Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 19
Bækur 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Hörður „Ég man eftir pabba sem
manni sem vann mikið en gaf sér
samt tíma fyrir mig og til sunnudags-
bíltúra og bíóferða, stundum fór hann
meira að segja með mig á myndir
sem voru bannaðar. Og þegar hann
var í handboltanum tók hann mig
með á æfingar og leiki. Það var nátt-
úrlega stórkostleg upplifun að koma í
búningsherbergið og hitta þessa
karla; Geir Hallsteinsson, Gunnar
Einarsson, Bigga Björns, Gils Stef-
ánsson, Þórarin Ragnarsson og þá
alla; þetta var gullaldarlið og það var
mjög sérstök stemning í klefanum.
Pabbi gat verið nokkuð harður en
hann var alls ekki ósanngjarn. Það
hefur kannski spilað inn í að ég var
elztur. En honum líkaði ekki linkind,
heldur fann ég að dugnaður og ósér-
hlífni var honum að skapi. Þannig
fléttaðist það inn í mína skapgerð að
reyna að sinna hlutunum vel og
keppnisskapið síaðist inn í mig. Pabbi
studdi mig alltaf bæði innan vallar og
utan.
Ég man sérstaklega eftir afmæl-
isdögunum mínum. Þeir voru mjög
skemmtilegir. Við áttum 16 mm sýn-
ingarvél og pabbi fór í sendiráðin og
fékk lánaðar teiknimyndir sem hann
sýndi okkur á gardínum eða uppi á
vegg. Út á þetta voru afmælin mín
mjög vinsæl.
Pabbi átti það líka til að hringja í
Hafnarfjarðarbíó sáluga og panta
miða fyrir mig og félaga mína í stúku.
Að sitja í miðstúkunni var rosalega
flott. Það kostaði að vísu pínulítið
meira, en var alveg þess virði svona
stöku sinnum.“
Ekki skemmt að vera
sonur Bjössa bollu
„Ég var bæði í fótbolta og hand-
bolta upp alla yngri flokkana. Þegar
ég var 11 ára fóru mamma, pabbi og
Rósmundur til Kanada en ég vildi
ekki fara með þeim, heldur tók ég
handboltaferð með FH til Danmerk-
ur framyfir. Þetta létu þau mig um og
ég er viss um að pabbi vissi alveg
hvað klukkan sló. Eins vildi ég helzt
ekki fara með þeim út á land á sumr-
in, því ég vildi ekki missa úr leik. Og
þegar ég fór, vildi ég komast sem
fyrst heim aftur. Þau vildu kannski
stoppa einhvers staðar og gista en
það fannst mér ómögulegt. Ég hef
ekki verið skemmtilegur ferðafélagi,
en ég man ekki til þess að þau létu
það neitt bitna á mér.
Sextán ára valdi ég fótboltann. Ég
átti í erfiðleikum í handboltanum því
sjónin var ekki góð, það gekk ekki að
spila með gleraugu og linsur komu
ekki til greina á þessum aldri. Það var
auðveldara fyrir mig að spila fótbolta,
en hetjurnar voru allar í handbolt-
anum. Sjálfur hefði ég aldrei orðið
meira en miðlungshandknattleiks-
maður.
Ég hef oft dáðst að pabba á leik-
sviðinu og í sjónvarpi og kvikmynd-
um. Mér var hins vegar ekkert rosa-
lega skemmt þegar ég var kallaður
sonur Bjössa bollu. Mér fannst hann
samt frábær í því gervi. Hins vegar
fannst mér Sumargleðin aldrei neitt
rosalega skemmtileg. Ég var þá kom-
inn á unglingsaldurinn og hún höfðaði
ekki til mín. Aldrei fann ég að pabba
þætti það miður að ég skyldi ekki
deyja úr hlátri yfir þessum atriðum,
hann vissi sem var að mér þótti mikið
til hans koma sem leikara og
skemmtikrafts. Og ég er enn mjög
stoltur af því sem hann hefur gert á
því sviði, eins og til dæmis í Dagvakt-
inni núna. Þar er hann hreint út sagt
frábær.
Ég man þegar hann var að byrja að
leika í kvikmyndum, þá fékk hann lít-
ið hlutverk í Landi og sonum og tók
mig með sér norður í Svarfaðardal
þar sem myndin var tekin. Það var
ógleymanleg ferð og í hópi ljúfustu
minninga minna um samband okkar
feðganna.“
Stundum svolítið
líflegur á hliðarlínunni
„Hann pabbi er rosalega góður
maður, hann vill öllum vel. Hann get-
ur verið svolítið fljótfær en hann er
maður til þess að biðjast afsökunar ef
honum finnst hann hafa gert eitthvað
rangt. Hann særir engan viljandi. Oft
kemur hann mér á óvart með hvað
hann er gríðarlega gjafmildur og
stórtækur. Hann reiðist ekki oft en
þegar það gerist verður maður
smeykur. Þegar þessi stóri og mikli
maður brýnir raustina þá þagnar
maður og lætur sig bara hverfa ef það
er hægt!
Auðvitað erum við ekkert alltaf
sammála. Við rífumst um alls konar
mál, mest pólitík og fótbolta. Það eru
ekki illindi í þessu hjá okkur. Við
skiptumst bara hressilega á skoð-
unum. Það skilur ekkert eftir sig.
Mér finnst hins vegar þessi Liver-
poolumræða stundum orðin svolítið
þreytt.
Hann á það til að vera of dóm-
harður og kröfuharður og þá reyni ég
að róa hann niður. Þegar ég var í fót-
boltanum var hann stundum svolítið
líflegur á hliðarlínunni. Einu sinni
vorum við að spila við KA, þeir skor-
uðu, voru kolrangstæðir en markið
stóð. Pabbi átti þá eitthvað vantalað
við línuvörðinn en þurfti að fara yfir
vegg til að ná til hans og var kominn
langleiðina yfir þegar FH-mennirnir
stoppuðu hann. Ég leit bara í hina
áttina meðan þetta gekk yfir.
Hann fékk líka oft að heyra það
þegar hann fylgdi FH í útileiki. Það
hristi hann bara af sér. Hann hefur
nefnilega þykkan skráp þegar hann
vill það við hafa, þótt innst inni sé
hann mjúkur maður.“
Rosalega góður afi
„Samband okkar pabba er gott,
það mætti alveg vera meira, en við
hittumst eins oft og við getum og töl-
um saman í síma þess í milli. Hann er
rosalega góður afi, sonur minn fjög-
urra ára og hann fara mikið í sund
saman. Þeir eru ekkert farnir að fara
í bíó en þegar það verður mun ég
fylgjast vel með því að hann taki ekki
strákinn með á bannaðar myndir. Ég
verð fljótur að taka fyrir það.“
Mjúkur með
þykkan skráp
Hann fæddist 19. febrúar 1966, stundaði
nám við Lækjarskóla og Flensborg-
arskóla og starfaði í Háskólabíói og
Sportmönnum. Hann lék knattspyrnu
með meistaraflokki FH 1983-2001, varð
markakóngur úrvalsdeildar þrívegis
1989-91. Kjörinn íþróttamaður Hafn-
arfjarðar árið 1991. Hann varð tíu sinnum
markakóngur FH og hefur leikið flesta
leiki FH í efstu deild sem og skorað
flestu mörkin. Lék um 400 leiki fyrir FH
og skoraði 240 mörk. Hörður lék einnig 9
A-landsleiki og skoraði 1 mark.
Frá 2000 hefur hann verið íþrótta-
fréttamaður á Stöð 2.
Hann er í sambúð með Helgu Helgu-
dóttur. Þau eiga sex börn.
HÖRÐUR MAGNÚSSON
Hugmyndin að bókinni kvikn-aði, þegar Ómar og Stein-unn tóku höndum samanvið að byggja upp meist-
aranámskeið um stjórnun og rekstur
félagasamtaka við félagsráðgjaf-
ardeild og stjórnmálafræðideild Há-
skóla Íslands. Við kennslu sýndi sig að
það vantaði efni á íslenzku og sniðið að
íslenzkum aðstæðum.
Auknar kröfur til félagasamtaka
Þau segja bókina bæði fræðilega og
hagnýta. Félagasamtök gegni marg-
þættu og mikilvægu samfélagslegu
hlutverki, sem fer vaxandi frekar en
hitt, og bókinni ætla þau að efla fag-
legt starf hjá félagasamtökum og gera
þeim kleift að sinna áfram sínu hlut-
verki í samfélaginu. Það segja þau
einkar brýnt í kreppu eins og við göng-
um nú í gegnum, þegar auknar kröfur
eru gerðar til félagasamtaka, m.a. í
velferðarþjónustunni eins og Hjálp-
arstarf kirkjunnar og Rauða kross Ís-
lands. Á erfiðum tímum leita fleiri ein-
staklingar til þessara félaga og einnig
leita stjórnvöld til þeirra í auknum
mæli, því félögin búa að mikilli reynslu
í hjálparstarfi, eru skjót til viðbragða
og svo eru þau hagkvæm líka.
Ómar og Steinunn segja ljóst, að á
tímum sem þessum þegar nið-
urskurður verður á velferðarþjónustu
þess opinbera þurfi félagasamtök að
mæta þeim niðurskurði með því að efla
eigin þjónustu. Félagasamtök gegna
frumkvöðlahlutverki í mörgum fé-
lagslegum verkefnum eins og til dæm-
is kvenfélögin gerðu í upphafi tutt-
ugustu aldarinnar.
