Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Kveðjustund Geir H. Haarde forsætisráðherra kvaddi samstarfsfólk sitt í forsætisráðuneytinu í gær og við það tækifæri var tekin hópmynd á tröppum Stjórnarráðshússins. Gunnar Geir Vigfússon ljósmyndari notaðist við tröppur til að fá betri yfirsýn á myndefnið. Svo var bara að segja „SÍS“. Kristinn Hallur Magnússon | 30. janúar Ríkisstjórnin taki 100 milljarða lán hjá lífeyrissjóðum Það er brýnt að verðandi ríkisstjórn samþykki hald- bæra aðgerðaráætlun í efnahagsmálum til að vinna fram að kosningum, en veifi ekki lausbeislaðri kosningastefnuskrá. Einn þáttur þessarar áætlunar ætti að vera sú að ríkið taki 100 milljarða í fram- kvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum! Þessar tillögur mínar komu reyndar til vinnslu á flokksþingi Framsóknarflokks- ins og urðu einn grunnurinn að ályktun Framsóknarflokksins um stofnun sér- staks tímabundins Endurreisnarsjóðs: Meira: hallurmagg.blog.is Baldur Kristjánsson | 30. janúar Orðsending til nýs menntamálaráðherra! Ég vil sérstaklega beina því til nýs menntamála- ráðherra að beita sér fyrir því að mannréttinda- kennsla verði aukin í grunnskólum, framhalds- skólum og háskólum, ekki síst í lögfræðideildum. Hugsun manna er allt of léttkeypt fyrir staðalímyndum, fólki er ætlað illt sem gott eftir útliti, uppruna, kynþætti, trú. Þessi hugsunarvankantur liggur djúpt í þjóðarsálinni. . . . Meira: baldurkr.blog.is KREPPAN á Íslandi er alvarlegri en þær þrengingar sem nú ríða yfir önnur lönd. Þar er bankakreppa. Hér er bankakreppa, gjaldeyriskreppa og nú stjórnmálakreppa. Staðan er al- varleg. Á það hefur verið bent að ástandið gæti versnað. Grípa þurfi til aðgerða strax. Stjórnvöld hafi ein- ungis örfáa mánuði til að bregðast við. Þessi varnaðarorð á að taka alvar- lega. Meginverkefnið er að finna leið- ir út úr kreppunni nú þegar hún er orðin að veruleika. Aðild að ESB og íslenska krónan Reynsla síðustu mánaða hefur sýnt að krón- an hefur reynst okkur fjötur um fót. Miklir gall- ar fylgja því að reka minnsta gjaldmiðil heims- ins. Á þá höfum við verið óþyrmilega minnt. Því er haldið fram að leiðin út úr þeim vanda sem nú er uppi felist í aðild Íslands að ESB með upptöku evru sem gjaldmiðils. Sjálfstæðisflokkurinn heldur brátt landsfund sinn. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn kúvendir stefnu sinni um aðild Íslands að ESB eða ekki. Ég hef talið að hagsmunum þjóðarinnar sé bet- ur borgið utan ESB. Þar hafa skoðanir mínar átt samleið með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þær hafa byggst á köldu hagsmunamati, sem ekki hefur breyst. Þar vegast á sjónarmið um hvort þjóðin sé reiðubúin til að afsala sér yf- irráðum yfir auðlindunum og skerða fullveldi sitt í skiptum fyrir evruna eða ekki. Ég tel að krafa þeirra sem vilja sækja um að- ild að ESB sé í raun krafa um að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill á Íslandi. Ég trúi því ekki að félagsmálapakki ESB hafi mikið aðdráttarafl. Hvað þá landbúnaðarstefnan eða sjávarútvegs- stefnan. Krafan um aðild snýst um gjaldmiðilinn. Tíminn skiptir sköpum Ísland verður ekki aðili að ESB á skömmum tíma. Í nóvember sagði Olli Rehn, framkvæmda- stjóri stækkunarmála hjá ESB, að Ísland gæti orðið aðili að ESB eftir u.þ.b. fjögur ár. Ljóst er að evra verður ekki tekin upp sem gjaldmiðill í aðildarríki ESB fyrr en ríki hafa verið að minnsta kosti tvö ár í sambandinu. Ís- lendingar munu því ekki eiga möguleika á að skipta um gjaldmiðil fyrr en í fyrsta lagi eftir sex ár með aðild að ESB. Líklega mun sá tími verða mun lengri því eftir bankahrunið á Ísland langt í land með að uppfylla Maastricht- skilyrðin sem eru forsenda upptöku evru. Ég óttast að fólk og fyrirtæki hafi ekki tíma til að bíða svo lengi eftir breytingum á meðan eignir þeirra brenna upp. Það þarf að grípa til sínar sem tryggingu gegn útflæði úr bönk- unum. Slíkar aðgerðir samhliða einhliða upp- töku myndu tryggja svo gott sem allar inni- stæður í bönkunum. Til samanburðar er hæsta hlutfall slíkra trygginga í bankakerfi Hong Kong. Þar nær tryggingin til um 20% inni- stæðna, en væri nær 75% á Íslandi. Þar við bæt- ist að þau gjaldeyrishöft sem nú eru í gildi myndu gera bankaáhlaup nánast ómögulegt. Hin er sú að koma eignarhaldi á bönkunum í hendur erlendra lánardrottna þeirra. Með því yrðu í raun starfræktir erlendir bankar á Ís- landi sem nytu bakstuðnings eigenda sinna og eftir atvikum erlendra ríkja. Pólitísk viðbrögð ESB Aðrir óttast pólitísk viðbrögð ESB við ein- hliða upptöku. Michael Emerson sagði í grein í Frétta- blaðinu 4. desember sl. að ekkert í lögum ESB eða alþjóðalögum bannaði neinum að afla sér evra eða nota í sparnað, viðskipti, bókhald og millifærslur. Evra væri fyllilega innleysanlegur gjaldmiðlill og engar svæðisbundnar takmark- anir við notkun hennar. Engin lagastoð væri fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum í garð Ís- lands og slíkri kröfu yrði hiklaust vísað frá af dómstólum ESB og EFTA. Illmögulegt væri að rifta EES-samningnum við Ísland, slíkt krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem ólíklegt væri að myndi nást. Um áramótin 1999/2000 tók Svartfjallaland einhliða upp evru sem gjaldmiðil, með góðum árangri. Þeirri ákvörðun mótmælti ESB. Svart- fjallaland hefur ákveðið að sækja um aðild að ESB, sem tekur landinu nú opnum örmum. Þjóðarsátt Hvort sem menn eru hlynntir eða andvígir aðild Íslands að ESB þá hljóta allir að sjá að ís- lenska þjóðin getur ekki beðið árum saman eftir lausn á gjaldeyriskreppunni. Þann tíma hefur fólkið í landinu ekki. Einhliða upptaka leysir vandann á mun skemmri tíma. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hraðar hendur. Þeir mega ekki og geta ekki slegið ákvörðunum um lausn vandans á frest á meðan hagkerfið brennur, eignir fólks rýrna, atvinnuleysi eykst og fyrirtæki berjast í bökkum. Ákvörðun um einhliða upptöku leysir ekki einungis þá gjaldeyriskreppu sem hér geisar. Hún getur verið pólitísk málamiðlun milli tveggja stórra hópa í þjóðfélaginu, þjóðarsátt milli andstæðra fylkinga, þeirrar sem vill taka upp annan gjaldmiðil en standa utan ESB og hinnar sem vill taka upp evru með inngöngu í ESB. Nú þurfum við á slíkri sátt að halda. Við höfum ekki efni á öðru. Meira: www.mbl.is/greinar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), tæplega 6 milljarðar dollara, yrðu notuð til þess að verja gengi krónunnar. Íslenska þjóðin kæmist hjá því að afsala sér forræði yfir auðlindum sínum í skiptum fyrir nýjan gjaldmiðil og þyrfti ein- ungis að bíða í nokkrar vikur yrði hún tekin upp einhliða, en ekki í fjölmörg ár með aðild að ESB. Einhliða upptaka skapar stöðugleika í pen- ingamálum. Hún tengir landið inn á efnahags- svæði þess gjaldmiðils sem valinn er. Verðbólga og viðskiptahalli skipta stjórnvöld ekki lengur máli því þau stýra ekki lengur peningamagni í umferð og hún krefst aga við efnahagsstjórnina. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Ekkert í samkomulagi ríkistjórnarinnar og IMF kemur í veg fyrir að Íslendingar geti tekið einhliða upp alþjóðlegan gjaldmiðil. Þvert á móti gerir samkomulagið ráð fyrir að fyr- irkomulag peningamála verði endurskoðað. Hátt settir embættismenn innan IMF hafa og lýst því yfir að þeir teldu einhliða upptöku skyn- samlegan valkost fyrir Íslendinga. Skortur á lánveitanda til þrautavara. Ýmsar efasemdir hafa komið fram um skyn- semi einhliða upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils á Íslandi. Ein er sú að með henni skapist hætta á fjármagnsflótta frá landinu. Sú kenning hefur verið lífseig að Seðlabanki Evrópu sé lánveitandi evrópskra banka til þrau- tavara. Kenningin gengur ekki upp. Það sást best við fall eins stærsta banka Evrópu, Fortis. Seðlabanki Evrópu kom honum ekki til bjargar, heldur þurftu ríkin sem bankinn starfar í að þjóðnýta hann til að bjarga honum frá falli. Það eru því ríkissjóðir og skattgreiðendur hvers lands sem eru lánveitendur evrópsku bankanna til þrautavara. Ég tel að einhliða upptaka minnki líkur á fjár- magnsflótta. Charles Wyplosz hefur lýst sömu skoðun. Hættan hlýtur að vera minni í banka- kerfi sem notar gjaldmiðil sem nýtur trausts en í kerfi sem notar gjaldmiðil sem fáir treysta. Tvær leiðir má hugsa sér til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup við einhliða upptöku og til að leysa vandamálið varðandi skort á lánveit- anda til þrautavara. Önnur er sú að leggja íslensku bönkunum til hluta af núverandi gjaldeyrisvaraforða Seðla- bankans. Lífeyrissjóðirnir legðu erlendar eignir skjótvirkari aðgerða sem eru einfaldar í framkvæmd, út- heimta ekki frekari skuldsetn- ingu ríkisins erlendis og koma í veg fyrir afsal yfir auðlind- unum. Einhliða upptaka alþjóðlegs gjaldmiðils felur í sér þessa kosti. Einhliða upptaka al- þjóðlegs gjaldmiðils Ég hef lengi unnið að því í samstarfi við sérfræðinga að kanna kosti þess að á Íslandi verði alþjóðlegur gjaldmiðill tekinn upp einhliða í stað krónunnar. Nið- urstaða þeirrar vinnu er að sá valkostur er ekki einungis vel mögulegur heldur æskilegur. Und- ir það hafa færustu erlendu sérfræðingar á sviði peningamálahagfræði tekið, t.a.m. Michael Emerson, sem var yfirmaður efnahags- og fjár- málasviðs framkvæmdastjórnar ESB (ECF- IN), Daniel Gros, sem tók þátt í uppbyggingu Seðlabanka Evrópu, og prófessor Charles Wyp- losz, sem m.a. á sæti í ráðgjafarnefnd forseta framkvæmdastjórnar ESB í efnahagsmálum (GEPA) og er einn virtasti hagfræðingur Evr- ópu. Við þessar aðstæður er ástæða til að hlusta á ráð slíkra manna. Með einhliða upptöku yrði alþjóðlega við- urkenndur gjaldmiðill innleiddur sem lögeyrir. Krónunni yrði skipt út á hagstæðu gengi og kostnaður, verðlag, bókhald fyrirtækja, tekjur fólks og skuldir og fjármál ríkisins miðaðar við hana. Einhliða upptaka er hvorki flókin í fram- kvæmd né tímafrek. Að mati sérfræðinga gæti hún tekið 4 vikur. Jafnvirði peningamagns sem er í umferð á Íslandi nemur um 150 milljónum evra. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans nemur hærri fjárhæðum og því getur ríkið fjármagnað skiptin. Eins og hópur hagfræðingar benti á er ein- hliða upptaka ekki töfralausn sem leysir öll vandamál. Ekki frekar en aðild að ESB. En ein- hliða upptaka er lausn á gjaldeyriskreppunni sem hefur valdið okkur ómældum búsifjum. Hver er ávinningur einhliða upptöku? Í stuttu máli má fullyrða að á skömmum tíma yrði ávinningur einhliða upptöku eftirfarandi: 1. Vextir myndu lækka. Vaxtastig á Íslandi, sem nú er 18%, yrði sambærilegt vaxtastigi þess myntsvæðis sem valið yrði, að viðbættu landsálagi, sem í dag væri 0,5-1,5%. 2. Verðbólga myndi lækka, enda er verðbólg- an ekki síst tilkomin vegna gengisfalls krón- unnar. 3. Verðtrygging myndi deyja út við endur- fjármögnun skuldbindinga. Þá þyrftu kynslóðir framtíðarinnar ekki að óttast að þau lán sem leiða af samkomulaginu Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Einhliða upptaka skapar stöðugleika í peninga- málum. Hún tengir landið inn á efnahagssvæði þess gjald- miðils sem valinn er. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þjóðarsátt BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.