Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 UNDIRRITAÐUR vill koma á framfæri mótmælum gegn fyr- irhugaðri ákvörðun ráðuneytis heilbrigð- ismála að loka St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði og flytja starfsemi hans annað í nafni hag- ræðingar og sparnaðar. Á sínum tíma starfaði undirritaður á skurðstofum Landakotsspítala, sem var byggður árið 1902. Honum var líka lokað í nafni hagræðingar og sparnaðar árið 1996. Þar voru 5 mjög fullkomnar skurðstofur sem höfðu nýst landsmönnum í áraraðir og voru þær nýuppgerðar og virði þeirra voru mörg hundruð milljónir króna, auk skurðstofa var þar mjög fullkomin gjörgæsludeild sem nauð- synleg er fyrir stórar aðgerðir. Það kostaði tugi milljóna að brjóta þess- ar skurðstofur niður og breyta og spítalinn þar nú rekinn sem öldr- unarlækningaspítali. Biðlistar eftir að- gerðum eru staðreynd á Íslandi. Í mínu fagi, bæklunarskurðlækn- ingum eru t.d. í dag u.þ.b. 500 sjúklingar að bíða eftir bækl- unaraðgerðum á Landspítala sem er óviðunandi ástand. Aðgengi að skurð- stofum er mjög stór þáttur í að geta fram- kvæmt slíkar aðgerðir og fleiri skurðstofur eru þar af leiðandi alveg nauðsyn- legar til að geta útrýmt slíkum bið- listum. Það er mín skoðun að það hafi verið eyðilegging á þjóð- arverðmætum allra Íslendinga að loka skurðstofunum 5 á Landakoti og fræsa þær niður í gistirými. Gamla fólkið sem dvelur á Landa- koti á skilið allt það besta. Hrein af- glöp ráðamanna voru að loka þess- um verðmætu skurðstofum á besta stað á landinu og skurðdeildin hefði vel geta starfað á sínum stað þrátt fyrir aðra starfsemi á Landakoti. Við flutninginn átti ekkert að riðlast og starfsemi Landakots átti að flytj- ast yfir á Borgarspítala. Þegar þangað var komið reyndist ekki rými fyrir nema hluta þeirra starf- semi sem var á Landakoti og í kjöl- farið var samið við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um aðgengi að skurð- stofum þar. Orkuhúsið, sem margir landsmenn þekkja, reis í kjölfarið á lokun Landakots af þeirri einföldu ástæðu að skurðstofurými vantaði á höfuðborgarsvæðinu eftir lokun Landakotsskurðstofa. Þar hafa ver- ið framkvæmdar minni bæklunar- aðgerðir á sjúklingum sem komast heim samdægurs og þeim biðlistum eytt. Á St. Jósefsspítala hafa bækl- unarlæknar framkvæmt aðgerðir á veikari og eldri einstaklingum sem þurfa oftast að dvelja eina nótt eða lengur eftir aðgerð, þetta er mögu- legt í Hafnarfirði. Stærstur hluti þeirra færi aldrei til Keflavíkur til aðgerðar þar sem áhætta og flutn- ingur á Landspítala tekur allt of langan tíma í bráðatilvikum. Myndu þeir einstaklingar þá bætast á bið- lista Landspítala sem er allt of lang- ur fyrir. Fyrst og fremst á ekki að flytja rótgróna starfsemi á höf- uðborgarsvæðinu út á land. Það kostar u.þ.b eina milljón dollara eða 120 milljónir kr. að útbúa fullbúna skurðstofu í dag með öllu tilheyr- andi, ég veit ekki betur en Íslend- ingar séu nú frekar blankir og vegna þesseins, auk langra biðlista eftir aðgerðum, legg ég til að frek- ari þjóðarverðmætum verði ekki fargað. Endurtökum ekki Landa- kotsafglöpin. Skurðstofum á St. Jósefsspítala, sem undirritaður veit að eru góðar og vel nothæfar í lang- an tíma, á ekki að farga heldur á að friðlýsa þær sem mikilvæg þjóð- arverðmæti og sameign þjóð- arinnar. Fjöldi skurðstofa á höf- uðborgarsvæðinuþarf að haldast óbreyttur eða aukast. Ég hef valið að starfa í Orkuhús- inu og á St. Jósepsspítala til að veita sem besta þjónustu. Sú starf- semi sem er til staðar í Hafnarfirði lýtur að fjölda sérgreina