Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Við Íslendingar höfum lifað íþeirri trú að stjórnarskrálýðveldisins, almenn lög ogrík réttarvitund almenn- ings tryggði það sem í stjórn- arskránni segði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannrétt- inda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti. Fyrir mörgum árum var þessi trú svo útbreidd að stjórnvöld töldu litla sem enga ástæðu til þess að finna þessum góðu fyrirheitum þann stað í lögum að efndir myndu fylgja fyrr- greindum orðum. Og sú skoðun var einnig útbreidd að best færi á því að litlar og helst engar breytingar væru gerðar á stjórnargerð. Þetta var og er einlæg skoðun margra lögfræð- inga,“ sagði Magnús Norðdahl, lög- fræðingur Alþýðusambands Íslands, á fjölsóttu málþingi um löggjöf gegn mismunun á Íslandi sem fram fór í Iðnó í gær. Leiddi til ágreinings við Noreg Magnús benti á að aðild Íslands að alþjóðlegu- og fjölþjóðlegu samstarfi hefði leitt til þess að mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar hefðu tek- ið hægfara breytingum í þá veru að tryggja jafnt félagsleg, mannrétt- indaleg og borgaraleg mannréttindi. „Ein afleiðingin af þessu fjölþjóðlega samstarfi sem Ísland tekur þátt í er að upp á fjörur okkar rak, án þess að nokkur hefði sérstaklega beðið um það, tilskipanir Evrópusambandsins frá árinu 2000 um bann við mis- munun,“ sagði Magnús. Minnti hann á að þegar Ísland gekk til samninga um myndun Evrópska efnahags- svæðisins ætluðu menn ekki að undir þann samning féllu allar tilskipanir ESB sem myndu líta dagsins ljós eft- ir að EES samningurinn var gerður. Þannig var ekki gert ráð fyrir því að tilskipanir sem myndi varða félagsleg og borgaraleg mannréttindi yrðu að veruleika hér á landi. „Þegar þessar tilskipanir ESB um bann við mismunun litu dagsins ljós var það mat íslenskra stjórnvalda að þær væru að öllu eða verulegu leyti þegar í gildi, auk þess sem þær voru ekki taldar varða EES,“ sagði Magn- ús og tók fram að þetta hefði leitt til ágreinings við Noregs, því Norð- menn vildu taka tilskipunina í gildi strax en Íslendingar ekki. Nið- urstaðan varð því sú að tilskipun ESB um bann við mismunun varð ekki hluti af EES-samningnum. Á ekki að enda í ruslatunnu Magnús minnti á að afstaða ASÍ hefði verið sú að innleiða ætti strax tilskipun ESB. Sagði hann að rök ASÍ hefðu m.a. verið þau að öll lönd sem við bærum okkur saman við hefðu sett eða hygðust setja löggjöf um þetta efni byggða á tilskipun ESB. Noregur ætlaði að uppfylla öll skilyrði tilskipunarinnar og ríki ESB væru skuldbundin til að gera það og væru sett undir agavald ESB í þeim efnum. „Það væri mikilvægt fyrir rekstur og þróun EES samningsins og stöðu Íslands í Evrópusamvinn- unni að tilskipunin yrði hluti af rétt- indakerfi á íslenskum vinnumarkaði.“ Að sögn Magnúsar telur ASÍ að niðurstöður starfshóps sem falið var að skoða tilskipanir Evrópusam- bandsins um bann við mismunun séu ásættanlegar. „Verkið er þó ekki full- unnið. Fyrir höndum er í raun stærsta verkið og það er að semja lögin. Því miður er staðan þannig í stjórnmálunum núna að við erum ekkert sérlega vongóð um að þetta verði afgreitt á næstu tveimur mán- uðum. Við leggjum áherslu á að fé- lagsmálaráðherra setji þessa vinnu af stað þannig að nýr félagsmálaráð- herra geti fylgt henni eftir á næsta kjörtímabili. Því ákvarðanir stjórn- valda sem væru teknar eftir jafnlangt og jafnmikið samráð og var haft um þessar tvær tilskipanir eiga auðvitað ekki að enda í ruslatunnu, heldur á að vera einhvers konar samfella í stjórn- sýslunni sem tryggir að haldið verði áfram með þessa vinnu.“ Íslenska löggjöfin brotakennd og ófullkomin Þegar komið er út fyrir svið jafn- réttis á grundvelli kynferðis er ís- lenska löggjöfin afar brotakennd og ófullkomin. Fjölmörg göt eru í rétt- arverndinni hérlendis þegar kemur að mismunun, bæði miðað við það sem kveðið er á um í Evrópuréttinum og einnig í þeim löndum sem við vilj- um bera okkur saman við. Það er því löngu orðið tímabært að endurskoða almenna jafnréttislöggjöf á Íslandi og auka réttarverndina til samræmis við réttarsvið Evrópuréttarins. Þetta er mat Oddnýjar Mjallar Arn- ardóttur, lagaprófessors við Háskól- ann í Reykjavík, sem fór í erindi sínu á málþinginu yfir íslensku löggjöfina gegn mismunun og mögulegar um- bætur. „Huga þarf vel að grundvöllum mismununar. Þörfin fyrir að berjast gegn mismunun á sér alltaf rætur í félagslegum veruleika, þar sem ákveðnir hópar eru settir í jaðarstöðu í samfélaginu. Klassísku mismun- unarástæðurnar tengjast kyni, kyn- ferði, kynáttun, kynþáttum, lit- arhætti, þjóðerni, fötlun, kynhneigð, aldri, tungumáli, pólitískum skoðanir, og félagslegri stöðu, svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar fjallað er um mismununarástæðurnar að við erum að tala um félagslega skilgreiningu, einkenni sem valda jaðarstöðu og markmið lagasetningar ætti að vera að bæta stöðu hópa sem eru í jað- arstöðu í samfélaginu,“ sagði Oddný. Að mati Oddnýjar virkar löggjöf gegn mismunun ekki sem skyldi nema að innleidd séu virk og skilvirk eftirlitskerfi, t.d. stjórnsýslustofnun sambærileg við Jafnréttisstofu. Einnig þurfi að tryggja aðgang að dómstólum eða stjórnsýslulega kæruleið, þannig að það sé aðgengi- legt fyrir borgara að leita réttar síns, en það sé ekki staðan í dag. Þannig þyrfti hérlendis að koma á nefnd sem væri sambærileg við kærunefnd jafn- réttismála fyrir allar mismununar- ástæður. Einnig þurfi að útfæra virk og raunhæf viðurlög við brotum. Sagðist Oddný vera þeirrar skoðunar að hver mismununarhópur þyrfti klæðskerasaumuð ákvæði, en að þau gætu öll vel rúmast innan einnar heildarlöggjafar og á könnu eins eft- irlitsaðila eða -stofnunar. Íslendingar 15 árum á eftir „Eftir því sem ég fæ best séð þá er umræðan um löggjöf gegn mismunun hérlendis svona 15 árum á eftir um- ræðunni í Svíþjóð,“ sagði Anna T. Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá umboðsmanni Svía gegn mismunun, í framsögu sinni. Bætti hún við að jafn- réttisumræðan í víðum skilningi hefði átt sér stað sl. 20-25 ár í Svíþjóð. Sagðist hún þeirrar skoðunar að þakka mætti það hversu framarlega Svíar stæðu á þessu sviði því að Svíar væru aðilar að Evrópusambandinu. Þannig hefði þrýstingurinn á úrbæt- ur í reynd komið utan frá. Í máli Önnu kom fram að á sl. ár- um hefði verið komið á umboðs- mannaembættum á sviði t.d. kynja- jafnréttis, kynþáttar og kynhneigðar, en í upphafi þessa árs hefði tekið til starfa embætti eins umboðsmanns sem næði til allrar mismununar. Sagði hún marga hafa haft efasemdir um að jákvætt væri að sameina þetta allt undir einum hatti þar sem óttast var að einn málaflokkur mismununar myndi kæfa annan. Þessar gagnrýn- israddir væru hins vegar að mestu þagnaðar, þar sem menn sæju nú fleiri kosti við sameininguna þar sem samstaðan gæti styrkt baráttuna. Anna sagði það hlutverk stofnunar umboðsmanns að hafa eftirlit með því að lögum gegn mismunun væri fylgt eftir, veita einstaklingum ráðgjöf og taka á móti kærumálum er snúa að mismunun og rannsaka þau. Sagði hún að ætlað væri að sameinuðu embætti umboðsmanns mundu ber- ast 1500-2000 kærumál á ári. Sagði hún reynt að leita sátta í öllum mál- um, en reynslan sýndi að 15-20% allra kærumálanna enduðu fyrir dómstólum. Morgunblaðið/Sverrir Mismunun Fjölbreytileikinn í samfélaginu er mikill. Meðal þeirra þátta sem skipað geta fólki í jaðarhópa eru kynferði, kynþáttur, þjóðerni, fötlun, kynhneigð, aldur og tungumál. Eigum enn langt í land  Sérfræðingar segja íslenska löggjöf gegn mismunun standa langt að baki því sem þekkist í nágranna- löndum okkar  Þeir telja mikilvægt að setja lög í samhljóman við tilskipanir ESB í málaflokknum Starfshópur um tilskipanir Evr- ópusambandsins um bann við mis- munun hefur lagt til að á vegum félags- og tryggingamálaráðuneyt- isins verði samið frumvarp til laga sem taki á efnisþáttum ESB frá árinu 2000 er tengjast annars vegar jafnri meðferð manna án til- lits til kynþáttar eða þjóðernis og hins vegar mismunun á vinnu- markaði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Hjörv- ar, formanns starfshópsins, en hann kynnti starf hópsins á mál- þinginu í gær. Starfshópurinn leggur til að undir Jafnréttisstofu heyri starfs- maður sem starfi við að veita þeim sem telja sig hafa sætt mismunun á grundvelli t.d. kynþáttar, trúar, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar, óháða aðstoð við að framfylgja kærum um mismunun. Að sögn Helga töldu þeir sem í starfshópnum sátu mikilvægt að komast að tillögu sem allir gátu samþykkt og því þurfti að sætta ólík sjónarmið. Benti hann á að þannig hefði starfshópurinn fallist á þá skoðun atvinnurekenda að ekki mætti leggja „óhæfilega mikl- ar kvaðir á atvinnulífið“ á sviði mismununar. Benti hann á færa mætti rök fyrir því að með litlum kvöðum á hendur atvinnulífsins, eins og gilt hefði hérlendis, hefði tekist að halda uppi mjög háu at- vinnustigi sem aftur nýttist fyrr- greindum jaðarhópum. Spurður hvort ástæða væri til þess að enduskoða þetta í ljósi breyttra aðstæðna á vinnumarkaði eftir að bankakreppan skall á benti Helgi á að nefndin væri þegar búin að skila skýrslu sinni. Sagði hann starfshópinn hafa verið sammála um að mikilvægt væri að innleiða tilskipunina með jákvæðum hætti til þess að sátt gæti náðst um hana. Of miklar kvaðir, t.d. um til- tekið hlutfall fatlaðra á vinnustað, gætu skapað neikvætt viðhorf til tilskipunarinnar sem ekki væri gott. Næst á dagskrá að semja sjálf lögin Morgunblaðið/Þorkell Blinda Tilskipun ESB frá 2000 tekur á mismunun á vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.