Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 37
Umræðan 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska - stærðfræði - enska - danska
franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði
þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl.
greining á lestrarerfiðleikum
Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Tjarnarból 4
170 Seltjarnarnes
5 herb. íbúð með góðum sv svölum!
Stærð: 137,6 fm
Fjöldi herbergja: 5
Byggingarár: 1972
Brunabótamat: 25.600.000
Bílskúr: Nei
Verð: 29.900.000
5 herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Svefnherbergin eru 4, eldhús með borðkrók og búri. Samliggjandi borðstofa og stofa með útgengi á góðar svalir.
Stofan er opin og björt. Baðherbergið er allt hið glæsilegasta, flísar í hólf og gólf, horn baðkar með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Búið er að endurnýja
mikið af íbúðinni síðustu 5-6 ár, skipta var út öllum hurðum, parket, dregið var í nýtt rafmagn í íbúðinni 2002-2003. Í sameign er góð aðstaða,
leikherb. f. börn, hjóla- og vagnageymsla. Þetta er mjög góð eign á frábærum stað á Seltjarnarnesi. Stutt er í alla almenna þjónustu, sjón er sögu
ríkari!
Torg
Bergsteinn
Gunnarsson
Lögg. fasteignasali
Sigurður
Sölufulltrúi
sg@remax.is
Opið
Hús
Opið hús sunnudag 1. feb. kl. 17:00-17:30
RE/MAX Torg - Garðatorgi 5 - 210 Garðabær - Sími: 5209595 - www.remax.is
898 6106
Jón Hólm Stefánsson
Lögg. fasteigna-,
fyrirtækja- og skipasali
www.gljufurfasteign.is
Til sölu í Selvogi, Ölfusi
Til sölu er afgirt landspilda í Selvogi að stærð 66,8 hektarar. Landið er
gróið. Á landinu er ræktað land að stærð um 4 hektarar. Einnig eru á
landinu gömul útihús. Landið er rétt austan Strandarkirkju og nær að sjó.
Samgöngulega mjög vel sett land, örstutt til Þorlákshafnar eftir nýjum
Suðurstrandarvegi. Um er að ræða verulega álitlega eign í fallegu
umhverfi, sem býður upp á margvíslega möguleika. Ásett verð 60 milljónir
eða tilboð. Nánari upplýsingar hjá Jóni Hólm Stefánssyni, lögg.
fasteignasala, í síma 896-4761.
Gljúfur fasteignasala hefur fleiri eignir í dreifbýli til sölu, sjá
www.gljufurfasteign.is. Leitið upplýsinga hjá fasteignasala í
síma 896-4761.
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21
108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Langalína 29 1. hæð, íbúð 106
Mjög góð og vel skipulögð 100,8 fm íbúð á jarðhæð, íbúðinni fylgir
stæði í bílageymslu og sér 60 fm verönd. Gólfhiti er í allri íbúðinni og
glæsilegar innréttingar frá Liva. Parket og flísar á öllum gólfum.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 14:00-14:30. V. 35,9 m.
OPIÐ HÚS
Á SÍÐUSTU
klukkustundum starfs-
tíma síns sem land-
búnaðar- og sjáv-
arútvegsráðherra
undirritaði Einar K.
Guðfinnsson reglugerð
er heimilar, að upp-
fylltum skilyrðum,
veiðar á 100 hrefnum
og 150 langreyðum árlega næstu 5
ár. Veiðimenn fagna á sama tíma og
útflytjendur og talsmenn ferðaþjón-
ustu óttast neikvæð áhrif. Ýmsir
hópar verndunarsinna dylja heldur
ekki óánægju sína.
Þegar þessi orð eru skrifuð er
ekki ljóst hvort ákvörðun Einars
stendur eða hvort nýr ráðherra
sjávarútvegsráðherra afnemur
reglugerðina jafn léttilega og Einar
setti hana. Þá er heldur ekki ljóst
hvort ákvörðunin hafi áhrif á af-
stöðu vinaþjóða til áframhaldandi
þátttöku í þeirri lánafyrirgreiðslu
sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef-
ur forystu um.