í skurð- lækningum og einnig á sviði melt- ingarfæralækninga. Sérhæft og ein- staklega gott starfsfólk hefur byggt upp örugga og góða þjónustu og eina heild. Við lokun spítalans eru margvíslegar aðgerðir í uppnámi. Full þörf er á að auka vöxt þeirrar þjónustu þar sem flest fólkið býr. Það læðist að mér sá grunur að flutningur á starfsemi St. Jós- efsspítala verði eins og Landakots- flutningurinn og einungis brot af þjónustunni fari þangað. Nú þegar er önnur skurðstofan í Keflavík í notkun fyrir Reykjanesbúa, hvert skyldu þeir eiga að fara? Til Reykjavíkur? Við ráðuneyti heil- brigðismála segi ég; þið getið lokað spítalanum í Hafnarfirði og fyrir það munum við minnast ykkar en að flytja starfsemina til Keflavíkur eða eitthvað annað sem ykkur hugnast verður a.m.k ekki með minni þátt- töku. Af mistökunum skulum vér læra, í það minnsta vonar maður það. Afglöp að flytja St. Jósefsspítala Ágúst Kárason mót- mælir lokun St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði » Skurðstofum á St. Jósefsspítala sem undirritaður veit að eru góðar og vel nothæfar í langan tíma á ekki að farga heldur á að frið- lýsa þær sem mikilvæg þjóðarverðmæti og sam- eign þjóðarinnar. Ágúst Kárason Höfundur er bæklunarskurðlæknir. EFTIR hrun við- skiptabankanna hafa augu margra opnast fyrir því að stjórnskip- anin sjálf þurfi athug- unar við. Auðvitað eru það eigendur og stjórn- endur bankanna sem hljóta að bera þyngsta ábyrgð á gjörðum sín- um og verða að axla ábyrgð. En engu að síður þarf að skoða kerfið sjálft. Þar á allt að vera undir, löggjöfin, framkvæmd hennar og eftirlit. Ég er eindregið þeirrar skoðunar eftir langa reynslu bæði í stjórn og stjórnarandstöðu á Alþingi að veik staða þingmanna sé stór galli sem þurfi að lagfæra. Það er þing- manna sjálfra að hrinda úrbótum í framkvæmd. Leiðin til endurreisnar liggur í gegnum Alþingi. Ég vil nefna sérstaklega þrjú at- riði sem ég tel að verði að breyta, en þeim til viðbótar þarf að bæta starfs- aðstöðu þingmanna og launakjör þeirra. Alþingismenn þurfa menn sér til aðstoðar við störf sín og greið- an aðgang að sérfræðingum. Hvort tveggja þykir sjálfsagt þegar ráð- herrar eiga í hlut eða háttsettir emb- ættis ríkisins. Laun þingmanna hafa batnað verulega en eru engu að síð- ur langt frá því sem t.d. margir sveitarstjórar hafa eða skrif- stofustjórar hjá ríkinu svo ekki sé talað um hærra setta embætt- ismenn. Eftirlaun þingmanna hafa verið um margt betri en annarra opinberra starfsmanna en það hefur breyst á síðustu árum og sá munur er að mestu horfinn. Um- ræðan um launakjör alþingismanna og starfsaðstöðu hefur að mínu mati verið á al- gerum villigötum að undanförnu og hefur leitt það eitt af sér að veikja enn frekar en orðið er stöðu Alþingis. Hverjum það er helst í hag að hafa veikt löggjafarvald? Vald þjóðarinnar Fela þarf þjóðinni að ráða stjórn- arskrárbreytingum. Þjóðin setti stjórnarskrána í upphafi lýðveldisins árið 1944 en hefur síðan verið haldið utan við málið. Breytingar hafa verið í höndum Alþingis en almennar þingkosningar hafa verið haldnar áður en breyting er staðfest. Gild- andi fyrirkomulag þjónar fyrst og fremst ráðamönnum stjórn- málaflokkanna sem geta samið sín á milli um breytingar tiltölulega óhult- ir fyrir afskiptum hins almenna kjósanda. Undanfarin ár hef ég þrisvar flutt frumvarp sem mælir fyrir um það að stjórnarskránni verði aðeins breytt í almennri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þjóðin er eini aðilinn sem getur breytt því sem þjóðin hefur ákveðið. Óeðlilegt er að þeir sem eiga að starfa eftir grund- vallarreglum geti sjálfir breytt þeim. Löggjafar- og fjárveitingarvald Alþingis Staðfesta þarf löggjafarvald Al- þingis með því að fella brott heimild til ráðherra að gefa út bráðabirgða- lög. Heimildin var misnotuð herfi- lega um áratuga skeið og það leiddi til þess að hún var þrengd umtals- vert árið 1991 en á síðustu árum er vaxandi tilhneiging til þess að mis- nota hana. Af sömu ástæðu þarf að taka fyrir það að sami maður geti verið bæði með framkvæmdavald og löggjafarvald á hendi eins og nú tíðkast þar sem ráðherrar eru einnig alþingismenn. Það dettur engum í hug að alþingismaður geti farið með dómsvald á sama tíma og hann er hluti af löggjafarvaldinu eða að ráð- herra sé bæði með framkvæmdavald og dómsvald. Jafn sjálfsagt er að skilja í sundur milli framkvæmda- valds og löggjafarvalds. Þessi breyt- ing verður enn brýnni vegna þess að ráðherrar eru 12 en alþingismenn 63. Það kom best í ljós í þingflokki framsóknarmanna þegar um 7 ára skeið helmingur þingmanna flokks- ins var ráðherrar. Það eina sem dug- ar til lengri tíma er að draga skýrar línur og víkja hvergi frá þeim. Höf- um löggjafarvaldið hjá Alþingi og hvergi annars staðar. Höfum ráð- herrana í ráðuneytunum og aðeins þar. Höfum fjárveitingarvaldið að- eins á Alþingi. Í stjórnarskránni stendur: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjár- lögum eða fjáraukalögum.“ Þessu hefur verið snúið við í lögum um fjárreiður ríkisins. Með þessu móti hefur ítrekað verið stofnað til út- gjalda án samþykkis Alþingis. Fjór- um sinnum á síðasta áratug hef ég flutt frumvörp á Alþingi um þessi at- riði, síðast nú í vetur. Vald kjósenda Auka þarf bein áhrif kjósanda á val þingmanns. Það veitir þing- manninum aukinn pólitískan styrk og vinnur gegn foringja- og flokks- valdinu. Kjördæmin þurfa að vera fleiri og fámennari. Í mörgum ríkj- um Evrópu eru einmennings- kjördæmi meginreglan og á Ítalíu var sú leið valin gagngert til þess að endurreisa traust á stjórn- málamönnum. Í Þýskalandi er helm- ingur þingmanna valinn í einmenn- ingskjördæmum og hinn helmingurinn af landslista flokk- anna. Þar fær hver kjósandi tvö at- kvæði og kýs annars vegar persónu og hins vegar flokk. Þessar þrjár breytingar efla lög- gjafarvaldið en draga úr ráðherra- valdi, foringjaræði og flokksvaldi. Lýðræðið þrífst best með því að hafa skýrar línur milli einstakra vald- þátta og jafnræði milli þeirra. Það varð þjóðveldinu að falli að jafn- vægið raskaðist. Einstakir goðorðs- menn kunnu sér ekki hóf í ásókn til valdsins og að lokum hélt þeim ekk- ert í skefjum nema erlent konungs- vald. Foringjavaldið sem ég hef kynnst á undanförnum árum lýsir þróun í átt til pólitískrar konungs- tignar. Höfum það í huga að lýðveld- ið getur hrunið innan frá líkt og þjóðveldið gerði. Endurreisn í gegnum Alþingi Kristinn H. Gunn- arsson skrifar um stjórnsýsluna »Ég er eindregið þeirrar skoðunar eftir langa reynslu bæði í stjórn og stjórnarand- stöðu á Alþingi að veik staða þingmanna sé stór galli sem þurfi að lag- færa. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. GREIN fjórmenninganna í Morgunblaðinu í gær er ómerkilegt yfirklór dæma- lausrar stjórnsýslu. Órök- studdum fullyrðingum og dylgjum í lok þessarar greinar gagnvart bæjarfulltrúum Sjálfstæðisfélagsins á Álfta- nesi er algerlega vísað á bug. Guðmundur G. Gunnarsson Vegna greinar um Miðskóga 8 Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álfta- nesi. Til hamingju vinningshafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.