Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 13
Nýr veruleiki Viggó Örn Jónsson segir að verkefni allra fyrirtækja verði að aðlagast nýjum veruleika.
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
2008 Hekla
Í blábyrjun nóvember gerðiJónsson & Lemacks auglýsingará notuðum bílum. „Það varhálffurðulegt rétt eftir hrunið,“segir Viggó Örn Jónsson. „Þá varástandið þannig, að ekki var hægtað láta eins og ekkert hefði gerst,en ekki heldur sýna raunveruleik-ann – Íslendingar voru ekki tilbúnirað meðtaka hann. Í þessum aug-lýsingum er eina útgáfan af Íslandi,sem Íslendingar þoldu að horfa á,legókubbar og sakleysið sem fylgirog sagan um að kreppa þurfi ekki aðvera alslæm.“
Gr
af
ík
/E
lín
Es
th
er
ingu við fráleitar efnahagsaðstæður.
Þetta þýðir að fyrirtæki eiga erfitt með
að gera áætlanir fyrir árið 2009 og
horfa aðeins til mánaðar í senn. Og nú
kemur ný ríkisstjórn og maður óttast
að það valdi frekari töfum í bankakerf-
inu og fyrirtæki verði lengur í frosti.
Það sem hefur gerst í bönkunum er að
vegna þessarar miklu tortryggni al-
mennings þora þeir ekki að gefa neitt
eftir. Fjöldamörg ágætlega heilbrigð og
rótgróin fyrirtæki eru út af þessu í
mikilli hættu vegna tiltölulega lítilla
vandræða.“
Fólk er viðkvæmt
Auglýsingar eru samskipti fyrirtækja
við núverandi og verðandi viðskiptavini
og mörg hafa ekkert að segja af viti,
annað en útsala, að sögn Viggós. „Fólk
er líka viðkvæmt, eigendur margra fyr-
irtækja hafa legið undir ámæli og tví-
bent er fyrir slík fyrirtæki að tjá sig.“
Það tekur fólk og fyrirtæki mis-
langan tíma að aðlagast nýjum veru-
leika. „En fólk er smám saman að átta
sig á breyttum aðstæðum og það hefur
róttæk áhrif á hvernig fyrirtæki tala
við viðskiptavini sína,“ segir Viggó.
„Fyrirtæki geta ekki látið eins og
ekkert hafi gerst. Lífsstílsvörur og
þjónusta verða fljótt kjánalegar í þessu
samhengi, ekki síst ef auglýsingin birt-
ist við hliðina á frétt af mótmælum eða
uppsögnum. Fólk er reitt og sárt og
ringlað og hrætt – rosalega hrætt. Og
það er ekkert bara hér á landi. Í Am-
eríku er auglýst í bílaauglýsingum, að
fólk geti skilað bílnum, ef það missir
vinnuna á árinu. Ég held að mörg fyr-
irtæki muni breytast í hálfgerðar
kommúnur á næstu mánuðum, því það
er betra að vinna en að vera atvinnu-
laus, þó að tekjurnar lækki mikið –
bara til að halda geðheilsunni!“
Varpað línu til framtíðar
Verkefni allra fyrirtækja verður að
aðlagast nýjum veruleika. „Ef til vill
verður það erfiðast fyrir bankana,“ seg-
ir Viggó. „Það þarf að finna nýjan tón
til að tala við fólk – allt í einu er „visa
rað“ hugsunin orðin hreinlega ósmekk-
leg. Í Glitni var sennilega gerð róttæk-
asta breytingin, tilkynnt um nafna-
breytingu og varpaði línu til framtíðar
og það er mikilvægt fyrir starfsfólkið.“
Hann hugsar sig um.
„Smám saman munu fyrirtækin ná
landi, eitt af öðru, en í augnablikinu er
erfitt að átta sig á hvernig þar er um-
horfs.“
– Þú varst spurður að því í tímarits-
viðtali fyrir skömmu hvernig ætti að
vinna með breytta ímynd Íslands á er-
lendum vettvangi?
„Æ,“ segir Viggó og gengur um gólf.
„Æ, æ, æ. Ég sat og horfði í augun á
blaðakonunni og sagði: „Veistu það, að
þjóðin er að verða gjaldþrota og það
mun taka 5-10 ár að byggja efnahags-
lífið upp aftur.“ Og það eina sem hún
velti fyrir sér var hvernig við gætum
verið töff áfram!
Orðspor okkar hefur beðið hnekki, en
ég held að fólk ofmeti það gríðarlega,
þó að vissulega sé pínlegt hvernig við
völsuðum um, pissuðum í öll horn, og
sögðumst ætla að kaupa Strikið og Ox-
ford Street. Fólk sér ekki fyrir sér að
geta flutt til útlanda, af því að orðspor
Íslendinga er svo slæmt, en fyrir utan
nokkra Breta og Dani þá er það nátt-
úrlega bara ímynduð della. Þar að auki
blasir við efnahagshrun í Bretlandi,
Portúgal, á Spáni, Lettlandi, Ítalíu,
Grikklandi og á Írlandi þannig að það
fennir fljótlega yfir okkar klúður.“
Gler, stál og svartur marmari
Lykillinn er að ná aftur stöðugleika í
efnahagslífinu. „Ef gengi krónunnar
verður svipað nokkra mánuði í röð mun
verkefni auglýsingastofa snúast um að
skapa nýtt tungumál fyrir fyrirtækin,
að selja vörur með öðrum áherslum –
stemningin að veggfóðra heimili með
gleri, stáli og svörtum marmara heyrir
sögunni til – og þó fyrr hefði verið!“
segir hann og hlær.
„Ég vona að verðskyn Íslendinga
batni en til þess þarf náttúrlega stöð-
ugleika. Kannski breytist það hvernig
hlutir verða keyptir og seldir? Í sumum
löndum sparar fólk og safnar sér fyrir
hlutum sem það kaupir. Að vísu er allt-
af verið að kenna Íslendingum að ef
þeir spara peninga eru góðar líkur á að
þeir þurrkist út fyrir tilstuðlan van-
hæfra stjórnvalda, þannig að reynslan
af því er nú blendin. Fólk mun áfram
þurfa að kaupa í matinn, komast á milli
staða, banka- og tryggingaþjónustu –
rekstrargrundvöllur slíkra fyrirtækja
verður áfram til staðar. Og sólar-
landaferðirnar! Pakkaferðir voru orðn-
ar pínu gamaldags, en nú verða þær
aftur málið – hvernig á fólk annars að
komast til útlanda?!“ segir hann og
hvíslar: „Mallorca.“
– Þetta snertir grunngildi þjóðfélags-
ins?
„Já, gildismat fólks er að breytast
mjög hratt og það sér alls ekki fyrir
endann á því. Auðvitað er stemningin
sú að hófsemi sé dyggð og fólk er
ánægt með sig, sem ekki tók þátt í of-
neyslunni, og hreykir sér gjarnan af því
á mannamótum. En breytingin nær líka
inn á önnur svið mannlífsins, ef stjórn-
málamönnum tekst ekki að eyðileggja
það alveg. Það er nokkuð sem hefur
verið lítt áberandi síðustu árin, áhersl-
an á stórfjölskylduna. Fólk hefur ekk-
ert verið að velta henni fyrir sér –
veistu hvað ég á við?“ spyr hann bros-
andi. „Amma og afi! Allt þetta brýst um
í kollinum á fólki og á sama tíma eiga
margir í alvarlegum fjárhagslegum
kröggum og geta ekki leyft sér margt.
“
Atvinnan mikilvægust
Og hugtak eins og samfélagsleg
ábyrgð hefur að dómi Viggós fengið
nýja merkingu. „Fyrir ári styrktu fjöl-
mörg fyrirtæki alls konar starfsemi, en
nú eru þeir peningar skyndilega horfn-
ir sem skilur eftir sig mikið gat. Ég
held að við getum lært af því að
styrktarsamningar eru alvörumál, sem
samfélagið á ekki að taka létt.“
– Það er ekki lengur við hæfi að
kaupa 17. júní?
„Nei, 17. júní í boði Vodafone verð-
ur ekki endurtekinn. Eitt er að sum
fyrirtæki fóru aðeins yfir strikið,
eignuðu sér viðburði sem þau áttu
ekki að eigna sér. En margt hefur
samt heppnast vel, svo sem Iceland
Airwaves, sem var uppbygging til
langs tíma og skilar ekki aðeins
peningum heldur eflir menningar-
lífið. Icelandair hafði augljósa hags-
muni af því að vel tækist til, hags-
munirnir verða að vera
gagnkvæmir, annars er þetta ekki
trúverðugt.“
– Eiga fyrirtæki að taka þátt í
endurreisninni?
„Ég ætla rétt að vona það. Án
fyrirtækja og frjáls hagkerfis
verður engin endurreisn. Það er
þetta með samfélagsleg
ábyrgð … það fer eftir því í
hvernig samfélagi maður býr,
hvaða ábyrgð maður getur tekið
á samfélaginu. Samfélagsleg
ábyrgð fyrirtækja núna lýtur
fyrst og fremst að því skapa
áfram atvinnu fyrir starfsmenn
sína – að reka fyrirtæki sem
lifir af þessa tíma og þannig
standa sig gagnvart sínu
starfsfólki er lang-, lang-,
langsamlega mikilvægast.“
Morgunblaðið/Heiddi