Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 HEIMSBYGGÐIN öll siglir hraðbyri í átt til alvarlegrar „vatnskreppu“ en eftirspurnin eft- ir þessari lífsnauðsyn er víða orðin miklu meiri en unnt er að verða við. Kemur þetta fram í skýrslu, sem lögð var fyrir efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Seg- ir í henni, að á innan við 20 árum muni afleið- ingar vaxandi vatnsskorts svara til þess, að öll kornuppskera á Indlandi og í Bandaríkjunum hverfi úr heimsbúskapnum. Þá er því spáð, að eftirspurn eftir matvælum muni stóraukast á næstu áratugum. „Við getum ekki farið jafnilla með vatnið í framtíðinni og gert hefur verið til þessa. Á því þarf að verða róttæk breyting, að öðrum kosti blasir við efnahagslegt hrun,“ segja skýrslu- höfundar og benda á, að verð á vatni hafi lengi allt vatnið í þeim er nýtt fyrir áveitur og uppi- stöðulón fyrir vatnsnotkun í borgunum. Í skýrslunni er fullyrt, að innan 20 ára verði vatn og aðgangur að því meðal eftirsóttustu fjárfestingarkosta og eftirsóttari en olían. Pet- er Brabeck-Letmathe, stjórnarformaður sviss- nesku matvælasamsteypunnar Nestlé, var einn margra framámanna í atvinnulífinu, sem lýstu áhyggjum af vaxandi vatnsskorti. „Ég er því miður sannfærður um, að miðað við ástandið nú og það hvernig nýtingu vatns- ins er háttað, muni vatnið „þrjóta“ ef svo má að orði komast löngu áður en olíuna þrýtur,“ sagði Brabeck-Letmathe. Indra Nooyi, stjórnarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri PepsiCo, sem er gífurlega mikill vatnsnotandi, sagði, að stjórnvöld, atvinnulífið, fræðimenn og fjárfestar um allan heim yrðu að taka saman höndum og vinna að því að tryggja sem skynsamlegasta vatnsnotkun. verið allt of lágt og það síðan leitt til mikillar sóunar og rányrkju. Nú væri svo komið, að víða um heim stæðu menn frammi fyrir „vatns- gjaldþroti“ í kjölfar „vatnsbólu“, sem nú væri sprungin. Fram kemur, að 39% vatnsnotkunar í Bandaríkjunum tengdust orkuframleiðslu og 31% í Evrópusambandsríkjunum. Aðeins 3% vatnsins fara til eiginlegrar neyslu en sam- keppnin um þessa auðlind mun harðna mjög á næstu tveimur áratugum. Vatnsuppspretta tveggja milljarða manna í hættu Því er spáð, að haldi jöklar í Himalaja-fjöll- um og í Tíbet áfram að bráðna með sama hraða og að undanförnu, muni þeir verða horfnir um 2100. Þeir eru hins vegar meginvatnsupp- spretta tveggja milljarða manna. Þá eru nú um 70 stórár víða um heim að þorna upp þar sem Alvarleg „vatnskreppa“ blasir við Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Lífslindin Við getum lifað án olíu en vatns- lausum eru okkur allar bjargir bannaðar. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is INDVERSKAR skólastúlkur í Punjab-ríki æfa þjóðdansinn Gidda fyrir hindúahátíðina Vasant Panchami sem er í dag. Hátíðin er helguð Saras- wati, gyðju þekkingar og lista. Hún er haldin ár- lega á fimmta degi indverska mánaðarins Magh og markar upphaf vorsins á Indlandi. Guli liturinn er mjög áberandi á hátíðinni, fólk klæðist yfirleitt gulum fötum og borðar gult sæl- gæti. AP Gyðja þekkingar og lista lofsungin FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LÍKLEGT er að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Lik- ud-flokksins, verði næsti forsætis- ráðherra Ísraels eftir þingkosningar 10. febrúar, ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Likud-flokkurinn er nú með tólf þingmenn en líklegt er að hann fái 28 þingsæti af 120 samkvæmt skoð- anakönnun sem dagblaðið Maariv birti í gær. Stjórnarflokknum Kad- ima, undir forystu Tzipi Livni utan- ríkisráðherra, er nú spáð 23 þing- sætum, en hann fékk 28 sæti í síðustu kosningum. Verkamannaflokkurinn, undir for- ystu Ehuds Baraks varnarmálaráð- herra, fær 17 þingmenn samkvæmt könnun Maariv. Flokkurinn Israel Beiteinou, sem er lengst til hægri í ísraelskum stjórnmálum, fær 16 þingmenn. Gangi spárnar eftir fá Likud og fleiri hægriflokkar um það bil 65 þingsæti í kosningunum og geta því myndað meirihlutastjórn. Þorri Ísraela studdi árásirnar á Gaza-svæðið og talið er að komandi kosningar hafi ráðið miklu um það að stjórn Ehuds Olmerts, fráfarandi forsætisráðherra, ákvað að hefja hernaðinn. Síðustu kannanir benda þó til þess að hernaðurinn hafi ekki komið í veg fyrir að Likud- flokkurinn og bandamenn hans kæmust til valda eins og stjórn- arflokkarnir höfðu vonað. Beiteinou í sókn Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnina um að hafa stöðvað hern- aðinn of snemma því hægt hafi verið að ganga milli bols og höfuðs á vopn- uðum hópum Hamas og koma í veg fyrir að þeir gætu gert flugskeyta- árásir á Ísrael. Þessi gagnrýni hefur verið sérlega árangursrík fyrir Isra- el Beiteinou og fylgi flokksins hefur aukist verulega. Í kosningabaráttunni hefur Net- anyahu m.a. lofað skattalækkunum til að blása lífi í efnahaginn en yf- irlýsingar hans um friðarviðræður við Palestínumenn hafa verið óljós- ar. Hann kveðst vera hlynntur því að Palestínumenn fái víðtæk sjálf- stjórnarréttindi en er andvígur því að stofnað verði sjálfstætt Palest- ínuríki með raunveruleg völd. Fjölmiðlar í Ísrael telja líklegt að Netanyahu myndi stjórn með Israel Beiteinou sem er undir forystu Avig- dors Liebermans. Flokkurinn er hlynntur því að landtökubyggðir gyðinga á hernumdu svæðunum verði innlimaðar í Ísrael og í staðinn fái Palestínuríki yfirráð yfir arab- ískum bæjum í Ísrael. Netanyahu hefur sagt að ekki komi til greina að Ísraelar skili öll- um svæðunum sem þeir hernámu ár- ið 1967. Hann lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki standa við loforð Olmerts um að flytja 60.000 land- tökumenn úr byggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Hægristjórn spáð í Ísrael  Kannanir benda til þess að Likud og fleiri hægriflokkar fái meirihluta á þingi landsins  Saka stjórn Olmerts um hafa stöðvað árásirnar á Gaza of snemma Þúsundir manna fögnuðu Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem hetju þegar hann kom til Istanbúl í gær eftir að hafa rokið burt af árlegri heims- viðskiptaráðstefnu í Davos í Sviss til að mótmæla umræðunni um blóðsúthellingarnar á Gaza- svæðinu. Tyrkir hafa verið á meðal fárra bandamanna Ísraela í múslíma- heiminum en gagnrýnt harðlega árásir Ísraela á Gaza. Yfir 1.300 Palestínumenn biðu bana í árás- unum, þar af 412 börn. Erdogan sagði árásirnar villi- mannslegar og kvartaði yfir því að Shimon Peres, forseti Ísraels, hefði fengið lengri ræðutíma en aðrir í umræðu um hernaðinn á Gaza. Hann gagnrýndi einnig þátt- takendur fyrir að hafa klappað þegar Peres flutti tilfinninga- þrungna ræðu til að verja árás- irnar. Peres sagði að Ísraelar hefðu átt einskis annars úrkosti, benti á Erdogan og sagði að tyrkneski for- sætisráðherrann hefði gert það sama ef flugskeytum væri skotið á hverjum degi á Istanbúl. Fagnað sem hetju eftir brýnu við Ísraela AÐ undanförnu hafa breskir laun- þegar nokkrum sinnum efnt til skyndiverkfalla til að mótmæla er- lendu vinnuafli í Bretlandi. Hefur þessum aðgerðum verið að fjölga og nú verið gripið til þeirra við olíu- hreinsunarstöðvar. Aðgerðirnar byrjuðu í þriðju stærstu olíuhreinsunarstöð í Bret- landi, Lindsey í Lincolnskíri, á mið- vikudag en þá var því mótmælt, að ítalskir og portúgalskir verkamenn væru þar í byggingarvinnu. Í gær var síðan efnt til skyndiverkfalla við nokkrar aðrar olíuhreins- unarstöðvar og raforkuver. Gordon Brown forsætisráðherra hafði það einu sinni á sinni stefnu- skrá, að bresk störf væru fyrir Breta en nú varar hann við vernd- arstefnu sem lausn í þrenging- unum. Shona McIsaac, einn þing- manna Verkamannaflokksins, segir hins vegar, að fyrir atvinnulausa Breta sé það eins og rauð dula að sjá erlent verkafólk að störfum. svs@mbl.is Mótmæla erlendu verkafólki ÞINGMENN í Ill- inois í Bandaríkj- unum ráku í fyrradag rík- isstjórann fyrir að hafa reynt að selja öldunga- deildarsætið, sem Barack Obama lét laust er hann var kjörinn for- seti. Í öldungadeild ríkisþingsins var samþykkt með 59 atkvæðum gegn engu að Rod Blagojevich hefði mis- notað vald sitt og yrði því að taka pokann sinn. Við af honum tók Pat Quinn aðstoðarríkisstjóri. svs@mbl.is Ríkisstjórinn var rekinn Rod Blagojevich GÍFURLEGIR hitar eru nú í Ástr- alíu, einkum í álfunni suðaust- anverðri. Hafa þeir valdið kjarreld- um, sem hafa tortímt fjölda húsa, og nokkrir tugir manna hafa látið lífið vegna svækjunnar. Þá eru samgöngu- og raforkumál í ólestri. Í sambandsríkjunum Victoríu og Suður-Ástralíu sýndi mælirinn 46 gráður á celsíus í gær, þriðja dag- inn í röð. Aldrei áður hefur mælst meiri hiti í Victoríu. Vegna hitans hafa lestarteinar svignað og af þeim sökum hefur orðið að aflýsa hundruðum lest- arferða. Rafmagnið hefur víða far- ið af vegna álags og álagið á lækna og sjúkraflutningamenn hefur ver- ið óskaplegt. svs@mbl.is Ástralar eru að stikna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.