Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 M bl .is M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Íslendingar treysta Mbl.is og Morgunblaðinu 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 64,0% 8,9% ÞAÐ er skiljanlegt að marga þyrsti í að vita meira um rann- sóknir á vegum Fjár- málaeftirlitsins í að- draganda og kjölfar falls bankanna þriggja. Þessar línur eru skrifaðar til að veita þær upplýsingar sem mögu- legt er innan þess lagaramma sem Fjármálaeftirlitið starfar en sá rammi takmarkar möguleika starfs- manna Fjármálaeftirlitsins til að tjá sig um mál sem þar eru til skoð- unar. Þá er einnig sá möguleiki fyr- ir hendi að opinber umfjöllun um einstök mál á rannsóknarstigi geti spillt rannsóknum eða ónýtt mál fyrir dómi. Fljótlega eftir að bank- arnir féllu aflaði Fjármálaeftirlitið gagna um verðbréfaviðskipti í að- draganda fallsins. Þessi rannsókn stendur enn yfir og er töluvert um- fangsmikil enda eru skoðuð öll verð- bréf útgefin af bönkunum þremur. Fjármálaeftirlitið kannaði einnig ábendingar frá ýmsum aðilum. Sumar þeirra eru enn til athugunar en aðrar reyndust ekki eiga við rök að styðjast en tekið skal fram að all- ar ábendingar eru teknar alvarlega og skoðaðar. Þessu til viðbótar hefur verð- bréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins unnið að því að kanna ýmis mál tengd verðbréfasjóðunum, s.s. markaðssetningu þeirra og eigna- samsetningu. Fjármálaeftirlitið beindi einnig þeim tilmælum til skilanefnda bankanna að ráða end- urskoðendateymi til að rannsaka til- tekna þætti í starfsemi bankanna þriggja fyrir fall þeirra. Skoðun þeirra beindist að ákveðnum þáttum sem snúa meðal annars að innri reglum bankanna og þeim lögum sem Fjármálaeftirlitið hef- ur eftirlit með. Meðal þess sem var til skoðunar voru mögulegar óeðlilegar fjármagnshreyfingar innan samstæðu eða milli landa, skil- málabreytingar lána- samninga, breytingar á tryggingum og veðum, meðferð afleiðusamninga, viðskipti með verðbréf og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og meðferð rekstr- arfjármuna. Rannsóknir starfs- manna Fjármálaeftirlitsins og end- urskoðendateymanna fóru fram samhliða og voru skipulagðar þann- ig að ekki yrði um tvíverknað að ræða. Fjármálaeftirlitið hélt reglulega fundi með endurskoðendunum með- an á athugun þeirra stóð. Á þeim fundum var ekki rætt um einstök mál þar sem um þrjú fjármálafyr- irtæki er að ræða heldur var m.a. fjallað um aðferðafræði, hvað þyrfti að skoða og fleira því tengt. Fjármálaeftirlitinu bárust nið- urstöður endurskoðendateymanna um tvo af bönkunum í kringum ára- mótin. Þær eru mjög umfangs- miklar en niðurstöðurnar eru mörg hundruð blaðsíður með fylgiskjölum og viðaukum. Nú er unnið að grein- ingu og úrvinnslu þessara gagna. Þar eru erfiðustu, flóknustu og al- varlegustu málin sett í forgang. Fjármálaeftirlitið hefur fengið til liðs við sig utanaðkomandi lögfræð- inga og aðra sérfræðinga til að skoða einstaka þætti skýrslnanna. Það er gert til að reyna að flýta fyr- ir niðurstöðum vegna þess fjölda mála sem er til athugunar eða um- fjöllunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Í skýrslunum eru einstaklingar og lögaðilar nafngreindir. Ekki er enn búið að kanna hvort um sé að ræða