Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 29
M álþing íslenzkra stjórnvalda og Atl- antshafsbandalags- ins um öryggi á norðurslóðum, sem haldið var í Reykja- vík á fimmtudag, lét ekki mikið yfir sér en er mikilvægara en margur heldur. Sú staðreynd að framkvæmdastjóri NATO, tveir æðstu herstjórnendur bandalagsins, for- maður hermálanefndarinnar og ýmsir hátt settir ráðherrar og embættismenn frá aðild- arríkjunum skyldu sækja málstofuna sýnir að bandalagið beinir nú sjónum sínum til norðurs á ný, eftir að hafa lengi horft fyrst og fremst til suðurs og austurs. Það er ótvírætt í þágu ís- lenzkra öryggishagsmuna að bandalagið horfi aftur til norðurslóða. Sama á við um Noreg, en í sameiningu hafa þessi tvö norðlægu NATO-ríki unnið að því að fá NATO til að taka annað aug- að af Afganistan og gefa heimaslóðum gaum. Málþingið í Reykjavík sýnir að sú viðleitni hef- ur borið árangur. Siglingar og öryggismál Á Norður-Atlantshafinu, sem varnarbandalag vestrænna lýðræðisríkja kennir sig við, er nú margt athyglisvert að gerast. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, fór yfir fjögur atriði í ræðu sinni á málstofunni. Í fyrsta lagi hefur hlýnun loftslags á norður- slóðum í för með sér að nýjar skipaleiðir opnast og gera má ráð fyrir aukinni umferð skipa um hafsvæðið nærri ströndum Íslands, með til- heyrandi slysahættu. Umferð olíu- og gasskipa heldur væntanlega áfram að aukast og þar með hættan á umhverfisslysum. Scheffer benti á að þessi þróun hefði í för með sér þörf fyrir leitar- og björgunarviðbúnað á Norður-Atlantshafinu. Í þeim efnum hefði NATO skýru hlutverki að gegna. Bandalagið réði yfir getu og búnaði til að takast á hendur leitar- og björgunarleiðangra og viðbragðs- miðstöð bandalagsins hefði nauðsynlega reynslu til að skipuleggja hvers konar hjálp- arstarf og styðja leitar- og björgunaraðgerðir. Þetta skiptir máli fyrir Ísland. Ef t.d. stóru olíuskipi hlekkist á undan ströndum landsins hefur Ísland eitt og sér enga burði til að takast á við slíkan atburð. Við erum háð samstarfi við nágrannaríkin, ekki sízt Noreg, Danmörku og Bretland, en einnig önnur NATO-ríki. NATO og orkuöryggið Í öðru lagi munu ýmsar auðlindir, þar með tald- ar olíu- og gaslindir, verða aðgengilegri ef ísinn hopar. Framkvæmdastjóri NATO benti á að áfram yrði erfitt að vinna þessar auðlindir; skil- yrði væru erfið og fjarlægð frá mörkuðum mik- il. Sæju menn fram á aukna virkni í þessum geira, sérstaklega í orkuvinnslu, yrði bandalag- ið að taka það með í reikninginn. Orkuöryggi er hugtak, sem hægt og rólega hefur þokazt ofar á dagskrá NATO undanfarin ár. Bandalagið þarf að geta tryggt að flutn- ingaleiðir fyrir orku til aðildarríkjanna séu tryggar. Það er engan veginn sjálfsagt mál. Deilur Rússa við nágrannaríki sín um gasvið- skipti hafa þannig oftar en einu sinni leitt af sér gasskort í aðildarríkjum NATO vestar í Evr- ópu um hávetur. Á leiðtogafundi NATO í Búkarest í fyrra var kveðið á um hvert hlutverk bandalagsins væri við að tryggja orkuöryggi. Bandalagið á m.a. að tryggja upplýsingaöflun um orkuflutninga, stuðla að stöðugleika, styðja við viðbrögð vegna orkuskorts eða slysa, hvetja til góðs samstarfs ríkja og stuðla að vernd og öryggi orkumann- virkja. Scheffer sagðist í ræðu sinni telja að allt ætti þetta við í tilfelli aukinnar orkuvinnslu á norðurslóðum. Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráð- herra, benti á það í ræðu sinni á fundinum að ef olía eða gas fyndist á Drekasvæðinu myndi það endurspeglast í öryggismálastefnu Íslands. Ef orkuvinnsla hefst innan íslenzkrar efnahags- lögsögu verða Íslendingar að tryggja öryggi orkumannvirkjanna. Ef Ísland verður olíuríki einhvern tímann í framtíðinni mun hluti ágóð- ans af olíuvinnslunni geta runnið til þess verk- efnis. En að sama skapi er ólíklegt að Ísland komist af án samstarfs við bandalagsríki sín til að tryggja öryggi orkunnar. Samband NATO við Rússland skiptir máli í þessu samhengi. Ef Rússar halda áfram að beita orkulindum sínum sem „vopni“ í deilum við nágrannaríkin og skrúfa oftar fyrir gasið má gera ráð fyrir að NATO-ríki leitist við að verða þeim ekki eins háð um orku. Þá geta orkulindir á norðurslóðum komið inn í mynd- ina. Aukin hernaðarumsvif Í þriðja lagi komu deilur ríkja við heimskautið um yfirráðasvæði til umræðu. Rússland, Kan- ada, Bandaríkin, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands deila um mörk efnahags- lögsögu og skiptingu landgrunnsins í Norður- Íshafinu. Sú hætta er vissulega fyrir hendi að þær deilur magnist. Rússar hafa gengið einna harðast fram í kröfum sínum undanfarin ár og sendu m.a. kafbát til að koma rússneska fán- anum fyrir á hafsbotni á norðurpólnum. Í fjórða lagi nefndi framkvæmdastjóri NATO aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum. Þar hafa Rússar farið fremstir í flokki og aukið á ný bæði siglingar herskipa og flug lang- drægra sprengjuflugvéla um Norður- Atlantshafssvæðið. Önnur ríki á norðurslóðum hafa aukið hernaðarstarfsemi á svæðinu, til dæmis bæði Noregur og Kanada. Sá munur er þó á, að þau ríki hafa fyrst og fremst aukið eft- irlit með sínu næsta nágrenni, meðal annars vegna aukinnar skipaumferðar, en hern- aðarstarfsemi Rússa virðist aðallega þjóna þeim tilgangi að sýna að þeir séu aftur orðnir stórveldi. Eða hvaða tilgang annan hefur t.d. ítrekað hringflug um Ísland? Geir H. Haarde vék að þessu í ræðu sinni á málþinginu. Hann sagði að eftir að kalda stríð- inu lauk hefði mjög dregið úr hernaðar- umsvifum á norðurslóðum og þannig vildu Ís- lendingar helzt hafa það. En grundvallarmunur væri á því að ríki gættu fullveldis síns og héldu uppi hefðbundnum landvörnum annars vegar og hins vegar að ríki færu á ný að sýna vald sitt með langdrægum skipum og flugvélum. Þess- um orðum var augljóslega ætlað að draga fram muninn á hegðun Rússlands og annarra ríkja í okkar heimshluta. NATO þarf að gefa þessari þróun gaum. John Craddock, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, sagði í sínu erindi á málstofunni að bandalagið ætti að gera allt sem það gæti til að ýta undir samstarf, en ekki samkeppni ríkjanna á norðurslóðum. Það á auðvitað að vera upplegg bandalagsins; að kæla ástandið fremur en að hita upp í því. Jaap de Hoop Scheffer velti því fyrir sér hvort NATO ætti að auka umsvif sín á norð- urslóðum. Hann sagði að til greina kæmi að fjölga leitar-, björgunar- og almannavarnaæf- ingum á svæðinu. Hvers konar umsvif NATO á norðurslóðum yrðu hins vegar að fara fram al- gerlega fyrir opnum tjöldum og ríka áherzlu ætti að leggja á samstarf við Rússland. NATO ætti að taka þátt í samstarfi á norðurslóðum með öðrum alþjóðlegum samtökum ríkja á svæðinu; Norðurskautsráðinu og Evrópusam- bandinu. Þótt lögð sé áherzla á samstarf við Rússland og að NATO api ekki eftir Rússum í því að sýna vald sitt á Norður-Atlantshafinu er nauðsyn- legt að bandalagið sýni Rússum að þeir eiga ekki frítt spil með að þenja út áhrifasvæði sitt. Framhald á loftrýmisgæzlunni Loftrýmisgæzlan við Ísland, sem orrustu- flugsveitir frá öðrum bandalagsríkjum annast nokkrum sinnum á ári, er liður í þessu, auk þess að vera í þágu öryggishagsmuna Íslands. Hún