Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VÆNTANLEGIR oddvitar nýrrar ríkisstjórnar, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son, sátu saman í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar frá 1988 til 1991. Með þeim í stjórn var Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti Íslands, sem komið hefur að stjórn- armynduninni í krafti síns embætt- is og bíður nú á Bessastöðum eftir því að geta skipað nýja ríkisstjórn. Í ævisögu Steingríms Her- mannssonar, sem Dagur B. Egg- ertsson ritaði, og kom út í þremur bindum 1998-2000, er talsvert miklu plássi eytt í þessa rík- isstjórn. Steingrímur segir að styrkurinn í stöðunni hafi verið sá, að ríkisstjórnin hafi áreiðanlega verið ein sú best skipaða í Íslands- sögunni. Í henni hafi verið einvala- lið. „Gallinn á gjöf Njarðar var hins vegar að þeir áttu það nánast allir sameiginlegt að hafa sjálfs- traust í litlu hófi og leggja líf og sál í stjórnmálin. Þetta var mér um- hugsunar- og áhyggjuefni. Stjórn- málamenn af þessari gerð eru oft hörundsárari og hefnigjarnari en aðrir,“ segir Steingrímur. Nið- urstaða hans hafi verið sú að rík- isstjórnin myndi ekki lifa lengi nema menn tengdust persónu- legum böndum og leyndu engu hver fyrir öðrum. Hlutverk hans hafi ekki síst falist í því að tryggja góðan anda. Hann segir jafnframt að stór hluti vinnuvikunnar hafi farið í að miðla málum milli ráðherra Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins. Rauk af fundum og skellti hurðum Undir fyrirsögninni Heilög Jó- hanna fjallar Steingrímur um Jó- hönnu Sigurðardóttur og segir að hún hafi verið forkur duglegur og gríðarlega starfsamur ráðherra. „Þótt ég hafi starfað með ýmsum ráðherrum sem hafa staðið fast á sínu stenst enginn þeirra sam- anburð við Jóhönnu,“ segir Stein- grímur. „Hún rauk af fundum og skellti hurðum. Ég hélt stundum að hún væri á leið úr stjórninni. Ef skera átti niður í hennar málaflokki stóð allt fast. Þetta gat tekið á taugarnar enda vandséð að rök væru fyrir því að félagsmálin væru eini málaflokkurinn sem ætti ekki að herða sultarólina. Sló stundum heiftarlega í brýnu milli Ólafs Ragnars og Jóhönnu vegna þessa.“ Steingrímur segir að það hafi ekki verið á margra vitorði að Jóhanna hafi lagt sig fram við að halda góðu sambandi. Hún hafi oft hringt og haft á orði við Eddu Guðmunds- dóttur eiginkonu Steingríms að auðveldara væri að ná í Steingrím en Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, sem þá var formaður Alþýðuflokksins, flokks Jóhönnu. Steingrímur J. Sigfússon fær einnig góða einkunn hjá nafna sín- um forsætisráðherranum. „Stein- grímur J. Sigfússon var yngstur ráðherranna. Hann var aðeins 33 ára þegar hann settist í ráðherra- stól. Hann er íþróttamaður ágætur, lipur í hreyfingum, rauður yfirlit- um, skeggjaður, skýrmæltur og fornyrtur,“ segir Steingrímur í ævisögu sinni. „Mér þótti Stein- grímur standa sig vel í embætti landbúnaðarráðherra. Hann var atorkusamur og iðinn, fylginn sér og tryggur stuðningsmaður lands- byggðarinnar.“ Steingrímur segir að nafna hans hafi tekist vel að brúa bilið milli sjónarmiða bænda og neytenda. „Þetta breytti þó ekki því að þegar Jón Baldvin var í ham hafði hann iðulega í heitingum í garð landbún- aðarkerfisins. Þegar sá gállinn var á honum deildi hann hart á Stein- grím. Landbúnaðarráðherrann lét ekkert eiga sinni hjá sér í því efni. Til að lækka hitastigið í sam- skiptum þeirra hafði ég það til siðs að minna Steingrím J. góðfúslega á að taka ekki of mikið mark á Jóni Baldvin þegar landbúnaðarmálin væru annars vegar.“ „Sjálfstraust í litlu hófi“ Ríkisstjórnin 1988 fékk toppeinkunn hjá Steingrími Hermannssyni Morgunblaðið/Þorkell Vinstri stjórnin mynduð 1988 Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Sigurðsson, Steingrímur J. Sigfús- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson. „Um Alþýðubandalagið taldi ég ríkja meiri óvissu. Ólafur Ragnar lét að vísu drýgindalega um stjórn sína á flokknum. Slíkt tal átti hins vegar lítið skylt við veru- leikann. Í raun var hann í minni- hluta í eigin flokki. Þar réðu Svav- ar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon lögum og lofum,“ segir í ævisögu Steingríms. Hann segir að Alþýðubanda- lagið hafi verið ósamstarfshæfur flokkur