brot á lögum eða reglum. Það væri óábyrgt af Fjármálaeftirlitinu að birta nöfn þessara aðila. Í þessu samhengi skal árétta þá grunnreglu réttarríkisins að menn skulu taldir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þá væri það enn óábyrgara að koma af stað orðrómi sem gæti eyðilagt, ekki bara mann- orð fólks, sem er nógu alvarlegt, heldur beinlínis fólkið sjálft. Starfs- menn Fjármálaeftirlitsins eru einn- ig bundnir þagnarskyldu sam- kvæmt lögum. Fyrstu málum vegna fram- angreindra rannsókna lýkur á næstu vikum. Hluti þeirra mála sem eru til skoðunar er flókinn og tekur rannsókn þeirra því lengri tíma. Meðal þess sem getur valdið því að rannsóknir taki tíma er til að mynda umfangsmikil gagnaöflun ef mál teygja sig yfir landamæri og mat á þeim gögnum sem berast. Ef niðurstaða í málum sem eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu teljast lögbrot getur stjórn þess ákveðið að ljúka þeim með álagn- ingu stjórnvaldssektar. Meiriháttar brotum vísar Fjármálaeftirlitið til lögreglu. Hvað er að frétta af rann- sóknum Fjármálaeftirlitsins? Guðrún Jónsdóttir gefur hér þær upp- lýsingar sem hægt er að veita innan þess lagaramma sem FME starfar » Fjármálaeftirlitinu bárust niðurstöður endurskoðendateym- anna um tvo af bönk- unum í kringum ára- mótin. Þær eru mjög umfangsmiklar en nið- urstöðurnar eru mörg hundruð blaðsíður … Guðrún Jóndóttir Höfundur er sviðsstjóri á verð- bréfasviði Fjármálaeftirlitsins. RAGNHEIÐUR Arna Arnarsdóttir heiti ég og rita þetta bréf fyrir hönd Hug- listar á Akureyri. Ég hef sent þetta bréf til allra fjögurra fulltrúa sem eru í fram- kvæmdastjórn FSA, Halldórs Jónssonar, Þorvalds Ingvarssonar, Ólínu Torfadóttur og Vignis Sveinssonar tvisvar en engin viðbrögð fengið. Einnig hef ég sent bréf til heil- brigðisráðherra og þar er sama sagan, engin viðbrögð. Huglist er starfandi félag hér á Akureyri sem vinnur gegn fordómum gagn- vart einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Starf- semi okkar felst t.d. í listsköpun, fræðslu og höldum við félagsfund tvisvar í mánuði. Okkur var öllum brugðið við fréttir þess efnis að loka ætti dagdeild geðdeildar sjúkrahússins á Akureyri að Skólastíg 7, því öll höfum við feng- ið það ómetanlega tækifæri að vera þar í meðferð. Einn félagi átti að byrja þar í febrúar og ann- ar félagi með vorinu, eftir þessar fréttir er erfitt fyrir fólk í þessari stöðu að halda áfram lífinu, því meðferðin á Skólastíg felst m.a. í því að hjálpa manni að halda áfram. Það kemur í veg fyrir að einstaklingur fari svo langt niður að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild eða jafnvel taki sitt eigið líf. Við viljum koma á fram- færi alvarleika þess að loka jafn- mikilvægum stað og dagdeildinni á Skólastíg og víkja frá öllu þessu frábæra starfsfólki með starfs- reynslu til margra ára með geð- fötluðum sem ekki verður lærð í skóla, ekkert getur komið í stað- inn fyrir þessa starfsemi. Fólk með geðræn vandamál hættir ekki vera til og þurfa að- stoð þótt niðurskurðarhnífurinn virðist ætla að skella harðast á okkur, fólk með sykursýki hættir ekki að vera til þótt það hætti að fá insúlín. Það er kannski hart að líkja því saman, geri það þó hér, þ.e.a.s. ef krabbameinsmeðferðum yrði hætt þá hættir