Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Hátískuhús heimsins þurfaekki að kvarta í krepp-unni. Að minnsta kostiekki Chanel, sem fagn- aði 20% söluaukningu milli áranna 2007og 2008. Hvað þá Dior, sem á sama tíma seldi 35% meira. Hátískufatnaður er rándýr, hver flík getur hæglega kostað margar milljónir og þar við bæt- ast handtöskur, skór og ýmsir fylgihlutir. Það er því ekki fyrir neinn meðaljón að kaupa slíka vöru. Meðaljónarnir eru hvort sem er aðkrepptir þessa dagana, en hinir ofurríku virðast svífa skýjum ofar, ósnertanlegir af kreppum. Sókn er besta vörnin Pistlahöfundur breska dag- blaðsins Guardian, Hadley Freem- an, skrifaði um þetta fyrirbæri í vikunni. Hún segir tískuhúsin greinilega líta svo á að sókn sé besta vörnin og því fari fjarri að þau ætli að draga úr íburðinum og kostnaðinum á krepputímum. Gi- orgio Armani er ágætis dæmi, en hann mun opna stóra verslun á dýrasta stað í New York um það leyti sem tískuvikan þar í borg hefst í næsta mánuði. Hadley Freeman bendir á, að hátískufatnaður sé svo dýr, að við- skiptavinirnir teljist vera nokkur hundruð manns, fremur en mörg þúsund. Vissulega dró eitthvað úr pöntunum frá Bandaríkjunum á síðasta ári, en á móti kom að fleiri ofurríkir Asíubúar renna nú hýru auga til hátísku en áður. Hadley bendir líka á, að tísku- blöð eigi hlut að máli. Þau geri sér grein fyrir að meirihluti lesenda þurfi að draga saman seglin, en um leið vilji þau gera auglýs- endum sínum til geðs og hampa hátískunni. Niðurstaðan sé sú, að þau hvetji lesendur til að kaupa a.m.k. eina afar vandaða (lesist: dýra) flík, í stað þess að kaupa fleiri ódýrari. Ekki er nóg með að tískuhúsin fagni aukinni sölu árið 2008 frá fyrra ári, heldur reikna þau með að hagur þeirra muni enn vænkast árið 2009. Árið sem flestir sjá fyrir sér einkennast af miklum sam- drætti. Og samdráttur í verslun er þegar staðreynd í hinum vestræna heimi. Fólk kaupir minna og rýkur ekki til að skoða nýjustu fötin í búðunum. En það á auðvitað við um venjulega launþega, ekki þá sem vita ekki aura sinna tal. Þeir búa í sínu eigin hagkerfi, stikkfrí frá kreppu. Kökur í stað brauðs Það er tímanna tákn að á tískusýingu Dior á mánudag klæddust fyrirsæturnar kjólum, sem minntu einna helst á Maríu Antoinettu. Þegar almúginn gerði uppreisn í Frakklandi ku hirðmað- ur hafa sagt Maríu að óánægju lýðsins mætti rekja til skorts á brauði. Þá á María að hafa sagt, að almúginn gæti bara borðað kökur. Hún bjó að sjálfsögðu ekki við sama kost og almúginn. Kökur og brauð í kreppu Reuters Veisla Vor- og sumartíska Dior ber engan svip af kreppu. Miklu fremur af óhófi frönsku yfirstéttarinnar fyrir byltingu. Auglýst er eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr sjóði til minningar um Bjarna Benediktsson lagaprófessor og forsætisráðherra. Veittir verða sex styrkir árið 2009 til rannsókna á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar annars vegar og hag- og stjórnmálasögu 20. aldar hins vegar. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2009 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 5155800, rannis@rannis.is www.rannis.is Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. GRÆNLAND – paradís veiðimannsins flugfelag.is / sími +354 570 3075 – hopadeild@flugfelag.is Pakkaferðir til Narsarsuaq og Nuuk – samstarfsaðilar: Pálmi Gunnarsson, The Icelandic Flyfishing Service, www.tiffs.is Nuuk-Tourism, www.nuuk-tourism.gl REYKJAVÍK Grænland Nuuk IIulissat Kulusuk Narsarsuaq Constable Point ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 44 74 3 01 .2 00 9 Stangveiði á Grænlandi tekur öllu fram sem þú hefur upplifað í fiskveiði. Svo gríðarlega mikið er af fiski að þú hreinlega mokar honum upp. / Stórbrotin náttúrufegurð / Fjölbreyttar veiðiferðir í ósnortinni náttúru / Silungsveiði / Hreindýraveiðar / Heillandi gönguferðir 3ja til 7 daga ferðir til Grænlands. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ,magnar upp daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.