fer fram á forsendum hefðbundinna land- varna og beinist ekki að neinu ríki öðru fremur. Hún er fyrst og fremst til marks um að NATO er reiðubúið að verja Ísland og hafa eftirlit með hafsvæðinu umhverfis landið, þótt aðstæður séu ekki nú með þeim hætti að slíkrar gæzlu sé þörf allt árið. Það er þess vegna mikilvægt að loftrýmisgæzlunni verði haldið áfram. Nú stefnir allt í að í ríkisstjórn setjist eini ís- lenzki stjórnmálaflokkurinn, sem vill ganga úr Atlantshafsbandalaginu og telur ekki þörf á neinum landvörnum, hvaða nafni sem þær nefnast. Samstarf Vinstri grænna og Samfylk- ingarinnar er hugsanlega aðeins til næstu vikna og mánaða, en ekki er útilokað að það verði til næstu ára. Um leið og VG sezt í rík- isstjórn gengur Sjálfstæðisflokkurinn úr stjórn; sá flokkur sem dyggast hefur staðið vörð um tryggar landvarnir og aðild Íslands að NATO. Hver á að verða stefna nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum? Þau virðast ekki hafa verið ofarlega á baugi í stjórnarmynd- unarviðræðunum. VG láta sér ekki detta í hug, fremur en forveri flokksins, Alþýðubandalagið sáluga, að gera úrsögn úr NATO að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi. En það skiptir bæði máli hvað stendur í stjórnarsáttmálanum og hvað stendur ekki í honum. Í stefnuyfirlýsingu fráfarandi stjórnar sagði þetta eitt um varn- armál: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um ör- yggismál.“ Mun ný ríkisstjórn áfram fylgja markaðri stefnu, sem meðal annars felur í sér aukið tvíhliða samstarf við nágrannalöndin og áframhaldandi loftrýmisgæzlu NATO hér á landi? Á málþingi NATO var frá því greint að Danir væru reiðubúnir að annast loftrýmisgæzlu hér við land í marz, Spánverjar í maí og Banda- ríkjamenn með haustinu. En jafnframt kom fram í máli Geirs Haarde og Jaaps de Hoop Scheffer að framhaldið væri í höndum ís- lenzkra stjórnvalda. Vinstri grænir, sem alla jafna hafa litlar áhyggjur af umfangi og vexti ríkisútgjalda, hafa haft þungar áhyggjur af kostnaðinum við loftrýmisgæzluna og lagt fram um hann fyr- irspurnir á Alþingi. Nú þegar liggur fyrir ákvörðun um að fækka þeim skiptum, sem er- lendar flugsveitir koma hingað til lands, úr fjórum á ári í þrjú. Aukinheldur munu banda- lagsríki okkar í NATO taka á sig stærri hluta kostnaðarins en upphaflega var áformað. Þá liggja fyrir ýmsar hugmyndir um hvernig megi koma þeim verkefnum, sem Varnarmálastofn- un hefur með höndum, fyrir með ódýrari hætti með meira samstarfi við aðrar stofnanir á borð við Neyðarlínu og Landhelgisgæzlu. Í þessu efni má ekki gleyma því að grund- vallarskylda hvers ríkis er að tryggja löggæzlu, dómskerfi og landvarnir. Þetta eru forgangs- verkefni allra ríkja. Og fyrir þá, sem eru jafn- áhugasamir um fullveldi Íslands og VG, hlýtur að vera forgangsatriði að Ísland hafi einhverja stefnu um hvernig það ætlar að tryggja það lykilatriði í gæzlu fullveldisins, sem landvarn- irnar eru. Nú getum við ekki lengur treyst á Bandaríkin að sjá um þau mál fyrir okkur. Nú reynir líka á ábyrgð Samfylkingarinnar, sem væntanlega mun fara áfram með utanrík- isráðuneytið í nýrri stjórn. Ætlar hún að standa í ístaðinu í varnarmálum eða fara á taugum einu sinni enn? Ætlar Samfylkingin að leyfa VG að setja varnarmál Íslands upp í loft á tímum, þegar óvissan fer vaxandi á Norður- Atlantshafi? Hver verður stefna nýrrar stjórnar í varnarmálum? 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Reykjavíkurbréf 310109 Loftrýmisgæzla við Ísland Danmörk Marz Spánn Maí Bandaríkin September?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.