krabbamein ekki að vera til, fólk þarf alveg jafnmikið á meðferðinni að halda. Fólk deyr líka af völdum geð- sjúkdóma, og hættir að vera virkir þátttakendur í lífinu ef það fær ekki sína meðferð. Innlögn á bráðadeild er bara bráðabirgða- lausn en þó nauðsynleg, en með því að hafa stað sem Skólastíg fækkar sjálfkrafa inn- lögnum á bráðadeild. Það er ótalmargt sem hægt væri að telja upp sem styður það sem hér kemur fram, en þá er ekki víst að neinn nennti að lesa alla þá ritgerð. Hlust- ið á þjóðfélagið, marg- ir á þessum tímum eru á ystu nöf, og flestir vita að þegar erfiðleikar eins og nú eru í þjóðfélaginu þarf fólk aldrei eins mikið á hjálp að halda. Við vitum að einmitt á svona tímum brestur ýmislegt í sálarlífi fólks og sannað er að geð- sjúkdómar koma einmitt fram þegar einstaklingar lenda í erf- iðleikum. Hvers vegna þá að skerða alla þá aðstoð sem fólk þarf á að halda. Að skera niður meðal gam- almenna og geðfatlaðra er skamm- arlegt, því það eru einstaklingar sem eiga einmitt erfitt með að svara fyrir sig og láta í sér heyra. Við erum ekki falið, skammarlegt leyndarmál sem hægt er að sópa bara undir teppi, við erum FÓLK! Við óskum eftir skýrum svörum! Hverjar eru ástæður fyrir lokun á dagdeild geðdeildar á sjúkrahús- inu á Akureyri sem skellur á hinn 6. febrúar næstkomandi ? Opið bréf til forstjóra FSA Ragnheiður Arna Arnarsdóttir skrif- ar í tilefni lokunar á dagdeild geð- deildar á Akureyri Eagnheiður Arna Arnarsdóttir » Að skera niður meðal gamalmenna og geð- fatlaðra er skammarlegt því það eru einstakling- ar sem eiga einmitt erf- itt með að svara fyrir sig og láta í sér heyra. Höfundur er nemi. TILLÖGUR frá Fjórðungsþingi Austfirðinga og Fjórðungssambandi Norðlendinga um nýja stjórnarskrá voru sendar út 1949. Í niðurlagsorðum tillögunnar segir: „Íslenska þjóðin býr nú við svo meingölluð stjórnarform, að hún er eins og her, sem er þannig fylkt, að hann bíður ósigur fyrir sjálfum sér – og þyrfti kraftaverk til, að hann gerði það ekki.“ Síðla hausts 1982 komu saman á Hótel KEA á Akureyri nokkrir einstaklingar til þess að ræða stofnun félags um hvert stefndi í stjórnarskrármálinu. Á þessum tíma hafði verið fastanefnd á veg- um Alþingis frá stofnun lýðveld- isins um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Á fundinum var ákveðið að stofna þetta félag og varð nafn þess Samtök um jafn- rétti milli landshluta (S.u.J.m.L.). Aðalverkefnið skyldi vera að út- búa drög að nýrri stjórnarskrá, sem kynnt yrði fyrir almenningi í landinu, og fá álit almennra borg- ara á því hvernig og hvað þeim fyndist eðlilegt að kæmi fram í hinni nýju stjórnarskrá. Þegar félagið hafði verið stofnað var fjölmiðlum send tilkynning þar að lútandi, en því miður var enginn áhugi fyrir þessu nýja fé- lagi á höfuðborgarsvæðinu, enda sögðu fréttamenn að þetta væri aðeins nýtt félag landsbyggð- armanna til þess að knýja fram sín sérstöku málefni sem Reykvíkingar ættu að borga. Fréttamenn á landsbyggðinni voru þó áhugasamir og voru á flestum fundum sem haldnir voru. Þeir reyndu að koma frétt- um af fundunum í sína fjölmiðla en það tókst afar misjafnlega, vegna þess að þá eins og nú voru fréttamenn fyrst og fremst að tala við valdamenn og eltast við forstjóra stórra fyrirtækja, í stað