26 kaflar eftir 22 höfunda
Þau segja bókina ekki aðeins fjalla
um hjálparfélög, heldur nái hún yfir
alls konar félagasamtök á öllum svið-
um.
Hér á landi er rík hefð fyrir starfi
frjálsra félagasamtaka á ýmsum svið-
um, m.a. mannúðar-, umhverfis-,
björgunar- og menningarmála. Frjáls
félagasamtök, hinn svokallaði þriðji
geiri samfélagsins, eru um og yfir 20
þúsund, en stjórn og rekstur þeirra
lúta með ýmsum hætti öðrum lög-
málum en gilda í einkageiranum og
þeim opinbera.
Í fyrri hluta bókarinnar er í fimm-
tán fræðigreinum fjallað almennt um
stjórn félagasamtaka og þá jafnt hags-
munasamtaka sem almennra félaga.
Fjallað er almennt um félagasamtök á
Íslandi, skilgreiningar, sögu, hlutverk
þeirra og umfang, fjallað er um helztu
lagagreinar sem um þau gilda og
tengsl við hið opinbera, gerð er grein
fyrir stjórnskipulagi frjálsra félaga,
stjórnum þeirra og stefnumörkun.
Einnig er fjallað um forystu félaga og
mannauðsstjórnun bæði launaðra
starfsmanna og sjálfboðaliða, fjár-
málastjórnun; bókhald, fjárhagsáætl-
anir, skattamál og fjáröflun og loks al-
mannatengsl, upplýsinga- og
skjalastjórnun og fundarsköp.
Síðari hlutinn er kynning á 11 fé-
lagasamtökum; Alþjóðlegum ung-
mennaskiptum, Barnaheill, Fem-
ínistafélagi Íslands, Hjartaheill,
Hjálparstarfi kirkjunnar, Landvernd,
Rauða krossi Íslands, Samtökunum
’78, Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
Ungmennafélagi Íslands og UNICEF
Íslandi. Saga félaganna er sögð og lýst
markmiðum og skipulagi, mannauðs-
stjórnun, stefnumótun og framkvæmd
stefnu, fjármálastjórnun og upplýs-
ingamálum.
Ómar og Steinunn segja að í
grunninn glími öll félagasamtök við
sömu viðfangsefnin; að halda utan um
félagsstarfið. Þetta eru algild við-
fangsefni og í bókinni er tekið á öllum
þáttum þess.
Efnið er frumsamið til þessarar
bókar. Þau eru sjálf höfundar að fjór-
um köflum, en bókin er 26 kaflar sem
skrifaðir eru af 22 höfundum, sem all-
ir hafa fræðilegan grunn og reynslu
af því að vinna hjá félagasamtökum.
Margir þeirra hafa kennt á nám-
skeiðum í Háskóla Íslands.
Ekki reyndist erfitt að fá fólk til
starfa og það þrátt fyrir að þetta var
sjálfboðastarf og menn þurftu að
leggja á sig umtalsverða vinnu. Það
voru allir mjög tilbúnir og fannst bók-
in þörf.
Námskeið og rannsóknasetur
Ómar og Steinunn segja í bígerð að
bjóða upp á námskeið við Háskóla Ís-
lands fyrir þá sem vilja sérhæfa sig á
sviði stjórnunar og reksturs fé-
lagasamtaka. Einnig stendur til að
stofna sérstakt rannsóknasetur á
þessu sviði.
Styrkur, hjálp og
frumkvöðlastarf
Morgunblaðið/Golli
Brautryðjendur Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H Kristmundsson hafa byggt upp meistaranámskeið um stjórnun og
rekstur félagasamtaka og ritstýrt bók sem er sú fyrsta sem gefin er út um það efni á Íslandi.
Stjórnun og rekstur fé-
lagasamtaka heitir bók
sem Ómar H. Krist-
mundsson og Steinunn
Hrafnsdóttir ritstýrðu.
Þau segja bókina þá
fyrstu sem gefin er út
um þetta efni á Íslandi.
40% í sjálfboðaliðastarfi
Rannsókn Steinunnar Hrafnsdóttur
leiddi í ljós að rétt rúm
40%
þátttakenda sögðust hafa unnið
sjálfboðaliðastarf, að meðaltali
215
klukkustundir á ári
Sjálfboðaliðasamtökin sem flestir unnu fyrir:
18%
fyrir íþróttafélög
14,5%
fyrir foreldrafélög/skóla
11%
fyrir góðgerðar- og líknarfélög
7,7%
fyrir hjálpar-/björgunar-/slysavarnarfélög
6,9%
fyrir kirkjur/trúarhópa
6,3%
fyrir stjórnmálaflokkar eða -samtök
Karlar og konur vinna sjálfboðaliðastörf í
álíka mæli
en algengara er að karlar vinni fyrir
íþróttafélög og í hjálpar-
og björgunarsveitum
en konur í
góðgerða- og líknarfélögum