Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Nú er þorrinn hafinn og sól farin að hækka á lofti og fyrsta þorrablót af þremur í Mýrdalnum er afstaðið og þó að kreppa ríki í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið fjölmennara á blóti í Leikskálum í Vík.    Mikið landbrot af völdum sjávar hef- ur verið við Vík í Mýrdal síðan 1970. Eftir Kötlugosið 1918 tók sand- ströndin að byggjast upp og færast fjær þorpinu. Landgræðslan hefur unnið að heftingu sandfoks um árabil eða síðan 1935. Þar sem sjórinn hefur nú þegar gleypt allar sáningar og nær allar sandfoksvarnir, þá mega íbúar í Vík búa við það að hvenær sem vind hreyfir fái þeir sandskafla inn á lóðir sínar. Landgræðslan hefur því í vetur að ósk heimamanna unnið að uppsetningu fokgirðinga til að draga úr hættunni á sandfoki. Einnig var ákveðið að loka þeim skörðum sem sjór gengur upp í á stórstreymi. Reynslan frá fyrri öldum sýnir að bú- ast má við áframhaldandi landbroti með aukinni hættu á sandfoki. Fátt er til ráða til að verjast ágangi sandsins vegna þess hve lítið landrými er eftir. Siglingastofnun Íslands hefur hannað sjóvarnargarða og mun fyrsta fjár- veiting vera á áætlun árið 2010.    Bændur hafa orðið af því töluverðar áhyggjur hvernig verður að fá áburð á komandi vori enginn áburðarsali er farinn að auglýsa áburð og því mjög óljóst hvert verð á honum verður, einnig hafa bændur áhyggjur af því hvernig verður að nálgast fjármagn til að kaupa hann ef áburðurinn fæst. Það er þó ljóst að ef ekki fæst nægur áburður til landsins er íslenskur land- búnaður í verulegum vanda sem var þó nægur fyrir.    Sauðfjárbændur eru mjög ánægðir með að kindakjöt hefur aftur náð fyrsta sæti hvað varða kjötsölu síð- astliðins árs salan á kindakjöti var 7,8% meiri en árið á undan og hefur ekki verið meiri síðan árið 1993. En þrátt fyrir þessa auknu sölu hefur rekstrarafkoma bænda versnað mik- ið síðastliðin 4 ár vegna hækkana á aðföngum og ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin hefur ákveðið einhliða að vísitöluaftengja ríkisstuðning til bænda. Það er því ljóst að ekki eru miklar forsendur fyrir nýliðun í stétt- inni eins og staðan er.    Sala á mjólkurkvóta hefur dregist mikið saman á síðustu mánuðum og verðið hefur lækkað mikið eða um 27,3% frá meðalverði við upphaf verð- lagsársins.    Listakonan okkar Mýrdælinga hún Guðrún Sigurðardóttir eða Gunsa er að fara að sýna verk sín ásamt öðru listafólki í nýju sölugalleríi á Korpu- torgi. Gunsa vinnur verk sín í gler og leir og viðhefur óhefðbundnar aðferðir í vinnsluferlinu, hún notar gjarnan sand eða önnur jarðefni sem hún finnur úti í náttúrunni og brennir inn í glerið þannig að verkin verða oft mjög sérstök. FAGRIDALUR Jónas Erlendsson fréttaritari Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorri Sjórinn úti af Vík í Mýrdal er stöðugt að brjóta ströndina. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Davíð Hjálmar Haraldsson veltirtilverunni og tilhugalífinu fyrir sér í fimm línum: Þeir unnvörpum eltast við Láru, þá ástleitnu jungfrú og kláru. Hún þiggur boð út, þambar af stút en vantar þá borð fyrir báru. Kristján Eiríksson bregður einnig á leik með limruformið: Hún Lára frá Leiti, sú gella, var lipur við strákana að sprella svo henni bauð heim Hannes í geim en það var sko allt önnur Ella. Þá Hallmundur Kristinsson: Ástsjúku Láru frá Leiti langaði að komast í teiti. Þar tók hún sín gjöld tuttuguföld (svo tölfræði minni ég beiti). Og Jón Ingvar Jónsson: Ljótt var nú málið með Láru og Lísu sem öllum af báru; þær vild’ ekki Stein og Stefán og Hrein og undan þeim skaufana skáru. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Láru og tilhugalífinu Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 13–16 Listmunauppboð Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið 9. febrúar Erum að taka á móti verkum Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Kynntu þér úrræði í greiðsluerfiðleikum · Samningar · Skuldbreytingalán · Frysting á greiðslum · Greiðslujöfnun · Lenging lánstíma · Greiðslufrestur vegna sölutregðu Upplýsingar er að finna á vef Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími: 569 6900, 800 6969, fyrirspurnir@ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.