Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 ALÞJÓÐLEG fjár- málakreppa hefur gert íslensku krónuna að ónothæfum gjaldmiðli. Ísland þarf á hjálp að halda til að reisa við efnahaginn og standa styrkum fótum. Tíminn er nú runninn upp til að hugsa það sem áður var „óhugsandi“. Hvað með norsk-íslenska krónu? Á krepputímum vakna kröfur um nýjar og betri lausnir á eldri vanda- málum. Norðurlönd falla innan eðli- legra marka sem miðast við sameig- inlega stjórnmálalega og efnahagslega hagsmuni. Norð- urlöndin eiga mjög margt sameig- inlegt þegar kemur að hagsmunum innan menningar-, stjórn-, efnahags- og öryggismálum. Allt þetta gerir það að verkum að við sem byggjum þessi lönd erum háð hvert öðru, og við deil- um sömu örlögum. Efnahagsvandi Íslands dregur enn sterkar en fyrr fram þá staðreynd að norrænu samfélögin skipta máli sem heild. Noregur og Ísland ættu að kanna til hlítar möguleikana á því að koma á fót sameiginlegum gjaldmiðli. Slíkt myndi styrkja bæði menning- arleg og söguleg tengsl milli landa okkar. Þó er meira um vert, og í raun þungamiðja, að Noregur og Ísland eiga mikla sameiginlega hagsmuni þegar kemur að efnahagsmálum og stöðu landanna innan Norðurslóða (geopólitísk staða). Gjaldmið- ilssamstarf milli landanna tveggja mundi styrkja bæði löndin þegar til lengri tíma er litið. Því fer fjarri að samstarf í gjald- miðilsmálum milli Íslands og Noregs sé tillaga sem samtökin Norræn framtíðarsýn (Nordisk Visjon), hafa gripið úr lausu lofti. Þórólfur Matt- híasson prófessor í hagfræði við Há- skóla Íslands hefur þegar komið op- inberlega fram með tillögu um sameiginlegan gjaldmiðil fyrir Ísland og Noreg sem fæli í sér hluta af veg- ferð til lausnar á efnahagsvanda Ís- lendinga. Hann er ekki einn um þetta meðal hagfræðinga. Norski olíuhagfræðiprófessorinn Øystein Noreng styður þessa hug- mynd. Hann er þeirrar skoðunar að hún eigi einnig að ná til Færeyja og Grænlands. Norsk-íslensk króna er miklu betri valkostur fyrir Ísland en evra eða Bandaríkjadollari. Ísland þarf öfl- ugan gjaldmiðil nú, ef takast á að komast út úr vandanum. Norræn samkennd er mikilvæg röksemd. Sterk bönd milli Norðurlanda fela í sér pólitískan og efnahagslegan val- kost sem stjórnmálamenn ættu að skoða nánar. Það finnast ýmsir möguleikar sem leggja má til grund- vallar í gjaldeyrisbandalagi. Hugsanleg gjaldeyrissamvinna milli Íslands og Noregs gæti til dæm- ist átt rætur að rekja til þeirrar sam- vinnu sem í dag er til staðar á milli Danmerkur og Færeyja. Í daglegu lífi hafa myntir og seðlar mismunandi útlit eftir hvoru landi fyrir sig, en þrátt fyrir það sama verðgildi og eru fyllilega nothæf sem gjaldmiðill í báð- um löndum. Til viðbótar samkennd- inni og nánum tengslum, má benda á sterk rök fyrir gjaldeyrissamvinnu Íslands og Noregs vegna þess hve innviðir beggja landa eru líkir. Það gildir bæði um skipulag innan stjórn- og efnahagsmála. Bæði Ísland og Noregur ráða yfir miklum fisk- veiðiauðlindum. Löndin búa yfir mikl- um orkuauðlindum, og hafa mikla möguleika í vatns-, vind-, sjávarfalla, haföldu-, og jarðhitaorku. Bæði lönd ráða yfir stórum efnahagslögsögum, á hafi sem veitir okkur réttindi til að nýta náttúruauðlindir innan þeirra. Í dag er einkum um að ræða fisk og ol- íu, en í framtíðinni eru möguleikarnir mjög miklir hjá báðum þjóðum. Við þurfum á kraftmiklu Íslandi að halda til að geta nýtt þessa möguleika til fullnustu. Sameiginlegur gjaldmiðill styrkir stöðu bæði Íslands og Nor- egs. Það er einnig mikilvægt að benda á þær áskoranir sem Noregur stendur frammi fyrir ef Ísland velur þann kost að innleiða evru, því það þýddi náin tengsl við Evrópusambandið. Hér vega samningar Noregs við ESB um fiskveiðar þungt. Lítill vafi er á þeir yrðu þyngri í vöfum ef sú staða kæmi upp að Ísland stæði í þakk- arskuld við sambandið. Veikt og hryggbrotið Ísland mun sýna meiri undanlátssemi í samningaviðræðum við ESB en ella hefði orðið við eðlileg- ar aðstæður. Íslendingar hafa mark- að sér hefð og virðingu sem einarðir og dugmiklir samningsaðilar þegar kemur að auðlindanýtingu. Það hefur komið Noregi að góðum notum. Við megum ekki óttast að hugsa um nýjar lausnir á þeim krepputím- um sem við stöndum nú frammi fyrir. Fjármálakreppan þvingar fram nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Gjaldmiðilssamstarf milli Íslands og Noregs hentar vel hagsmunum beggja landa og Norðurlanda sem heildar. Norsk-íslensk króna? Ivan R. Tubez og Einar M. Rikardson skrifa um gjaldmið- ilssamstarf á milli Íslands og Noregs »Norsk-íslensk króna er miklu betri val- kostur fyrir Ísland en evra eða bandaríkjadoll- ari. Einar M. Rikhardson Höfundar eru í samtökunum Norræn framtíðarsýn (Nordisk Visjon). Ivan R. Rubez RÚNAR Sigtryggs- son, rekstrarstjóri á Akureyri, skrifaði grein í Mbl. 21. janúar og telur að skýrsla um úttekt á þjónustuhöfn við olíuleit á Dreka- svæðinu sé hreppa- pólitík. Rúnar vill hafa slíka þjónustumiðstöð á Ak- ureyri. Ég var verkefnisstjóri fyrir hönd sveitarfélaga á svæðinu í vinnuhóp sem annaðist verkefnið og tel að allir sem komu að verk- efninu hafi lagt sig fram um fag- mennsku. Verkfræðistofan EFLA ehf. (áður Línuhönnun) og Al- menna verkfræðistofan voru verk- takar við þetta verkefni. Hér eru nokkrir minnispunktar um verkefnið: 1. Þingmenn NA-kjördæmis fluttu þingsályktunartillögu um þessa úttekt í des. 2007. 2. Tillagan naut stuðnings SSA – (Samband sveitarfélaga á Austur- landi) – og Eyþings, (Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum). 3. Í framhaldi óskuðu sveit- arfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur þess að iðn- aðarráðuneytið annaðist útboð þessa verkefnis – að fá úr því skor- ið hvort unnt væri að byggja upp þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á NA-landi – sem næst Drekasvæð- inu. 4. Skýrslan svarar þeirri spurn- ingu með afgerandi hætti jákvætt – bæði fyrir leitarstig og vinnslustig þegar þar finnist olía og jarðgas. 5. Af öryggis- ástæðum var talið að skemmsta leiðin til lands bæði fyrir flug og skip væri alltaf öruggasta og hag- kvæmasta leiðin við olíuleit á Drekasvæð- inu. 6. Þjónustuútgerð við olíuleit er mjög kostnaðarsöm og hver km í þyrluflugi og hver sjómíla í siglingu kostar stórfé alla daga – árum saman. Stysta leiðin sparar því mikla fjármuni við olíuleit á Drekasvæðinu sem getur tekið mörg ár og er afar kostnaðarsöm leit. 7. Niðurstaða er að hentugast sé að koma upp þjónustumiðstöð á Vopnafirði á leitarstigi olíuleitar – sem ekki kostar nema fáein hundr- uð milljóna kr. 8. Siglingatími af Drekasvæðinu til Vopnafjarðar er um 18 klst. – aðra leiðina. Væri þjónustumiðstöð á Reyðarfirði eða Húsavík lengdist siglingatímann um 4 klst. aðra leið- ina – 8 klst. báðar leiðir. Sérútbúin þjónustuskip eru um 4.000 DWT og kosta í sumum tilfellum yfir 100 þúsund dollara á sólarhring. Hver klukkutími sem sparast í siglingu lækkar kostnað við olíuleit gíf- urlega ef litið er til nokkurra ára leitarferlis. 