í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Annað hafi verið upp á teningnum í ríkisstjórninni 1988 og þremenningarnir úr Al- þýðubandalaginu skilað góðu verki. Mestu hafi skipt að Alþýðu- bandalagið hafi ekki lengur verið bandingi verkalýðshreyfing- arinnar. Steingrímur segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi stýrt fjármálaráðuneytinu af dugnaði og festu og verið vakinn og sofinn í embætti. „Hvað hug- sjónir snerti hefði Ólafur Ragnar í raun getað tilheyrt hverjum stjórnarflokkanna þriggja sem var,“ segir Steingrímur. Ólafur Ragnar í minnihluta í sínum eigin flokki Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ er yfirlýst markmið þeirra flokka, sem vinna að myndun nýrr- ar ríkisstjórnar, að kynjaskiptingin verði jöfn. Náist það markmið verður brotið blað í íslenskum stjórnmálum því að fram að þessu hefur hlutfall kvenna hæst orðið 33,3%. Fyrsti ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, tók til starfa 1. febrúar 1904. Ráðherrar Íslands voru 5, allt karlar. Jón Magnússon myndaði fyrsta eiginlega ráðuneytið 4. janúar 1917. Í þeirri ríkisstjórn voru þrír ráðherrar, allt karlar. Eftir það var myndað 21. ráðuneyti í land- inu, sem eingöngu var skipað körl- um. Það var ekki fyrr en árið1970, 66 árum eftir að fyrsti ráðherrann tók við embætti, að kona tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Braut- ryðjandinn var Auður Auðuns, sem varð dómsmálaráðherra í ráðu- neyti Jóhanns Hafstein 10. október 1970. Auður var ráðherra í rúma 8 mánuði. Síðan liðu rúm 12 ár og 5 ráðu- neyti litu dagsins ljós, sem ein- göngu voru skipuð körlum. Næsta kona til að taka sæti í ríkisstjórn varð Ragnhildur Helgadóttir sem varð menntamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 til 1987. Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir voru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Þegar Þorsteinn Pálsson myndaði ríkisstjórn 1987 tilnefndi Alþýðuflokkurinn Jó- hönnu Sigurðardóttur í rík- isstjórnina og tók hún við embætti félagsmálaráðherra. Jóhanna var eina konan í næstu ríkisstjórnum, þar á meðal í fyrsta ráðuneytinu, sem Davíð Oddsson myndaði árið 1991. Jóhanna hvarf úr embætti 24. júní 1994 og Rannveig Guð- mundsdóttir tók sæti hennar. Í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1995 til 1999 var bara ein kona, Ingibjörg Pálmadóttir úr Fram- sóknarflokki. Það var svo ekki fyrr en Davíð Oddsson myndaði sitt þriðja ráðuneyti 1999 til 2003 að konum fór að fjölga í rík- isstjórn svo um munaði. Af 12 ráðherrum voru þrjár konur, Ingibjörg Pálmadóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sólveg Péturs- dóttir. Þegar Finnur Ingólfsson vék úr stjórninni 1999 tók Val- gerður Sverrisdóttir sæti hans og konurnar urðu fjórar. Síðan þá hefur fjöldi kvenna í ríkisstjórn verið á bilinu tvær til fjórar. Í fráfarandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde voru 4 konur ráð- herrar af 12 og hlutfallið 33,5%. Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið í ráðherrastóli lengst ís- lenskra kvenna, eða samtals í 8 ár og tæpa 8 mánuði. Hlutfall kvenna í ríkisstjórn hefur áður farið hæst í 33,3% hér á landi Morgunblaðið/Áslaug Þingkonur Í kosningunum 1978 náðu aðeins þrjár konur kjöri til Alþingis, Jóhanna Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurrík- is, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sér- tilboð á flugsætum og gistingu 7. og 14. febrúar. Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Athugið aðeins örfá sæti laus í hvorri brottför og mjög takmörkuð gisting í boði á þessum frábæru kjörum! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki í febrúar frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum. Sértiboð 7. og 14. febrúar. Mjög takmark- aður fjöldi sæta í boði á þessum kjörum. Verð kr. 119.990 Vikuferð með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Stranachwirt í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 7. og. 21. febr- úar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Verð kr. 99.990 Vikuferð með morgunverði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað án nafns (stökktu tilboð) með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 7. febr- úar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.