Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 31

Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 UNDIRRITAÐUR vill koma á framfæri mótmælum gegn fyr- irhugaðri ákvörðun ráðuneytis heilbrigð- ismála að loka St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði og flytja starfsemi hans annað í nafni hag- ræðingar og sparnaðar. Á sínum tíma starfaði undirritaður á skurðstofum Landakotsspítala, sem var byggður árið 1902. Honum var líka lokað í nafni hagræðingar og sparnaðar árið 1996. Þar voru 5 mjög fullkomnar skurðstofur sem höfðu nýst landsmönnum í áraraðir og voru þær nýuppgerðar og virði þeirra voru mörg hundruð milljónir króna, auk skurðstofa var þar mjög fullkomin gjörgæsludeild sem nauð- synleg er fyrir stórar aðgerðir. Það kostaði tugi milljóna að brjóta þess- ar skurðstofur niður og breyta og spítalinn þar nú rekinn sem öldr- unarlækningaspítali. Biðlistar eftir að- gerðum eru staðreynd á Íslandi. Í mínu fagi, bæklunarskurðlækn- ingum eru t.d. í dag u.þ.b. 500 sjúklingar að bíða eftir bækl- unaraðgerðum á Landspítala sem er óviðunandi ástand. Aðgengi að skurð- stofum er mjög stór þáttur í að geta fram- kvæmt slíkar aðgerðir og fleiri skurðstofur eru þar af leiðandi alveg nauðsyn- legar til að geta útrýmt slíkum bið- listum. Það er mín skoðun að það hafi verið eyðilegging á þjóð- arverðmætum allra Íslendinga að loka skurðstofunum 5 á Landakoti og fræsa þær niður í gistirými. Gamla fólkið sem dvelur á Landa- koti á skilið allt það besta. Hrein af- glöp ráðamanna voru að loka þess- um verðmætu skurðstofum á besta stað á landinu og skurðdeildin hefði vel geta starfað á sínum stað þrátt fyrir aðra starfsemi á Landakoti. Við flutninginn átti ekkert að riðlast og starfsemi Landakots átti að flytj- ast yfir á Borgarspítala. Þegar þangað var komið reyndist ekki rými fyrir nema hluta þeirra starf- semi sem var á Landakoti og í kjöl- farið var samið við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um aðgengi að skurð- stofum þar. Orkuhúsið, sem margir landsmenn þekkja, reis í kjölfarið á lokun Landakots af þeirri einföldu ástæðu að skurðstofurými vantaði á höfuðborgarsvæðinu eftir lokun Landakotsskurðstofa. Þar hafa ver- ið framkvæmdar minni bæklunar- aðgerðir á sjúklingum sem komast heim samdægurs og þeim biðlistum eytt. Á St. Jósefsspítala hafa bækl- unarlæknar framkvæmt aðgerðir á veikari og eldri einstaklingum sem þurfa oftast að dvelja eina nótt eða lengur eftir aðgerð, þetta er mögu- legt í Hafnarfirði. Stærstur hluti þeirra færi aldrei til Keflavíkur til aðgerðar þar sem áhætta og flutn- ingur á Landspítala tekur allt of langan tíma í bráðatilvikum. Myndu þeir einstaklingar þá bætast á bið- lista Landspítala sem er allt of lang- ur fyrir. Fyrst og fremst á ekki að flytja rótgróna starfsemi á höf- uðborgarsvæðinu út á land. Það kostar u.þ.b eina milljón dollara eða 120 milljónir kr. að útbúa fullbúna skurðstofu í dag með öllu tilheyr- andi, ég veit ekki betur en Íslend- ingar séu nú frekar blankir og vegna þesseins, auk langra biðlista eftir aðgerðum, legg ég til að frek- ari þjóðarverðmætum verði ekki fargað. Endurtökum ekki Landa- kotsafglöpin. Skurðstofum á St. Jósefsspítala, sem undirritaður veit að eru góðar og vel nothæfar í lang- an tíma, á ekki að farga heldur á að friðlýsa þær sem mikilvæg þjóð- arverðmæti og sameign þjóð- arinnar. Fjöldi skurðstofa á höf- uðborgarsvæðinuþarf að haldast óbreyttur eða aukast. Ég hef valið að starfa í Orkuhús- inu og á St. Jósepsspítala til að veita sem besta þjónustu. Sú starf- semi sem er til staðar í Hafnarfirði lýtur að fjölda sérgreina í skurð- lækningum og einnig á sviði melt- ingarfæralækninga. Sérhæft og ein- staklega gott starfsfólk hefur byggt upp örugga og góða þjónustu og eina heild. Við lokun spítalans eru margvíslegar aðgerðir í uppnámi. Full þörf er á að auka vöxt þeirrar þjónustu þar sem flest fólkið býr. Það læðist að mér sá grunur að flutningur á starfsemi St. Jós- efsspítala verði eins og Landakots- flutningurinn og einungis brot af þjónustunni fari þangað. Nú þegar er önnur skurðstofan í Keflavík í notkun fyrir Reykjanesbúa, hvert skyldu þeir eiga að fara? Til Reykjavíkur? Við ráðuneyti heil- brigðismála segi ég; þið getið lokað spítalanum í Hafnarfirði og fyrir það munum við minnast ykkar en að flytja starfsemina til Keflavíkur eða eitthvað annað sem ykkur hugnast verður a.m.k ekki með minni þátt- töku. Af mistökunum skulum vér læra, í það minnsta vonar maður það. Afglöp að flytja St. Jósefsspítala Ágúst Kárason mót- mælir lokun St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði » Skurðstofum á St. Jósefsspítala sem undirritaður veit að eru góðar og vel nothæfar í langan tíma á ekki að farga heldur á að frið- lýsa þær sem mikilvæg þjóðarverðmæti og sam- eign þjóðarinnar. Ágúst Kárason Höfundur er bæklunarskurðlæknir. EFTIR hrun við- skiptabankanna hafa augu margra opnast fyrir því að stjórnskip- anin sjálf þurfi athug- unar við. Auðvitað eru það eigendur og stjórn- endur bankanna sem hljóta að bera þyngsta ábyrgð á gjörðum sín- um og verða að axla ábyrgð. En engu að síður þarf að skoða kerfið sjálft. Þar á allt að vera undir, löggjöfin, framkvæmd hennar og eftirlit. Ég er eindregið þeirrar skoðunar eftir langa reynslu bæði í stjórn og stjórnarandstöðu á Alþingi að veik staða þingmanna sé stór galli sem þurfi að lagfæra. Það er þing- manna sjálfra að hrinda úrbótum í framkvæmd. Leiðin til endurreisnar liggur í gegnum Alþingi. Ég vil nefna sérstaklega þrjú at- riði sem ég tel að verði að breyta, en þeim til viðbótar þarf að bæta starfs- aðstöðu þingmanna og launakjör þeirra. Alþingismenn þurfa menn sér til aðstoðar við störf sín og greið- an aðgang að sérfræðingum. Hvort tveggja þykir sjálfsagt þegar ráð- herrar eiga í hlut eða háttsettir emb- ættis ríkisins. Laun þingmanna hafa batnað verulega en eru engu að síð- ur langt frá því sem t.d. margir sveitarstjórar hafa eða skrif- stofustjórar hjá ríkinu svo ekki sé talað um hærra setta embætt- ismenn. Eftirlaun þingmanna hafa verið um margt betri en annarra opinberra starfsmanna en það hefur breyst á síðustu árum og sá munur er að mestu horfinn. Um- ræðan um launakjör alþingismanna og starfsaðstöðu hefur að mínu mati verið á al- gerum villigötum að undanförnu og hefur leitt það eitt af sér að veikja enn frekar en orðið er stöðu Alþingis. Hverjum það er helst í hag að hafa veikt löggjafarvald? Vald þjóðarinnar Fela þarf þjóðinni að ráða stjórn- arskrárbreytingum. Þjóðin setti stjórnarskrána í upphafi lýðveldisins árið 1944 en hefur síðan verið haldið utan við málið. Breytingar hafa verið í höndum Alþingis en almennar þingkosningar hafa verið haldnar áður en breyting er staðfest. Gild- andi fyrirkomulag þjónar fyrst og fremst ráðamönnum stjórn- málaflokkanna sem geta samið sín á milli um breytingar tiltölulega óhult- ir fyrir afskiptum hins almenna kjósanda. Undanfarin ár hef ég þrisvar flutt frumvarp sem mælir fyrir um það að stjórnarskránni verði aðeins breytt í almennri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þjóðin er eini aðilinn sem getur breytt því sem þjóðin hefur ákveðið. Óeðlilegt er að þeir sem eiga að starfa eftir grund- vallarreglum geti sjálfir breytt þeim. Löggjafar- og fjárveitingarvald Alþingis Staðfesta þarf löggjafarvald Al- þingis með því að fella brott heimild til ráðherra að gefa út bráðabirgða- lög. Heimildin var misnotuð herfi- lega um áratuga skeið og það leiddi til þess að hún var þrengd umtals- vert árið 1991 en á síðustu árum er vaxandi tilhneiging til þess að mis- nota hana. Af sömu ástæðu þarf að taka fyrir það að sami maður geti verið bæði með framkvæmdavald og löggjafarvald á hendi eins og nú tíðkast þar sem ráðherrar eru einnig alþingismenn. Það dettur engum í hug að alþingismaður geti farið með dómsvald á sama tíma og hann er hluti af löggjafarvaldinu eða að ráð- herra sé bæði með framkvæmdavald og dómsvald. Jafn sjálfsagt er að skilja í sundur milli framkvæmda- valds og löggjafarvalds. Þessi breyt- ing verður enn brýnni vegna þess að ráðherrar eru 12 en alþingismenn 63. Það kom best í ljós í þingflokki framsóknarmanna þegar um 7 ára skeið helmingur þingmanna flokks- ins var ráðherrar. Það eina sem dug- ar til lengri tíma er að draga skýrar línur og víkja hvergi frá þeim. Höf- um löggjafarvaldið hjá Alþingi og hvergi annars staðar. Höfum ráð- herrana í ráðuneytunum og aðeins þar. Höfum fjárveitingarvaldið að- eins á Alþingi. Í stjórnarskránni stendur: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjár- lögum eða fjáraukalögum.“ Þessu hefur verið snúið við í lögum um fjárreiður ríkisins. Með þessu móti hefur ítrekað verið stofnað til út- gjalda án samþykkis Alþingis. Fjór- um sinnum á síðasta áratug hef ég flutt frumvörp á Alþingi um þessi at- riði, síðast nú í vetur. Vald kjósenda Auka þarf bein áhrif kjósanda á val þingmanns. Það veitir þing- manninum aukinn pólitískan styrk og vinnur gegn foringja- og flokks- valdinu. Kjördæmin þurfa að vera fleiri og fámennari. Í mörgum ríkj- um Evrópu eru einmennings- kjördæmi meginreglan og á Ítalíu var sú leið valin gagngert til þess að endurreisa traust á stjórn- málamönnum. Í Þýskalandi er helm- ingur þingmanna valinn í einmenn- ingskjördæmum og hinn helmingurinn af landslista flokk- anna. Þar fær hver kjósandi tvö at- kvæði og kýs annars vegar persónu og hins vegar flokk. Þessar þrjár breytingar efla lög- gjafarvaldið en draga úr ráðherra- valdi, foringjaræði og flokksvaldi. Lýðræðið þrífst best með því að hafa skýrar línur milli einstakra vald- þátta og jafnræði milli þeirra. Það varð þjóðveldinu að falli að jafn- vægið raskaðist. Einstakir goðorðs- menn kunnu sér ekki hóf í ásókn til valdsins og að lokum hélt þeim ekk- ert í skefjum nema erlent konungs- vald. Foringjavaldið sem ég hef kynnst á undanförnum árum lýsir þróun í átt til pólitískrar konungs- tignar. Höfum það í huga að lýðveld- ið getur hrunið innan frá líkt og þjóðveldið gerði. Endurreisn í gegnum Alþingi Kristinn H. Gunn- arsson skrifar um stjórnsýsluna »Ég er eindregið þeirrar skoðunar eftir langa reynslu bæði í stjórn og stjórnarand- stöðu á Alþingi að veik staða þingmanna sé stór galli sem þurfi að lag- færa. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. GREIN fjórmenninganna í Morgunblaðinu í gær er ómerkilegt yfirklór dæma- lausrar stjórnsýslu. Órök- studdum fullyrðingum og dylgjum í lok þessarar greinar gagnvart bæjarfulltrúum Sjálfstæðisfélagsins á Álfta- nesi er algerlega vísað á bug. Guðmundur G. Gunnarsson Vegna greinar um Miðskóga 8 Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álfta- nesi. Til hamingju vinningshafar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.