Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn?
Þó að ekki sé endanlega búið að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stefnir allt í að fimm verði ráðherrar
sem ekki hafa tekið sæti í ríkisstjórn áður, þar af þrír þingmenn Vinstri grænna og tveir sérfræðingar úr Háskóla Íslands.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
GYLFI Magnússon, dósent við
viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands, hefur verið tíður gest-
ur í fjölmiðlum síðustu vikur og
mánuði og nýlega var hann
meðal ræðumanna á útifundi á
Austurvelli. Hann tekur nú við
embætti viðskiptaráðherra í
minnihlutastjórn Samfylking-
arinnar og Vinstri grænna.
Heimildarmenn minnast
þess ekki að Gylfi hafi stutt op-
inberlega nokkurn stjórn-
málaflokk. Hins vegar benda
þeir á að Valgerður Sverr-
isdóttir hafi í ráðherratíð sinni
bæði skipað hann árið 2005 formann stjórnar
Samkeppniseftirlitsins og árið áður í nefnd um
stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Les-
endur verða síðan að gera upp við sig hvort
þar með sé leyfilegt að draga nýja ráðherrann
í dilk Framsóknarflokksins.
Gylfi fæddist í Reykjavík 1966, hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík
1986, lauk kandídatsprófi við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ 1990
og doktorsprófi í hagfræði við Yale-
háskóla í Bandaríkjunum 1997.
Fjallaði doktorsritgerðin um
byggðaþróun og byggðastefnu á Ís-
landi. Gylfi hefur einnig ritað pistla
í Morgunblaðið og brugðið ljósi
hagfræðinnar á margvísleg mál.
Einn þeirra var Hallinn á jólunum
1996, þar rakti hann rannsóknir
bandarísks prófessors á heild-
arkostnaðinum af því að oft væru
gefnar jólagjafir sem viðtakand-
anum þætti lítið til koma. Gjafir
færu oft í súginn.
Gylfi vann ýmis störf með námi,
segist á heimasíðu sinni hafa stuðst
„við ýmsar skóflur“ hjá Vegagerð-
inni 1982-1985 (bætir samt við að þetta sé ekki
satt, mönnum hafi verið haldið að verki) og var
einnig blaðamaður á Morgunblaðinu sumrin
1986-1990. Hann hefur verið kennari við HÍ
frá 1996, hefur ritað mikið um fræðigrein sína
og efni er tengjast henni og er vinsæll fyrirles-
ari. Eiginkona Gylfa er Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir og eiga þau fimm börn.
Úr fræðunum á vígvöllinn
Ráðherra Gylfi Magn-
ússon á leið í ríkisstjórn.
Í HNOTSKURN
»Því er hins vegar ekki þannig farið aðlandið sé gjaldþrota eða að ríkið sé
gjaldþrota, það er ekki þannig, en það eru
allmörg innlend hlutafélög og þar með tal-
ið bankarnir í reynd tæknilega séð gjald-
þrota.
Gylfi Magnússon í samtali við RÚV 3.10. 2008
»Ég held að það væri mjög óskyn-samlegt að bregðast við þessu með
harkalegum niðurskurði á ríkisútgjöldum
eða með mikilli hækkun skatta. Það myndi
gera illt verra.
GM í samtali við Mbl. 3.11. 2008
»Það var greinilega ríkjandi hug-myndafræði að Seðlabankinn og FME
ættu ekki að hefta bankana. Stofnanirnar
voru eins konar bakhjarl bankanna frem-
ur en varðhundur. Og því fór sem fór.“
GM samtali við Mbl. 8.1. 2009
»Það hlýtur að vera einn eðlilegur liðurí enduruppbyggingunni að þeir sem
voru við stjórnvölinn þegar skútan strand-
aði stígi til hliðar og hleypi öðrum að.“
GM í samtali við Mbl. 18.1. 2009
Gylfi Magnússon hefur oft mundað pennann
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
VÆNTANLEGUR dómsmálaráðherra kynnt-
ist misjafnri þjóðfélagsstöðu fólks af eigin
raun þegar hún starfaði við ræstingar í Kaup-
mannahöfn veturinn eftir útskrift úr MR vorið
1985, árið sem nokkurra ára blaðamennsku-
ferill hófst.
