Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FYRIR hádegi í gær voru fylg-
ismenn Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar byrjaðir að
skipuleggja kynningarfund um rík-
isstjórnarsamstarf flokkanna. Kynn-
ingin á því átti að fara fram við stytt-
una af Jóni Sigurðssyni á
Austurvelli, táknrænt fyrir byrj-
unarstað mótmælanna sem grasrót
flokkanna telur að hafi leitt til
stjórnarskiptanna. En babb kom í
bátinn.
Drög að stjórnarsáttmála sem
send höfðu verið út til þingmanna
Samfylkingar og Vinstri grænna í
fyrrinótt, eftir fund formannanna
Steingríms J. Sigfússonar og Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, komu
inn á borð framsóknarmanna rétt
fyrir hálf tvö í gær. Þá hittist þing-
flokkurinn og ræddi um efnisatriði
draganna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins urðu þingmenn
Framsóknar, og formaðurinn Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, undr-
andi á því hversu „innihaldslítil“
fimm síðna drögin voru. Öðru fremur
vildu framsóknarmenn fá tímasetta
áætlun um hvernig ætti að koma
heimilum og fyrirtækjum í landinu
til bjargar. Í drögunum var hins veg-
ar fyrst og fremst rætt um markmið,
frekar en hvernig þeim skyldi náð.
Ósáttir framsóknarmenn
Sigmundur Davíð hitti Steingrím
J. og Jóhönnu Sigurðardóttur á
fundi eftir að framsóknarmenn höfðu
rætt um drögin. Þar gerði hann þeim
grein fyrir því að Framsóknarflokk-
urinn gæti ekki sætt sig við sáttmál-
ann. Því næst ráðfærðu framsókn-
armenn sig við ráðgjafa sína, þar á
meðal hagfræðingana Jón Daní-
elsson og Ragnar Árnason, sem
sögðu efnahagsaðgerðir sem nefndar
væru í drögunum ekki vera raunhæf-
ar, að því er Sigmundur Davíð upp-
lýsir í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Eftir að Sigmundur Davíð hafði
komið þessum skilaboðum til for-
ystumanna Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna var ljóst að flokk-
arnir gátu ekki kynnt nýja rík-
isstjórn á Austurvelli eins og til stóð.
Nokkur órói einkenndi fundahöld í
herbergjum Alþingis eftir þetta.
Þingmenn komu og fóru. Ótt og títt.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins voru forystumenn Sam-
fylkingarinnar ekki sáttir við þá
óvæntu stefnu sem stjórnarmynd-
unarviðræðurnar tóku. Töldu þeir
Framsóknarflokkinn, með Sigmund
Davíð sem helsta mann, vera að mis-
skilja það yfirlýsta hlutverk sitt að
vera tilbúnir að verja ríkisstjórnina
falli. Í þannig stöðu væri hlutleysi
flokksins, sem verði stjórnarflokk-
ana falli, gagnvart sjálfum stjórn-
arsáttmálanum, grundvallaratriði.
Sigmundur Davíð svaraði fullum
hálsi og sagði Framsóknarflokkinn
gera kröfu um raunhæfar leiðir og
úrræði við bráðavanda. Hann gæti
ekki samþykkt eitthvað bara til þess
að halda flokkum við völd. Allra síst í
því ástandi sem nú ríkti í þjóðfélag-
inu.
Eftir fundahöld, bæði í baklandi
flokkanna og meðal forystumanna
þeirra, færðist meiri ró yfir umræð-
urnar eftir því sem leið á daginn. Í
gærkvöldi funduðu fulltrúar frá öll-
um flokkum um stöðuna sem upp
væri komin. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins voru framsókn-
armenn bjartsýnir, strax eftir kvöld-
mat í gær, á að viðunandi lausn
myndi nást sem tryggði það að rík-
isstjórnin gæti orðið að veruleika
innan skamms tíma. Þá voru flokks-
menn sem sagt orðnir vissir um að
niðurstaða gæti fengist í viðræður
sem gerði Framsóknarflokknum
mögulegt að verja hana falli.
Hvenær á að kjósa?
