Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JAKOBS BJÖRGVINS ÞORSTEINSSONAR,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 11.00.
Þóra Jakobsdóttir, Friðrik Sveinn Kristinsson,
Þorsteinn Þröstur Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir,
Óskar Matthías Jakobsson, Angela Jakobsson,
Halldór Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
GUÐRÚN BJÖRK RÚNARSDÓTTIR
FREDERICK,
Hátúni 37,
Keflavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn
23. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
3. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Kenneth W. Frederick,
Gunnar Már Vilbertsson,
Sara Margrét Frederick,
Viktoria Lynn Frederick,
Fríða Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksdóttir,
Lúðvík Rúnarsson, Iðunn Ingólfsdóttir,
Gunnar Felix Rúnarsson, Arna Hrönn Sigurðardóttir,
Særún Ása Rúnarsdóttir, Jónas Þór Jónasson
og aðrir aðstandendur.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR SAMÚELSSON
prófessor emerítus,
Borgartúni 30a,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
26. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
3. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast
bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir.
Hólmfríður Stefánsdóttir,
Sif Sigurðardóttir, Atli Heimir Sveinsson,
Sigurður S. Sigurðsson, Christine Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNAR SIGURBJARTAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Borgarholtsbraut 62,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeilda
Landspítalans við Hringbraut og Karitas konum fyrir yndislega
umhyggju og hlýlegt viðmót við okkur öll.
Grímur Guðmundsson,
Jón Elvar, Sigríður Markúsdóttir,
Guðmundur Grímsson, Hrafnhildur Proppé,
Finnur Grímsson, Þórunn Hafsteinsdóttir,
Elín Grímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
HILDAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk og heimilisfólk
Minni Grundar fyrir hlýlegt viðmót.
Ólöf Lilja Stefánsdóttir,
Sigþrúður B. Stefánsdóttir
og fjölskyldur.
sorgin sár. Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við þessa erfiðu tíma. Fjöl-
skyldunni allri og vinum vottum við
dýpstu samúð, megi minningin um
góðan dreng lifa.
Sveinn Ægir og Jóna, Sigurður
Þórðar og Sólrún Hanna.
Þú ert sá vinur sem ég átti mest
samskipti við á síðasta ári. Það er
hreint með ólíkindum hvernig þér
tókst að vera fyrirmyndarpabbi sem
allir litu upp til, ástkær eiginmaður
sem kunni að rækta hjónabandið.
Frábær vinur, sem alltaf var hægt að
leita til. Stjórna fyrirtækjum og
gegna veigamiklum störfum fyrir
knattspyrnudeildina og Samfylk-
inguna. Þá eru ótalin þau störf sem
fólust í undirbúningi og skipulagn-
ingu allra þeirra hvunndags- og hátíð-
arviðburða í lífinu. Þú áttir alltaf tíma.
Það lýsir þér vel þegar ég hringdi í
þig núna á gamlársdagsmorgun og
sagði að við Leó værum að setja puru-
steik inn í ofn og það væri mæting kl.
13. Það var ekki málið og þú varst
mættur á réttum tíma. Þar fórum við
félagarnir yfir þjóðmálin og ákváðum
að þetta yrði árlegt hjá okkur. Búa til
hefðir og hafa gaman af lífinu. Þú
varst svo meðvitaður um að það dýr-
mæta í lífinu er bundið í augnablikinu.
Það er ekki endilega markið, heldur
leiðin þangað.
Þegar strákarnir í meistaraflokki í
fótbolta voru settir á vigtina fyrir jól
skoraði Gaui á mig og Ómar í keppni
um hver myndi ná að léttast yfir jólin.
Það var mikið hlegið þegar Gaui steig
á vigtina og þriggja stafa tala kom
upp en ég áttaði mig á alvöru málsins
þegar ég steig á vigtina og þögn varð í
búningsklefanum. Þetta var örugg-
lega þín leið til að segja mér að fara að
hreyfa mig. En það að vera í mínum
þyngdarflokki, geta hlaupið maraþon
og upp og niður hálendi Íslands er
eitthvað sem ég ekki skil.
Ferð okkar í Neskaupstað síðasta
sumar er ógleymanleg. Eftir erfiðan
fótboltaleik vissir þú að aðeins var ein
leið til að vinna sig út úr leiknum, góð-
ur matur og sögustund á heimleiðinni.
