Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
Þá er hann pabbi
farinn. Pabbi sem átti
svör við öllum mínum
spurningum og ann-
arra sem til hans leit-
uðu. Fram yfir fertugs-
aldurinn bar ég undir
hann ótrúlegustu hluti, því hann gaf
alltaf sín bestu ráð. Þótt pabbi væri
fæddur í Reykjavík og alinn þar upp
áttu Eyjarnar og Húsavík sérstakan
sess í hjarta hans og gladdi það hann
mikið þegar viðfjölskylda mín fluttum
til Vestmannaeyja. Þá var heldur bet-
ur komið tilefni til að fara oftar til
Eyja. Reyndar held ég að golfvöllur-
inn og það aðdráttarafl sem hann hef-
ur, hafi haft sitt að segja, en að þetta
skuli vera staðurinn sem hann var
ættaður frá í móðurætt skipti líka
miklu máli.
Pabbi minn var þessi reffilegi,
hressi maður sem átti svo mikið af
vinum að lengi vel hélt ég að kiwanis-
félagarnir, um allt land, væru frænd-
ur mínir. Þeir voru, allir sem einn,
eins og einir af fjölskyldunni og ekki
síður fjölskyldur þeirra. Naut ég góðs
af þessari „frændsemi“ í gegnum árin
t.d. með því að fá að vera gestur inni á
heimilum ýmissa kiwanisfélaga innan
lands sem utan. Það var merkileg
uppgötvun þegar ég áttaði mig á að
allt þetta fólk var ekki vitund skylt
honum pabba, heldur félagar í Kiw-
anis, félagsskapnum sem var honum
svo dýrmætur.
Minningar eins og að ganga með
honum í hús og selja K-lykilinn, fara
með íbúa Hrafnistu í dagsferðir, sum-
ardagurinn fyrsti á Hótel Sögu, Evr-
ópuferðir með öðrum Kiwanisfélög-
um og fjölskyldum þeirra, fyrst sem
lítil stelpa og allt þar til ég var sjálf
komin inn í hreyfinguna með manni
mínum og farin að taka mín börn með
í ferðir, eru minningar sem ylja núna í
sorginni. Minningar sem undirstrika
það hvað hugsjón og mannkærleikur
getur gefið manni eins og pabba mik-
ið í lífinu og það endurspeglast í öllu
sem hann stóð fyrir og samtvinnast
uppeldi okkar systkinanna.
Pabbi var mikill útivistarmaður.
Skíði, golf, veiðar og gönguferðir var
snar þáttur í lífi fjölskyldunnar og
ferðirnar sem hann fór með mömmu
til að stunda áhugamálin sýnir svo
glöggt hvað hann var orkumikill og
óþreytandi.
Umhyggjusemi hans fyrir okkur
börnunum, tengdabörnunum og ekki
síður barnabörnunum er eitthvað
sem ég á eftir að sakna mest og var
þegar farin að sakna um það leyti sem
hann var að veikjast. Hann var einn af
þessum fáu sem ég þekki, sem vildi
alltaf vita hvað allir væru að bralla,
plana og gera og meinti það. Auðvitað
vildi hann aðeins fá að tjá sig um þessi
atriði í lífi okkar. Stundum náði hann
að skipta sér af og fékk einhverju að
ráða, en hann vissi líka hvenær hann
Bjarni B. Ásgeirsson
✝ Bjarni B. Ásgeirs-son fæddist í
Reykjavík 31. ágúst
1937. Hann lést 24.
janúar síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Neskirkju 30. janúar.
átti að hætta.
Mikill er missir okk-
ar systkinanna og fjöl-
skyldna okkar, en
missir mömmu er
mestur eftir nærri 50
ára hjónaband. Það er
ljóst að samheldni stór-
fjölskyldunnar er ekki
síst honum pabba mín-
um að þakka.
Elskulegi pabbi
minn, ég og strákarnir
mínir þökkum fyrir all-
ar stundir og allan
stuðning sem þú hefur
gefið okkur allt okkar líf.
Minning um góðan föður, tengda-
föður, afa og langafa lifir.
Þín dóttir,
Guðrún Helga.
Í fyrsta sinn sem ég leit Bjarna Ás-
geirsson, tengdaföður minn, augum
mætti mér strangur og rannsakandi
svipur, en í augunum brá fyrir ör-
litlum glettniglampa. Þennan svip átti
ég eftir að sjá oft síðar. En þá tók ég
aðeins eftir glettninni. Undir fram-
kvæmdastjórayfirbragðinu sem hann
hafi tamið sér á langri starfsævi bjó
mikil lífsgleði sem blönduð var kátri
stríðni.