En þó svo að þau efnisatriði
reglugerðarinnar sem
lúta að fjölda veiðidýra
verði látin standa tel
ég brýna ástæðu til að
endurskoða önnur
ákvæði hennar. Reglu-
gerðin kveður á um að
kvótanum skuli út-
hlutað til þeirra sem
hafa stundað veiðar á
hrefnu eða sem sjáv-
arútvegsráðherra ætl-
ar að geti haft burði til
að stunda veiðar á
hrefnu. Þá er kveðið á
um að stórhvalakvóta skuli aðeins
úthlutað til skipa sem útbúin eru til
veiða á stórhvölum. Hér er að hluta
til beitt sömu aðferð við kvótaút-
hlutun og Mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna hefur fordæmt í
máli Erlings Sveins Haraldssonar
og Arnar Snævars Sveinssonar
gegn Íslandi. Þar finnur Mannrétt-
indanefndin að því að afmörkuðum
hópi manna séu afhent réttindi
ókeypis með þeim afleiðingum að
aðrir geti ekki notið þeirra réttinda
nema gegn fégreiðslum til þeirra
fyrrnefndu.
Verði reglugerð Einars K. Guð-
finnssonar ekki felld niður í heild
sinni er því nauðsynlegt að gera á
henni þær lágmarksbreytingar sem
aðlaga inntak hennar að fyrr-
nefndum úrskurði Mannréttinda-
nefndarinnar. Það hlýtur að vera
eðlileg krafa að í því tilviki yrðu
leyfi til hvalveiða boðin upp. Til-
greint yrði hafsvæði, veiðitímabil,
tegund og fjöldi veiðidýra. Bjóð-
endur geti verið einstaklingar, fyr-
irtæki eða samtök er hafi íslenska
kennitölu. Veiðiskip verði að vera
skráð í íslenska skipaskrá. Veiði-
rétti fylgi ekki veiðiskylda. Þannig
sé opnað fyrir að einstaklingar,
samtök eða fyrirtæki kaupi upp öll
veiðiréttindi á ákveðnu hafsvæði og
komi að fullu í veg fyrir veiðar á því
hafsvæði.
Það fé sem fengist með uppboð-
inu mætti leggja í bjargráðasjóð
heimilanna.
Uppboð hvalveiðiheimilda?
Þórólfur Matthías-
son skrifar um þá
ákvörðun að heim-
ila hvalveiðar
» Leyfi til hvalveiða
yrðu boðin upp og
tekjurnar lagðar í
bjargráðasjóð heim-
ilanna.
Þórólfur Matthíasson
Höfundur er prófessor í hagfræði við
hagfræðideild Háskóla Íslands.
HINN 11. janúar
skrifar Reynir Harð-
arson grein í Morg-
unblaðið: Sirkus trúar-
bragðanna. Þar ræðst
hann af mikilli reiði að
mér fyrir skrif mín í
Morgunblaðinu 6. jan-
úar sl. til varnar kon-
um sem sögðu skilið
við trú múslima og
heitir: Fyrrverandi múslimakonur.
Baráttukonurnar Maryam Nama-
zic og Ayaan Hirsi komu fram í
Kastljósi og vöruðu þjóðina við að
rétta múslimum litla fingur því þá
tækju þeir alla hendina, en þeir
fengju aldrei nóg og gengju ávallt á
lagið. Allar viðtökuþjóðir þeirra
hefðu bitra reynslu af þeim. Tilv.
lýkur.
Sjálfar voru þær dæmdar til
dauða af fyrrverandi trúbræðrum
sínum og fara nú huldu höfði. En
samkvæmt lögum múslima er
dauðasök að segja sig frá trúnni.
Salmann Tamimi, talsmaður músl-
ima á Íslandi, kom í Kastljós á eftir
þeim og sagði þær ljúga hverju orði,
þó að sannleikurinn í frásögn þeirra
væri augljós og öllum kunnur. Ég
kaus að taka upp hanskann fyrir
þær og okkur öll. Greinin sem
Reynir bölsótast yfir og umsnýr, var
skrifuð fyrir tveimur árum og lá
óbirt í Fréttablaðinu í eitt ár. Fyrir
stuttu sendi ég hana til Morg-
unblaðsins sem hikaði ekki við birt-
ingu.
Í grein sinni hamast Reynir á mér
og biskupi Íslands fyrir að vilja
vernda menningu þjóðar vorar og
siði en dregur um leið enga dul á
svæsna fyrirlitningu sína á trúar-
brögðum. Það er með ólíkindum
mikil mannfyrirlitning því allar
þjóðir hafa trúarbrögð. Það mun
ekki breytast, sama hvað Reyni
Harðarsyni finnst það vitlaust.
