Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 23
Sjónvarpsþáttur 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Dexter er óvenjulegurraðmorðingi. Kaldur ogtilfinningalaus sérfræð-ingur lögreglunnar í
blóðferlum, en sífellt að reyna að
sýna „rétt“ viðbrögð, eins og ann-
að fólk sýnir. Hann myrðir ekki
hvern sem er, heldur aðeins þá
sem eiga það skilið, samkvæmt
stífri forskrift uppeldisföður hans.
Frá þeim reglum víkur hann ekki
nema í neyð. Fórnarlömb hans eru
nær eingöngu harðsvíraðir morð-
ingjar, sem hafa á einhvern hátt
sloppið úr klóm réttvísinnar.
Þannig nær Dexter að vekja sam-
úð þeirra sem með honum fylgj-
ast, því hver vill ekki sjá hin
verstu illmenni líða fyrir afbrot
sín?
Dexter er auðvitað bara að-
alhetjan, eða aðalskúrkurinn, í
sjónvarpsþáttum, sem byggjast á
skáldsögum Jeffs Linleys. Sá sem
leikur hann heitir Michael Carlisle
Hall og fagnar 38 ára afmæli sínu
í dag.
Lífið er kabarett
Michael C. Hall hefur ekki alltaf
leikið eintóma skúrka. Fyrstu
skrefin í leiklistinni tók hann á
sviði minni leikhúsa og oftar en
ekki urðu Shakespeare-verk fyrir
valinu. Þar var hann reyndar
stundum í hlutverki illmenna en í
önnur skipti göfugra aðalsmanna.
Smám saman skapaði hann sér
gott orðspor og komst á fjalir
Broadway-leikhúss árið 1999, sem
kynnirinn skrautlegi í söng-
leiknum Cabaret. Honum bauðst
svo hlutverk Davids Fishers í
þáttaröðinni Six feet under og þar
með var framtíð hans tryggð og
tilnefningar til leiklistarverðlauna
bárust hver á eftir annarri. Þætt-
irnir nutu mikilla vinsælda og
Michael þótti gera skápahomm-
anum David góð skil.
Michael hefur lítið sést í kvik-
myndum, hans heimavöllur er
leikhús og sjónvarp. Hann lék þó í
spennumyndinni Paycheck árið
2003, með Ben Afflect, Umu
Thurman og Aaaron Eckhart.
Sjónvarpsþáttaröðin um Dexter
skaut Michael C. Hall upp á
stjörnuhimininn svo um munaði.
Og áfram streyma viðurkenningar
og verðlaun.
Um áramótin bárust fréttir sem
slógu suma aðdáendur þáttanna
um Dexter út af laginu. Michael
C. Hall og leikkonan Jennifer Car-
penter létu pússa sig saman á
gamlárskvöld. Jennifer leikur
systur Dexters í þáttunum og ást-
in hefur greinilega kviknað á
vinnustaðnum. rsv@mbl.is
Ljúfi raðmorðinginn
Reuters
Hjónin Jennifer Carpenter og Michael C. Hall á leið á Golden Globes hátíðina 11. janúar, nýgift og hamingjusöm.
©Showtime
„Ferjumaðurinn“ Dexter Morgan,
fjöldamorðingi og blóðferlasérfræð-
ingur, við nytsamlega bátinn sinn.