþjónustunni, sem aldr- aðir, öryrkjar og sjúklingar standa fyrst og fremst straum af. Við hátekjufólkið erum sérlega ánægð með að nú um áramótin voru tek- in upp komugjöld hjá þeim nýrnasjúku sem mæta þrisvar í viku í blóð- skilun hjá skilunardeild Landspítalans. Þetta fólk, sem þénar lítið af því það er flesta daga á sjúkrahúsi, getur bara ekki ætlast til þess að við há- tekjufólkið séum endalaust að borga heilbrigðisþjónustu fyrir það. Þessi gjaldtaka er líka bara enn einn áfanginn á þeirri braut að verðleggja heil- brigðskerfið þannig að almenningur hafi ekki efni á að sækja sér lífs- nauðsynlega þjónustu. Þegar þeim áfanga verður náð og þetta verður heil- brigðiskerfið okkar hátekju- og stóreignafólksins, rekið af félögum okkar, getum við loksins farið að sækja heilbrigðisþjónustu hér innanlands í stað- inn fyrir að borga stórfé utanlands. Þetta var mjög gott verk hjá ríkisstjórninni, sem veit eins og er að við hátekju- og stóreignafólkið höfum nóg við okkar pening að gera, s.s. að fara í lystireisur út um allan heim, kaupa okkur fleiri og dýrari lúxusbíla, reisa stærri sumarbústaði, auk þess sem almenningur bara virðist ekki gera sér neina grein fyrir því hvað það er dýrt að reka nokkra Range Ro- vera, þyrlu eða tvær og einkaþotu að auki, nokkrar lystisnekkjur, sjö heimili víðsvegar um heiminn, einkaeyju í Karabíska hafinu, og vera líka í stanslausum ferðum fram og til baka til staða eins og Noregs og Caym- aneyja. Ríkisstjórnin áttar sig vel á þessu og gætir þess vel að skerða ekki okk- ar hag. Hún veit nefnilega að það þarf mikla vinnu og yfirlegu til þess að skara eld að eigin köku og passa að enginn fari í aurana okkar. Við eigum því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af svona smotteríi eins og að leggja okkar sanngjarna skerf til samfélagsins. Nú væri vel þegið að fulltrúar stjórnarflokkanna hefðu samband við okkur stóreigna- og hátekjufólkið til þess að láta vita á hvaða reikninga við eigum að leggja inn þegar kosn- ingar nálgast og við viljum þakka stjórnarflokkunum fyrir að hlífa okkur við því að axla samfélagslega ábyrgð. Þakklæti til ríkisstjórnarinnar Ívar Pétur Guðnason, kennari og stórnotandi í heilbrigðisþjónustunni. MIKIÐ hefur verið skrifað um kreppuna og efna- hagshrunið. Ítrekað hefur verið bent á hvernig örfáir svokallaðir útrásarvíkingar beri ábyrgð á þessu ástandi ásamt ríkisstjórn, seðlabanka og fjármálaeftirliti sem brugðust því hlutverki sínu að tryggja hag almennings í landinu með regluverki sem hefði takmarkað frelsi þessara aðila til athafna. Ljóst er að félagsleg streita hefur aukist verulega í kjölfarið. Skuldabyrði fjöl- skyldna hefur aukist gríðarlega, nauðsynjavörur hækk- að verulega, fjöldi fólks hefur misst atvinnu sína og at- vinnuöryggi annarra er ógnað. Auk þess er sú grunnþjónusta sem við höfum byggt upp á und- anförnum áratugum í heilbrigðis-, félags- og mennta- kerfinu í hættu, þar sem þjóðin hefur ekki lengur efni á að reka hana með sama hætti og áður, og verulegar skerðingar eiga sér nú stað í þessari nauðsynlegu grunnþjónustu. Hvaða áhrif getur kreppan haft á börn og fjölskyldur þeirra? Erlendar rannsóknir sýna að félagslegir þættir eins og félagsleg streita, atvinnuleysi og fátækt auka til muna líkur á vanda innan fjölskyldna. Þannig aukast líkur á sambúðarslitum foreldra við aukna streitu. Karlmenn eru mun líklegri til að beita maka sinn og börn ofbeldi í kjölfar atvinnumissis heldur en karlmenn sem stunda vinnu. Foreldrar sem búa við fátækt eru margfalt líklegri til að beita börn sín ofbeldi og van- rækja þau en foreldrar sem búa við eðlileg kjör. Fé- lagsleg streita eykur einnig líkur á ofbeldi og van- rækslu barna. Þegar við bætist sú gífurlega reiði sem við höfum orðið vitni að í okkar þjóðfélagi vegna eðlis þessa ástands og aðdraganda er líklegt að konur og börn á heimilum séu í enn meiri hættu. Þegar fólk upp- lifir mikið óréttlæti og reiði í kjölfarið er ugglaust hætta á að það taki reiðina út á þeim sem standa þeim næst og yfirfæri þannig reiði sína gagnvart þeim sem ábyrgð bera á ástandinu yfir á fjölskyldumeðlimi. Það gífurlega álag sem sumar fjölskyldur upplifa nú getur þannig hugsanlega brotist fram í almennum pirringi og samskiptaörðugleikum sem síðan geta mögulega undið upp á sig og leitt til tilfinningalegs eða líkamlegs of- beldis. Hvernig má draga úr áhrifum kreppunnar? Aðgerðir þurfa að miðast að því að draga úr hinni miklu reiði sem hefur skapast meðal fólks og létta þarf byrðar fjölskyldna í landinu, sérstaklega þeirra verst settu. Félagslegur stuðningur dregur úr áhættu ofbeld- is og vanrækslu samkvæmt fjölda erlendra rannsókna. Félagslegur stuðningur getur verið bæði form- legur og óformlegur. Óformlegan fé- lagslegan stuðning veitir t.d. maki, skyldmenni og vinir og felst hann í því að létta álag hjá fjölskyldum t.d. með barnapössun eða tilfinninga- legum stuðningi. Formlegur fé- lagslegur stuðningur er veittur af hinu opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélögum. Í honum get- ur falist fjárhagslegur stuðningur, t.d. í formi fæðing- arorlofs, barnabóta, vaxtabóta, húsaleigubóta og hóf- legs vaxta/verðbótastigs húsnæðislána. Einnig í formi annarra stuðningsaðgerða eins og t.d. niðurgreiðslu á dagforeldrum, leikskólaplássi, skólaseli og heilbrigð- isþjónustu. Félagslegur stuðningur dregur úr líkum á því að börn séu vanrækt eða beitt ofbeldi og hefur fyr- irbyggjandi áhrif. Því er nauðsynlegt að standa vörð um félags-, heilbrigðis- og menntakerfið eins og kostur er í þessu árferði og hlúa að slíkri þjónustu. Koma þarf auk þess til móts við þær fjölskyldur sem verða verst úti og geta sveitarfélög t.d. boðið slíkum fjölskyldum upp á fríar skólamáltíðir og lækkun ýmissa gjalda, s.s. fasteignagjalda og gjalda fyrir leikskólapláss eða skóla- gæslu. Ef ekki verður komið til móts við fjölskyldur sem verst verða úti nú er líklegt að kostnaður verði ennþá meiri síðar meir ef vandi þeirra fær að vinda upp á sig. Auk þess sem draga má þannig úr miklu til- finningalegu álagi og vanda sem skapast getur í kjöl- farið meðal barna sem verða fyrir barðinu á kreppunni með beinum og óbeinum hætti. Vandi barna sem verða fyrir ofbeldi eða vanrækslu getur komið fram í lík- amlegum, hugrænum, félagslegum og tilfinningalegum þáttum. Þannig aukast líkur á t.d. höfuðverkjum, magaverkjum, námsörðugleikum, hegðunarerfiðleikum, lélegri félagslegri færni, þunglyndi, kvíða, áhættu- hegðun og afbrotum meðal barna sem verða fyrir of- beldi eða vanrækslu í uppeldi. Slíka þróun þarf að fyrirbyggja með stuðningi við fjölskyldur í landinu og þá sérstaklega öflugum fé- lagslegum stuðningi til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa á honum að halda. Því ríður á að hlífa fjöl- skyldum í landinu og ekki síst þeim verst stöddu við niðurskurðarhnífnum. Afleiðingar kreppunnar á börn Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og lektor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.