Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VÆNTANLEGIR oddvitar nýrrar ríkisstjórnar, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son, sátu saman í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar frá 1988 til 1991. Með þeim í stjórn var Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti Íslands, sem komið hefur að stjórn- armynduninni í krafti síns embætt- is og bíður nú á Bessastöðum eftir því að geta skipað nýja ríkisstjórn. Í ævisögu Steingríms Her- mannssonar, sem Dagur B. Egg- ertsson ritaði, og kom út í þremur bindum 1998-2000, er talsvert miklu plássi eytt í þessa rík- isstjórn. Steingrímur segir að styrkurinn í stöðunni hafi verið sá, að ríkisstjórnin hafi áreiðanlega verið ein sú best skipaða í Íslands- sögunni. Í henni hafi verið einvala- lið. „Gallinn á gjöf Njarðar var hins vegar að þeir áttu það nánast allir sameiginlegt að hafa sjálfs- traust í litlu hófi og leggja líf og sál í stjórnmálin. Þetta var mér um- hugsunar- og áhyggjuefni. Stjórn- málamenn af þessari gerð eru oft hörundsárari og hefnigjarnari en aðrir,“ segir Steingrímur. Nið- urstaða hans hafi verið sú að rík- isstjórnin myndi ekki lifa lengi nema menn tengdust persónu- legum böndum og leyndu engu hver fyrir öðrum. Hlutverk hans hafi ekki síst falist í því að tryggja góðan anda. Hann segir jafnframt að stór hluti vinnuvikunnar hafi farið í að miðla málum milli ráðherra Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins. Rauk af fundum og skellti hurðum Undir fyrirsögninni Heilög Jó- hanna fjallar Steingrímur um Jó- hönnu Sigurðardóttur og segir að hún hafi verið forkur duglegur og gríðarlega starfsamur ráðherra. „Þótt ég hafi starfað með ýmsum ráðherrum sem hafa staðið fast á sínu stenst enginn þeirra sam- anburð við Jóhönnu,“ segir Stein- grímur. „Hún rauk af fundum og skellti hurðum. Ég hélt stundum að hún væri á leið úr stjórninni. Ef skera átti niður í hennar málaflokki stóð allt fast. Þetta gat tekið á taugarnar enda vandséð að rök væru fyrir því að félagsmálin væru eini málaflokkurinn sem ætti ekki að herða sultarólina. Sló stundum heiftarlega í brýnu milli Ólafs Ragnars og Jóhönnu vegna þessa.“ Steingrímur segir að það hafi ekki verið á margra vitorði að Jóhanna hafi lagt sig fram við að halda góðu sambandi. Hún hafi oft hringt og haft á orði við Eddu Guðmunds- dóttur eiginkonu Steingríms að auðveldara væri að ná í Steingrím en Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, sem þá var formaður Alþýðuflokksins, flokks Jóhönnu. Steingrímur J. Sigfússon fær einnig góða einkunn hjá nafna sín- um forsætisráðherranum. „Stein- grímur J. Sigfússon var yngstur ráðherranna. Hann var aðeins 33 ára þegar hann settist í ráðherra- stól. Hann er íþróttamaður ágætur, lipur í hreyfingum, rauður yfirlit- um, skeggjaður, skýrmæltur og fornyrtur,“ segir Steingrímur í ævisögu sinni. „Mér þótti Stein- grímur standa sig vel í embætti landbúnaðarráðherra. Hann var atorkusamur og iðinn, fylginn sér og tryggur stuðningsmaður lands- byggðarinnar.“ Steingrímur segir að nafna hans hafi tekist vel að brúa bilið milli sjónarmiða bænda og neytenda. „Þetta breytti þó ekki því að þegar Jón Baldvin var í ham hafði hann iðulega í heitingum í garð landbún- aðarkerfisins. Þegar sá gállinn var á honum deildi hann hart á Stein- grím. Landbúnaðarráðherrann lét ekkert eiga sinni hjá sér í því efni. Til að lækka hitastigið í sam- skiptum þeirra hafði ég það til siðs að minna Steingrím J. góðfúslega á að taka ekki of mikið mark á Jóni Baldvin þegar landbúnaðarmálin væru annars vegar.“ „Sjálfstraust í litlu hófi“ Ríkisstjórnin 1988 fékk toppeinkunn hjá Steingrími Hermannssyni Morgunblaðið/Þorkell Vinstri stjórnin mynduð 1988 Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Sigurðsson, Steingrímur J. Sigfús- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson. „Um Alþýðubandalagið taldi ég ríkja meiri óvissu. Ólafur Ragnar lét að vísu drýgindalega um stjórn sína á flokknum. Slíkt tal átti hins vegar lítið skylt við veru- leikann. Í raun var hann í minni- hluta í eigin flokki. Þar réðu Svav- ar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon lögum og lofum,“ segir í ævisögu Steingríms. Hann segir að Alþýðubanda- lagið hafi verið ósamstarfshæfur flokkur í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Annað hafi verið upp á teningnum í ríkisstjórninni 1988 og þremenningarnir úr Al- þýðubandalaginu skilað góðu verki. Mestu hafi skipt að Alþýðu- bandalagið hafi ekki lengur verið bandingi verkalýðshreyfing- arinnar. Steingrímur segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi stýrt fjármálaráðuneytinu af dugnaði og festu og verið vakinn og sofinn í embætti. „Hvað hug- sjónir snerti hefði Ólafur Ragnar í raun getað tilheyrt hverjum stjórnarflokkanna þriggja sem var,“ segir Steingrímur. Ólafur Ragnar í minnihluta í sínum eigin flokki Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ er yfirlýst markmið þeirra flokka, sem vinna að myndun nýrr- ar ríkisstjórnar, að kynjaskiptingin verði jöfn. Náist það markmið verður brotið blað í íslenskum stjórnmálum því að fram að þessu hefur hlutfall kvenna hæst orðið 33,3%. Fyrsti ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, tók til starfa 1. febrúar 1904. Ráðherrar Íslands voru 5, allt karlar. Jón Magnússon myndaði fyrsta eiginlega ráðuneytið 4. janúar 1917. Í þeirri ríkisstjórn voru þrír ráðherrar, allt karlar. Eftir það var myndað 21. ráðuneyti í land- inu, sem eingöngu var skipað körl- um. Það var ekki fyrr en árið1970, 66 árum eftir að fyrsti ráðherrann tók við embætti, að kona tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Braut- ryðjandinn var Auður Auðuns, sem varð dómsmálaráðherra í ráðu- neyti Jóhanns Hafstein 10. október 1970. Auður var ráðherra í rúma 8 mánuði. Síðan liðu rúm 12 ár og 5 ráðu- neyti litu dagsins ljós, sem ein- göngu voru skipuð körlum. Næsta kona til að taka sæti í ríkisstjórn varð Ragnhildur Helgadóttir sem varð menntamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 til 1987. Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir voru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Þegar Þorsteinn Pálsson myndaði ríkisstjórn 1987 tilnefndi Alþýðuflokkurinn Jó- hönnu Sigurðardóttur í rík- isstjórnina og tók hún við embætti félagsmálaráðherra. Jóhanna var eina konan í næstu ríkisstjórnum, þar á meðal í fyrsta ráðuneytinu, sem Davíð Oddsson myndaði árið 1991. Jóhanna hvarf úr embætti 24. júní 1994 og Rannveig Guð- mundsdóttir tók sæti hennar. Í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1995 til 1999 var bara ein kona, Ingibjörg Pálmadóttir úr Fram- sóknarflokki. Það var svo ekki fyrr en Davíð Oddsson myndaði sitt þriðja ráðuneyti 1999 til 2003 að konum fór að fjölga í rík- isstjórn svo um munaði. Af 12 ráðherrum voru þrjár konur, Ingibjörg Pálmadóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sólveg Péturs- dóttir. Þegar Finnur Ingólfsson vék úr stjórninni 1999 tók Val- gerður Sverrisdóttir sæti hans og konurnar urðu fjórar. Síðan þá hefur fjöldi kvenna í ríkisstjórn verið á bilinu tvær til fjórar. Í fráfarandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde voru 4 konur ráð- herrar af 12 og hlutfallið 33,5%. Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið í ráðherrastóli lengst ís- lenskra kvenna, eða samtals í 8 ár og tæpa 8 mánuði. Hlutfall kvenna í ríkisstjórn hefur áður farið hæst í 33,3% hér á landi Morgunblaðið/Áslaug Þingkonur Í kosningunum 1978 náðu aðeins þrjár konur kjöri til Alþingis, Jóhanna Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurrík- is, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sér- tilboð á flugsætum og gistingu 7. og 14. febrúar. Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Athugið aðeins örfá sæti laus í hvorri brottför og mjög takmörkuð gisting í boði á þessum frábæru kjörum! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki í febrúar frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum. Sértiboð 7. og 14. febrúar. Mjög takmark- aður fjöldi sæta í boði á þessum kjörum. Verð kr. 119.990 Vikuferð með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Stranachwirt í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 7. og. 21. febr- úar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Verð kr. 99.990 Vikuferð með morgunverði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað án nafns (stökktu tilboð) með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 7. febr- úar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.