þess að hlusta eftir þjóðarvilja. Strax eftir stofnun S.u.J.m.L var hafist handa um útvegun á stjórnarskrám Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Var þetta gert til þess að hægt væri að bera saman gæði stjórnarskrár Íslands og hinna mismunandi landa, ásamt samanburði á tillögum frá Fjórð- ungsþingi Austfirðinga og Fjórð- ungssambandi Norðlendinga. Þegar þessari vinnu var lokið var hafist handa um drög að nýrri stjórnarskrá og var prentun henn- ar lokið hinn 11. mars 1986. Með- an á þessari vinnu stóð voru jafn- framt haldnir fundir um allt land til þess að kynna starfið og fá til- lögur almennings. Því miður fékkst aldrei neinn fundur í Reykjavík, þótt boðað væri til þeirra í nokkur skipti á Hótel Sögu. Það er athygli vert að mennta- menn skuli nú vilja stjórnlagaþing til þess að gera nýja stjórnarskrá (vinnureglur fyrir stjórn- málamenn), en hingað til hafa stjórnmálamenn viljað gera sínar eigin reglur um það hvernig þeir vinni svo og um hvaða laun þeir eigi að hafa, sem er algjör óhæfa því hver getur gert slíkt óhlut- lægt? Við ykkur sem viljið gera nýja stjórnarskrá vil ég aðeins segja: Það tekur langan tíma að semja þessar grunnreglur samfélagsins, því vanda skal verk sem lengi skal standa. Þá vil ég biðja menta- mennina sem nú vilja kveðja sér hljóðs á þessum vettvangi: Van- virðið ekki almenning þegar grunnlög þjóðarinnar eru samin. Það verður að halda kynning- arfundi um allt land, til þess að al- menningur í landinu geti fylgst með þeirri vinnu. Þegar vinnunni er lokið verður að senda drögin á hvert heimili í landinu, til þess að fólk viti hvað það er að kjósa um. Þetta getur aldrei verið starf og ákvörðun nokkurra fræðimanna, stjórnarskrá er fyrir alla þjóðina, þess vegna þarf hún að vera með í ráðum. Ný stjórnarskrá Pétur Valdimars- son skrifar um stjórnarskrána »… vanvirðið ekki al- menning þegar grunnlög þjóðarinnar eru samin. Höfundur er tæknifræðingur. Pétur Valdimarsson Á SÍÐUSTU mánuðum hefur mikill fjöldi fólks misst vinnuna. Mikil áhersla er lögð á að bæta gjaldeyrisstöðuna með auknum útflutningi og minni innflutningi þannig að krónan styrkist, verð- bólga minnki og vextir lækki. Þetta myndi efla atvinnulífið. Við þessar aðstæður eigum við án tafar að taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Þar bíða störf fyrir nokkur hundruð manns, bæði við veiðar, vinnslu og marg- háttaða þjónustu. Hvalstöðin í Hvalfirði getur hafið vinnslu með nokkurra mánaða fyrirvara og hrefnuveiðimenn vilja setja upp vinnslu á hrefnukjöti á Akranesi. Við sem barist höfum fyrir hvalveiðum árum saman höfum jafnan fengið þær viðbárur að ekki þýði að veiða hval meðan ekki sé markaður fyrir afurð- irnar erlendis. Nú gilda þessi mótrök ekki lengur. Íslenskt og norskt hvalkjöt er komið á mark- að í Japan og selst vel. Þá hefur hrefnukjötið selst mjög vel inn- anlands. Kristján Loftsson hefur sýnt einstaka þrautseigju með því að halda hvalveiðiskipunum og hval- stöðinni við þá tæpa tvo áratugi sem veiðarnar hafa legið niðri. Fyrir þessa þrautseigju eigum við nú möguleika á hundruðum starfa og miklum gjaldeyr- istekjum. Við skulum hefja hval- veiðarnar strax í vor. Guðjón Guðmundsson Hvalveiðar strax Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.