Björg Thorarensen var þá um tvítugt og
hafði sóst námið vel í menntaskóla, þar sem
hún var ári á undan jafnöldrum sínum. Þrátt
fyrir góðan námsárangur lokaði hún sig ekki
af yfir bókunum heldur lét sitt ekki eftir liggja
í félagslífinu, þar sem hún var hrókur alls
fagnaðar og uppátækjasöm í góðra vina hópi.
Svona lýsir María Thejll, forstöðumaður
Lagastofnunar Háskóla Íslands, Björgu á
yngri árum, og bendir á að fræðilegur metn-
aður Bjargar hafi komið snemma í ljós þegar
hún gerðist ritstjóri Úlfljóts, tímarits laga-
nema í HÍ, þaðan sem hún útskrifaðist með
kandídatspróf í lögfræði árið 1991.
Þaðan lá leiðin til Edinborgar þar sem hún
útskrifaðist með meistarapróf í lögum frá
Edinborgarháskóla í nóvember 1993, nánar
tiltekið í stjórnskipunarrétti og samanburðar-
lögfræði, alþjóðlegum mannréttindum og
stjórnskipulagi Evrópusambandsins.
Deildarforseti lagadeildar
Að loknu framhaldsnámi hóf Björg stunda-
kennslu við lagadeild Háskóla Íslands, þar
sem hún er nú deildarforseti og prófessor.
Elvira Méndez Pinedo, lektor í Evrópurétti
við lagadeild Háskóla Íslands, tekur undir með
Maríu að Björg sé mjög þægileg í samvinnu.
„Hún er yfirmaður minn og ég er mjög,
mjög sátt við hana. Hún er einstaklega kurteis
og leggur sig fram um að mismuna ekki fólki.
Það er alltaf hægt að banka hjá henni með hitt
og þetta. Hún tekur hluti mjög alvarlega og er
einkar dugleg. Sem kollegi Bjargar hef ég
ekkert nema gott um hana að segja,“ segir
Elvira.
Björg er gift Markúsi Sigurbjörnssyni
hæstaréttardómara og eiga þau þrjú börn.
Ferðalög eru þeirra yndi og nota þau sumr-
in gjarnan til ferðalaga innanlands.
Þau eiga heimili við Tjörnina í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Á skrifstofunni Björg þykir afar iðin í starfi.
Sá heiminn í nýju ljósi
eftir skúringarnar
Líklegur dómsmálaráðherra þykir mjög dugleg
ÖGMUNDUR Jónasson,
væntanlegur heilbrigð-
isráðherra, er fæddur
17. júlí 1948.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MR og síðan
MA-prófi í sagnfræði og
stjórnmálafræði við Ed-
inborgarháskóla í Skot-
landi árið 1974. Sama ár
kvæntist hann Valgerði
Andrésdóttur, eiginkonu sinni, og eiga þau
þrjú börn. Ögmundur hefur m.a. starfað sem
grunn- og háskólakennari og fréttamaður.
Þá hefur hann gegnt formennsku BSRB frá
árinu 1988. Hann hefur setið á þingi frá 1995,
fyrst fyrir Alþýðubandalag og óháða en fyrir
Vinstrihreyfinguna frá 1999, auk sæta í ýms-
um nefndum.
Þingmaður í 14 ár
en aldrei í ríkisstjórn
KATRÍN Jakobsdóttir,
væntanlegur mennta-
málaráðherra, er fædd í
Reykjavík 1. febrúar
1976 og varð stúdent frá
MS árið 1996. Þá lauk
hún BA-prófi í íslensku
við HÍ með frönsku sem
aukagrein árið 1999 og
síðar meistaraprófí í
bókmenntum 2004. Síð-
an hefur Katrín m.a.
starfað sem málfarsráðunautur RÚV, við
dagskrárgerð, ritstjórnarstörf og kennslu.
Hún var varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavík-
urlistann 2002-6 og hefur m.a. átt sæti í
fræðsluráði og verið formaður samgöngu-
nefndar Reykjavíkur. Katrín er gift Gunnari
Erni Sigvaldasyni og eiga þau tvo syni
Verður yngsti ráðherrann
í komandi ríkisstjórn
KOLBRÚN Halldórs-
dóttir, tilvonandi um-
hverfisráðherra, er fædd
31. júlí 1955 í Reykjavík.
Hún lauk verslunarprófi
frá VÍ 1973 og burtfar-
arprófi frá Leiklistarhá-
skóla Íslands 1978. Að
því loknu starfaði hún
sem leikari og hvíslari
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en auk þess hefur
hún m.a. unnið sem dagskrárgerðarmaður,
framkvæmdastjóri, ritstjóri og stjórnandi
stórra menningarviðburða. Kolbrún hefur set-
ið á þingi fyrir Vinstri græna frá 1999 og hef-
ur m.a. setið í umhverfisnefnd, auðlindanefnd,
vatnalaganefnd, Þingvallanefnd o.fl. Hún er
gift Ágústi Péturssyni og eiga þau tvö börn.
Úr leiklistinni í þingstörf-
in og nú í ríkisstjórn
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÞAÐ hefur ekki farið framhjá neinum að þing-
menn Vinstri grænna og almennir flokksmenn
hafa verið óvenju brosmildir undanfarið, enda
flokkurinn að komast til áhrifa í ríkisstjórn í
fyrsta skipti í 10 ára sögu sinni. Gleðin kemur
vel fram á myndum í blöðum og sjónvarpi og
minnir óneitanlega á stemninguna sem mynd-
ast hefur nokkrum sinnum í borgarstjórn
Reykjavíkur undanfarin ár, þegar nýir meiri-
hlutar hafa verið að taka við völdum. Jafn-
framt er áberandi hve gleði Samfylkingarfólks
er hófstilltari, enda það að koma úr ríkisstjórn.
Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur seg-
ist ekki vita til þess að rannsóknir hafi farið
fram erlendis á viðbrögðum fólks þegar það
eygir þann möguleika að fá mikil völd. „Allir
stjórnmálamenn hafa sagt að þeir vilji völd, að
þeir vilji hafa áhrif. Því er gleði Vinstri
grænna skiljanleg,“ segir Jóhann Ingi. Stjórn-
arandstaðan á Alþingi hafi lítil áhrif en ráð-
herravald á Íslandi sé mjög sterkt. Því hljóti
þingmenn VG að hafa verið orðnir mjög óþol-
inmóðir að komast í stjórn. „Ég get ímyndað
mér að þegar fólk hefur lengi staðið á hlið-
arlínunni og telur sig eiga erindi inn á leik-
vanginn sé þetta eins og að vera loksins valinn
í landsliðið í íþróttum,“ segir Jóhann Ingi.
Fyrsti leikurinn gegn heimsmeisturum
„Þú ert búinn að æfa vel og telur þig öflugan
leikmann en kemst aldrei að. Það eru aðrir fyr-
ir í liðinu, öflugir leikmenn. Ég hef líka tekið
eftir því að fólk reynir að leyna gleðinni svolít-
ið svo þetta verði ekki Þórðargleði eins og
stundum er sagt. Enda er þetta ekki létt verk
sem bíður ráðherranna, svona eins og að spila
fyrsta leikinn gegn ríkjandi heimsmeisturum.“
Jóhann heldur áfram líkingamálinu við
íþróttir og segir að það að vera stjórnarand-
stæðingur á Alþingi sé eins og að spila alltaf í
íslensku deildinni og fá aldrei tækifæri til að
spila gegn sterkari liðum. „Þú ert alltaf að tala
um sömu hlutina og hefur engin áhrif. Ef þú
fengir tilboð frá erlendu liði myndir þú vænt-
anlega fyllast óstjórnlegri gleði. Þetta eru
bara eðlileg viðbrögð,“ segir hann.
„Þau hlakka eðlilega til að sýna hvað í þeim
býr. Svo á eftir að koma í ljós hversu öflug þau
eru undir álagi og í samvinnu og þá fyrst kem-
ur í ljós úr hverju þau eru gerð. Öll verðum við
á öllum tímum að óska nýrri stjórn velfarnaðar
því það er allra hagur.“
Jóhann kveðst sjá líkindi með íþróttamönn-
um og þingmönnum. „Íþróttamenn takast á í
leik en eru vinir þess á milli. Mér sýnist það
sama eiga við á Alþingi. Menn takast á í um-
ræðum í þinginu en eru svo vinir þess á milli.“
„Eins og að komast loksins í landsliðið“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bros og aftur bros Forystumenn Vinstri
grænna hafa ekki getað leynt gleði sinni með
væntanlega stjórnarþátttöku.
Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur segir ánægju VG yfir því að komast í ríkisstjórn skiljanlega
Stjórnarmyndun