Það kom fljótt í ljós að ég og Bjarni
vorum eins ólíkir í lífsviðhorfum og
tveir menn geta verið. Og um tíma
óttaðist ég að sú eðlislæga ákveðni
sem Bjarni beitti í góðri trú í flestum
sínum samskiptum myndi skapa
djúpa á gjá á milli okkar. En honum
var gefinn einn mikilvægur eiginleiki.
Bjarni vissi hvar hann skyldi láta
staðar numið. Hann nam ávallt staðar
fullur skilnings þar sem hann komst
ekki lengra.
Við áttum frábærar stundir saman.
Ég er þakklátur að eldri dóttir mín
hafi fengið að njóta hans ríkulega í
hans besta hlutverki, afahlutverkinu.
Að morgni hans síðasta dags lá yngri
dóttir mín mánaðargömul við hlið
hans og þau hrutu í kór. Þó að sam-
vera þeirra hafi verið lítil er gott að
geta hugsað til þeirrar stundar.
Síðustu ár voru Bjarna erfið. Per-
sónuleiki hans fór að taka breytingum
og síðar gafst margt í líkamanum upp.
Og nú hefur líkami hans endanlega
látið staðar numið. Hugurinn hefur
greint að lengra yrði lífshlaupið ekki.
En það kemur mér ekki á óvart að eft-
ir fráfall Bjarna er nærvera hans
næstum jafn sterk og áður. Við mun-
um ekki greina svip hans aftur en það
sem bjó að baki svipnum er fyrir
löngu orðið hluti allra ástvina hans.
Henry Alexander.
Elsku afi.
Vertu þægur hjá Guði. Ekki fljúga
út um allt. Biddu um leyfi fyrst. En ég
veit að þú verður góður. Afi, amma er
voða leið og mun alltaf sakna þín. Þú
varst bestur. Viltu alltaf vaka yfir
mér?
Þín
Elín Katla.
Elsku afi minn.
Mig langar til að þakka þér fyrir að
hafa verið mér alltaf svo góður. Ég á
margar skemmtilegar minningar með
þér, og ég sem er bara 5 ára. Fyrsta
æviárið mitt áttum við saman í Flór-
ída. Þú taldir það ekki eftir þér að
keyra til okkar mömmu í klukkutíma
til að koma mér til læknis, þegar
mamma var bíllaus. Svo segir
mamma mér að þið amma hafið komið
til okkar í hverri viku, bara til að hitta
mig.
Ekki varstu síður duglegur að
heimsækja okkur til Eyja, eftir að við
fluttum aftur heim. Þér munaði nú
ekkert um að skjótast yfir til okkar
eins og t.d. í afmælið mitt.
Við brölluðum ýmislegt saman, ég
og afi og ferðuðumst víða. Tvær ferðir
eru eftirminnilegastar. Það eru Kiw-
anisferðin til Póllands sumarið 2007
og síðan siglingin í Karíbahafinu þeg-
ar við fórum í 70 ára afmælisferðina
þína. Að sigla með þér, afi minn, í
Karíbahafinu, er minning sem ég
gleymi aldrei.
✝ Sigurjóna Jó-hanna Júl-
íusdóttir fæddist á
Hofi í Hjaltadal,
Skagafirði, 22.12.
1912. Hún andaðist á
Dvalarheimili aldr-
aðra, Hulduhlíð, á
Eskifirði þriðjud. 20.
janúar sl.
Foreldrar hennar
voru Gunnlaugur Júl-
íus Jónsson, f. 15.7.
1870, d. 24.6. 1957,
bóndi á Á í Unadal, á
Fjalli í Kolbeinsdal,
og víðar í Skagaf., og kona hans Að-
albjörg Sigurjónsdóttir, f. 21.5.
1884, d. 10.4. 1964. Alsystkini Jó-
hönnu voru Sigrún, f. 5.6. 1907, d.
24.6. 2006, Anna Solveig, f. 11.7.
1910, d. 28.8. 1968, Dagmar Að-
alheiður, f. 14.9. 1914, d. 17.2. 2005,
Pálmi Alfreð, f. 5.7. 1916, Halldór
Jón, f. 10.8. 1918, d. 21.10. 1943,
Gestur, f. 14.1. 1922, d. 29.10. 1961,
Svava, f. 1.9. 1924, d. 11.9. 1924, og
Svava Margrét, f. 5.3. 1927, d. 28.7.
1927. Systkini samfeðra eru Jón, f.
18.12. 1880, d. 7.5. 1961, Sólveig, f.