Það var jafn gaman að skiptast á sög-
um við þig, eins og að elda fyrir þig.
Þú naust þess að borða góðan mat og
sú máltíð sem stóð yfir hverju sinni
var alltaf „sennilega sú besta sem þú
hafðir smakkað“ og þú hafðir jafnan á
orði að nú þyrfti ég að fara að halda
kokkanámskeið fyrir félagana.
Við áttum okkur einn sameiginleg-
an draum, hann var sá að Selfoss
myndi spila í efstu deild í fótbolta. Við
ætluðum ekki að fara fram á meira en
það að fá að leika við bestu liðin um
hverja helgi. Þú varst alltaf svo ein-
beittur þegar við töluðum um þetta að
maður hreifst með.
Þú varst þeim eiginleikum gæddur
að ná alltaf að sætta menn og allar
deilur leystir þú á uppbyggilegan
hátt. Ég held að kúnstin hafi verið
hversu auðvelt þú áttir með að setja
þig í spor annarra. Enda óvenju-
skarpskyggn og réttvís maður.
Ég man eftir einu atviki þar sem
við skiptumst á skoðunum og náðum
svo ekki að enda sammála. Þá vorum
við 14 ára og ágreiningsefnið var hvor
væri betri söngvari George Michael
eða Bono. Nokkrum árum seinna
komumst við að niðurstöðu, sennilega
væru þeir báðir mjög góðir og við
miklir tónlistarsérfræðingar.
Þeir vandalausu syrgja, en elsku
Þórdís, Hjörtur Leó, Harpa Hlíf og
fjölskyldur ykkar, megi guð sefa sorg
ykkar eins og hægt er.
Tómas Þóroddsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
jón Ægir Sigurjónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Breytt fyrirkomu-
lag við birtingu
minningargreina
FRÁ og með næstu mánaða-
mótum verður fyrirkomulagi á
birtingu minningargreina í Morg-
unblaðinu breytt.
Þær greinar sem berast
blaðinu innan tilskilins frests
verða birtar í blaðinu. Leitast
verður við að birta þær á útfar-
ardegi eða sem næst þeim degi.
Hve margar greinar birtast í
blaðinu á útfarardegi viðkomandi
einstaklings, ræðst af stærð
blaðsins hverju sinni.
Þær greinar sem berast eftir
tilskilinn frest eða útfarardag
verða eingöngu birtar á vefnum á
www.mbl.is/minningar. Birting
þeirra greina getur verið sam-
dægurs eða eftir samkomulagi.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Vísað verður í að fleiri greinar séu
á netinu neðst í þeim minningar-
greinum sem birtast í blaðinu.
Sami háttur verður hafður á
birtingu minningargreina um þá
sem jarðaðir hafa verið í kyrrþey.
Stutt æviágrip og mynd verður
birt í blaðinu og vísað í fleiri
greinar á netinu.
Skilafrestur
Skilafrestur minningargreina
til birtingar í blaðinu er tveimur
virkum vinnudögum fyrir áætl-
aðan útfarardag. Skilafrestur
greina sem birtast á mánudögum
og þriðjudögum er á föstudög-
um.
Mikilvægt er að greinar séu
sendar með innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á for-
síðu mbl.is. Þegar grein hefur
verið send með kerfinu fær send-
andinn tölvupóst til staðfestingar
og er það um leið trygging fyrir
því að grein hafi borist blaðinu.
Ljóð og sálmar aðgengileg
Þá hefur Morgunblaðið opnað á
vef með ýmsum ljóðum og sálm-
um sem birst hafa með minning-
argreinum í blaðinu. Hann er á
slóðinni www.mbl.is/sendagrein,
en það er forsíða innsendikerfis-
ins. Auðveldar þetta aðstandend-
um að finna viðeigandi ljóð eða
sálm.
Margar minningargreinar bíða
nú birtingar og leitast Morgun-
blaðið við að birta þær svo fljótt
sem auðið er.
Hið nýja fyrirkomulag tekur
gildi 2. febrúar nk.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Þorragötu 5,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 24. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
2. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Jón Reynir Magnússon,
Magnús Reynir Jónsson, Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir,
Birna Gerður Jónsdóttir, Guðlaugur Gíslason,
Sigrún Dóra Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Stefánsson,
ömmubörn og langömmubarn.