Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 ✝ Ólafur MarinóSigurðsson fædd- ist í Bæjum á Snæ- fjallaströnd 14. apríl 1927. Hann lést á Eg- ilsstöðum 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Rebekka Ólafs- dóttir f. 1. sept. 1880, d. 9. apríl 1970, og Sigurður Ólafsson, út- vegsbóndi í Bæjum á Snæfjallaströnd f. 12. maí 1882, d. 25. mars 1959. Ólafur var yngstur í hópi 15 systkina sem öll eru látin. Ólafur kvæntist 24. júlí 1948 Hólmfríði Einarsdóttur f. 8. mars 1924, d. 16. apríl 1983. Foreldrar hennar voru Einar Sölvason bóndi, f. 8. maí 1889, d. 16. ágúst 1965, og Þórey Sigurðardóttir, f. 27. febr. 1887, d. 5. sept. 1953. Þau bjuggu lengst af á Klyppsstað í Loðmund- arfirði. Börn þeirra eru: 1) Eyþór húsasmíðameistari á Egilsstöðum f. 19. júlí 1947. Maki: Aðalbjörg Sig- urðardóttir lyfjatæknir, f. 21. jan. 1951. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Sigurður byggingaiðn- fræðingur, Aðalbóli í Hrafnkelsdal, Ólafur flutti frá Bæjum 1945 austur til Seyðisfjarðar með Hólm- fríði og vann þar við skipasmíðar uns þau hófu búskap á Klyppsstað 1947. Þaðan fluttust þau að Mið- húsum í nágrenni Egilsstaða 1951 og í kauptúnið 1957. Vorið 1956 keypti Ólafur kúabú í útjaðri Egilsstaðaþorps og rak það til 1966. Eftir það stofnaði hann ásamt fleirum byggingafélagið Húsiðjuna og vann þar til 1971 er hann hóf störf hjá Prjónastofunni Dyngju. Árið 1985 hóf Ólafur sambúð með Elínu Gísladóttur, f. 24. sept. 1936 og gengu þau í hjónaband 14. ágúst 2004. Foreldrar Elínar voru Jóna Guðlaug Högnadóttir f. 22. febr. 1911, d. 5. ágúst 1988 og Gísli Guðmundsson f. 17. mars 1910, d. 23. júní 1999. Börn Elínar frá fyrra hjónabandi með Friðriki Þórhalls- syni eru: 1) Margrét f. 29. nóv. 1961 og 2) Gísli f. 9. okt. 1963. Fyr- ir átti Elín Gylfa Má Hilmisson f. 7. sept. 1958 með Hilmi Guðmunds- syni. Friðrik og Elín slitu sam- vistum árið 1974. Ólafur og Elín fluttust að Fram- nesi við Reyðarfjörð árið 1998 en urðu að flýja þaðan til Egilsstaða 2005 vegna nábýlis við Álver Al- coa. Ólafur átti við vanheilsu að stríða eftir að hann greindist með heilaæxli 2003. Útför Ólafs fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 24. maí 1950. Maki: Kristrún Pálsdóttir stuðningsfulltrúi, f. 9. maí 1952. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 3) Baldur Snær kennari, Garða- bæ, f. 3. sept. 1952. Maki: Þóra Kristín Jónsdóttir kennari, f. 17. nóv. 1939. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 4) María Rebekka sölustjóri, Hafnarfirði f. 9. júní 1958. Maki: Þórarinn Þórhallsson mjólkurfræðingur, f. 21. okt. 1956. Þau eiga eina dóttur. 5) Aðalheiður garðyrkjufræðingur, Reykjavík, f. 18. mars 1964. Maki: Ágúst Sigurður Sigurðsson efna- fræðingur, f. 19. sept. 1960. Þau eiga tvö börn. 6) Einar bygginga- fræðingur, Egilsstöðum f. 16. ágúst 1965. Maki: Þórunn Guðgeirsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur, f. 24. febr. 1965. Þau eiga þrjú börn. Dóttir Hólmfríðar er Gunnhildur Gunnarsdóttir snyrtifræðingur, Garðabæ f. 2. febr. 1946. Maki: Magnús Gunnarsson viðskiptafræð- ingur f. 6. sept. 1946. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald. Briem.) Leiðir okkar skiljast nú um stund, ástvinur minn og félagi. Í sameiningu tókst okkur að láta marga drauma rætast. Þótt samleið okkar væri ekki ýkja löng skilur hún eingöngu eftir hlýj- ar minningar. Þín, Elín. Já, en hann var svo góður afi eru orð sem eitt barnabarnanna kveður þig með. Kæri Óli, þú reyndist mér alltaf svo vel. Þú bauðst mig vel- komna inn á heimilið þegar Hólm- fríður, fyrri konan þín, var nýdáin. Þá áttum við góð ár saman. Þú varst svo heppinn að kynnast henni Elínu og njóta samvista við hana meðal annars í Framnesi, við sjóinn sem togaði alltaf í þig. Við erum afskap- lega þakklát fyrir að hafa fengið þessi ár með þér eftir að við fluttum heim frá Danmörku, þau eru okkur öllum dýrmæt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Þórunn. Í dag verður tengdafaðir minn borinn til grafar frá Egilsstaða- kirkju. Það var fyrir 28 árum er ég kom í fyrsta skipti í Útgarð, með Maríu minni. Upp frá því hófust kynni okkar Ólafs. Fyrstu hjúskap- arár okkar Maríu bjuggum við í Danmörku og voru samverustund- irnar bundnar við jólafrí. Þá var allt- af jafn notalegt að koma í Útgarð til Óla og Hólmfríðar, og sitja við eld- húsborðið með kaffibollann. Spunn- ust þá oft upp mjög skemmtilegar samræður og áttu yngri systkinin þar gjarnan hlut að máli. Það var mjög gefandi að kynnast Óla, en á þessum árum vann hann fyrir Prjónastofuna Dyngju á Egilsstöð- um. Brátt fór ég að sniglast með hon- um í bílskúrnum í kringum prjóna- vélarnar. En þar átti Hólmfríður ekki síður sinn hlut í prjónaskapn- um. Óli hafði sérstakt dálæti á blöðru- Skoda og átti hann nokkra slíka og líka nokkra til vara! Óli var mikill hagleiksmaður, bæði á tré og járn, enda var til hans leitað með hin ótrúlegustu viðvik. Aldrei hóf hann verk öðruvísi en að vita hver útkoman yrði. Árið 1983 lést Hólmfríður, tengda- móðir mín, langt fyrir aldur fram, og var það mikill missir fyrir fjölskyld- una. En síðar átti Óli því láni að fagna að kynnast eftirlifandi eigin- konu sinni, Elínu Gísladóttur. Ein af ógleymanlegum stundum okkar Maríu sem við áttum með Óla og Elínu, var gönguferð frá Héraði yfir að Klyppstað í Loðmundarfirði, ásamt Margréti, dóttur Elínar. Til marks um nákvæmni Óla viktaði hann bakpokana, sem við bárum, upp á gramm því jöfn skyldi byrðin vera. Og ekki var heimferðin síðri en þá höfðu Einar, sonur Óla, og fjöl- skylda hans, bæst í hópinn og úr varð mikil svaðilför um moldargötur Loðmundarfjarðar! Eftir að þau fluttu í Framnes hóf Óli endurbætur á húsinu þar. En honum entist ekki tími eða heilsa til að ljúka þeim áformum. Á mínum ár- legu réttarferðum austur á Jökuldal var alltaf komið í Framnes, og átti ég því láni að fagna að stöku sinnum var ýtt úr vör og róið út á fjörð með færi og veitt í soðið. Óli var einkar laginn við að verka og salta fisk. Hvergi hef ég fengið eins góðan bútung og hjá Elínu í Framnesi. Einnig er gaman að minnast ættarmótanna hjá Hærribæjarættinni, þá sérstaklega síðasta ættarmóts á Ísafirði, þar sem við fjölskyldan áttum mjög ánægju- legar stundir saman. Hin síðari ár hafa Óli og Elín búið á Selási 6, Egilsstöðum, en heilsu hans hrakaði smátt og smátt og síð- ustu vikur hafa verið Óla mínum erf- iðar en ótrúleg var seiglan allt þar til yfir lauk. Er komið er að leiðarlokum er margs að minnast og ekki er hægt að setja það allt á blað. Vil ég þakka Ólafi göngu okkar saman og kveð ég góðan vin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Þórarinn. Þá er hann Óli farinn, risinn upp af sjúkrabeðinum, frjáls úr viðjum lík- amans sem entist skemur en andinn. Það er margs að minnast og ým- islegt rifjast upp þegar hugurinn leitar aftur. Ég kynntist Óla fyrst af bréfum móður minnar meðan ég dvaldi erlendis, þetta var fyrir tíma tölvupósts og sendibréf voru lífæðin heim. Á bréfunum skildi ég að móðir mín hafði eignast vin og félaga og það talsvert náinn. – Mér þóttu frétt- ir af tilhugalífinu afar spennandi. Þar kom að við hittumst og mér mætti glaðbeittur maður með strákslegt blik í augum, kjarnyrtur og leiftraði af húmor. Ég sættist næstum samstundis á að deila móður minni. Mamma flutti austur í Útgarð þar sem þau hófu sambúð. Það var ljóst að þeim leið vel saman, deildu bæði draumum og áhugamálum. Óli var óþreyttur að útbúa blómabeð og gróðurhús til að þjóna exótískum plöntuáhuga mömmu. Þau sungu og spiluðu, héldu hunda og ketti og ferðuðust heil ósköp, ef það var ekki gönguferð með allt á bakinu af Hér- aði í Loðmundarfjörð, þá var það Betlehem um jólin. Í þeim báðum bjó draumurinn um sveit, hann af Snæfjallaströndinni og bóndi í Loðmundarfirði og hún með Laxárdal æskunnar í æðunum. Mér fannst það hálfgerð fífldirfska þegar þau festu kaup á Framnesi við Reyð- arfjörð en dáðist um leið að dirfsk- unni og kjarkinum sem þau sýndu. Í Framnesi áttu þau góða daga, Óli alltaf að dytta að, byggja við, róa til fiskjar og gera að aflanum. Mamma fékk að sjálfsögðu garð og alltaf var eitthvað verið að rækta. Í minning- unni er alltaf sól í Framnesi, speg- ilsléttur hafflötur og fjöllin á hvolfi. Í aldarfjórðung hef ég notið gest- risni mömmu og Óla í lengri og skemmri heimsóknum. Maður var alltaf guðvelkominn og naut þess að slaka á í Útgarði, Framnesi og síðast á Selásnum. Sonur minn Sölvi Mar hefur líka verið aufúsugestur fyrir austan og oft óskað þess að flytja til ömmu og afa Óla. Óli var mikill dýravinur og að hon- um löðuðust allar skepnur. Hjá þeim mömmu dagaði uppi þá Mola og Sóf- us, svört, loðin fress sem undirrituð fól þeim að gæta tímabundið. Moli var sérvitur og ekki sérlega mann- elskur, en Óla tók hann ástfóstri við og fylgdi til allra verka. Eins var með hundana, ekki síst hana Pílu sem stökk í fang Óla ef hann settist niður og Píla var ekki smáhundur. Það er ógleymanleg minning að sitja í fjöru- kambinum í Framnesi við bálköst í fjörunni, Óli að spila ættjarðarlög á munnhörpu meðan Píla spangólar undir. Það átti illa við Óla að verða veik- ur, hann sem hafði alla tíð verið létt- ur á fæti með takmarkalausa starfs- orku varð að sæta því að missa heilsuna. Á nokkrum árum þvarr þrótturinn og þótti honum ansi „ön- ugt“ hvernig komið var. Höfuðmein sem óx í þriðja sinn hafði hann undir að lokum. Ég trúi því að nú skokki hann alheill um eilífðarengið með Bimbó, Bangsa, Pílu, Sófus og Mola og áreiðanlega er guli kisi þarna líka. Hann er örugglega að smíða bát, byggja hús eða gera við saumavél. Ég þakka samfylgdina og votta mömmu, börnum hans og afkomend- um innilega samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Margrét Friðriksdóttir. Mig langar að kveðja Óla frænda minn í Útgarði með nokkrum orð- um. Ólafur Sigurðsson var föður- bróðir minn og Hólmfríður heitin, kona hans, var móðursystir mín svo það er mikill skyldleiki með fjöl- skyldunum og mikill samgangur. Einar, yngsti sonur þeirra ári yngri en ég og Heiða jafngömul mér. Þeg- ar ég var í Menntaskólanum á Egils- stöðum var Útgarður mitt annað heimili. Skólinn nánast á lóðinni í Útgarði og þar var ég jafn velkom- inn að nóttu sem degi sem kom sér vel á þessum árum enda stundum útstálelsi á okkur frændum, mér og Einari. Það voru líka ófá skiptin sem litið var inn í kaffi í Útgarði. Þar var gestkvæmt og þar kynntist maður mörgu eftirminnilegu fólki. Óli var oft úti í bílskúr að bauka eitthvað en þegar hann var inni hlustaði hann á gasprið í okkur frændum og skaut inn meinfyndnum athugasemdum því hann var húmoristi. Athuga- semdirnar voru oft á tíðum þess eðl- is að það var ekkert meira til mál- anna að leggja. Óli var einn af þessum snillingum og það lék allt í höndunum á honum. Saumavélar húsmæðra á Egilsstöð- um voru sem nýjar þegar Óli var bú- inn að fara höndum um þær og það var ekki til sá mekanismi sem hann gat ekki gert við. Það var ekkert at- riði að til væru varastykki, Óli smíð- aði nýtt í staðinn fyrir það sem var brotið eða bilað. Óli var yngstur fimmtán systkinanna frá Bæjum og Ólafur Marinó Sigurðsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSA TORFADÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Katrín Árnadóttir, Kjell Friberg, Hermann Árnason, Guðríður Friðfinnsdóttir, Torfi Árnason, Ingibjörg Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Magga í Dölum, Kirkjuvegi 3. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja og Hraunbúða sem annaðist hann af einstakri umhyggju. Birna Rut Guðjónsdóttir, Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, Eggert Sveinsson, Gíslína Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson, Magnea Ósk Magnúsdóttir, Daði Garðarsson, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR frá Þorleifsstöðum, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Jóhannes Þ. Ellertsson, Margrét Guðmundsdóttir, Margrét Ellertsdóttir, Danelíus Sigurðsson, Málfríður Ellertsdóttir, Sveinn H. Guðmundsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÉTUR HAFSTEINN BJÖRNSSON vélstjóri, Garðbraut 85, Garði, áður Suðurgötu 26, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, miðvikudaginn 28. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björn Kristjánsson, Sveindís Þ. Pétursdóttir, Ágúst Einarsson, Sigurður R. Pétursson, Guðný E. Magnúsdóttir, Jóhanna S. Pétursdóttir, Níels Karlsson, Anna Marý Pétursdóttir, Guðmundur J. Knútsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.