9. Stærri þjónustumiðstöð á vinnslustigi virðist hagkvæmast að gera í Gunnólfsvík innst í norð- anverðum Bakkaflóa, þar er fyr- irmyndar hafnaraðstaða, lítil öldu- hæð, mikið aðdýpi og gott byggingarland, – en ekki koma til álita neinar framkvæmdir þar nema gas og olía í vinnanlegu magni finnist á Drekasvæðinu. 10. Hægt væri að leggja gas-/ olíuleiðslu til Gunnólfsvíkur en varla lengra – og af hverju Eyja- fjarðar? Vilja Eyfirðingar olíu- hreinsunarstöð? 11. Aðalatriði þessa máls snýst um öryggishagsmuni væntanlegra starfsmanna við olíuleit – öryggi gagnvart hugsanlegum óhöppum en vegalengd á Drekasvæðið er um 190 sjómílur NA frá Langanesi eða um 350 kílómetra sem er á lengstu mörkum sem stærstu þyrlur kom- ast. Öruggasti lendingarstaður fyr- ir þyrlur frá Drekasvæðinu er því flugvöllurinn á Þórshöfn en á Eg- ilsstaðaflugvöll er 15 mín. lengra flug – aðra leiðina. 12. Staðsetningu á ýmsum ör- yggisbúnaði til mengunarvarna og öðrum björgunarbúnaði verður að velja stað í höfn – þar sem stysta leiðin er til lands af augljósum ör- yggisástæðum. Fátt af því sem hér er talið upp getur talist hreppapólitík – ég vil meta þessa skýrslu sem fyrsta flokks úttekt fagmanna á verk- fræðistofum sem var mjög ánægju- legt að vinna með. Skýrsluna má finna á slóðinni: http://www.idnadarraduneyti.is/ Forsida_IVR/nr/2679 Ábyrg stefna í staðarvali Kristinn Pétursson skrifar um úttekt á þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu » Fátt af því sem hér er talið upp getur flokkast undir hreppa- pólitík. Skýrslan er fyrsta flokks vinna fag- manna verkfræðistofa. Kristinn Pétursson Höfundur var verkefnisstjóri sveitar- félaga á NA-landi í umræddu verk- efni. „SEINT og um síðir kom skurðlæknirinn sem var eldri maður með fingur eins digra og úlnliðirnir á mér. Hann gekk rakleitt að rúmi stráks og sagði svo hátt að allir á stofunni heyrðu: „Ég tók úr þér annað eistað í leiðinni, það var að flækjast fyrir mér í að- gerðinni.“ Þessar smekklegu setn- ingar er að finna í Höfuðlausn þeirri, sem Kári Stefánsson færði þjóð sinni í Fréttablaðinu laug- ardaginn 22. nóvember sl. Sami Kári tók að sér að standa vaktina á taugadeild LSH í júlí 2005, þrátt fyrir minnst tíu ára þjálfunarleysi. Þar útskrifaði hann gamlan mann, sem hann var ábyrgur fyrir með þessum orðum: „Þú getur farið heim. Þú hefur ekkert hér að gera. Fólk drepst bara á spítöl- um.“ Viku síðar var gamli mað- urinn lagður inn að nýju og gekkst umsvifalaust undir aðgerð við brjósklosi, sem valdið hafði óbæri- legum verkjum og lömun í fæti. Síðar kom ljós að Kári hafði ekki skráð sérfræðiálit um sjúklinginn, sem hann var ábyrgur fyrir, held- ur lét aðra lækna gera það í sínu nafni. Ég skrifaði hvassa grein, „Nýi sloppur keisarans“, í sept- emberhefti Læknablaðsins um þessa ótrúlegu „afleysingu“. Af- leysingu, sem fór fram í beinni fjölmiðlaútsendingu. Sýningu, sem í miðjum klíðum barst til New York, þar sem Kári læknir þurfti að hringja opnunarbjöllu á fimm ára afmæli þess, að hann hafði kastað sér til sunds með stór- fiskum á Nasdaq-hlutabréfamark- aðnum. Allt varð vitlaust. Kári var æfur af bræði. Forystumenn lækna fóru á taugum. Ritnefnd- armenn Læknablaðsins, í hags- munatengslum við Kára lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, létu sig hverfa eins og mýs. Ritstjóri Læknablaðsins var rek- inn. Landlæknir mætti í aðalfrétt í ríkissjónvarpinu, þar sem hann lýsti