20.7. 1892, d. 13.9. 1985 og Sig-
urlína Marín, f. 20.7. 1892, d. 19.3.
1917.
Guðmundur Guðmundsson, f. 20.3.
1942. Börn þeirra: a) Ingvi Rafn, f.
22.11. 1963, sambýlisk.: Þórstína
Sigurjónsdóttir, f. 1962, b) Krist-
inn, f. 21.2. 1965, c) Hanna, f. 25.1.
1969, d) Sunneva, f. 31.12. 1970, e)
Silja, f. 21.4. 1972. Barnabörn eru
11. 7) Kolbrún Ásta, f. 24.8. 1949.
Maki: Rögnvaldur Reynisson, f.
1.4. 1948. Börn þeirra: a) Erna
Lind, f. 15.9. 1976, b) Þóra Reyn, f.
22.1. 1982. 8) Páll Geir, f. 13.2.
1951. Sonur hans: a) Tryggvi
Snær, f. 4.12. 1967. Barnabarn 1. 9)
Ómar Grétar, f. 13.2. 1954. Maki:
Steinunn Jónasdóttir, f. 19.3. 1955.
Börn þeirra: a) Unnbjörg Jóna, f.
18.4. 1994, b) Þórhanna Inga, f.
18.4. 1994. Afkomendur alls 50.
Jóhanna kynntist ung Ingvari á
Siglufirði. Þau fluttust til Eski-
fjarðar um 1930 og aftur norður til
Akureyrar og Dalvíkur ári síðar.
Settust að á Eskifirði um 1934.
Eignuðust 9 börn sem lifa öll nema
Eygló, sem drukknaði tæpl. 3 ára.
Það var mikill missir fyrir foreldra
og systkini.
Jóhanna stundaði saumaskap,
fiskvinnslustörf, o.fl. og lauk
starfsævinni við skúringar í
Barnaskólanum. Jóhanna starfaði
einnig í öllum kvenfélögum stað-
arins.
Jóhanna missti mann sinn 1985.
Hún fluttist á Hulduhlíð á Eskifirði
árið 1993, þar sem hún lést.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
Jóhanna giftist
1931 Ingvari Guð-
mundi Jónassyni, sjó-
manni og verka-
manni, frá Eskirfirði,
f. 27.9. 1909, d. 22.5.
1985.
Börn þeirra eru: 1)
Sigurjón Guðni, f.
20.4. 1931. 2) Margrét
Aðalbjörg, f. 3.11.
1932. Maki: Blængur
Grímsson, f. 24.10.
1928, d. 31.3. 2003.
Börn þeirra: a) Ingv-
ar, f. 8.11. 1956, b)
Eygló Jóhanna, f. 20.7. 1958, maki:
Arve Hammer, f. 5.5. 1956, c)
Gríma Huld, f. 29.6. 1960, maki:
Eggert Hjartarson, f. 15.6. 1961, d)
Blængur, f. 21.11. 1966, maki:
Eygló Hafsteinsdóttir, f. 1962, e)
Gréta Björg, f. 14.11. 1972, sam-
býlism.: Guðmundur Eyjólfsson.
Barnabörn eru 8. 3) Rafn, f. 5.3.
1935. 4) Eygló, f. 11.9. 1937, d. 7.7.
1940. 5) Eymar Yngvi, f. 20.7. 1941.
Maki: Guðrún Sigríður Gísladóttir,
f. 8.4. 1941. Börn þeirra: a) Gísli, f.
8.9. 1961, maki: Hildur Hafsteins-
dóttir, f. 15.3. 1962, b) Álfheiður, f.
18.6. 1969. Barnabörn eru 4. 6)
Eygló Halla, f. 22.7. 1943. Maki:
Nú hefur móðir okkar elskuleg
kvatt þetta líf og horfið yfir í annan
og vonandi betri heim, háöldruð og
væntanlega södd lífdaga eftir langa,
vinnusama og gifturíka ævi. Hún
barðist við hrörnun síðustu árin sem
dró hug hennar meir og meir frá
okkur og þessa heims bjástri – í
fyrstu aftur til fortíðar og síðan
smám saman inn í annan og okkur
fjarlægari heim. Líkaminn varð lé-
legur, en hjartað var ótrúlega sterkt.
En hún var svo væn móðir, hlý og
umhyggjusöm, glögg varðandi fólk,
alla staðhætti og atburði í kringum
sig. Þannig langar okkur að minnast
hennar.
Mamma var mjög ung þegar hún
kynntist pabba og fluttist með hon-
um austur á Eskifjörð þá 18 ára,
fjarri átthögum sínum og ættingjum
og pabbi alltaf á sjó. Það hlýtur að
hafa verið erfitt líf oft á tíðum með
mörg ung börn í litlum rýmum og
stundum úr litlu að moða, þegar
samgöngur og símasamband var
ekki upp á marga fiska milli lands-
hluta og því síður við eiginmanninn –
sjómanninn á hafi úti. En hún var
sterk, vinnusöm og félagslynd og
hafði tengst inn í stóra og hjartahlýja
fjölskyldu, þótt skrápurinn væri
hrjúfur á stundum – fjölskylduna á
Brekku á Eskifirði. Hún tók virkan
þátt í störfum kvenfélaga staðarins
og hafði mjög gaman af að dansa.
Stundum tók mamma sig til og
kenndi elstu börnunum helstu dans-
sporin á eldhúsgólfinu. Þá var oft
fjör í kotinu. Ekki var síður fjör við
eldhúsborðið þegar eldri bræðurnir
og frændur komu heim af sjónum
eftir langa fjarveru á vertíðum og
sögðu grobbsögur af ævintýrum sín-
um til sjós og lands.
Það lék allt í höndum mömmu,
sem kom sér einkar vel þegar þurfti
að sauma eða prjóna föt og sokka á
börnin og nýta alla tiltæka efnisbúta
– eða stagbæta leppana. Þessa verk-
leikni nýtti hún sér og drýgði heim-
ilistekjurnar með því að taka að sér
að sauma kjóla og unglingaföt á
þorpsbúa. Hún kenndi sér einfald-
lega sjálf að sníða upp úr „Burda“ á
stórri plötu sem pabbi útbjó ofan á
eldhúsborðið og galdraði svo fram
flotta „dress“ á fótstignu saumavél-
ina sína.
Mamma var bæði góð húsmóðir og
móðir – sanngjörn og traust, en gat
verið ströng og ákveðin ef því var að
skipta. Hún mátti ekki vamm sitt og
sinna vita. En hún var fremur dul og
flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún
gat þó stundum gleymt sér við bóka-
lestur, einkum ef góðir ástarrómanar
voru í boði. Henni þótti einnig gaman
að ferðast um landið í bíl og þá naut
sín vel glöggskyggni hennar á fólk og
staðhætti. Hún bjó okkur gott heim-
ili með góðri og traustri aðstoð
pabba, sem var hinn sterki, hrjúfi –
en samt góði og tryggi heimilisfaðir.
Það er gott að minnast þeirra beggja
þannig – þau bjuggu okkur vel undir
framtíðina. Takk fyrir það allt.
Guð blessi þig, mamma mín, og líði
þér sem best þar sem þú ert núna.
F.h. barna,
Ómar G. Ingvarsson.
Sigurjóna Jóhanna
Júlíusdóttir
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MAGNEU JÓNSDÓTTUR,
Garðvangi,
áður Vallarbraut 10,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs
og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Fanney Kristinsdóttir, Einar Jónsson,
Björn Kristinsson, Jóhanna Þórmarsdóttir,
Agnar Kristinsson, Rósa Steinsdóttir,
Guðbjörg Kristinsdóttir, Sævar Jóhannsson,
Gylfi Kristinsson, Íris Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn. ✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HARALD M. ISAKSEN
rafvirkjameistara,
Blásölum 13,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A 7 Landspítalanum Fossvogi,
svo og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sinnt honum í gegnum
tíðina, af sérstakri alúð.
Ingibjörg Þorgrímsdóttir,
Guðbjörg Conner,
Hagerup Isaksen, Guðríður Helga Benediktsdóttir,
Guðríður H. Haraldsdóttir, Steinþór Haraldsson,
Þorgrímur Isaksen, Kristín Erla Gústafsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir, Ágúst H. Sigurðsson,
Harald H. Isaksen, Kolbrún A. Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
SIGURÐUR JÓN JÓNSSON,
Bláhömrum 2,
áður til heimilis
Leifsgötu 28,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 21. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00.
Kristbjörg M.O. Jónsdóttir,
Paula A. Jónsdóttir,
Elise K. Larssen,
Jón Jónsson, Hjördís Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast tveimur virkum dögum fyrr
(á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Þær greinar sem
berast eftir tilskilinn frest eða útfar-
ardag verða eingöngu birtar á vefn-
um á www.mbl.is/minningar. Vísað
verður í þær neðst í minning-
argreinum sem birtast í blaðinu.
Minningargreinar