Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 44
44 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Sudoku Frumstig 3 1 7 9 9 6 9 7 6 8 2 8 3 6 2 7 2 1 9 5 1 7 2 6 7 5 9 3 8 9 3 4 9 7 6 9 3 7 5 5 6 2 5 2 9 4 9 8 3 5 6 3 7 2 8 6 1 7 8 4 8 9 3 7 3 1 6 8 1 6 9 2 3 5 9 7 1 4 8 3 1 3 7 2 1 8 5 8 1 3 5 8 4 9 9 4 1 3 7 6 7 8 9 2 5 6 4 3 1 3 4 6 7 9 1 2 8 5 1 2 5 3 8 4 9 6 7 5 6 7 9 4 3 8 1 2 8 9 3 1 2 5 6 7 4 2 1 4 6 7 8 3 5 9 9 3 2 5 6 7 1 4 8 6 5 8 4 1 2 7 9 3 4 7 1 8 3 9 5 2 6 5 8 9 4 3 6 7 1 2 2 4 6 7 9 1 8 5 3 1 3 7 5 2 8 4 9 6 9 6 4 2 8 5 3 7 1 3 5 8 9 1 7 6 2 4 7 2 1 3 6 4 9 8 5 8 7 2 1 4 3 5 6 9 6 9 3 8 5 2 1 4 7 4 1 5 6 7 9 2 3 8 8 7 9 3 2 6 1 4 5 1 6 5 4 8 9 2 7 3 2 3 4 7 5 1 8 6 9 7 2 6 5 3 4 9 8 1 9 5 1 2 6 8 4 3 7 3 4 8 9 1 7 6 5 2 4 8 2 1 7 3 5 9 6 5 9 7 6 4 2 3 1 8 6 1 3 8 9 5 7 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er laugardagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Víkverji er einn þeirra sem kallaðhafa eftir endurnýjun í stjórn- málum og kosningum á þessu ári. Kosningum fylgir margvísleg stjórn- málahegðun sem áhugavert er að skoða í sögulegu samhengi. Upplýs- ingar um þetta má finna í grein Þór- unnar Klemensdóttur, Pólitískar hagsveiflur á Íslandi 1945-1998, sem birtist í ritinu Frá kreppu til við- reisnar árið 2002. x x x Meðal annars er meðalaukning áútgjöldum ríkisins langmest á kosningaárum, eða um 11%, enda fylgir kosningum mikið af loforðum. Árið eftir kosningar er aukningin að meðaltali 5,1%, svo 2,9% og loks verður hún aftur meiri árið fyrir kosningar, um 4,6% að meðaltali. Það er því spurning hvort stjórnin sem tekur við eftir kosningar neyðist ekki til að rjúfa þessa hefð, í ljósi milljarðaþúsundanna sem hún á ekki fyrir. Enginn veit hvort Íslendingar fá hægri- eða vinstristjórn eftir kosn- ingar. Um þessar mundir er atvinnu- leysið mikið áhyggjuefni, þar sem al- menningur er mjög skuldugur. Á valdatíma vinstristjórna hefur at- vinnuleysið að meðaltali verið 0,57% en 1,19% á tímum hægristjórna. Þá hefur hagvöxtur verið 4% að með altali á valdatíma hægristjórna en 4,5% á tímum vinstristjórna. Hins vegar tekst hægristjórnum betur til við hagvöxtinn á kosningaárum en vinstristjórnum. Þær fyrrnefndu ná þá að meðaltali 5,8% hagvexti en vinstristjórnirnar aðeins 1,7%. x x x Verðbólgan er frónbúum ekkisíðri fjandi en atvinnuleysið í hinu verðtryggða umhverfi krón- unnar. Á tímum hægristjórna er að meðaltali 15,1% verðbólga en á tím- um vinstristjórna hvorki meira né minna en 24,6%. Þessi munur verður ennþá meira sláandi þegar litið er til kosningaáranna. Þegar hægristjórn- ir eru við völd á kosningaári verður að meðaltali 11% verðbólga, en þeg- ar vinstristjórnir eru við völd verður hún að meðaltali 33,7%. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 smá, 4 pyngja, 7 hremmum, 8 skelfing, 9 bati, 11 skrifaði, 13 skordýr, 14 tunnuna, 15 maður, 17 taugaáfall, 20 óhræsi, 22 sprengiefni, 23 geng- ur í vatni, 24 nákvæm- legar, 25 sterkja. Lóðrétt | 1 vökvi, 2 hellti öllu úr, 3 afkvæmi, 4 vað á vatnsfalli, 5 skreyta, 6 tómur, 10 fýla, 12 gabb, 13 poka, 15 hvolfið, 16 málgefin, 18 heiðurs- merkjum, 19 hvefsin kona, 20 hugarburður, 21 órólegur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 umhverfis, 8 umráð, 9 mýrin, 10 les, 11 leifa, 13 asnar, 15 frjór, 18 sýtir, 21 eik, 22 liðin, 23 ófrjó, 24 greiðanum. Lóðrétt: 2 morði, 3 vöðla, 4 romsa, 5 iðrun, 6 rugl, 7 snýr, 12 fló, 14 ský, 15 full, 16 jaðar, 17 rengi, 18 skóla, 19 tirju, 20 rjól. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e4 Bb4 5. cxd5 exd5 6. exd5 Dxd5 7. Rf3 Rf6 8. Be2 0-0 9. 0-0 Dd6 10. Bg5 Rbd7 11. Dc2 Ba5 12. Had1 Bd8 13. Hfe1 Rd5 14. Re4 Dg6 15. Rh4 De6 16. Bd3 Bxg5 17. Rxg5 Df6 18. Bxh7+ Kh8 Staðan kom upp í Skákþingi Reykja- víkur – Skeljungsmótinu sem lauk í gær í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur. Ólafur Gísli Jónsson (1.913) hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragn- arssyni (2.118). 19. Rxf7+! Dxf7 20. Rg6+ Kxh7 21. Rxf8+ Kh6 22. Dh7+ Kg5 23. h4+ Kg4 24. He4+ Rf4 25. Hd3 og svartur gafst upp enda óverj- andi mát. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stjörnustríð. Norður ♠G854 ♥4 ♦104 ♣ÁKD1097 Vestur Austur ♠ÁD9632 ♠107 ♥KDG9 ♥852 ♦9 ♦ÁG6532 ♣63 ♣84 Suður ♠K ♥Á10763 ♦KD87 ♣G52 Suður spilar 3G. Misreyndar stórstjörnur hituðu upp miðvikudagskvöldið fyrir bridshátíð í svokölluðu „stjörnustríði“ – opnu fjár- aflamóti fyrir stjörnur úr bridsheim- inum og öðrum veraldlegri heimum. Fjörutíu pör kepptu, innlend sem út- lend. Best stóðu sig Hjálmtýr R. Bald- ursson og Baldvin Valdimarsson. Í spilinu að ofan vakti Baldvin í norður á Precison 2♣. Hjálmtýr sagði 2G á móti í merkingunni „geimkrafa með 5-spila hálit“. Baldvin sýndi lengd í spaða með 3♠ og Hjálmtýr lauk sögnum með 3G. Vestri leist ekki á að koma út í sönn- uðum fimmlit í hjarta og lagði af stað með lítinn spaða. Þar með var spilið í húsi með því að sækja tígulásinn. Annar sagnhafi var ekki eins farsæll. Sá spilaði 3G redobluð i norður. Út kom spaði upp á kóng og ás og ♥K í öðrum slag. Tveir niður og 1000-kall út. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Notaðu dagbókina, þú veist þessa sem einhver keypti handa þér fyrir löngu. Líttu bara á jákvæðu hliðarnar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er kominn tími til þess að þú leggir áherslu á einkalíf þitt og helgir þig sjálfum þér og þínum nánustu. Láttu um- fram allt ekki trufla fjölskyldulífið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt vont með að losna við til- tekna hugmynd úr kollinum þessa dag- ana. Ekki vegna þess að þú sért veik- geðja, heldur að það er til einskis að streitast á móti. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Sýndu skoðunum annarra virð- ingu. Vinir ráðgast við þig um innkaup, ákvarðanir og verkefni og það er reyndar líka nóg að gera. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er hægt að leiða öðrum sann- leikann fyrir sjónir án þess að beita of- beldi. Spádómar sem reynast óhjá- kvæmilegir eru einstakt fyrirbæri, þess vegna skaltu hugsa jákvætt um framtíð- ina. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Dagurinn í dag tengist málefnum fjölskyldunnar og einhverju heimilislegu. Haltu áfram að vinna vel því nú munu draumar þínir rætast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er eitt og annað heima fyrir sem þú hefur látið sitja á hakanum. Hvers vegna? Jú, vogin á afar auðvelt með að fá fólk til samvinnu og er oft vinur þeirra vinalausu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Að eiga of mikið er bara fúlt – drasl að bera, koma fyrir og viðhalda. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú færð góð tækifæri til að bæta atvinnustöðu þína og heilsu. Hrós- aðu sjálfum þér einu sinni eða tvisvar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhvern veginn er eins og allt og allir fari í taugarnar á þér þessa stund- ina. Taktu þér tak og hristu af þér slenið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ykkur býðst einstakt tækifæri sem freistar ykkar svo þið skuluð leggja ykkur alla fram um að grípa það. Allt verður auðveldara héðan í frá. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert ekki jafn jarðbundinn og vanalega. Við finnum öll fyrir því að vera bundin því sem við eigum þótt í raun sé það órökrétt. Þetta gerðist … 31. janúar 1948 Samband tónskálda og eig- enda flutningsréttar, STEF, var stofnað til að gæta hags- muna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar. 31. janúar 1951 Flugvélin Glitfaxi fórst út af Vatnsleysuströnd og með henni tuttugu manns. Hún var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. „Tuttugu og sex börn innan fermingaraldurs misstu föður sinn,“ sagði á for- síðu Morgunblaðsins. 31. janúar 1977 Mjólkursamsalan í Reykjavík hætti rekstri mjólkurbúða sinna, allra nema einnar. Ástæðan var sú að heimilað var að selja mjólk í mat- vöruverslunum. Mjólkurbúð- irnar voru 67 nokkrum mán- uðum áður. 31. janúar 1995 Tilkynnt var að Einar Már Guðmundsson hlyti bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir Engla al- heimsins. Verðlaunin voru afhent á þingi ráðsins í Reykjavík 28. febrúar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Lúðvík Jóhann Ásgeirsson raf- iðnfræðingur og golfari er fimm- tugur í dag, 31. janúar. Hann er til heimilis að Brúnastöðum 54, Reykjavík. 50 ára Magnús Árni Skúlason hagfræðingur fagnar fer- tugsafmælinu í dag. Í tilefni dagsins kveðst hann ætla að hafa opið hús fyrir vini sína og vandamenn í kvöld og vonast til að sjá sem flesta. Spurður um eftirminnilegan afmælisdag kemur þrítugsafmælið upp í hugann. Þá bjó Magnús í Lundúnum sem námsmaður, en fékk óvænta heimsókn frá Kaup- mannahöfn, góður vinur bauð honum til dýrindis kvöldverðar með tilheyrandi vindlum og koníaki. Magnús starfar nú fyrir eigið ráðgjafarfyrirtæki en hefur komið víða við. M.a. var hann fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur og dósent við háskólann á Bifröst. Hann er einhleypur í dag en á tvö börn, Jón- atan Sólon, tólf ára, og Úu Sóleyju, sex ára. Ekki nóg með að afmælið sé tilhlökkunarefni, heldur styttist í að Magnús og félagar hans í átak- inu indefense.is afhendi breskum yfirvöldum tæplega 90 þúsund undir- skriftir Íslendinga í mótmælaskyni. Undirskriftunum hefur verið safn- að eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum í Bretlandi. Hann hlakkar ekki síður til þess og vonast til að fá að hitta þingforseta Bretlands og hann veiti undirskriftunum viðtöku. onund- ur@mbl.is Magnús Árni Skúlason er fertugur í dag Opið hús og undirskriftir Nýirborgarar Kaupmannahöfn Hekla Karen fæddist 10. júlí kl. 20.48. Hún vó 2.830 g og var 47 cm löng. For- eldrar hennar eru Bryn- dís Stefánsdóttir og Jens Jónsson. Reykjavík Brynhildur Daðína fæddist 27. sept- ember kl. 14.31. Hún vó 4.430 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Ið- unn Elsa Kristinsdóttir og Sverrir Örvar Sverrisson. Holland Álfhildur Edda fæddist í Amsterdam 30. október kl. 8. ágúst. Hún vó 3.620 g og 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Þor- steinn Már Þorsteinsson og Vala Steinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.