Þingflokkur Framsóknarmanna
var einnig undrandi á því að ekki
væri fjallað um það í drögunum að
stjórnarsáttmála hvenær kosningar
ættu að fara fram. Um það hafði ver-
ið deilt frá upphafi viðræðna. Í þeim
rökræðum hefur verið alvarlegur
undirtónn þar sem breytt landslag í
kjölfar bankahrunsins og endurnýj-
unar á forystu Framsóknarflokksins
setur flokkanna alla í harða sam-
keppni um fylgismenn í komandi
kosningum. Sjálfur kjördagurinn
getur skipt sköpum í því samhengi.
Eftir umræður í gær var helst talið,
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, að 25. apríl yrði líklegur
kjördagur.
Kynningin sem aldrei varð
Framsóknarmenn voru ósáttir við ónákvæm drög Ráðgjafar Framsóknarflokksins sögðu leiðir
Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í efnahagsmálum óraunhæfar Ekki minnst á kjördag í drögum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alþingi Ekki er talið líklegt að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. myndi nýja ríkisstjórn fyrr en eftir helgi.
Í HNOTSKURN
» Eins og greint var frá íMorgunblaðinu í gær er
einblínt á það í drögum að
stjórnarsamstarfi að komið
verði til móts við erfiðleika
heimila og fyrirtækja í land-
inu.
» Þá er einnig stefnt aðbreytingum á gjald-
þrotalögum. Einnig er vilji hjá
báðum flokkum til þess að
reyna að efla atvinnulíf, eink-
um í iðngreinum, meðal ann-
ars með tímabundnum skatta-
afslætti. Endanleg útfærsla á
því lá ekki fyrir í gær.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fráfarandi
utanríkisráðherra, kvaddi í gær þá Helga
Ágústsson og Eið Guðnason, fyrrum sendi-
herra, sem láta nú báðir af störfum vegna
aldurs. Segja má þó að kveðjuhófið hafi ver-
ið fleirum til handa því Ingibjörg sjálf lét
þau orð falla að þetta væri líklega hennar
síðasta embættisverk í þessari lotu. Ingi-
björg er ekki fyrsti ráðherrann sem þeir
Helgi og Eiður starfa með, því á 40 ára
ferli sínum kynntist Helgi þrettán utanrík-
isráðherrum en Eiður sex á sinni 16 ára tíð.
Hann státar m.a. af því að hafa verið sendi-
herra í fjölmennasta ríki heims, Kína, og
ræðismaður í einu því fámennasta, Fær-
eyjum þar sem hann vann síðustu starfs-
árin. Helgi hefur að síðustu starfað sem
prótókollsstjóri í utanríkisráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kveðjuhóf
með sendi-
herrum
Síðasta embættisverk
Ingibjargar Sólrúnar
„í þessari lotu“
Stjórnarmyndun
Fundi for-
manna Vinstri
grænna og
Samfylkingar-
innar, Stein-
gríms J. Sig-
fússonar og
Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, sem fram
fór í fyrrakvöld, lauk skömmu
eftir miðnætti. Um klukkan eitt
um nóttina voru drög að stjórn-
arsáttamála send til þingflokka
og helstu forystumanna beggja
flokka.
Umræður hefjast
Í gærmorgun
hófust fundir
beggja flokka.
Tekið var til við
að laga drögin
og var mið tek-
ið af athuga-
semdum. Um
klukkan tíu
bárust fréttir af því að ríkis-
stjórnin yrði kynnt seinnipart
dags. Samstaða hefði náðst um
stjórnarsáttmála og ekkert væri
til fyrirstöðu.
Stjórnin kynnt?
Skömmu fyrir
hádegi bárust
þær fréttir úr
herbúðum
beggja flokka
að stjórnin yrði
kynnt seinni-
part dags,
klukkan sex.
Klukkan
hálftvö fengu
framsókn-
armenn drög
að stjórn-
arsáttmála í
hendurnar og
lögðust strax
gegn veiga-
miklum atriðum. Kynningin á
ríkisstjórninni var þá fljótlega
slegin af.
Atburðir í gær
breyttu viðræðum
Steingrímur J.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir