Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 21

Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 21
Síðastliðið haust voru gripir end- anlega valdir til sýningar í samráði við fornleifafræðingana. Suma gripi þurfti að forverja eða undirbúa á einhvern hátt fyrir sýninguna. Líma þurfti saman brot úr austur- lenskri skál frá Skálholti í eina heild og púsla saman styttu heil- agrar Barböru sem fannst á Skriðuklaustri, svo eitthvað sé nefnt, en forverðir safnsins eru ábyrgir fyrir þessari tímafreku vinnu. Hönnuður sýningarinnar er Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir, sem einnig er ábyrg fyrir Landnáms- sýningunni í Aðalstræti, auk fleiri sögusýninga. Hún hafði það að leið- arljósi að gera sýninguna líflega með þeim hætti sem hér hefur ver- ið rakið. Til viðbótar er stuðst við margmiðlun, myndasýningar og teikningar, sem styðja við það sem gesturinn sér og hjálpar til við að skapa mynd af þessum mið- aldaheimi. Beinagrind með sárasótt Á sýningunni má sjá að nunn- urnar hafi verið hannyrðakonur og munkarnir fengist við lækningar en á Skriðuklaustri hafa fundist lyfja- glös og beinagrindur sem hafa ver- ið sjúkdómsgreindar og má sjá hluta þeirra þarna, m.a. bein stúlku upp úr tvítugu sem sýkt var af sárasótt. Af munum frá Skálholti má nefna hnappa af skólastrákum en ófáir hnapparnir hafa fallið milli þilja, og gleðja okkur því nú. Þarna eru líka brot úr brennivínsflöskum og gamlir skór. Matseðill drengj- anna er skráður þarna en ekki er víst að allir myndu sætta sig við í dag að fá harðfisk með smjöri í morgunmat og jafnvel oftar á dag. Í einum glerkassanum má líta perlur úr talnabandi og dýrindis gullhring en gersemarnar fundust í uppgrefti í Reykholti í Borgarfirði. Einhver hefur áreiðanlega grátið yfir tapinu þá en sömu hlutir gleðja augað nú. Á Hólum var eins og margir vita prentsmiðja og má þarna líta prentstafi auk bókar prentaðrar á dómkirkjustaðnum. Ennfremur er búið er að stilla upp nútímastimpl- um með gamaldags gotnesku letri og geta gestir gert sér það að leik að stimpla til dæmis nafnið sitt á hjáliggjandi pappír. Fræðsla og fjör fer því saman á Þjóðminjasafn- inu um þessar mundir en sýningin verður opin til 30. nóvember á þessu ári. Ílát Þessi flaska er frá Hólum. 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 PÉTUR Gunnarsson rithöfundur skrifar texta sem birtir eru á sýn- ingarveggjum Endurfunda. Hann átti fundi með fornleifafræðingum sem unnu rannsóknir á þessum stöðum sem fjallað er um í sýning- unni til þess að setja sig betur inn í viðfangsefnið. Textar og hugleið- ingar Péturs gefa aukna innsýn í hugarheim miðaldamanna og vekja jafnframt ýmsar spurningar um líf- ið þá og nú. Hann kallar Skriðuklaustur „heilsuverndarstöð á Héraði“ og segir að fjöldi líkamsleifa ungra kvenna og ófullburða fóstra veki athygli. Þetta segi okkur „að konur hafi leitað fæðingarhjálpar í munkaklaustri af Ágústínus- arreglu!“ Guð á tímann Pétur ritar um miðaldamanninn: „Í dag er Himnaríki í boði Þjóðkirkj- unnar enda er nútímamaðurinn svo til syndlaus. Höfuðsyndirnar hafa ýmist gufað upp eða verið boðnar velkomnar til leiks, til að mynda græðgin. En það var einmitt hennar vegna sem miðaldakristnin lagðist svo eindregið gegn störfum sem lutu að umsýslu með peninga. Sá sem lánar fé og heimtar af því vexti nefnist okrari og er sérstök tegund af þjófi. Þýfi okrarans er tíminn frá því hann lánar peninginn og þar til hann endurheimtir hann með vöxt- um. En hver á þá tímann? Um það velkjast miðaldamenn ekki í vafa: Guð á tímann. Gróðapungurinn stelur frá Guði, hvorki meira né minna. Og þessi tímaþjófur er þeim mun syndugri að hann ann sér aldr- ei hvíldar. Misindismenn og skækj- ur taka sér þó hvíld rétt á meðan þau festa blund. Okrið aftur á móti starfar jafnt í vöku sem svefni – og nægir skuldsettustu þjóð í Evrópu að hugsa til dráttarvaxtanna í því sambandi.“ Ennfremur skrifar Pétur skemmtilega um Kirkjubæj- arklaustur: „Vegfarandi sem er á hringferð um þjóðveg 1 ekur fyrr eða síðar fram hjá Kirkjubæj- arklaustri. Ekki er ósennilegt að hann fylli á tankinn í sjoppunni og í stað þess að horfa á óþægilega há- ar tölur kútveltast á dælunni beinir hann sjónum til þorpsins álengdar. […] Nú heyrist klikkið í bensíndæl- unni til marks um að tankurinn sé fullur og ósennilegt að honum hafi tekist á fáeinum mínútum að máta sig við þá staðreynd að hér hafi staðið nunnuklaustur í 365 ár! Ekki sem sóttkví utan við heiminn held- ur virkur þátttakandi í samfélags- leiknum, handhafi fjölda jarða og hlunninda út um allt Suðurland. Aflstöð í veraldlegum sem and- legum skilningi – að héðan var dælt eldsneyti til þjóðarsálarinnar allrar.“ Hugarheimur og andrúmsloft miðalda Morgunblaðið/Árni Sæberg Stemning Hér má sjá inn í miðjan „klausturgarðinn“ en skemmti- leg stemning er sköpuð á sýning- unni í gegnum ljós og liti. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2009. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir formaður og Jón Óttar Ragnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2009. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 590 1520 og 590 1521. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 4. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 44 69 8 01 /0 9 Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: lifshlaupid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.