Reynir gerir hvað hann getur til að
draga orð úr samhengi og rangtúlka
meiningu skrifa minna. Ég skora á
fólk að bera greinarnar saman. Við
erum lítil þjóð með margra alda
menningu og siði sem okkur þykir
vænt um en sem eru eitur í huga
trúleysinga sem ekkert er heilagt.
Reynir hefur ekki lesið margar
greinar mínar ef hann heldur að ég
hafni öðrum trúarbrögðum en
kristni. Ég þoli bara
ekki mannfyrirlitningu
og yfirgang. Kvenfyr-
irlitning er nefnilega
áberandi í trúar-
brögðum múslima og
það fer illa í við-
tökuþjóðir. Ef músl-
ímskir karlar hafa
minnimáttarkennd
gagnvart konum gæti
það verið skýring.
Ólíklegt er að ég sé
sá eini sem telur sig í
þakkarskuld við Vil-
hjálm, fyrrverandi borgarstjóra,
fyrir að afturkalla úthlutun borg-
arstjóra Samfylkingarinnar á lóð
undir mosku í Elliðaárdalnum. Þar
er helsta útivistarparadís borgarbúa
sem þeir líða hvorki stjórnmála-
gosum né öðrum að eyðileggja. Það
fer lítið fyrir samúð Reynis með
dauðadæmdum fyrrverandi músl-
imakonum. Hann fagnar komu
manns sem ef að líkum lætur er
sammála jáhópi dómara þeirra. Þeg-
ar Danir áttu sem erfiðast við að
halda tjáningarfrelsi sínu vegna of-
stækisfullra viðbragða múslímskra
þjóða út af skopteikningu hvatti Ta-
mimi fólk hér heima til að hunsa þá
og kaupa engar vörur af þeim. Í
þeim látum var fjöldi manns myrtur
í löndum múslima. Þar á meðal
kristin nunna. Múslimar dæmdu rit-
höfund og teiknara annarra þjóða til
dauða. Ég gæti sagt frá sádiarab-
ísku prinsessunni sem var háls-
höggvin á torgi fyrir að sofa hjá
þeim sem hún elskaði en hann slapp.
Ég gæti haldið endalaust áfram því
listinn er langur en nóg í bili.
Reynir segir: „Í áranna rás hefur
barátta Palestínumanna fengið á sig
trúarlegan blæ. Kannski gerist
þetta vegna þess að fátt er vænlegra
til að etja mönnum á forað stríðs-
átaka en vísun í yfirnáttúrulega
veru.“
Viti Reynir ekki betur er það ein-
mitt landlægt ofstæki trúarbragða
beggja sem vítinu veldur. Það hafa
ofstækismenn notað til að telja
hrjáð ungmenni á að hlaða á sig
sprengjum og tæta sundur stræt-
isvagna fulla af börnum. Það breytir
ekki því að morðárásir Ísr-
aelsmanna eru allsherjar hryllingur
sem þjóðir heims eiga að stöðva
strax. Það er viðbjóðslegt að Ísrael-
ar skuli enn nota fosfór, klasa-
sprengjur og jarðsprengjur.
Ég er ekki viss um að margir séu
sammála Reyni um að Íslendingar
séu hvorki kristnir né ein þjóð.
Reynir virðist ekki skilja aðal-
ástæðu þess að kristni var lögtekin.
Þorgeir ljósvetningagoði sagði: Slít-
um við í sundur lögin, þá slítum við
og sundur friðinn. Þá voru lög og trú
samofin eins og enn er víða hjá mús-
limum.
Jafnvel þó að það komi frá Reyni
er mér heiður að því að hug-
myndafræði minni skuli líkt við þá
sem hann fordæmir hjá látnum önd-
vegismanni og hinum frábæra syni
hans, Karli Sigurbjörnssyni. Ekki
veit ég hvað Kristur hefur gert á
hlut Reynis. Er það það að hann
vildi að menn gerðu það öðrum sem
þeir vildu sér gert? Kannski vill
Reynir heldur auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn. Ég vorkenni þess-
um manni.
Reynir Harðarson
mistúlkar grein
Albert Jensen svar-
ar grein Reynis
Harðarsonar
»Kvenfyrirlitning er
nefnilega áberandi í
trúarbrögðum múslima
og það fer illa í við-
tökuþjóðir.
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn