Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Heldri borgarar ...eru betri en aðrar sumarferdir.is Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð 29. aprílParque Santiago 129.900 kr.frá Tenerife 3 vikur Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð 25. aprílGran Hotel Bali 114.900 kr.frá Benidorm 2-3 vikur Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð 22. aprílCorona Blanca 129.492 kr.frá Kanarí 5 vikur DREKAR, hestar og hlykkjóttar lín- ur Valþjófsstaðarhurðarinnar eru meðal þess sem ratað hefur í afleiddri mynd inn í sýningarrýmið 101 Proj- ects á Hverfisgötu 18 b. Þar sýnir nú Davíð Örn Halldórsson málverk undir yfirskriftinni „Væmin natúr og dreki“. Verkin eru ýmist unnin beint á vegg og súlur sýningarsalarins eða á fundnar tréplötur og er ein myndin máluð á gamla landslagsljósmynd. Útskurðamynstrið á Valþjófsstað- arhurðinni telst rómönsk skreytilist en myndheimur Davíðs Arnar er raunar ofin úr þráðum sem dregnir eru úr ólíkum miðlum og úr ýmsum áttum: t.d. myndmáli teiknimynda- sagna, tölvugrafíkur, prenttækni, graffitílistar, útsaums- og vefn- aðarmynstra – myndmáli sem á rætur í ólíkum menningarheimum eða menningarkimum, í sjónmáli samtím- ans jafnt sem fornum stefjum. Úr þessum bræðingi hefur listamann- inum tekist að skapa persónulegt og sjálfstætt myndmál þar sem nokkurs konar formræn fantasía ræður ríkj- um. Myndirnar eru nosturslega unnar, af listfengi og hugmyndaríki. Lista- maðurinn notar ýmsan efnivið sem á vegi hans verður og má því segja að útlit verkanna ráðist að einhverju leyti af tilviljun: það sem þekur þenn- an efnivið – t.d. málning, túss eða lím- band – er ýmist matt eða glansandi, stundum er lit úðað á flötinn, eða hann borinn á með stensiltækni, eða þá að málning er þurrpensluð, o.s.frv. Tæknibrögð eru semsagt fjölbreytt og yfirborðið eftir því marg- breytilegt, en þar á einnig stóran þátt litaspil, sem byggist á fremur hrein- um litaflötum, og samspil hvassra for- ma og bylgjulaga lína. Slík línu- meðferð er áberandi, stundum svo að minnir á myndræna útfærslu of- skynjunaráhrifa frá 8. áratug síðustu aldar, eða jafnvel á innviði líkamans. Verkin eru sjónrænt aðlaðandi – og tengingin út í rými sýningarsalarins er vel til fundin (þ.e. í þrívíðum eig- inleikum málverkanna og með vegg- málverkunum). Aðdráttarafl þeirra er ekki síst fólgið í ytri vísunum og því hvernig verkin leiða hugann í ýmsar áttir – en grafa jafnharðan undan allri merkingarmyndun og skírskotunum til þekkjanlegra forma (fyrir utan einstaka dreka, hest eða „natúr“, sem sést á myndunum). Form stórrar, litríkrar veggmyndar minnir á bros – og er kannski einmitt ætlað að undirstrika glettni þessa listræna leiks. Formræn fantasía „Myndirnar eru nosturslega unnar, af listfengi og hug- myndaríki,“ segir m.a. í dómi. Menjar experiment nefnist þetta verk. Mynstrað malerí og bros MYNDLIST 101 Projects Til 22. febrúar 2009. Opið mi.-lau. kl. 14- 17. Aðgangur ókeypis. Davíð Örn Halldórsson – Væmin natúr og dreki Anna Jóa KONA er nefnd Helga Þóra Björg- vinsdóttir. Hún er fiðluleikari og hef- ur hingað til ekki verið áberandi í ís- lensku tónlistarlífi. Enda er hún ekki nema 24 eða 25 ára gömul. Á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið lék hún einleik í tiltölulega sjaldheyrðum fiðlukonsert nr. 2 eftir Bohuslav Martinu, og gerði það með glæsibrag. Tónlist Martinus, sem er einskonar bræðingur tékkneskra þjóðlaga og djasstónlistar í nýklassískum ramma, er ekkert sérstaklega aðgengileg og má lítið út af bera til að hún verði beinlínis leiðinleg. En túlkun Helgu Þóru var ávallt fersk og einbeitt; tæknilegt öryggi gerði að verkum að tónlistin fékk að flæða óheft og kom stöðugt á óvart. Hljómurinn í fiðlunni var líka fal- legur og áreynslulaus – og það var eitthvað sjarmerandi við látlausa sviðsframkomuna. Óhætt er að full- yrða að Helga Þóra hafi heillað áheyr- endur þarna um kvöldið. Fleira tékkneskt var á dagskránni og því var öllu saman stjórnað af tékkneskum hljómsveitarstjóra, Tomas Hanus. Forleikurinn að Seldu brúðinni, frægustu óperu Smetana, var ein- staklega hátt gíraður, alveg eins og hann átti að vera. Og Nýja heims sinfónían eftir Dvo- rák var sérlega stílhrein og glæsileg, og yfirleitt hnökralaust spiluð af hljómsveitinni. Helst mátti finna að dálítið grófum málmblástursleik undir lok sinfóní- unnar, en margt annað var frábær- lega af hendi leyst. Óbóleikarinn Matthías Nardeau átti t.d. frábæra spretti og yfirleitt voru strengirnir þéttir og áferðarfal- legir, bæði í veikróma og háværum köflum. Fínleg blæbrigði voru nost- ursamlega mótuð og allir megindrætt- ir verksins voru skýrir og samsvöruðu sér vel. Stígandin var jafnframt mark- viss og spennuþrungin. Auðheyrt var að stjórnandinn hafði fengið tónlistina með móðurmjólk- inni, hún var svo úthugsuð og hnit- miðuð í meðförum hans. Svona á róm- antísk tónlist að hljóma! Kom á óvart TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Smetana, Martinu og Dvorák. Stjórnandi: Tomas Hanus. Einleikari: Helga Þóra Björgvinsdóttir. Fimmtudagur 29. janúar. Sinfóníutónleikarbbbbm Jónas Sen YFIRLEITT fær maður velgju af skefjalausri dýrkuninni á Mozart. Hún dúkkar oft upp þegar hann á afmæli. Ég veit ekki hvernig á henni stendur. Kannski vegna þess að stór hluti tónlistar Mozarts er í rauninni bara notalegt verksmiðjupopp. Hún er lífleg, lagræn, laus við ómstríða hljóma og rennur ljúflega niður. Slík músík skapar vissulega góða stemn- ingu, en hún ristir ekki djúpt. Mozart var enginn bylting- armaður á sviði tónlistar. Hann var ekki eins og Haydn sem fullmótaði klassíska sónötuformið og hafði með því ómæld áhrif á þróun sinfóníunn- ar. Ekki heldur eins og Beethoven sem stokkaði sónötuformið upp og byrjaði nýtt tímabil í tónlistarsög- unni. Nei, hann samdi fyrst og fremst fagra, hlustendavæna tónlist, stundum með það eitt að markmiði að gleðja áheyrendur og yfirboðara. Auðvitað er ekkert að því. Og auðvitað er Mozart skemmtilegur. Tónlist hans verður samt að vera vel spiluð. Það á náttúrlega við um flest tónverk, en vandamálið við Mozart er að músíkin hans er svo viðkvæm og brothætt að hún bjagast fljótt ef tæknileg atriði eru ekki á hreinu. Og þá verður hún skelfilega leiðinleg. Mozart átti afmæli á þriðjudaginn og af því tilefni voru flutt nokkur verk eftir hann á Kjarvalsstöðum. Ég verð að viðurkenna að ég fékk ekki mikið út úr Divertimentói í Es- dúr, sem var fyrsta verkið á dag- skránni. Samt á það að vera ósvikin skemmtitónlist. Þótt Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sig- urður Bjarki Gunnarsson sellóleik- ari hafi spilað vel var fiðluleikur Laufeyjar Sigurðardóttur varfærn- islegur og ófókuseraður. Það hafði þær afleiðingar að glansinn sem átti að einkenna tónlistina var ekki fyrir hendi. Kvartett í C-dúr fyrir flautu, fiðlu, víólu og selló var aðeins betri. Þar bættist Martial Nardeau flautu- leikari í hópinn. Leikur hans var ná- kvæmur og hreinn, en skorti spennu og lífsgleði. Útkoman var fremur lit- laus og dauðyflisleg, þótt ágætir sprettir væru hér og þar. Bestur var kvintett í C-dúr sem var heimsfrumflutningur á umritun Dereks Smiths á konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit. Í umrit- uninni var hljómsveitin aðeins þrír strengjaleikarar. Þeim tókst að skapa hæfilega umgjörð utan um til- finningaríkan hörpuleik Elísabetar Waage. Það var ekki valtað yfir hörpuna eins og heilli hljómsveit hættir til að gera. Nei, útsetning Smiths var bæði smekkleg og hug- vitssamleg, jafnvel betri en frum- útgáfan! Einnig hér hefði þó túlk- unin mátt vera líflegri. Það er ljótt að segja það, en sá sem stal senunni á tónleikunum var hvorki útsetjarinn né hljóðfæraleik- ararnir. Það var Einar Jóhannesson klarinettuleikari og samt spilaði hann ekki einn einasta tón. Hann var kynnir og talaði um afmæl- isbarnið. Vissulega af aðdáun – og maður óttaðist á tímabili að það færi út í oflof. Sem betur fer gerðist það ekki, því Einar var svo afslappaður og fyndinn. Það var fyllilega við hæfi, því Mozart sjálfur hafði mikla kímnigáfu. Verst að húmorinn rat- aði ekki inn í tónlist hans þetta kvöld. Auglýst eftir skemmtilegheitum TÓNLIST Kjarvalsstaðir Tónlist eftir Mozart. Flytjendur: Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Martial Nardeau og Elísabet Waage. Þriðjudagur 27. janúar. Kammertónleikarbbnnn Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.