Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 49

Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 49
Auðlesið efni 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Geir H. Haarde forsætis-ráð-herra tilkynnti í byrjun vikunnar að stjórnar-sam-starfi Sjálfstæðis-flokks og Sam-fylkingar væri lokið. Geir sagði að nú hefði það gerst, sem hann óttaðist í haust eftir banka-hrunið, að stjórnar-kreppa myndi bætast ofan á fjármála- og gjaldeyris-kreppuna. Sagðist Geir telja að Sam-fylkingin hefði ekki haft þrek til að ljúka þessu stjórnar-sam-starfi með eðlilegum hætti. Geir þakkaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, for-manni Sam-fylkingarinnar, fyrir sam-starfið. Sagði Geir jafn-framt að þau Ingibjörg Sólrún hefðu lokið stjórnar-sam-starfinu með kossi eins og þau hófu það fyrir rúmu einu og hálfu ári. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, boðaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, for-mann Sam-fylkingarinnar, og Steingrím J. Sigfússon, for-mann Vinstri grænna, á sinn fund síðast-liðinn þriðjudag til að fela þeim stjórnar-myndun. Form-legar við-ræður flokkanna hafa síðan staðið yfir síðari hluta vikunnar. Óvissa um nýja ríkis-stjórn Morgunblaðið/RAX Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Rit-höfundarnir Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson hlutu Íslensku bók-mennta-verðlaunin. Einar fyrir Ofsa, skáld-sögu sem gerist á tímum Sturlunga, og Þorvaldur fyrir ævi-sögu Lárusar Pálssonar leikara. „Mér finnst eins og það verði meira og meira áberandi hvað 13. öldin talar til fólks,“ segir Einar þegar hann er spurður um sögu-tímann. Hann vinnur út frá Sturlungu en tekur efnið persónu-legum tökum. „Ég held ég hafi ekki áhuga á ævi ein-staklinga sem slíkri, nema því aðeins að spurt sé um sam-bandið milli um-hverfis og ein-staklings,“ sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort bókin um Lárus væri ævi-saga, menningar-saga eða saga leik-listar á Íslandi. Íslensku bók-mennta-- verð-launin af-hent orgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Kristinsson og Einar Kárason. Verð-bólga mælist nú 18,6% og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í apríl 1990, eða í tæp nítján ár. Undan-farna þrjá mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 3,9%. Sam-kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er þó enn of snemmt að meta hvort farið er að hægja á verð-bólgunni, enda hafi út-sölur sín á-hrif á út-reikninga. Sé litið til þeirra tólf flokka sem vísi-tala neyslu-verðs byggist á sést að allir nema tveir hafa hækkað. Er annars vegar um að ræða föt og skó, sem lækka um 8,2% milli mánaða og hins vegar hús-gögn, heimilis-búnað o.fl. sem lækka um 0,19% og eiga vetrar-útsölurnar væntan-lega sinn þátt í þeirri lækkun. Matur og drykkjar-vörur hækka hins vegar um 1,81% milli mánaða, áfengi og tóbak um 5,94%, heilsa um 2,59%, húsnæði, hiti og rafmagn um 0,95%, hótel og veitinga-staðir 1,82%, ferðir og flutningar um 0,12% og tómstundir og menning um 0,64%. Þrátt fyrir að verðbólgan hafi aukist um 18,6% á tólf mánaða tíma-bili þá hefur verð á mat- og drykkjarvöru hækkað langt um-fram það. Nemur hækkunin, að því er Hagstofan bendir á vef sínum á, 30% frá því í janúar 2008. Athygli vekur að verð á flug-far-gjöldum til út-landa lækkaði um 14,5% milli mánaða. Verð-bólga og hækkanir Einar K. Guðfinnsson, fyrr-verandi sjávar-útvegs-ráðherra, hefur leyft veiðar á hrefnu og langreyði næstu fimm árin. Búast má við því að heimilt verði að veiða allt að 150 langreyðar og 100 til 400 hrefnur. Hval-veiðimenn hafa verið að búa sig undir vertíð í vor og segjast hafa beðið eftir niður-stöðu ráð-herra. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að verið sé að lagfæra hval-stöðina í Hvalfirði. Hrefnu-veiðimenn ætla að vinna saman að veiðum og vinnslu í eitt stórt og gott fyrirtæki, segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmda-stjóri Hrefnu-veiði-manna ehf. Morgunblaðið/Ómar Hval-veiðar leyfðar Hermann Hreiðarsson verður um kyrrt hjá Portsmouth. Hermann óskaði eftir því að fara frá Portsmouth en knatt-spyrnu-stjórinn Tony Adams kom í veg fyrir það og gerði Hermanni það ljóst að hann vildi ekki missa hann. Jóhann Berg til Hollands Knatt-spyrnu-maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvals-deildar-liðið AZ Alkmaar. Rakel samdi við Brøndby Rakel Hönnudóttir, lands-liðskona í knatt-spyrnu hefur tekið til-boði dönsku meistaranna í Brøndby um að leika með þeim til vorsins. Rakel verður þar í láni þar til Íslands-mótið hefst í maí en kemur þá heim og leikur með Þór/KA í sumar. Hermann áfram hjá Portsmouth Rakel Hönnudóttir Hermann Hreiðarsson Jóhann Berg Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.