mikilli ánægju með störf Kára læknis og vísaði gagnrýni minni á bug. Yfir mér var réttað á laun mánuðum saman. Hinn 2. nóvember 2005 barst mér bréf frá varaformanni Læknafélags Ís- lands, þar sem mér var tilkynnt að stjórn félagsins (sic) hefði kært mig til Siðanefndar Læknafélagsins vegna greinarinnar, sem birtist í sept- emberhefti Lækna- blaðsins 2005. Að þegja við öllu röngu Kári var enn ekki ánægður. Allir, sem til þekktu, vissu að allt sem ég hafði skrifað var satt og rétt. Samt skipuðu formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hinn 9. nóvember 2005 bráðabirgðasiða- nefnd þriggja lækna, sem fara skyldi yfir grein mína í skyndingu og gera á henni þær breytingar sem hún teldi nauðsynlegar. Sem hún og gerði. Jafnframt var þess óskað að bráðabirgðanefndin semdi afsökunarbeiðni til Kára. Nefndin vann sitt verk á umbeð- inni einni viku og með siðlausu vottorði Sigurðar Guðmundssonar landlæknis var ég dæmdur og létt- vægur fundinn. Hinn 21. nóvember 2005 sendu formenn Læknafélag- anna í eigin nafni afsökunarbeiðni bráðabirgðanefndarinnar til Kára læknis. Um þessi einstæðu vinnu- brögð vissi ég ekkert fyrr en allt var um garð gengið. Ég fékk ekki einu sinni afrit. Ekkert slíkt er til! Aðeins eintak Kára! Ég held að þess muni vart finnast dæmi hér á landi að stéttarfélag hafi tekið að sér að kæra félaga til dómstóls fyrir annan sem ekki hafði kjark til að gera það sjálfur. Og síðan bitið höfuðið af skömminni með því að skipa bráðabirgðanefnd til að úrskurða um álitaefnið. Hvað átti siðanefnd Læknafélagsins að gera? Ógilda vottorð landlæknis? Vottorð, sem hún vissi ekki að skrifað var gegn betri vitund, mala fide eins og lögmenn kalla það. Ég er feginn að faðir minn þurfti ekki að lifa þetta líka. Um lækn- ingaleyfi Kára hafa Læknafélag Íslands og Læknablaðið nú ítarleg gögn en neita að birta. „Þau eru verst hin þöglu svik Jóhann Tómasson skrifar um viðbrögð við grein sem hann skrifaði í Lækna- blaðið árið 2005 »Nefndin vann sitt verk á umbeðinni einni viku og með sið- lausu vottorði Sigurðar Guðmundssonar land- læknis var ég dæmdur og léttvægur fundinn. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. HAFNARFJARÐARBÆR rekur fyrir dómstólum inn- heimtumál gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Í málinu er tekist á um hvort fyrirhuguð kaup OR á hlut bæjarins í Hitaveitu Suð- urnesja eigi að ganga eftir eða ekki. Áður en kaupin voru frá- gengin, sem samþykkt voru ein- róma í stjórn OR, kváðu sam- keppnisyfirvöld upp úrskurð um að með kaupunum yrði eign- arhlutur OR meiri en lög lands- ins heimiluðu. Dómsmálið snýst um þessi afskipti samkeppnisyf- irvalda. Í Morgunblaðinu í dag er því slegið upp með stórri fyrirsögn og myndum að „REI-menn“ eigi að bera vitni í dómsmálinu. Í greininni kemur svo fram að á lista yfir vitni sé fjöldi borgar- og bæjarfulltrúa og fleiri. Á list- anum munu vera nöfn 18 ein- staklinga. Er ekki rétt að Morg- unblaðið upplýsi hverjir hinir fjórtán eru og birti myndir af þeim. Upplýst skal að REI kom hvergi nærri samningum OR og Hafnarfjarðarbæjar og komu þeir samningar aldrei inn á borð stjórnar REI. Þetta hefði Morg- unblaðið fengið upplýst hjá „REI-mönnum“ ef eftir því hefði verið leitað. Kjósi Morgunblaðið að stunda fréttamennskuna skjótum fyrst – spyrjum svo er það mjög miður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Skjótum fyrst – spyrjum svo Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.